Hoppa yfir valmynd
29. september 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Jafnrétti og tækifæri til fjárfestinga

Heimsókn kvenna frá Indlandi
Heimsókn kvenna frá Indlandi

Í dag kynnti Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, 42 indverskum konum úr kvennadeild Federation of Indian Chambers of Commerce and Industry, einu elsta viðskiptaráði Indlands, FICCI-Ladies Organisation (FLO), ýmsar staðreyndir um atvinnuþátttöku og forystu kvenna á Íslandi. Forseti kvennadeildar samtakanna, Archana Garodia Gupta, segir að þar sem Ísland sé í fararbroddi hvað varðar jafnrétti í alþjóðlegum samanburði en Indland í 123. sæti sé sérlega áhugavert fyrir þær að kynna sér hvaða leiðir hafi skilað þessum árangri á Íslandi.

Indversku konurnar eru einnig komnar hingað til lands til að efla viðskiptatengsl sín, skoða markaði og leita að fjárfestingartækifærum, svo sem í líftækni, heilsutengdri framleiðslu og tækni- og leikjageiranum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum