Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Yfirlýsing um móttöku flóttafólks

Ungur drengur
Ungur drengur

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum við ráðherraráðið í Brussel um að taka á móti 50 flóttamönnum samtals á þessu og næsta ári. Ísland verður þannig þátttakandi í samvinnu Evrópuþjóða um móttöku kvótaflóttafólks. Yfirlýsingin er birt með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir fjármögnun verkefnisins.

Móttaka fólksins verður ákveðin í samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, líkt og ávallt er gert þegar tekið er á móti kvótaflóttafólki, en viljinn stendur til þess að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir bæði rétt og skylt að Íslendingar leggi lóð á vogarskálarnar: „Vandi þessa fólks kemur okkur öllum við. Þær þjóðir sem geta verða að axla ábyrgð og gera sitt til að létta á vandanum.“

Hér á landi annast flóttamannanefnd undirbúning að móttöku kvótaflóttafólks í samvinnu við einstök sveitarfélög hverju sinni, auk þess sem Rauði kross Íslands hefur hlutverki að gegna.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum