Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

NPA á árinu 2015

Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að framlengja samstarfsverkefnið um notendastýrða persónulega aðstoð til ársloka 2016 eða þangað til endurskoðun á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks er lokið. Fjármögnun til verkefnisins á árinu 2015 hefur verið tryggð. Gert er ráð fyrir því að gildandi samningar geti haldið sér út árið 2015 auk þess verði hægt að bæta við 5 til 10 samningum á árinu.  Gert er ráð fyrir því að framlag ríkisins verði áfram 20% á móti 80% framlagi sveitarfélaga. Heildarupphæð ríkisframlagsins verður 135 m.kr. á árinu 2015 sem þýðir að heildarupphæð NPA samninga getur orðið um nálægt 700 m.kr. á landsvísu á árinu 2015.

Nú er unnið að úttekt á samstarfsverkefninu sem er í höndum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir því að úttektinni verði lokið í byrjun árs 2016. 

Verkefnisstjórnin um NPA vinnu nú að endurskoðun Handbókar um NPA þar sem tekið verður á ýmsum þeim ábendingum sem þegar hafa komið fram við framkvæmd verkefnisins. Gert er ráð fyrir því að nýja útgáfan verði tilbúin í mars næstkomandi. 

Í frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra til laga sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og lögum um málefni fatlaðs fólks er gert ráð fyrir því að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest til framtíðar sem þjónustuúrræði fyrir fatlað fólk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum