Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerð um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Frestur til að skila umsögnum er til 20. janúar 2015.

Markmið reglugerðarinnar er að kveða nánar á um framkvæmd laga nr. 9/2014, um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, sbr. 8. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að félags- og húsnæðismálaráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd laganna, svo sem um form umsóknar, tímafresti, málsmeðferð umboðsmanns skuldara og mat á fjárhagsstöðu umsækjanda.

Umsagnir skal senda með tölvupósti á netfangið [email protected] og rita í efnislínu: Umsögn vegna reglugerðar um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Sem fyrr greinir er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 20. janúar nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum