Fréttir

Ráðherrarnir við undirritun yfirlýsingarinnar í Ráðherrabústaðnum

24/3/2017 : Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Lesa meira
Pallborðsumræður á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana 2017

24/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á vorfundi heilbrigðisstofnana

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um stefnumótun og áherslur sínar í heilbrigðismálum á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana á Selfossi í gær.

Lesa meira

22/3/2017 : Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Lesa meira
Samráðsfundur um húsnæðismál

21/3/2017 : Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

Félags- og jafnréttismálaráðherra efndi í dag til fundar með forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar og bæjarfélaganna á Suðvesturhorninu til að ræða alvarlega stöðu á húsnæðismarkaðinum og hvaða leiðir séu færar til að bregðast við þeim vanda sem við blasir.

Lesa meira
Við undirbúning aðgerðar

21/3/2017 : Framhald átaks til að stytta bið eftir völdum aðgerðum

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um að framkvæma valdar aðgerðir á grundvelli átaks stjórnvalda til að stytta biðlista.

Lesa meira
Hjá tannlækni

20/3/2017 : Umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tannlækningar barna

Um 91% barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eru nú skráð hjá heimilistannlækni. Ríkisendurskoðun telur góðan árangur hafa náðst hvað þetta varðar og telur ekki þörf á að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014.

Lesa meira
Frá heimsókn heilbrigðisráðherra á Sjúkrahúsið á Akureyri

20/3/2017 : Heilbrigðisráðherra heimsótti Sjúkrahúsið á Akureyri

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra heimsótti í liðinni viku Sjúkrahúsið á Akureyri, kynnti sér starfsemina og ræddi við stjórnendur og aðra starfsmenn um áherslur og nýjungar í rekstrinum og sýn stjórnenda til framtíðar.

Lesa meira

20/3/2017 : Styrkir úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2016-2017

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2016 - 2017. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. 

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

17/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á málþinginu „Hættu nú alveg“

Áfram dregur úr tóbaksreykingum landsmanna og sérstaklega meðal ungmenna. Um helmingur framhaldsskólanema hefur prófað rafsígarettur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna reykinga árið 2015 er áætlaður 8 – 10 milljarðar króna. Þetta og fleira kom fram í ávarpi heilbrigðisráðherra á málþingi um tóbaksvarnir í vikunni.

Lesa meira
Embætti landlæknis

17/3/2017 : Verklag við lyfjaeftirlit og góðar ávísanavenjur

Lyfjateymi Embættis landlæknis hefur birt stutta lýsingu á því verklagi sem viðhaft er við eftirlit með ávísunum lækna á tiltekna lyfjaflokka. Einnig hafa verið birtar leiðbeiningar fyrir lækna um góða starfshætti við lyfjaávísanir. Tilgangurinn er að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun.

Lesa meira
Tillögur starfshóps - forsíða

17/3/2017 : Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu - tillögur til heilbrigðisráðherra

Velferðarráðuneytið birtir hér með niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnisstjórnar sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í september 2015. Verkefnisstjórninni var m.a. falið að greina þann hluta öldrunarþjónustu sem fellur undir heilbrigðismál.

Lesa meira

17/3/2017 : Úrskurður um greiðsluþátttöku vegna fyrirbyggjandi læknisaðgerðar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að niðurstöðu í máli einstaklings sem kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttöku vegna brottnáms og endursköpunar brjósts eftir að viðkomandi greindist með BRCA2 gen. Niðurstaðan er kæranda í vil.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Elizabeth Nyamayaro

16/3/2017 : Ísland og HeForShe kynntu verkfærakistu sem virkjar karla í jafnréttisbaráttunni á kvennanefndarfundi SÞ

Íslensk stjórnvöld og landsnefnd UN Women á Íslandi kynntu á vel sóttum viðburði í New York í dag verkfærakistu sem nýtist til að hvetja karlmenn til dáða í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Ríkisstjórnir og fjölmörg karlasamtök vinna í auknum mæli að því að leiða drengjum og körlum fyrir sjónir mikilvægi kynjajafnréttis.

Lesa meira

16/3/2017 : Starfshópur skipaður til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, á grundvelli tillögu frá sóttvarnalækni, að skipa starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.

Lesa meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra á fundi kvennanefndar Sþ.

16/3/2017 : Ræða félags- og jafnréttismálaráðherra á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Félags- og jafnréttismálaráðherra, flutti í gær ræðu Íslands í almennum umræðum á 61. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að stefna þyrfti að því að ná kynjajafnrétti fyrir 2030 enda væri aukið kynjajafnrétti og valdefling kvenna forsenda þess að nýjum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna yrði náð.

Lesa meira

15/3/2017 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um vinnumarkaðsmál og Vinnumálastofnun

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014 um úrbætur á sviði vinnumarkaðsmála og stjórskipulags Vinnumálastofnunar. Þetta er niðurstaða þriðju skýrslu stofnunarinnar um eftirfylgni er lúta að umhverfi Vinnumálastofnunar.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Patricia Arquette

15/3/2017 : Herhvöt gegn kynbundnum launamun á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, var meðal frummælenda á fjölsóttum viðburði í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem m.a. forystufólk í stjórnmálum og heimsþekktar stórstjörnur sögðu launamuni kynjanna stríð á hendur.

Lesa meira
Á ferðinni

14/3/2017 : Reglur um bifreiðastyrki hreyfihamlaða rýmkaðar

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð sem varðar bifreiðastyrki hreyfihamlaðra. Þar með verður heimilt að veita framfærendum hreyfihamlaðra barna á sama heimili uppbót eða styrk til kaupa á einni bifreið, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Lesa meira
Phumzile Mlambo-Ngcuka (3.ja frá hægri) ásamt norrænum ráðherrum jafnréttismála. Mynd: UN Women/Ryan Brown

13/3/2017 : Ráðherrar funduðu með framkvæmdastjóra UN Women

Norrænir ráðherrar jafnréttismála funduðu með Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Ábyrgð karla í jafnréttismálum, baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru meðal umræðuefna á þeim fundi.

Lesa meira
Frá opnun kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: UN Women/Ryan Brown

13/3/2017 : Norrænir ráðherrar jafnréttismála á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra fjallaði um ýmsar aðgerðir sem ætlað er að brúa kynjabilið á íslenskum vinnumarkaði og efla hlut kvenna á fundi með norrænum ráðherrum jafnréttismála í New York í dag.

Lesa meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra ræðir um jafnlaunastaðalinn á ráðstefnunni í Brussel

10/3/2017 : Vel sótt ráðstefna í Brussel um íslenska jafnlaunastaðalinn

Hátt í hundrað manns sóttu ráðstefnu um jafnlaunastaðalinn sem haldin var í aðsetri EFTA í Brussel í gær að frumkvæði íslenska sendiráðsins. Félags- og jafnréttismálaráðherra var meðal frummælenda á ráðstefnunni sem haldin var í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Lesa meira

10/3/2017 : Þátttaka í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Fjórir vinnustaðir hafa verið valdir til að taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Markmiðið með verkefninu er að kanna hvort stytting vinnuviku leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða.

Lesa meira

9/3/2017 : Konur og karlar á Íslandi 2017

Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2017 er kominn út. Þar má finna ýmsar upplýsingar um stöðu kvenna og karla í íslensku samfélagi. Jafnréttisstofa er útgefandi bæklingsins í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið.

Lesa meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson, velferðarráðherra

3/3/2017 : Bjarkarhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis opnuð

Starfsemi er hafin í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg í Reykjavík þar sem rekin verður miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarkarhlíð var opnuð formlega í gær að viðstöddum fulltrúum þeirra samstarfsaðila sem koma að verkefninu.

Lesa meira
ECRI; nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi

1/3/2017 : Skýrsla nefndar Evrópuráðsins um kynþáttfordóma og umburðarleysi

ECRI; nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi, birti í gær skýrslu um stöðu þessara mála hér á landi, með ábendingum hvað vel hefur verið gert og hverju er áfátt. Nefndin er sjálfstæður eftirlitsaðili á sviði mannréttinda.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

28/2/2017 : Húsnæðismál: Stofnframlög aukin um 1,5 milljarða króna

Stefnt er að því að auka opinberan húsnæðisstuðning í formi stofnframlaga um 1,5 milljarða króna á þes su ári. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra þessa efnis. Ákvörðunin er liður í endurskoðun á forsendum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Lesa meira
Alþingishúsið

28/2/2017 : Leiðrétting á rangfærslum um greiðslur lífeyrisþega; engar endurkröfur

Leiðrétting Alþingis á mistökum sem urðu þegar breytingar voru gerðar á lögum um almannatrygginga 25. október sl. munu ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér fyrir lífeyrisþega, líkt og ranglega er haldið fram í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær. Engar ofgreiðslur hafa átt sér stað og engan þarf að krefja um endurgreiðslur.

Lesa meira

28/2/2017 : Greining á þjónustu við flóttafólk

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sem lýtur að högum flóttafólks á Íslandi með greiningu á þjónustu sem því er veitt og tilögum að úrbótum varðandi stjórnsýslu málefna útlendinga og innflytjenda hér á landi. Skýrslan var gerð að beiðni velferðarráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

24/2/2017 : Samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála

Settur verður á fót aðgerðahópur á vegum fjögurra ráðherra sem gera á tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu félags- og jafnréttismálaráðherra þessa efnis á fundi sínum í morgun.

Lesa meira
Lyf

24/2/2017 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað

Heilbrigðisstofnanir hafa tækifæri til að draga úr lyfjakostnaði með fjölþjóðlegu samstarfi við lyfjaútboð og er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir þátttöku Landspítala í slíku samstarfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Lesa meira

24/2/2017 : Opinn fundur: Aðlögun flóttafólks og innflytjenda

Kynnt verður ný skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið á opnum fundi í Norræna húsinu 27. febrúar, þar sem þjónusta við flóttafólk og innflytjendur er greind. Aðlögun flóttafólks og innflytjenda: Greining á umbótatækifærum er yfirskrift fundarins.

Lesa meira
Sóley Bender, Óttarr Proppé og Þórunn Oddný Steinsdóttir

24/2/2017 : Skýrsla um endurskoðun laga nr. 25/1975

Formaður nefndar sem á liðnu ári vann að heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, kynnti skýrslu nefndarinnar fyrir heilbrigðisráðherra á fundi í gær. Skýrslan með tillögum nefndarinnar er birt hér með.

Lesa meira

23/2/2017 : Til umsagnar: Frumvarp gegn misnotkun stera o.fl.

Hér með eru birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um vefjaaukandi efni og lyf sem m.a. er ætlað að sporna við misnotkun stera og vefjaaukandi efna og lyfja. Efni frumvarpsins snýr að ólöglegum innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu þessari efna en fjallar ekki um neyslu þeirra.

Lesa meira

22/2/2017 : Um rafsígarettur og breytingu á lögum um tóbaksvarnir

Eftirfarandi eru nokkrar staðreyndir um efni frumvarps til breytinga á lögum um tóbaksvarnir að því er lýtur að rafsígarettum og regluverki um þær. Óhjákvæmilegt er að setja lagaumgjörð um rafsígarettur sem skortir hér á landi og er einnig skylt að setja, m.a. vegna innleiðingar Evróputilskipunar þar að lútandi á sviði tóbaksvarna.

Lesa meira
Elín H. Hinriksdóttir, Þröstur Emilsson og Óttarr Proppé

21/2/2017 : Áskorun um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

Óttar Proppé heilbrigðisráðherra tók í dag við undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök standa að baki áskoruninni sem tæplega 11.400 manns undirrituðu.

Lesa meira
Ráðherra ásamt Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar (t.h.) og Ingibjörgu Broddadóttur sérfræðingi og formanni réttindavaktarinnar

20/2/2017 : Fundað um aðstæður á sambýli fyrir fatlað fólk á Blönduósi

Félags- og jafnréttismálaráðherra fundaði fyrir helgi með sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að ræða hvernig unnið skuli að úrbótum til að tryggja góða þjónustu og fullnægjandi aðbúnað íbúa sambýlis fyrir fatlað fólk á Blönduósi.

Lesa meira
Lyf

20/2/2017 : Tryggt verði fjármagn til innleiðingar nýrra lyfja

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra að tryggja aukið fjármagn til lyfjamála til innleiðingar nýrra lyfja á þessu ári.

Lesa meira
Guðbjörg Pálsdóttir og Óttarr Proppé

17/2/2017 : Ráðherra afhent skýrsla um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga afhenti heilbrigðisráðherra í gær skýrslu sem félagið hefur tekið saman um stöðu mönnunar í hjúkrun. Félagið lýsir áhyggjum af viðvarandi skorti á hjúkrunarfræðingum og leggur til aðgerðir til að bregðast við vandanum.

Lesa meira
Vinnumál

16/2/2017 : Búist við mikilli fjölgun starfa á þessu ári

Vinnumálastofnun reiknar með mikilli fjölgun starfa á þessu ári. Atvinnulausum fjölgaði verulega í janúar vegna sjómannaverkfalls, en jafnframt voru um 960 manns sem fóru af atvinnuleysisskrá. Þetta og margt fleira kemur fram í nýrri og endurbættri mánaðarskýrslu stofnunarinnar um stöðuna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Ráðherra ásamt Ellen Calmon formanni ÖBÍ og Halldóri Sævari Guðbergssyni varaformanni

15/2/2017 : Fundur ráðherra og forystu ÖBÍ

Jafnrétti í víðu samhengi, starfsendurhæfing, virkni, örugg framfærsla og aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði með auknum atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk voru meðal fjölmargra mála sem bar á góma á fundi forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands með félags- og jafnréttismálaráðherra í dag.

Lesa meira