Hoppa yfir valmynd
5. maí 2015 Forsætisráðuneytið

Norrænir ráðherrar beita sér gegn hatursorðræðu

Jafnréttisráðherrar í Kaupmannahöfn 2015.  Mynd/Louise Hagemann/norden.org.
Jafnréttisráðherrar í Kaupmannahöfn 2015. Mynd/Louise Hagemann/norden.org.

Jafnréttisráðherrar Norðurlandaþjóðanna telja margt benda til að hatursorðræða fari vaxandi, einkum á samfélagsmiðlum, hún sé oft kynbundin og feli í sér alvarlegt jafnréttisvandamál. Á fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær samþykktu þeir að vinna saman gegn þessari þróun.

Ráðherrarnir telja að hatursorðræða sé vaxandi vandamál en segja að þótt bæði karlar og konur verði fyrir henni séu karlar þó fremur gagnrýndir fyrir orð sín meðan konur megi frekar sæta athugasemdum sem eru kynferðislega niðrandi og fela í sér beina árás á kynferði þeirra. „Þetta getur falið í sér alvarlegt lýðræðislegt vandamál og leitt til þess að konur sleppi því að taka þátt í opinberri umræðu“ er haft eftir Manu Sareen, jafnréttisráðherra Danmerkur í sameiginlegri tilkynningu ráðherranna.

Danir sem nú fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hafa ákveðið að efna til nýsköpunarnámstefnu sem ætlað er að fjalla um þessi mál og leiðir til að sporna gegn hatursumræðu. Námstefnan verður haldin næsta haust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum