Fréttir

Lagasafn

10/2/2015 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Megintilgangur frumvarpsins er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/24/ESB frá 9. mars 2011 um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og framkvæmdartilskipun framkvæmdarstjórnarinnar 2012/52/ESB frá 20. desember 2012 um ráðstafanir til að auðvelda viðurkenningu á lyfseðlum sem eru gefnir út í öðrum aðildarríkjum.

Lesa meira
Fyllt í formið

4/2/2015 : Ný rannsókn á „nægjanleika“ lífeyrissparnaðar

Í dag voru kynntar helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar um hvenær lífeyrissparnaður telst nægilegur til framfærslu. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem gerir, með samræmdri aðferðafræði, samanburð á „nægjanleika“ lífeyris (e. retirement savings adequacy) fólks á aldrinum 35-64 ára sem var á vinnumarkaði árið 2012. Verkefnið var fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Lesa meira
Hjálpartæki

19/12/2014 : Tillögur um breytingar á bifreiðamálum hreyfihamlaðs fólks

Starfshópur sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði hefur skilað skýrslu með tillögum um margvíslegar breytingar á fyrirkomulagi stuðnings hins opinbera við hreyfihamlaða vegna bifreiðamála. Ráðherra kynnti tillögur hópsins á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

19/12/2014 : Tekjuviðmið vegna frekari uppbótar á lífeyri hækkar um 12,5%

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að hækka tekjuviðmið vegna frekari uppbótar á lífeyri um 12,5% frá 1. janúar næstkomandi. Viðmiðið fer úr 200.000 kr. á mánuði í 225.070 kr. og verður þar með jafn hátt framfærsluviðmiði þeirra sem búa einir.

Lesa meira

3/12/2014 : Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Vinnumálastofnun mun greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda 5. desember næstkomandi í samræmi við reglugerð sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gefið út. Full desemberuppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

25/11/2014 : Tölfræði um félagsleg velferðarmál á Norðurlöndunum

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagslegra velferðarmála hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsmál sem gefur kost á samanburði milli landanna.

Lesa meira
Vegvísir á sjúkrahúsi

7/10/2014 : Frumvarp um samræmdan rétt flóttamanna til sjúkratrygginga

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem tryggja á samræmdan rétt þeirra sem fá stöðu flóttamanna hér á landi til sjúkratrygginga og jafna þannig stöðu þeirra, verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
Alþingishúsið

27/8/2014 : Skýrsla um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um kæruheimildir, málskot til dómara og kvartanir til umboðsmanns Alþingis og gefið yfirlit um réttindi sem leiða af örorkumati.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29/4/2014 : Nýr Norðurlandasamningur um almannatryggingar

Þann 1. maí 2014 tekur gildi nýr Norðurlandasamningur um almannatryggingar og eldri samningur frá árinu 2003 fellur úr gildi. Samningurinn byggist á meginreglum Evrópureglugerðar um samræmingu almannatryggingakerfa sem öðlaðist gildi hér á landi 1. júní 2012, en veitir Norðurlandabúum í vissum tilvikum ríkari réttindi. 

Lesa meira
Fyllt í formið

10/2/2014 : Persónuvernd og eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar

Lagabreyting sem Alþingi samþykkti nýlega og ætlað er að styrkja heimildir Tryggingastofnunar ríkisins (TR) til eftirlits með greiðslu bóta felur ekki í sér aukinn aðgang stofnunarinnar að viðkvæmum persónuupplýsingum. Engar breytingar voru gerðar á ákvæði almannatryggingalaga varðandi aðgang TR að sjúkraskrám.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

2/1/2014 : Bætur almannatryggingakerfisins hækka um 3,6%

Bætur þeirra sem fá greiðslur úr almannatryggingakerfinu hækkuðu um 3,6% þann 1. janúar. Hækkun sem þessu nemur tekur til allra bóta lífeyristrygginga, slysatrygginga og félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

13/9/2013 : Samanburðarhæfir velferðarvísar fyrir Norðurlönd

NOSOSKO; norræn nefnd um hagtölur á sviði heilbrigðis- og félagsmála, hefur gefið út nýja skýrslu þar sem birtir eru velferðarvísar sem gera mögulegan margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna á stöðu og þróun ýmissa velferðarmála.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

6/9/2013 : Mikilvægt að ljúka heildarendurskoðun laga um almannatryggingar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd til að ljúka heildarendurskoðun almannatrygginga og gera drög að frumvarpi til nýrra laga um lífeyrisréttindi. Miðað er við að starfsgetumat komi í stað örorkumats og að skoðaðir verði kostir og gallar þess að auka möguleika fólks til sveigjanlegra starfsloka ásamt einföldun á lífeyriskerfinu. 

Lesa meira
Tryggingastofnun

16/7/2013 : Skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Formaður stjórnarinnar er Stefán Ólafsson.

Lesa meira
Alþingishúsið

5/7/2013 : Frumvarp um bætt lífeyrisréttindi samþykkt á Alþingi

Frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem felur í sér hækkun frítekjumarks atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum og að hætt verður að láta lífeyrissjóðstekjur skerða grunnlífeyri almannatrygginga var samþykkt á Alþingi í dag. Með breytingunni hækka greiðslur hjá um 7.000 lífeyrisþegum.

Lesa meira
Merki Landssambands eldri borgara

26/6/2013 : Landssamband eldri borgara fagnar frumvarpi um bætt kjör aldraðra

Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á alþingismenn að samþykkja frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um bætt kjör aldraðra, þar sé mikilvægt skref stigið í þá átt að draga til baka skerðingar sem lögfestar voru árið 2009. Stjórnin afhenti ráðherra afrit af samþykkt þessa efnis frá fundi stjórnarinnar í dag.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur alþingismönnum

25/6/2013 : Skerðingar afnumdar og frítekjumark hækkað

Greiðslur um 7.000 lífeyrisþega munu hækka, frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar verulega og lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri, verði frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um afnám ýmissa skerðinga samþykkt.

Lesa meira
Réttarhamar

13/6/2013 : Hæstiréttur staðfestir að réttur til almannatrygginga byggist á búsetu

Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið voru í dag sýknuð í Hæstarétti af öllum kröfum einstaklings um meintar ólögmætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Með dóminum er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft fasta búsetu hér á landi.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

4/6/2013 : Dregið úr skerðingum hjá lífeyrisþegum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun á næstunni leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp sem miðar að því að draga úr þeim skerðingum sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir frá árinu 2009. Ráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á ársfundi Tryggingastofnunar í dag.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

7/3/2013 : Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi

„Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar“ segir velferðarráðherra í blaðagrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

5/3/2013 : Tímamótafrumvarp um almannatryggingar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni og grundvallarbreytingar á réttindum ellilífeyrisþega. Meginmarkmiðið er að einfalda löggjöfina, skýra betur réttindi lífeyrisþega og styrkja stöðu aldraðra.

Lesa meira
Sjúkratryggingar Íslands

27/2/2013 : Aukin rafræn þjónusta vegna afgreiðslu hjálpartækja og næringarefna

Upplýsingar um afgreiðslu og réttindi einstaklinga um hjálpartæki og næringarefni eru nú aðgengileg rafrænt notendum og seljendum í þjónustugáttum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Því þarf ekki lengur að framvísa samþykkt eða innkaupaheimild frá SÍ fyrir hjálpartækjum og næringarefnum við afgreiðslu hjá seljendum.

Lesa meira
Tryggingastofnun

3/1/2013 : Bætur almannatrygginga hækka um 3,9%

Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um hækkanir á greiðslum til lífeyrisþega um áramótin. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9%. Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar, s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót.

Lesa meira
Sjúkratryggingar Íslands

28/12/2012 : Breytingar á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu um áramót

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman upplýsingar um breytingar sem verða á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu 1. janúar næstkomandi. Komugjöld á heilsugæslustöðvar og gjöld fyrir vitjanir heilsugæslulækna verða óbreytt. Greiðsluþátttaka einstaklinga í kostnaði vegna lyfja hækkar um 3,9%.

Lesa meira
Gudbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri

6/12/2012 : Hagstofan birtir félagsvísa til framtíðar

Velferðarráðherra og Hagstofustjóri undirrituðu í dag samning sem felur í sér að Hagstofa Íslands tekur að sér að birta og uppfæra reglulega félagsvísa sem kynntir voru í byrjun þessa ár. Félagsvísar eru safn fjölbreyttra tölfræðilegra upplýsinga sem varpa ljósi á félagslegar aðstæður ólíkra þjóðfélagshópa.

Lesa meira
Tryggingastofnun

15/11/2012 : Réttur til almannatrygginga byggist á búsetu samkvæmt héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins (TR) og íslenska ríkið af öllum kröfum einstaklings um meintar ólögmætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Með dóminum er staðfest að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft fasta búsetu hér á landi.

Lesa meira
Sjúkratryggingar Íslands

31/10/2012 : Sjúkratryggingar Íslands fá viðurkenningu fyrir þróun rafrænna samskipta

Þróun rafrænna samskipta hjá Sjúkratryggingum Íslands veitir einstaklingum aðgang að réttum og öruggum upplýsingum um eigin hag og þeim sem veita þjónustu aðgang að gögnum sem tryggja rétt sjúkratryggðra. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar um stofnunina sem hlaut í vikunni viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

23/7/2012 : Aukin tryggingavernd með nýrri reglugerð um slysatryggingar við heimilisstörf

Gildissvið slysatryggingar við heimilisstörf sem Sjúkratryggingar Íslands annast verður aukið með nýrri reglugerð velferðarráðherra sem tekur gildi 1. ágúst. Reglugerðin felur í sér aukna tryggingavernd þar sem öll viðhaldsstörf og viðgerðir í og við heimili sem ekki eru liður í atvinnustarfsemi falla nú undir trygginguna.

Lesa meira
Tryggingastofnun

21/6/2012 : Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins 2012

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði ársfund Tryggingastofnunar ríkisins sem haldinn var í Nauthólsvík í dag. Ráðherra ræddi meðal annars um endurskoðun á almannatryggingakerfinu sem unnið er að.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

28/3/2012 : Greiðslur fyrir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum

Vegna umræðu um greiðslur fólks fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum og innheimtu dvalarkostnaðar birtir velferðarráðuneytið samantekt um gildandi fyrirkomulag þessara mála.

Lesa meira
Besti ríkisvefurinn 2011

19/1/2012 : Tryggingastofnun ríkisins með besta opinbera vefinn

Vefur Tryggingastofnunar ríkisins tr.is var útnefndur besti ríkisvefurinn í úttekt þar sem lagt var mat á 267 opinbera vefi hjá ríki og sveitarfélögum. Í niðurstöðu dómnefndar segir að vefurinn geymi gríðarlegt magn upplýsinga sem eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt.

Lesa meira
Handsal

29/12/2011 : Útgjöld til almannatrygginga jukust um 23% milli ára

Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna árið 2011 miðað við árið á undan, eða um 23% og námu heildaútgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga á þessu ári.

Lesa meira

25/11/2011 : Lífeyrir og bætur í velferðakerfinu hafa hækkað um átta milljarða í ár

Vegna umræðu síðustu daga telur velferðarráðuneytið ástæðu til að vekja athygli á að á þessu ári hafa útgjöld vegna bóta almannatrygginga og atvinnuleysisbóta verið aukin um rúma átta milljarða króna.

Lesa meira

24/10/2011 : Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands

Í byrjun næsta árs verða lágmarksbætur lífeyrisþega 203.000 krónur og hafa þá hækkað um 61% frá árinu 2007. Þá hafa útgjöld almannatrygginga sem hlutfall af tekjum ríkissjóðs farið úr 9,5% árið 2006 í 13,1% árið 2012 miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi velferðarráðherra á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands.

Lesa meira

30/9/2011 : Viðræður um gagnkvæman almannatryggingasamning milli Íslands og Bandaríkjanna

Viðræður eru hafnar milli Íslands og Bandaríkjanna um tvíhliða almannatryggingasamning milli þjóðanna. Margvíslegur ávinningur felst í slíkum samningi fyrir borgara beggja þjóða. Fyrsta áfanga viðræðnanna er nýlokið.

Lesa meira

16/9/2011 : Skýrsla velferðarráðherra til Alþingis um fæðingar- og foreldraorlof.

Skýrsla Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra til Alþingis um fæðingar- og foreldraorlof. Lögð fram á 139. löggjafarþingi 2010-2011. 

Lesa meira
Réttarhamar

6/9/2011 : Viðurkenning sænskra dómstóla á rétti íslenskra námsmanna til almannatrygginga

Sænskur dómstóll hefur úrskurðað að sænsku tryggingastofnuninni (Försäkringskassan) hafi verið óheimilt að hafna umsókn íslensks námsmanns og maka hans um fæðingarorlofsgreiðslur á þeim forsendum að þau væru ekki tryggð í sænska almannatryggingakerfinu.

Lesa meira

5/9/2011 : Gagnkvæmar víxlverkanir sem skerða bætur eða lífeyri öryrkja afnumdar

Alþingi samþykkti fyrir helgi lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir gagnkvæmar skerðingar örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum og örorkulífeyris frá almannatryggingum.

Lesa meira

15/6/2011 : Hækkun bóta og eingreiðslur greiddar 43.000 lífeyrisþegum í dag

Tryggingastofnun ríkisins greiddi í dag út hækkun á lífeyri og tengdum greiðslum til lífeyrisþega, ásamt eingreiðslu til samræmis við kjarabætur sem samið var um í kjarasamningum. Greiðslurnar tóku til um 43.000 lífeyrisþega. Lesa meira

6/6/2011 : Hækkanir bóta almanna- og atvinnuleysistrygginga

Velferðarráðherra hefur kynnt hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum.

Lesa meira

Útlit síðu:


Flýtival