Hoppa yfir valmynd
2. september 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hvatning velferðarvaktarinnar í upphafi skólaárs

Velferðarvaktin

 

 

1. september 2011

Til sveitarstjórna        

Hvatning velferðarvaktarinnar í upphafi skólaárs

Velferðarvaktin vill enn á ný, þegar tæp þrjú ár eru liðin frá efnhagshruninu, beina því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Mikilvægt er að kostnaði við kaup á skólavörum og þátttöku í frístundastarfi sé haldið í lágmarki og tryggt að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.

Könnun velferðarvaktarinnar, í mars síðast liðnum, á líðan þeirra barna sem áttu í vanda fyrir efnahagshrunið, hefur leitt í ljós að staða margra þeirra er verri í dag. Á þetta einkum við um þau börn sem búa í þéttbýli. Skólarnir eru því hvattir til að fylgjast sérstaklega með þessum börnum og efna til samstarfs við félagsmálayfirvöld og heilsugæslu um velferð þeirra. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í heild innan skamms.

Ennfremur er mikilvægt að kostnaði vegna skólamáltíða sé haldið í lágmarki og tryggt með öllum tiltækum ráðum að börn í leik- og grunnskólum fái hádegisverð alla skóladaga.

Með góðum kveðjum og óskum um farsælt skólastarf í vetur,
fyrir hönd velferðarvaktarinnar,

Lára Björnsdóttir formaður

Afrit send:
Félagsmálanefndum,
skólanefndum og
íþrótta- og tómstundaráðum sveitarfélaganna.

Nánari upplýsingar um velferðarvaktina er að finna á heimasíðu vaktarinnar http://www.felagsmalaraduneyti.is/velferdarvaktin/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum