Framtíðarskipan húsnæðismála

Þann 28. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi en með því var ríkisstjórninni falið að fylgja eftir sérstakri aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi og til að tryggja stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði til framtíðar.

Í samræmi við 4. tölulið aðgerðaáætlunar þingsályktunarinnar hefur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipað verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Jafnframt hefur ráðherra skipað samvinnuhóp um framtíðarskipan húsnæðismála.
- Nánari upplýsingar...


Teymi

Á vegum samvinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála, sem hefur það hlutverk að starfa náið með verkefnisstjórn að mótun framtíðarskipulags húsnæðis starfa fjögur teymi. Gögn teymanna verða birt hér á vefsvæðinu jafnóðum og þau berast:

Tillögur samvinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála.
Ábendingar - fyrirspurnir

Þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum um málefni sem ætla má að þarfnist skoðunar og varða framtíðaskipan húsnæðismála er bent á að senda tölvupóst til postur@vel.is með efnislínunni: Framtíðarskipan húsnæðismála.

Ábending um framtíðarskipan húsnæðismála