Hoppa yfir valmynd
11. september 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Helstu sérfræðingar heims funda um mænuskaða í Reykjavík

Í hjólastól
Í hjólastól

Mænuskaði, forvarnir, gagnasöfnun og rannsóknir og meðferð og umönnun þeirra sem hlotið hafa mænuskaða er umfjöllunarefni þriggja daga fundar helstu sérfræðinga í heims á þessu sviði sem funda í Reykjavík dagana 11. – 13. september.

Fundurinn er liður í þeirri dagskrá sem efnt er til á vegum velferðarráðuneytisins á sviði heilbrigðis- og félagsmála í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefninni árið 2014. Alþingi samþykkti í maí síðastliðnum þingsályktun um aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða. Var ríkisstjórninni falið að fylgja eftir vitundarvakningu um mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Einnig var kveðið á um að stjórnvöld skyldu beita sér á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þannig að áherslu á mænuskaða á formennskuárinu verði fylgt eftir á næstu árum í norrænu samstarfi.

Meðal gesta á sérfræðingafundinum verður fulltrúi alþjóðlegu bifreiðasamtakanna; International Federation of Automobiles, en þau samtök gegna lykilhlutverki í innleiðingu verkefna fyrir  Sameinuðu þjóðirnar á þeim áratug sem helgaður er  bættu umferðaröryggi.  Á fundinum sitja einnig sérfræðingar frá Íslandi og fundinum stjórnar Kristján Tómas Ragnarsson yfirlæknir á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York sem hefur sinnt þessum málum um árabil.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum