Hoppa yfir valmynd
8. mars 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Könnun á félagslegri stöðu heyrnarlausra

Könnun Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri á félagslegri stöðu heyrnarlausra var gerð árið 2004. Um var að ræða póstkönnun, þar sem stuðst var við myndbandatækni. Allir heyrnarlaustir 18 ára og eldri fengu hana senda, alls 156 einstaklingar. 93 eða 60% svöruðu.

Meðal helstu niðurstaðna úr könnuninni:

Heyrnarlausir hér á landi er hópur sem býr við nokkra félagslega einangrun, sér í lagi karlmenn.

Samskipti hópsins við heyrandi einstaklinga hafa aukist mikið frá því sem áður var og hefur dregið úr fyrrnefndri einangrun.

Stór hluti heyrnarlausra (55%) er einhleypur en samsvarandi hlutfall allra Íslendinga er 28%. Barneignir hafa stóraukist meðal heyrnarlausra frá sambærilegri könnun frá 1988 en 56% aðspurðra eiga börn í könnuninni 2004. Til samanburðar sögðust 30% aðspurðra eiga börn í könnuninni 1988.

Heyrnarlausum helst vel á vinnu. Þetta er mikil breyting frá sambærilegri könnun 1988.

Tæpur helmingur heyrnarlausra segist stundum vera einmana.

Skjal fyrir Acrobat ReaderKönnun á félagslegri stöðu heyrnarlausra (PDF, 2,3 MB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum