Fréttir

•	Guðrún Alda Harðardóttir

19/5/2017 : Ný stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Formaður stjórnar er Guðrún Alda Harðardóttir.

Lesa meira
Klippt á borða

19/5/2017 : Heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs

Heilbrigðisráðherra tók í gær þátt í formlegri opnun Blóðskimunarseturs, miðstöðvar rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar. Rannsóknin miðar að því að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis til að bæta líf þeirra sem greinast og leita jafnframt lækninga við sjúkómnum.

Lesa meira
Ráðherra í pontu á ársfundi Vinnumálastofnunar

19/5/2017 : „Missum ekki sjónar á aðstæðum þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði“

Félags- og jafnréttismálaráðherra leggur mikla áherslu á verkefni og aðgerðir sem gera sem flestum kleift að vera þátttakendur á vinnumarkaði, með eða án stuðnings. Um þetta fjallaði hann meðal annars á ársfundi Vinnumálastofnunar sem haldinn var í gær.

Lesa meira
OECD í Reykjavík

17/5/2017 : Sérfræðingar aðildarríkja OECD funda um jafnréttismál í Reykjavík

Kynjasamþætting við alla stefnumótun og umbótastarf á sviði stjórnsýslu jafnréttismála er til umfjöllunar á fundi OECD og fjögurra hérlendra ráðuneyta um jafnréttismál í Reykjavík dagana 17.–19. maí. Samhliða er haldinn stofnfundur sérfræðihóps um kynjaða fjárlaga- og hagstjórnargerð.

Lesa meira

17/5/2017 : Ákvörðun um orlofs- og desemberuppbót til lífeyrisþega

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur undirritað reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2017. Óskert orlofsuppbót örorkulífeyrisþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og desemberuppbótin 53.123 kr. Sambærilegar uppbætur til ellilífeyrisþega verða óskertar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í desember.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra tekur við skýrslu starfshópsins

15/5/2017 : Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði til að setja fram tillögur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi hefur skilað heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum sínum. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar á ráðstefnu um sýklalyfjaónæmi sem haldin er í dag.

Lesa meira

12/5/2017 : Sálfræðiþjónusta fyrir fyrrverandi vistmenn Kópavogshælis

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjár milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að bjóða fyrrum vistmönnum Kópavogshælis og aðstandendum þeirra sálfræðiþjónustu og stuðning. Áætlað er að um 50 einstaklingar muni þiggja slíka þjónustu.

Lesa meira
Lyfjaskápurinn afhentur í velferðarráðuneytinu

11/5/2017 : Lyfjastofnun færði velferðarráðuneytinu lyfjaskáp

Velferðarráðuneytið fékk á dögunum lyfjaskáp að gjöf frá Lyfjastofnun. Gjöfin tengist átaki Lyfjastofnunar; Lyfjaskil – taktu til! sem ráðuneytið veitti styrk sem eitt af gæðaverkefnum á sviði heilbrigðisþjónustu. Með verkefninu er hvatt til öruggrar geymslu lyfja.

Lesa meira
Brynhildur S. Björnsdóttir

10/5/2017 : Brynhildur S. Björnsdóttir nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Brynhildi S. Björnsdóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands. Fyrsti fundur nýs formanns með stjórn stofnunarinnar verður haldinn í dag.

Lesa meira

10/5/2017 : Upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja

Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja árið 2016 og hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra. Hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn skal vera yfir 40% samkvæmt lögum.

Lesa meira
Undirritun samnings um verkefnið Mín líðan

9/5/2017 : Samið um tilraunaverkefni á sviði fjargeðheilbrigðis-þjónustu

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita styrki til tveggja tilraunaverkefna á sviði fjargeðheilbrigðisþjónustu. Markmið beggja verkefnanna er að auka aðgengi fólks að gagnreyndri sálfræðimeðferð við algengustu geðröskunum óháð því hvar á landinu þeir búa.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson, Brandur Karlsson og Bergur Þorri Benjamínsson

8/5/2017 : Frumbjörg fær fimm milljóna króna styrk til frumkvöðlastarfs

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra veitti í liðinni viku Frumbjörgu – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar 5 milljóna króna styrk til að styðja frumkvöðla- og nýsköpunarstarf fatlaðs fólks. Brandur Karlsson, forvígismaður Frumbjargar veitti styrknum viðtöku.

Lesa meira

27/4/2017 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála lausir til umsóknar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið. Um er að ræða seinni úthlutun styrkja á þessu ári.

Lesa meira

25/4/2017 : Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Ríkisendurskoðun telur að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins standi ekki að öllu leyti undir markmiði laga um heilbrigðisþjónustu um að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Ástæðurnar sé vankantar á skipulagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar og skortur á aðhaldi með stöðvunum fimmtán.

Lesa meira
Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti

21/4/2017 : Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur úthlutað velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017. Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Afhending styrkjanna fór fram í Hannesarholti síðasta vetrardag.

Lesa meira
Lagasafn

12/4/2017 : Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Félags- og jafnréttisráðherra, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og formaður innflytjendaráðs ræddu ýmis málefni innflytjenda á fundi í gær þegar endurnýjaður var samingur um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur.

Lesa meira
Farið yfir reikninga

12/4/2017 : Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.

Lesa meira
Fulltrúi Íbúðalánasjóðs kynnir greiningu sína á fundi með fulltrúum í aðgerðahópi stjórnvalda um húsnæðisvandann

11/4/2017 : Telur 4.600 íbúðir vanta á markað svo jafnvægi náist

Íbúðalánasjóður hefur að beiðni félags- og jafnréttismálaráðherra unnið greiningu á vöntun á húsnæðismarkaði á Íslandi. Fjölgun eigna hefur ekki haldist í hendur við mannfjöldaþróun á landinu undanfarin ár.

Lesa meira
Rannsókn

11/4/2017 : Reglugerðir um heilbrigðiskostnað fólks í nýju greiðsluþátttökukerfi

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um greiðslur fólks fyrir heilbrigðisþjónustu í nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1. maí næstkomandi, ásamt reglugerð um tilvísanir barna. Nýtt kerfi ver fólk fyrir háum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Í læknisskoðun

11/4/2017 : Reglugerð um tilvísanir fyrir börn

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um tilvísanir fyrir börn. Tilvísunum er ætlað að draga úr heilbrigðisútgjöldum barnafjölskyldna, sjá til þess að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og vera liður í því að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

10/4/2017 : Frumvarp um innleiðingu keðjuábyrgðar o.fl.

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem snýr að starfsemi erlendra þjónustuveitenda hér á landi, þar á meðal starfsmannaleiga. Markmið frumvarpsins eru m.a. að bæta yfirsýn stjórnvalda með starfsemi erlendra aðila hér á landi, styrkja eftirlit með henni og sporna við félagslegum undirboðum.

Lesa meira
WHO - Þunglyndi; tölum um það

7/4/2017 : Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. apríl, og helgar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hann þunglyndi að þessu sinni. Stofnunin áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og efnir í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu til herferðar gegn þunglyndi sem á að standa í heilt ár.

Lesa meira
Frá fundi um börn í ábyrgðarhlutverkum

7/4/2017 : Börn í ábyrgðarhlutverkum gagnvart foreldrum sínum

Fjallað var um aðstæður barna sem axla ábyrgðarhlutverk gagnvart foreldrum sínum vegna erfiðra aðstæðna þeirra, á fundi sem efnt var til í tengslum við komu fulltrúa norsku stofnunarinnar Barns Beste í vikunni.

Lesa meira
Ráðgjafahópur ungmenna ásamt ráðherrunum

7/4/2017 : Fræðslufundur ráðgjafahóps umboðsmanns barna

Fulltrúar úr ráðgjafahópi umboðsmanns barna heimsóttu velferðarráðuneytið í dag og fræddu ráðherrana og starfsfólk ráðuneytisins um efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ræddu vítt og breytt um stöðu barna í íslensku samfélagi.

Lesa meira
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Pia Prytz Phiri og Þorsteinn Víglundsson

6/4/2017 : Heimsókn svæðisstjóra Flóttamannastofnunar SÞ

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, nýskipuðum formanni flóttamannanefndar.

Lesa meira
Frá fundinum í velferðarráðuneytinu

5/4/2017 : Ræddu stöðu húsnæðis- samvinnufélaga og húsnæðismál í Eyjafirði

Fulltrúar húsnæðissamvinnufélagsins Búfestis á Akureyri áttu í dag fund með félags- og húsnæðismálaráðherra þar sem rætt var um stöðu húsnæðismála á starfssvæði félagsins, starfsumhverfi húsnæðissamvinnufélaga í núgildandi lagaumhverfi og úrbætur á því sem fulltrúar Búfestis telja nauðsynlegar.

Lesa meira

5/4/2017 : Frítekjumörk vegna húsnæðisbóta hækkuð afturvirkt

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um húsnæðisbætur sem hækkar þau viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt þeirra til húsnæðisbóta. Reglugerðin er afturvirk og gildir frá gildistöku laga um húsnæðisbætur 1. janúar 2017.

Lesa meira

4/4/2017 : Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið lagt fram á Alþingi. Með því er skýrt kveðið á um að mismunun á vinnumarkaði, hvort heldur bein eða óbein, vegna kynþáttar þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar eða kynvitundar verði óheimil.

Lesa meira
Fjölmenning

4/4/2017 : Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að heildarlöggjöf um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.  Með því er kveðið á um meginregluna um jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, en sérstakt frumvarp hefur einnig verið lagt fram á Alþingi þar að lútandi.

Lesa meira

4/4/2017 : Frumvarp um jafnlaunavottun lagt fram á Alþingi

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra sem kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn hefur verið lagt fram á Alþingi. Meginmarkmið frumvarpsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Alþingishúsið

4/4/2017 : Frumvarp að nýjum heildarlögum um þjónustu við fatlað fólk

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að nýjum heildarlögum sem fjalla um þjónustu við fatlað fólks með þörf fyrir mikinn stuðning. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem hefur það meginmarkmið að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslenska löggjöf.

Lesa meira
Fjölbýlishús

4/4/2017 : Frumvarp um rýmri fjármögnun húsnæðissamvinnufélaga

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög sem hefur það markmið að rýmka kosti þeirra til fjármögnunar og stuðla þannig betur að sjálfbærum rekstri þeirra.

Lesa meira
Mynd frá flóttamannabúðum í Al Waleed árið 2008

4/4/2017 : Nefnd um málefni flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

31/3/2017 : Norrænir velferðarvísar að íslenskri fyrirmynd

Tillaga Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra um að norðurlöndin vinni áfram að þróun sameiginlegra norrænna velferðarvísa var samþykkt á fundi norrænna ráðherra félags- og heilbrigðismála í Ósló í gær. Vísarnir eiga sér fyrirmynd í íslenskum félagsvísum sem Velferðarvaktin mótaði á sínum tíma.

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

28/3/2017 : Ráðherra styrkir félagasamtök sem starfa að heilbrigðismálum um 72 milljónir kr.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun velferðarstyrkja árið 2017, samtals um 72 milljónir króna. Styrkirnir renna til 28 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála og lúta einkum að forvarnar- fræðslu- og ráðgjafarstarfi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið Skógarhlíð 6

27/3/2017 : Síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið

Vegna bilunar í ljósleiðara er síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið í Skógarhlíð. Unnið er að viðgerð. Ef erindið er brýnt vinsamlega hringið í síma 545 8100 sem er miðlæg símsvörun fyrir Stjórnarráðið.  

Lesa meira
Ráðherrarnir við undirritun yfirlýsingarinnar í Ráðherrabústaðnum

24/3/2017 : Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Lesa meira
Pallborðsumræður á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana 2017

24/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á vorfundi heilbrigðisstofnana

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um stefnumótun og áherslur sínar í heilbrigðismálum á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana á Selfossi í gær.

Lesa meira

22/3/2017 : Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Lesa meira
Samráðsfundur um húsnæðismál

21/3/2017 : Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

Félags- og jafnréttismálaráðherra efndi í dag til fundar með forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar og bæjarfélaganna á Suðvesturhorninu til að ræða alvarlega stöðu á húsnæðismarkaðinum og hvaða leiðir séu færar til að bregðast við þeim vanda sem við blasir.

Lesa meira