Hoppa yfir valmynd
24. júní 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsendurhæfingu

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Móta þarf stefnu um málefni fólks með skerta starfsgetu og setja reglur um eftirlit með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu. Ríkisendurskoðun ítrekar þessar ábendingar til velferðarráðuneytisins í skýrslu en fellur frá tveimur öðrum ábendingum sem ráðuneytið hefur þegar brugðist við að mati stofnunarinnar.

Ríkisendurskoðun birti skýrslu árið 2012 þar sem settar voru fram fjórar ábendingar til ráðuneytisins um úrbætur á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Í nýrri skýrslu um eftirfylgni með þessum ábendingum segir að ráðstafanir hafi verið gerðar til að stuðla að því að vinnuveitendur komi til móts við fólk með skerta starfsgetu og til að auka samfellu í endurhæfingarferlinu. Aftur á móti hafi ráðuneytið ekki mótað heildstæða stefnu um málefni þessa hóps né sett reglur um eftirlit með kaupum VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu. Ábendingar um þessi atriði eru því ítrekaðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum