Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Rúmlega 60 ára starfsemi Norræna lýðheilsuháskólans að ljúka

Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

Starfsemi Norræna lýðheilsuháskólans í Gautaborg lýkur um komandi áramót eftir sextíu og eins árs feril. Skólinn sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina hefur frá upphafi sinnt æðri menntun og rannsóknum á sviði lýðheilsu fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og skyldum greinum.

Norræni lýðheilsuskólinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1953 gegnt mikilvægu hlutverki við faglega mótun lýðheilsustarfs á Norðurlöndunum. Á síðari árum hafa ýmsir háskólar víðsvegar á Norðurlöndunum farið að sinna þessari fræðigrein og þar með hefur dregið úr þörfinni fyrir sameiginlega norræna menntastofnun í lýðheilsufræðum.

Haldin verður formleg lokaathöfn Norræna lýðheilsuskólans 2. desember næstkomandi og fer hún fram í húsnæði skólans í Gautaborg. Gamlir nemendur, vinir og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum