Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla nefndar um mat á framkvæmd viðbótarlána

Skýrsla nefndar um mat á framkvæmd viðbótarlána
Skýrsla nefndar um mat á framkvæmd viðbótarlána

Í febrúar 2003 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að meta framkvæmd laga og reglugerða um viðbótarlán og endurskoða gildandi ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi. Nefndin var skipuð fulltrúum ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Viðbótarlánin hafa þjónað mörgum fjölskyldum og einstaklingum á þeim fimm árum sem liðin eru frá gildistöku laganna. Mikill og ör vöxtur hefur verið í þróun lánveitinga viðbótarlána og á það jafnt við fjölda og fjárhæðir. Almennt má segja að framkvæmdin hafi gengið vel.

Nefndin hefur nú lokið störfum og í maí 2004 skilaði nefndin af sér sameiginlegum niðurstöðum um framkvæmd viðbótarlána þar sem m.a. kemur fram niðurstöður þeirrar úttektar og lagðar eru fram tillögur til úrbóta. Á vegum nefndarinnar er tekin saman greinargerð um framkvæmd viðbótarlána og gerð úttekt á reglum húsnæðisnefnda/ félagsmálanefnda sveitarfélaga varðandi viðbótarlán. Að öðru leyti er vísað í efni skýrslunnar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla nefndar um mat á framkvæmd viðbótarlána (PDF, 1 MB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum