Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2018 Matvælaráðuneytið

Auglýsing um úthlutun tollkvóta frá ríkjum Evrópusambandsins vegna misritunar í reglugerð nr. 318/2018 um úthlutun á tollkvótum

Auglýst er reglugerð nr. 374/2018 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 318/2018 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins. Við setningu reglugerðar nr. 318/2018 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins varð misritun í 4. línu upptalningar 2. gr. reglugerðarinnar. Í stað „Rjúpur/frystar“ með tollskrárnúmerinu 0208.9003 á að standa „kjöt af alifuglum, fryst - Lífrænt ræktað/lausagöngu“, með tollskrárnúmerinu ex 0207. Reglugerðin hefur nú þegar tekið gildi. Ráðuneytið biðst velvirðingar vegna framangreinds.

ex 0207

Kjöt af alifuglum,fryst – lífrænt ræktað/lausagöngu

01.05. - 31.12.18

66.667

 

 

Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, 5. hæð, eða á [email protected] fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 24. apríl 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum