Hoppa yfir valmynd
19. júní 2018 Matvælaráðuneytið

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða margra helstu nytjastofna er sterk og því samfara verða aflaheimildir fyrir ýsu og ufsa auknar verulega auk þess sem aflaheimildir fyrir þorsk og steinbít verða auknar nokkuð. Aftur á móti verður dregið úr aflaheimildum fyrir íslenska sumargotssíld og gullkarfa enda mældist ástand þessara stofna veikt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: “Sjálfbær nýting auðlinda hafsins byggð á vísindalegri ráðgjöf er lykilatriði í fiskveiðistjórnun okkar Íslendinga. Þessi stefna hefur skilað þeim árangri að margir af okkar helstu nytjastofnum eru að styrkjast. Um leið er þessi stefna ein meginforsenda þess að íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Til að viðhalda þeirri stöðu og sækja fram er mikilvægt að við treystum undirstöður vísindalegrar ráðgjafar með því að efla hafrannsóknir enn frekar líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.”

Í meðfylgjandi töflu má sjá heildaraflamark fyrir einstakar tegundir. Þess ber að geta að aflamark fyrir mikilvæga uppsjávarstofna verður ákveðið á haustmánuðum.

Tegund

Lestir

Blálanga

1.520

Djúpkarfi

13.012

Grálúða

13.271

Gullkarfi

39.240

Gulllax

7.603

Humar

0

Íslensk sumargotssíld

35.186

Keila

3.100

Langa

5.200

Langlúra

1.100

Litli karfi

1.500

Sandkoli

500

Skarkoli

7.132

Skrápflúra

0

Skötuselur

722

Steinbítur

9.020

Ufsi

79.092

Úthafsrækja

0

Ýsa

56.700

Þorskur

262.000

Þykkvalúra/Sólkoli

1.565

 

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 14 Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum