Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ólafur Darri Andrason skipaðurskrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu

Ólafur Darri Andrason - mynd

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Ólaf Darra Andrason skrifstofustjóra skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Ólafur Darri var einn þeirra fjögurra umsækjenda sem sérstök hæfnisnefnd taldi hæfasta til að gegna embættinu.

Embættið var auglýst laust til umsóknar 26. nóvember sl. Umsækjendur voru 22 en einn þeirra dró umsókn sína til baka.

Ólafur Darri er með BS próf í hagfræði og MS próf í viðskiptafræði með áherslu á fjármál. Síðastliðin þrettán ár hefur hann verið hagfræðingur og deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Áður starfaði hann um sex ára skeið sem fjármálastjóri grunnskólakerfis Reykjavíkurborgar og fjárreiðustjóri borgarinnar. Einnig starfaði hann um árabil í menntamálaráðuneytinu.

Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir: „Ólafur Darri hefur víðtæka reynslu af stýringu umfangsmikils opinber rekstrar, hefur leikið hlutverk í stórum kerfislægum breytingum, s.s. yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga og er yfirvegaður í nálgun og framkomu.“ Hæfnisnefndin tekur einnig fram að í mati nefndarinnar hafi vegið þungt fjölbreytt reynsla Ólafs Darra af störfum innan ríkis og sveitarfélaga, ásamt núverandi störfum hans hjá ASÍ.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum