Hoppa yfir valmynd
9. mars 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Velferðarráðuneytið flytur úr Hafnarhúsinu

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Ákveðið hefur verið að finna velferðarráðuneytinu nýtt húsnæði og er stefnt að því að það flytji úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu innan tíðar. Ákvörðunin byggist á sameiginlegri niðurstöðu eiganda Hafnarhússins og ráðuneytisins þar sem ástand húsnæðis ráðuneytisins er ófullnægjandi.

Á síðustu árum hefur tvívegis verið ráðist í framkvæmdir á hluta húsnæðisins þar sem velferðarráðuneytið er með aðstöðu sína þar sem raki og myglusveppur hafði gert vart við sig. Ekki hefur tekist að uppræta vandann og hefur það verið staðfest með athugun sem Faxaflóahafnir fólu verkfræðistofunni EFLU að gera nýlega.

Þar sem talið er að ráðast þurfi í viðamiklar endurbætur á húsnæðinu hefur það orðið að samkomulagi milli Faxaflóahafna og velferðarráðuneytisins að losa ráðuneytið undan leigusamningi. Leit er hafin að nýju húsnæði fyrir ráðuneytið sem mun flytja sig um set um leið og mögulegt er.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum