Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Upplýsingarit fyrir erlendar konur á Íslandi

Jafnréttisstofa hefur gefið út bækling um mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi. Bæklingurinn ber nafnið Réttur þinn og er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, thaílensku, rússnesku og arabísku. Í honum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi íslenskt samfélag og réttarkerfi. Upplýsingar um jafnrétti kynjanna, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað, forsjármál, umgengnismál, fjármál, ofbeldi í nánum samböndum og hótanir. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnanna og félagasamtaka.

Efni bæklingsins og útgáfa hans er styrkt af Progress-áætlun Evrópusambandsins og Þróunarsjóði innflytjendamála og unnin í samstarfi við Stígamót og Mannréttindaskrifstofu Íslands ásamt fleiri stofnunum og félagsasamtökum til þess að tryggja að allar þær upplýsingar sem þörf er á séu til staðar í bæklingnum.

Bæklingurinn er bæði prentaður og gefinn út rafrænt til þess að auðvelda útbreiðslu og aðgengi. Nú er hægt að nálgast bæklinginn rafrænt hér að neðan en einnig er hægt að fá send prentuð eintök. Pantið eintök í gegnum netfang Jafnréttisstofu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum