Hoppa yfir valmynd
12. september 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Nýmæli í geðheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi

Geðheilbrigðisþjónusta fyrir íbúa Suðurlands verður aukin og bætt með samstarfssamningi sem gerður hefur verið milli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Markmiðið er að byggja upp samhæfða geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýlega endurnýjaðan samning Sjúkratrygginga Íslands og Náttúrulækningafélags Íslands um þjónustu HNLFÍ. Samningurinn gildir til loka árs 2016.

Samningurinn felur í sér mikilvægt nýmæli þar sem kveðið er á um að HNFLÍ muni annast verkefni á sviði geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Suðurlands í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Tíu rúm á HNLFÍ verða sérstaklega skilgreind fyrir sjúklinga með geðræna sjúkdóma sem þurfa á endurhæfingu að halda.

Stofnanirnar tvær hafa gert með sér samstarfssamning þar sem nánar er kveðið á um hvernig staðið verður að samstarfinu. Skipuð verður sérstök samstarfsnefnd til að sinna verkefnum sem snúa að málefnum einstaklinga með geðræna sjúkdóma sem búa á Suðurlandi.

„Ég er sannfærður um að þessi samningur muni jafnt renna Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherrastyrkari stoðum undir starfsemi stofnananna tveggja og verða til góðs með bættri þjónustu við íbúa á svæðinu“ segir Kristján Þór heilbrigðisráðherra.

Verkefni samstarfsnefndar stofnananna tveggja eru meðal annarra að:

  • Hefja eitt eða fleiri samvinnuverkefni um framþróun þjónustunnar sem hefur það að markmiði að efla þjónustu og bæta lífsgæði sjúklinga með geðræna sjúkdóma.
  • Samhæfa þjónustu við sjúklinga með geðræna sjúkdóma.
  • Bæta verkferla og þjónustuferla.
  • Innleiða hreyfiseðla sem meðferðarform fyrir sjúklinga með geðræna sjúkdóma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum