Mótun stefnu og aðgerðaáætlunar í málefnum barna og barnafjölskyldna


Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí 2013 hefur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra skipað verkefnisstjórn sem falið er að móta stefnu og aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafjölskyldna til ársins 2020. Verkefnisstjórnin hóf störf í september og vinnur nú að verkefninu. Ráðherra hefur jafnframt skipað samráðshóp fulltrúa frá rúmlega 30 samtökum og stofnunum. Samráðshópur skal vera verkefnisstjórn til fulltingis og tryggja breiða aðkomu og samráð hagsmunaaðila að verkefninu.

Taka skal tillit til mismunandi fjölskyldugerða en við mótun stefnunnar skal lögð áhersla á barnafjölskyldur. Stefna skal að því að tryggja félagslegan jöfnuð, að allar fjölskyldur njóti sama réttar og sé ekki mismunað. Leitað verður leiða til að tryggja efnahagslegt öryggi fjölskyldunnar og öryggi í húsnæðismálum. Unnið verður að því að tryggja jafnvægi á milli fjölskyldu- og atvinnulífs og að jafna ábyrgð foreldra á heimilishaldi og uppeldi barna. Leggja þarf áherslu á að tryggja vernd gegn ofbeldi í nánum samböndum og vernd og stuðning vegna ofneyslu áfengis og annarra fíkniefna.
- Nánari upplýsingar...

Sjá einnig:


Sendu okkur ábendingu á postur@vel.isÁbendingar og athugasemdir
Áhugasamir eru hvattir til að koma ábendingum og athugasemdum til verkefnisstjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið postur@vel.is. Vinsamlegast hafið efnislínuna: Fjölskyldustefna.

Til baka Senda grein