Hoppa yfir valmynd
14. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir ráðin aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ráðið Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Inga Hrefna er 31 árs gömul fædd 18. nóvember 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði.

Inga Hrefna hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins síðan í haust. Hún hefur frá árinu 2007 unnið á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík.

Inga Hrefna er fædd og uppalin á Seyðisfirði. Hún er í sambúð með Þorgeiri Arnari Jónssyni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum