Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Hagstæð tilboð í hönnun nýs meðferðarkjarna Landspítala

Landspítali
Landspítali

Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítala voru opnuð í dag. Lægsta tilboðið átti Corpus 3 sem bauð tæpa 1,4 milljarða króna. Það er um 51% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á rúma 2,7 milljarða. Fjögur tilboð bárust og voru öll umtalsvert lægri en kostnaðaráætlunin.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir tilboðin sem opnuð voru í dag gefa tilefni til bjartsýni og veita framkvæmdum við nýjan Landspítala aukinn byr í seglin: „Meðferðarkjarninn er ein af fjórum nýbyggingum sem áformað er að reisa við Hringbraut og jafnframt sú stærsta þeirra, eða 58.500 m². Það munar því miklu í kostnaði að hönnuðir skuli færir um að taka að sér verkið fyrir rúman helming þess fjár sem áætlanir gerðu ráð fyrir“.

Þeir sem buðu í fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans voru:

  • Verkís og TBL 1.563.430.000 kr.
  • Grænaborg 1.620.593.000 kr.
  • Corpus 3 1.399.303.400 kr.
  • Mannvit hf. 1.513.171.040 kr.

Corpus 3 hópurinn samanstendur af VSÓ verkfræðistofu, VJI verkfræðistofu, Hornsteinum arkitektum og Basalt arkitektum.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum