Hoppa yfir valmynd
29. september 2015 Forsætisráðuneytið

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015

Jafnréttisráð
Jafnréttisráð
Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar ráðsins 2015. Veitt verður viðurkenning þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Frestur til að skila tilnefningum rennur út 27. október 2015.

Viðurkenningin verður afhent á Jafnréttisþingi 25. nóvember næstkomandi.


Viðurkenningu getur hlotið: 


  1. Fjölmiðill sem skarað hefur fram úr á sviði jafnréttismála, s.s. hvað varðar efnistök, umfjöllun og miðlun efnis. 
  2. Þáttur, þáttaraðir, greinar eða annað afmarkað efni þar sem jafnrétti er sérstakt viðfangsefni eða leiðarstef.
  3. Einstaklingur sem með störfum sínum á fjölmiðli hefur unnið sérstaklega að jafnréttismálum. 

Tilnefningar skulu vera rökstuddar. Til að koma til álita við veitingu viðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að veita frekari upplýsingar.

Tilnefningum skal skila eigi síðar en 27. október 2015 á rafrænu formi á netfangið jafnretti[at]jafnretti.is

Með fjölmiðli er átt við stofnun eða fyrirtæki, lögaðila, sem safnar, metur og setur fram upplýsingar í því skyni að dreifa þeim reglulega til umtalsverðs fjölda fólks á tilteknu svæði (Menntamálaráðuneytið, apríl 2005).


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum