Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla ráðherra um nýjar aðferðir við orkuöflun

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur að beiðni Alþingis lagt fram skýrslu um nýjar aðferðir við orkuöflun. Einkum er fjallað um nýtingu vindorku, sjávarorku og varmaorku með varmadælum en einnig er stutt umfjöllun um aðra möguleika sem skipt geta auknu máli við orkuöflun á komandi árum. Ljóst er að hefðbundnum kostum í jarðvarma og vatnsafli fer fækkandi og því tímabært að huga að nýjum endurnýjanlegum kostum til að mæta fyrirsjáanlegri þörf.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir stöðu og líklegri framtíðarþróun hagnýtingar þessara orkugjafa og fjallað um margvísleg tæknileg og umhverfisleg úrlausnarefni sem huga þarf að. Skýrslan var unnin í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með aðkomu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Orkustofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samorku og fyrirtækja innan vébanda þeirra.

Samkvæmt uppfærðri raforkuspá Orkuspárnefndar fram til ársins 2050 fer almenn raforkunotkun í landinu jafnt og þétt vaxandi. Spáð er árlegri aukningu notkunar um 1,8% næstu 33 árin einkum vegna aukinnar raforkunotkunar almennings, aukins hraða í orkuskiptum og raforkunotkun í ferðaþjónustu. Ekki er reiknað með aukningu í raforkunotkun frá stóriðju umfram það sem búið er að semja um. Svarar þetta til um rúmlega einni og hálfri Búrfellsstöð sem er stórt orkuver með 270 MW uppsett afl og 2.300 GWst orkuvinnslugetu á ári.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum