Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Morgunverðarfundur – Dagur gegn einelti

Þann 8. nóvember, verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í fjórða sinn. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tilefni dagsins efnir félags- og húsnæðismálaráðherra til morgunverðarfundar föstudaginn 7. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 08:15. 

Umfjöllunarefnið er einelti á vinnustöðum og fundarstjóri er Edda Björgvinsdóttir. Framsögumenn eru Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, Hildur Jakobína Gísladóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Officium og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Íslandspósti. Boðið verður upp á morgunmat.

Dagskrá

  • 08:15 Setning. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • 08:25 Birtingarmyndir eineltis á íslenskum vinnustöðum sl. 10 ár.
    - Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. 
  • 08:40 Einelti á vinnustað - hvernig hlúum við að þolendum?
    - Hildur Jakobína Gísladóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Officium.
  • 08:55 Að byggja upp góðan starfsanda og koma í veg fyrir einelti.
    - Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Íslandspósti ohf. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum