Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Óskað eftir umsögnum vegna heildarendurskoðunar laga nr. 25/1975

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Vegna heildarendurskoðunar á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir er óskað eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar.

Heilbrigðisráðherra skipaði þann 9. mars sl. nefnd til að endurskoða í heild lög nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.

Nefndin hefur ákveðið að undirbúa störf sín með því að óska eftir umsögnum við gildandi löggjöf og tillögum að breytingum með umfjöllun um mikilvægi þeirra. Allir sem láta sig málið varða eru hvattir til að senda inn ábendingar og athugasemdir.

Umsagnir óskast sendar ráðuneytinu á póstfangið [email protected] og merktar: Umsögn um lög nr. 25/1975 fyrir 1. maí nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum