Hoppa yfir valmynd
17. september 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Drög að þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu til ársins 2020

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu til ársins 2020. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 2. október 2015.

Þingsályktunin er lögð fram í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðherra. Samræmd stefna í málefnum barnafjölskyldna byggist á þremur meginstoðum, lífsafkomu, aðgengi allra að þjónustu og virðingu fyrir rétti barnsins til þátttöku. Stefnan stuðlar að félagslegri fjárfestingu sem byggist á forvarnarhugsun og dregur úr líkum á ójöfnuði strax frá unga aldri.

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] og skrifa í efnislínu: Umsögn vegna fjölskyldustefnu til ársins 2020.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum