Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opinn fundur með Fulbright sérfræðingi í málefnum flóttafólks

Velferðarráðuneytið, Fulbright stofnunin, MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands og RBF (Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands) boða til opins fundar um móttöku flóttafólks föstudaginn 27. nóvember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 12.00−13.15.

Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, segir stuttlega frá undirbúningsstarfi ráðuneytisins fyrir komu flóttafólks í boði íslenskra stjórnvalda.

Nicole Dubus, doktor í félagsráðgjöf og Fulbright sérfræðingur, heldur erindi um móttöku flóttafólks: Best practices for successfully welcoming and integrating refugees into local communities.

Umræður og spurningar í lok erindis.

Fundarstjóri er Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar. Fundurinn fer fram á ensku.

Allir sem láta sig málefni flóttafólks varða eru velkomnir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum