Hoppa yfir valmynd

Félagsmálaskóli alþýðu

Samkvæmt lögum um Félagsmálaskóla alþýðu skipar ráðherra sjö manna skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu en hlutverk skólans er að mennta fólk úr samtökum launafólks með það fyrir augum að efla sjálfstraust þess, þroska og hæfni til þess að vinna að bættum lífskjörum verkalýðsstéttarinnar.

Félagsmálaskóli alþýðu starfar á vegum Alþýðusambands Íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Félagsmálaskólinn fær framlag úr ríkissjóði til greiðslu kostnaðar við rekstur skólans. Um fjárveitingar til Félagsmálaskóla alþýðu gildir eftirfarandi:

  1. Rekstrarkostnaður skólans skal greiddur að fullu úr ríkissjóði, annar en rekstrarkostnaður heimavistar þar sem 80% greiðast.
  2. Stofnkostnaður kennsluhúsnæðis, sem byggt verður eftir gildistöku laga þessara, skal greiddur að 80% úr ríkissjóði og skal hið sama gilda um heimavist.

Framlag ríkissjóðs skal að hámarki miðast við kostnað í ríkisskólum á framhaldsskólastigi.

Félagsmálaskólinn skipuleggur námskeið og fræðslu út frá þörfum og aðstæðum aðildarfélaga fyrrgreindra sambanda. Starfsmenn sinna ráðgjöf við stéttarfélög varðandi uppbyggingu fræðslu og hvernig þau geta nýtt sér hana til að efla og móta starfið.

Sjá einnig:

Upplýsingar um skólann

Upplýsingar um skólann, fréttir og fróðleikur, námsframboð, útgáfa og fleira.

Síðast uppfært: 14.6.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum