Hoppa yfir valmynd
29. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Samstarf milli Íslendinga og Kínverja á sviði jafnréttismála

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar

 Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu og Zhen Yan varaforseti samtakanna All-China Women´s Federation undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að auknu jafnrétti kynja.

Fulltrúar samtakanna heimsóttu velferðarráðuneytið í dag og áttu þar fund með Önnu Lilju, Kristínu Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, Þórhildi Þorleifsdóttur, formanni Jafnréttisráðs og fulltrúum velferðarráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins sem vinna að verkefnum á sviði jafnréttismála. Að fundi loknum hitti Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kínversku sendinefndina og hann og Zhen Yan, varaforseti All-China Women´s Federation, skiptust á gjöfum.

Guðbjartur Hannesson og Zhen YanUndirritun viljayfirlýsingarinnar í dag kemur í framhaldi af viðræðum sem áttu sér stað í opinberri heimsókn Wen Jiabao forsætisráðherra Kína til Íslands í síðasta mánuði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi á fundi þeirra um stöðu mannréttindamála í Kína, samfélagsleg réttindi og alþjóðlegar skuldbindingar. Við sama tækifæri kynnti hún kínverska forsætisráðherranum hugmyndir um aukið samstarf Íslands og Kína á sviði jafnréttismála og ákváðu þau að fylgja þeim hugmyndum eftir með frekara samráði á næstu mánuðum.

Yfirlýsingin fjallar einkum um upplýsingagjöf og vilja þjóðanna til að deila með sér þekkingu og reynslu sem snúa að jafnréttismálum. Lýst er áhuga á að styrkja samskipti íslenskra og kínverskra kvenna sem gegna veigamiklum stöðum eða starfa í ólíkum fagstéttum á sem flestum sviðum.

Að afloknum fundi í velferðarráðuneytinu 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum