Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2015 Innviðaráðuneytið

Frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög

Alþingi
Alþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003. 

Frumvarpið var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og er því lagt fram í annað sinn. Það er samið í velferðarráðuneytinu að höfðu samráði við fulltrúa húsnæðissamvinnufélaganna Búseta hsf., Búseta á Norðurlandi hsf. og Búmanna hsf. Við gerð frumvarpsins sem nú er lagt fram var farið yfir þær umsagnir sem bárust Alþingi þegar velferðarnefnd þingsins hafði fyrra frumvarpið til meðferðar og var tekið tillit til þeirra eftir því sem unnt var og efni stóðu til.

Markmið frumvarpsins er að auðvelda húsnæðissamvinnufélögum að starfa á Íslandi, að auka vernd búseturéttarhafa og skýra nánar réttarstöðu þeirra, annarra félagsmanna og húsnæðissamvinnufélaganna sjálfra. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að sjálfbærum rekstri slíkra félaga.

Í frumvarpinu er lögð til sú breyting á gildandi lögum að nákvæmari ákvæði verði um fjármál húsnæðissamvinnufélaga í samþykktum þeirra. Einnig er lagt til að húsnæðissamvinnufélögum verði óheimilt að kveða á um kaupskyldu á búseturétti í samþykktum sínum og búsetusamningum. Jafnframt eru lagðar til breytingar sem miða að því að styrkja og skýra réttarstöðu búseturéttarhafa.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum