Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Daggæsla barna í heimahúsum

Dagana 10. og 11. desember sl. lét félagsmálaráðuneytið gera könnun á aðstæðum dagmæðra í landinu. Ákveðið var að gera könnunina í sveitarfélögum með 1000 íbúa eða fleiri en í nokkrum þessara sveitarfélaga eru ekki starfandi dagmæður. Fylgir hér með listi yfir sveitarfélögin og hvernig þau eru flokkuð í landshluta í niðurstöðum.

Tilefni könnunarinnar var fyrst og fremst að afla upplýsinga um fjölda barna hjá einstökum dagmæðrum og hvort farið færi eftir reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 198/1992 hvað það varðar. Ennfremur voru önnur atriði í tengslum við framkvæmd reglugerðarinnar könnuð, einkum þó hvort skilyrði um leyfisveitingar til daggæslu barna í heimahúsum væru uppfyllt.

Framkvæmd könnunar
Ákveðið var að umsjónaraðilar með daggæslu barna í heimahúsum í hverju sveitarfélagi framkvæmdu könnunina. Þeir heimsóttu dagmæður og fylltu út spurningalistann í samræmi við svör þeirra. Það var ekki talið mögulegt að aðrir en þeir sem hafa formlega með höndum umsjón með daggæslu barna í heimahúsum færu inn á einkaheimilin í þessum tilgangi. Til að tryggja áreiðanleika könnunarinnar sem best var ákveðið að hún tæki sem skemmstan tíma og yrði framkvæmd á sama tíma alls staðar á landinu. Í öllum sveitarfélögum nema tveimur reyndist unnt að fara inn á öll heimili starfandi dagmæðra. Í stærstu sveitarfélögunum Reykjavík og Kópavogi reyndist þetta ekki mögulegt og var þar tekið úrtak. Ástæðan er að fjöldi dagmæðra er slíkur í þessum sveitarfélögum að umsjónaraðilar eru í fullu starfi, fjórir starfsmenn í Reykjavík og einn í Kópavogi. Í þeim minni er umsjónin einungis hluti af skyldum viðkomandi starfsmanns og dagmæður hlutfallslega fáar, umsjónaraðilinn gat því helgað sig þessu verkefni báða dagana og farið inn á öll heimilin.

Farið var inn á heimili dagmæðranna, spurningarlistar lagðir fyrir og fylltir út af umsjónaraðilanum. Spurt var um öll börn í gæslu hjá viðkomandi dagmóður og eigin börn yngri en 6 ára, um aldur barnanna og daglegan dvalartíma. Samtímis voru öll börnin sem voru í gæslu meðan á heimsókn stóð talin. Ennfremur var spurt um atriði sem eru skilyrði fyrir leyfisveitingu fyrir daggæslu barna í heimahúsum, sbr. 9. gr. fyrrgreindrar reglugerðar. Tveir spurningalistar voru útbúnir í samráði við umsjónaraðila með daggæslu barna í heimahúsum, annar fyrir dagmæður sem starfa einar og hinn fyrir þær/þau sem starfa tvær saman.

Tölur þær sem hér birtast byggja á niðurstöðum könnunarinnar af öllum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem byggt er annars vegar á rauntölum frá fjórum sveitarfélögum og hins vegar á áætluðum fjöldi barna út frá "slembiúrtaki" í Reykjavík (33%) og Kópavogi (39%). Á höfuðborgarsvæðinu voru því 54% dagmæðra með í könnuninni og er ályktað út frá því. Hér birtast einungis upplýsingar úr hluta niðurstaðnanna, en innan skamms mun ráðuneytið gefa út heildarniðurstöður könnunarinnar.


Helstu niðurstöður


Heildarfjöldi dagmæðra, fjöldi, aldur og dvalartími barna í daggæslu
  • Alls starfar 461 dagmóðir við daggæslu barna í heimahúsum
  • Flestar starfa á höfuðborgarsvæðinu eða 77% af hópnum
  • Alls er um 2.350 börn í daggæslu í heimahúsum
  • Miðað við fjölda 0 til 5 ára barna í sveitarfélögunum sem þátt tóku eru hlutfallslega flest þeirra í daggæslu á höfuðborgarsvæðinu
  • Börn í daggæslu eru flest á aldrinum eins til tveggja og hálfs árs
  • Algengasti dvalartími barna í daggæslu er frá klukkan 8 til 16 en allt að 25 mismunandi dvalartímar barna komu fram í könnuninni hjá einstökum dagmæðrum. Dvalartímar barna geta verið jafnmargir og fjöldi barna hjá hverri dagmóður

Fjöldi of margra barna í daggæslu
  • Alls eru 216 börn of mörg í daggæslu miðað við reglugerð á einhverjum tíma dagsins eða 9% af heildarfjöldanum í gæslu

Fjöldi dagmæðra með of mörg börn
  • Alls eru 149 daggmæður sem hafa á einhverjum tíma dagsins of mörg börn í gæslu, eða 34% dagmæðra

Skilyrði leyfisveitinga
  • 89% dagmæðra hafa slysatryggingu, þar af 96% þeirra sem starfa á höfuðborgarsvæðinu
  • 76% dagmæðra hafa lokið námskeiði fyrir dagmæður, hlutfallslega flestar á höfuðborgarsvæðinu eða 89%, en fæstar á Austurlandi 29%
  • Langflestar dagmæður hafa skilað inn sakavottorði eða 91%, hlutfallslega flestar af höfuðborgarsvæðinu eða 98% þeirra, en einungis 71% á Austurlandi
  • Skoðun eldvarnaeftirlits liggur fyrir á heimilum 66% dagmæðra. Þar af eru hlutfallslega flestar á Reykjanesi sem hafa fengið skoðun eða 88% þeirra. Á höfuðborgarsvæðinu sem er fjölmennasta svæðið hafa 59% dagmæðranna skoðun eldvarnaeftirlits.

I. Heildarfjöldi dagmæðra og fjöldi, aldur og dvalartími barna í daggæslu.


Tafla 1. Fjöldi og hlutfall dagmæðra í landshlutum, ein eða tvær dagmæður á heimili.


Landshluti
Ein
dagmóðir
Tvær dagmæður
Samtals
Vesturland/Vestfirðir
9
53%
8
47%
17
4%
Norðurl. vestra og eystra
33
89%
4
11%
37
8%
Austurland
7
100%
0
7
1%
Suðurland
18
82%
4
18%
22
5%
Reykjanes
21
84%
4
16%
25
5%
Höfuðborgarsvæðið
116*
273*
73%
77%
44*
80**
27%
23%
160*
353**
60%
77%

Samtals
204*
361**
76%
78%
64*
100**
24%
22%
268*
461**
100%
100%

*Í úrtaki
**Raunfjöldi

Alls eru starfandi 461 dagmóðir í þeim sveitarfélögum er tóku þátt í könnuninni, þar af starfa 100 tvær saman eða 22% af heildarfjölda dagmæðra.


Tafla 2. Fjöldi barna í daggæslu eftir landshlutum, ein eða tvær dagmæður á heimili.

Landshluti
Fj. barna/ein dagmóðir
Fj.barna/tvær dagmæður
Samtals
Vesturland/Vestfirðir
36
36
72
Norðurl.vestra og eystra
153
16
169
Austurland
19
0
19
Suðurland
83
37
120
Reykjanes
115
22
137
Höfuðborgarsvæðið
1.381*
453*
1.834*
Samtals
1.787
564
2.351

*Áætlaður fjöldi út frá úrtaki.


Tafla 3. Fjöldi barna í daggæslu og hlutfall þeirra af heildarfjölda barna á aldrinum 0-5 ára í sveitarfélögunum er tóku þátt í könnuninni.

Landshluti
Fj. barna hjá dagmæðrum
Fj. barna í sveitarfélögum**
Hlutfall
Vesturland/Vestfirðir
72
1.112
6.5%
Norðurl.eystra og eystra
169
2.549
6.6%
Austurland
19
743
2.6%
Suðurland
120
1.287
9.3%
Reykjanes
137
1.516
9.0%
Höfuðborgarsvæðið
1.834*
15.751
11.6%
Samtals
2.351
22.958
10.3%

*Áætlaður fjöldi út frá úrtaki.
**Árbók sveitarfélaga 2001.

Eins og sést í töflu 3 eru hlutfallslega flest börn hjá dagmæðrum á höfuðborgarsvæðinu, þó fylgja Suðurland og Reykjanes fast á eftir. Fæst eru börn í daggæslu á Austurlandi.


Mynd 1. Aldursdreifing barna í daggæslu í öllum landshlutum.


Flest börn í daggæslu hjá dagmæðrum eru á aldrinum eins til tveggja og hálfs árs, eins og mynd 1 sýnir.


Tafla 4. Meðaldvalartími barna hjá dagmæðrum eftir landhlutum, í klukkustundum

Landshluti
Meðaldvalartími barna í klukkutímum
Vesturland/Vestfirðir
6.1
Norðurl.vestra og eystra
5.6
Austurland
5.5
Suðurland
5.8
Reykjanes
5.5
Höfuðborgarsvæðið
7.0
Landið í heild
6.1

Algengasti tími barna í daggæslu hjá dagmæðrum er frá klukkan 8 - 16:00, en 35% barna dvelja hjá dagmæðrum á þeim tíma frá mánudegi til föstudags. Allt að 25 mismunandi dvalartímar barna komu fram í könnuninni. Dvalartímar barna geta verið jafnmargir og börn hjá hverri dagmóður. Börn eru ekki í daggæslu eftir klukkan 18:00 né heldur á laugardögum og sunnudögum.

II. Fjöldi of margra barna í daggæslu.



Samkvæmt reglugerð má dagmóðir á fyrsta starfsári hafa 4 börn í gæslu samtímis, en eftir 1 árs farsælt starf mega þau vera 5, þar með talin börn dagmóður á heimilinu, undir 6 ára aldri. Ekki mega vera fleiri en 2 börn undir eins árs aldri á sama tíma. Kannað var sérstaklega hvort dagmóðir hefði of mörg börn á ákveðnum tíma dags: Fyrir hádegi, í hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. Tafla 5 sýnir fjölda of margra barna, á einhverjum tíma dagsins í daggæslu, eftir því hvort dagmæður starfa einar eða tvær saman.


Tafla 5. Fjöldi og hlutfall "of margra barna" í daggæslu, á einhverjum tíma dagsins, eftir landhlutum og hvort dagmæður starfa einar eða tvær saman.


Ein
dagmóðir
Tvær
dagmæður
Samtals
Landshluti
Fj.of margra barna
Hlutfall
Fj of margra barna
Hlutfall
Fj.of margra barna
Hlutfall
Vesturland/Vestfirðir
0
0
0
Norðurl. vestra og eystra
5
3%
0
5
3%
Austurland
0
0
0
Suðurland
3
4%
8
27%
11
9%
Reykjanes
5
4%
0
5
4%
Höfuðborgarsvæði
156*
11%
39*
9%
195
11%
Samtals
169
9%
47
8%
216
9%

*Áætlað út frá úrtaki

Alls er um að ræða 216 börn sem eru of mörg af heildarfjöldanum 2.351 þannig að 9% barna í daggæslu eru umfram leyfilegan fjölda. Þar sem börn voru flest of mörg í daggæslu á sama tíma voru þau sex talsins.


III. Fjöldi dagmæðra með of mörg börn í daggæslu.



Tafla 6. Fjöldi dagmæðra sem hafa umfram leyfðan fjölda barna, eftir því hvort þær starfa einar eða tvær saman


Ein dagmóðir
Tvær dagmæður
Samtals
Landhluti
Fj dagm.með of mörg börn
%
Fj dagm.með of mörg börn
%
Fj. dagm. með of mörg börn
%
Vesturland/Vestfirðir
0
0
0
Norðurl.vestra og eystra
5
15%
0
5
14%
Austurland
0
0
0
Suðurland
1
5.5%
2
50%
3
14%
Reykjanes
5
24%
0
5
20%
Höfuðborgarsvæðið
114*
42%
22*
28%
136*
39%
Samtals
125
35%
24
24%
149
34%

*Áætlaður fjöldi út frá úrtaki

Í töflu 6 kemur fram að 34% dagmæðra hafa börn í gæslu á einhverjum tíma dagsins. Rétt er að benda á að dagmóðir sem hefur einu barni of mörg í hádeginu telst í hópi dagmæðra með of mörg börn, sama á við um dagmóður með 3 börn yngri en eins árs á sama tíma.


IV. Skilyrði leyfisveitinga.


Félagsmálanefnd í sveitarfélagi eða önnur nefnd sem sveitarstjórn ákveður veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Í 9.gr. reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum er kveðið á um þau skilyrði sem dagmæður þurfa að uppfylla til að fá leyfi. Einnig er þeim skylt að kaupa slysatryggingu vegna barnanna sbr. 19. gr. Ákveðið var að kanna sérstaklega hvort dagmæður uppfylltu þessi skilyrði. Hér eru tiltekin nokkur atriði úr heildarkönnuninni.


Tafla 7. Hlutfall dagmæðra með slysatryggingu eftir landshlutum.*

Landshluti
nei
veit ekki
svara ekki
Vesturland/Vestfirðir
71%
6%
23%
Norðurl vestra og eystra
81%
14%
5%
Austurland
86%
14%
Suðurland
82%
18%
Reykjanes
96%
4%
Höfuðborgarsvæðið
96%
2%
1%
1%
Landið í heild
89%
6%
2%
3%

*Skv. 19. gr reglugerðar skal dagmóðir kaupa slysatryggingu vegna barnanna.


Tafla 8. Hlutfall dagmæðra er hafa lokið námskeiði fyrir dagmæður, eftir landshlutum.*

Landshluti
nei
veit ekki
svara ekki
Vesturland/Vestfirðir
47%
53%
Norðurl.vestra og eystra
76%
19%
5%
Austurland
29%
71%
Suðurland
41%
59%
Reykjanes
62%
34%
4%
Höfuðborgarsvæðið
89%
11%
Landið í heild
76%
22%
2%

*Skv. 9. gr. reglugerðar, er skilyrði leyfisveitingar að umsækjandi hafi sótt námskeið.

Rétt er að benda á að heimilt er að veita bráðabirgðaleyfi ef umsækjanda stendur ekki til boða námskeið þar til hann hefur átt kost á að ljúka námskeiði.


Tafla 9. Hlutfall dagmæðra er hafa skilað inn sakavottorði eftir landshlutum.*

Landshluti
nei
veit ekki
svara ekki
Vesturland/Vestfirðir
76%
24%
Norðurl.vestra og eystra
84%
11%
5%
Austurland
71%
29%
Suðurland
82%
9%
9%
Reykjanes
88%
4%
8%
Höfuðborgarsvæðið
98%
1%
1%
Landið í heild
91%
6%
3%

*Skv. 9. gr. reglugerðar, er skilyrði leyfisveitingar að umsækjandi leggi fram sakavottorð.


Tafla 10. Hlutfall dagmæðra þar sem liggur fyrir skoðun eldvarnareftirlits.*

Landshlutar
nei
veit ekki
svara ekki
Vesturland/Vestfirðir
35%
24%
12%
29%
Norðurl.vestra og eystra
84%
8%
8%
Austurland
71%
29%
Suðurland
41%
36%
23%
Reykjanes
88%
12%
Höfuðborgarsvæðið
59%
24%
10%
7%
Landið í heild
66%
13%
7%
14%

*Skv. 9. gr. reglugerðar, er skilyrði leyfisveitingar að fyrir liggi skoðun eldvarnareftirlits.

    Flokkun sveitarfélaga eftir landshlutum
        Vesturland og Vestfirðir
      · Akranes
      · Borgarbyggð,
      · Ísafjarðarbær
          Norðurland vestra og eystra;
        · Skagafjörður,
        · Dalvíkurbyggð,
        · Ólafsfjörður
        · Akureyri,
        · Félags og skólaþjónusta Þingeyinga
            Austurland
          · Fjarðabyggð,
          · Sveitarfélagið Hornafjörður
          · Austur- Hérað.
              Suðurland
            · Hveragerðisbær,
            · Vestmannaeyjar,
            · Sveitarfélagið Árborg,
            · Sveitarfélagið Ölfus,

              Reykjanes
            · Reykjanesbær,
            · Grindavík,
            · Sandgerði
            · Gerðahreppur.
                Höfuðborgarsvæðið
              · Hafnarfjörður,
              · Garðabær,
              · Bessastaðahreppur,
              · Kópavogur,
              · Reykjavík,
              · Seltjarnarnes
              · Mosfellsbær.

                Hafa samband

                Ábending / fyrirspurn
                Ruslvörn
                Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum