Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti til umsagnar

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað. Umsagnarfrestur rennur út 8. maí næstkomandi.

Í júní árið 2010 samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun til að vinna gegn einelti á vinnustöðum, í skólum og samfélaginu almennt. Í samræmi við áætlunina réðist velferðarráðuneytið í vinnu sem fól í sér gagngera endurskoðun á reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Stofnuð var nefnd um verkefnið undir forystu velferðarráðuneytisins með fulltrúum Vinnueftirlits ríkisins, Jafnréttisstofu, Sambands sveitarfélaga, starfsmannaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BSRB, BHM, Kennarasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Áhersla hefur þannig verið lögð á víðtæka samvinnu, ekki einungis með það í huga að vanda sem best til verka, heldur einnig til að virkja sem flesta í þessu starfi og ýta þannig undir umræður og áhuga á að sinna þessu mikilvæga máli á breiðum vettvangi. 

Drög að reglugerðin eru nú lögð fram til kynningar og umsagnar. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum rennur út 8. maí næstkomandi

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á póstfangið [email protected] og skrifa í efnislínu: umsögn um reglugerð um aðgerðir gegn einelti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum