Hoppa yfir valmynd
28. maí 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga kjörin fyrirmyndarstofnun ársins 2014

Fyrirmyndarstofnun 2014
Fyrirmyndarstofnun 2014

Þetta er í níunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Capacent í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu.

Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar.

Í frétt á vef Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga segir meðal annars um niðurstöðuna:

„Þetta er satt að segja flottur árangur hjá HÞ sé horft til þess að líklega hafi fáar stofnanir á síðustu árum þurft að glíma við viðlíka kröfu um hagræðingu. En á undanförnum árum hafa starfsmenn HÞ þurft að lækka kostnað um vel á þriðja tug prósenta. Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða sem hafa breytt tekjum og/eða starfssviði starfsmanna.

Starfsmönnum hefur tekist þrátt fyrir erfiðleika að vinna saman sem eitt lið og halda þeim góða vinnuanda sem hefur einkennt HÞ í svo mörg ár.“

Frá afhendingu viðurkenningarinnar


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum