Hoppa yfir valmynd
25. júní 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Samvinnuhópur vegna öryggisvistunar einstaklinga

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað samvinnuhóp sem tryggja á að þjónusta og skipulag skipulag samstarfs ríkis og sveitarfélaga vegna einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun að halda sé í samræmi við lög, alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og alþjóðleg viðurkennd gæðaviðmið.

Framangreindum markmiðum skal meðal annars náð með því að:

  • stofna til samvinnuhóps um rekstur og skipan öryggisúrræða fyrir tilgreinda hópa,
  • velferðarráðuneytið móti í samvinnu við innanríkisráðuneytið og aðra hagsmunaaðila skýra stefnu og verklag til næstu fimm ára um framkvæmd öryggisúrræða fyrir sérstaklega tilgreinda hópa og
  • tryggja að þeir einstaklingar sem eru í brýnni þörf fyrir öryggisúrræði fái úrlausn í samræmi við þjónustuþörf eins fljótt og verða má.

Samvinnuhópinn skipa

  • Þór G. Þórarinsson, án tilnefningar, formaður
  • Bryndís Gunnlaugsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Leifur Bárðarson, án tilnefningar
  • Rún Knútsdóttir, án tilnefningar
  • Skúli Þór Gunnsteinsson, tiln. af innanríkisráðuneytinu
  • Soffía Lárusdóttir, tiln. af Akureyrarbæ
  • Stefán Eiríksson, tiln. af Reykjavíkurborg

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum