Fréttir

Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti

21/4/2017 : Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur úthlutað velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017. Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Afhending styrkjanna fór fram í Hannesarholti síðasta vetrardag.

Lesa meira
Lagasafn

12/4/2017 : Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Félags- og jafnréttisráðherra, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og formaður innflytjendaráðs ræddu ýmis málefni innflytjenda á fundi í gær þegar endurnýjaður var samingur um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur.

Lesa meira
Farið yfir reikninga

12/4/2017 : Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.

Lesa meira
Fulltrúi Íbúðalánasjóðs kynnir greiningu sína á fundi með fulltrúum í aðgerðahópi stjórnvalda um húsnæðisvandann

11/4/2017 : Telur 4.600 íbúðir vanta á markað svo jafnvægi náist

Íbúðalánasjóður hefur að beiðni félags- og jafnréttismálaráðherra unnið greiningu á vöntun á húsnæðismarkaði á Íslandi. Fjölgun eigna hefur ekki haldist í hendur við mannfjöldaþróun á landinu undanfarin ár.

Lesa meira
Rannsókn

11/4/2017 : Reglugerðir um heilbrigðiskostnað fólks í nýju greiðsluþátttökukerfi

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um greiðslur fólks fyrir heilbrigðisþjónustu í nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1. maí næstkomandi, ásamt reglugerð um tilvísanir barna. Nýtt kerfi ver fólk fyrir háum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Í læknisskoðun

11/4/2017 : Reglugerð um tilvísanir fyrir börn

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um tilvísanir fyrir börn. Tilvísunum er ætlað að draga úr heilbrigðisútgjöldum barnafjölskyldna, sjá til þess að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og vera liður í því að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

10/4/2017 : Frumvarp um innleiðingu keðjuábyrgðar o.fl.

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem snýr að starfsemi erlendra þjónustuveitenda hér á landi, þar á meðal starfsmannaleiga. Markmið frumvarpsins eru m.a. að bæta yfirsýn stjórnvalda með starfsemi erlendra aðila hér á landi, styrkja eftirlit með henni og sporna við félagslegum undirboðum.

Lesa meira
WHO - Þunglyndi; tölum um það

7/4/2017 : Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. apríl, og helgar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hann þunglyndi að þessu sinni. Stofnunin áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og efnir í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu til herferðar gegn þunglyndi sem á að standa í heilt ár.

Lesa meira
Frá fundi um börn í ábyrgðarhlutverkum

7/4/2017 : Börn í ábyrgðarhlutverkum gagnvart foreldrum sínum

Fjallað var um aðstæður barna sem axla ábyrgðarhlutverk gagnvart foreldrum sínum vegna erfiðra aðstæðna þeirra, á fundi sem efnt var til í tengslum við komu fulltrúa norsku stofnunarinnar Barns Beste í vikunni.

Lesa meira
Ráðgjafahópur ungmenna ásamt ráðherrunum

7/4/2017 : Fræðslufundur ráðgjafahóps umboðsmanns barna

Fulltrúar úr ráðgjafahópi umboðsmanns barna heimsóttu velferðarráðuneytið í dag og fræddu ráðherrana og starfsfólk ráðuneytisins um efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ræddu vítt og breytt um stöðu barna í íslensku samfélagi.

Lesa meira
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Pia Prytz Phiri og Þorsteinn Víglundsson

6/4/2017 : Heimsókn svæðisstjóra Flóttamannastofnunar SÞ

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, nýskipuðum formanni flóttamannanefndar.

Lesa meira
Frá fundinum í velferðarráðuneytinu

5/4/2017 : Ræddu stöðu húsnæðis- samvinnufélaga og húsnæðismál í Eyjafirði

Fulltrúar húsnæðissamvinnufélagsins Búfestis á Akureyri áttu í dag fund með félags- og húsnæðismálaráðherra þar sem rætt var um stöðu húsnæðismála á starfssvæði félagsins, starfsumhverfi húsnæðissamvinnufélaga í núgildandi lagaumhverfi og úrbætur á því sem fulltrúar Búfestis telja nauðsynlegar.

Lesa meira

5/4/2017 : Frítekjumörk vegna húsnæðisbóta hækkuð afturvirkt

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um húsnæðisbætur sem hækkar þau viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt þeirra til húsnæðisbóta. Reglugerðin er afturvirk og gildir frá gildistöku laga um húsnæðisbætur 1. janúar 2017.

Lesa meira

4/4/2017 : Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið lagt fram á Alþingi. Með því er skýrt kveðið á um að mismunun á vinnumarkaði, hvort heldur bein eða óbein, vegna kynþáttar þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar eða kynvitundar verði óheimil.

Lesa meira
Fjölmenning

4/4/2017 : Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að heildarlöggjöf um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.  Með því er kveðið á um meginregluna um jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, en sérstakt frumvarp hefur einnig verið lagt fram á Alþingi þar að lútandi.

Lesa meira

4/4/2017 : Frumvarp um jafnlaunavottun lagt fram á Alþingi

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra sem kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn hefur verið lagt fram á Alþingi. Meginmarkmið frumvarpsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Alþingishúsið

4/4/2017 : Frumvarp að nýjum heildarlögum um þjónustu við fatlað fólk

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að nýjum heildarlögum sem fjalla um þjónustu við fatlað fólks með þörf fyrir mikinn stuðning. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem hefur það meginmarkmið að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslenska löggjöf.

Lesa meira
Fjölbýlishús

4/4/2017 : Frumvarp um rýmri fjármögnun húsnæðissamvinnufélaga

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög sem hefur það markmið að rýmka kosti þeirra til fjármögnunar og stuðla þannig betur að sjálfbærum rekstri þeirra.

Lesa meira
Mynd frá flóttamannabúðum í Al Waleed árið 2008

4/4/2017 : Nefnd um málefni flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

31/3/2017 : Norrænir velferðarvísar að íslenskri fyrirmynd

Tillaga Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra um að norðurlöndin vinni áfram að þróun sameiginlegra norrænna velferðarvísa var samþykkt á fundi norrænna ráðherra félags- og heilbrigðismála í Ósló í gær. Vísarnir eiga sér fyrirmynd í íslenskum félagsvísum sem Velferðarvaktin mótaði á sínum tíma.

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

28/3/2017 : Ráðherra styrkir félagasamtök sem starfa að heilbrigðismálum um 72 milljónir kr.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun velferðarstyrkja árið 2017, samtals um 72 milljónir króna. Styrkirnir renna til 28 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála og lúta einkum að forvarnar- fræðslu- og ráðgjafarstarfi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið Skógarhlíð 6

27/3/2017 : Síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið

Vegna bilunar í ljósleiðara er síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið í Skógarhlíð. Unnið er að viðgerð. Ef erindið er brýnt vinsamlega hringið í síma 545 8100 sem er miðlæg símsvörun fyrir Stjórnarráðið.  

Lesa meira
Ráðherrarnir við undirritun yfirlýsingarinnar í Ráðherrabústaðnum

24/3/2017 : Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Lesa meira
Pallborðsumræður á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana 2017

24/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á vorfundi heilbrigðisstofnana

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um stefnumótun og áherslur sínar í heilbrigðismálum á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana á Selfossi í gær.

Lesa meira

22/3/2017 : Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Lesa meira
Samráðsfundur um húsnæðismál

21/3/2017 : Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

Félags- og jafnréttismálaráðherra efndi í dag til fundar með forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar og bæjarfélaganna á Suðvesturhorninu til að ræða alvarlega stöðu á húsnæðismarkaðinum og hvaða leiðir séu færar til að bregðast við þeim vanda sem við blasir.

Lesa meira
Við undirbúning aðgerðar

21/3/2017 : Framhald átaks til að stytta bið eftir völdum aðgerðum

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um að framkvæma valdar aðgerðir á grundvelli átaks stjórnvalda til að stytta biðlista.

Lesa meira
Hjá tannlækni

20/3/2017 : Umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tannlækningar barna

Um 91% barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eru nú skráð hjá heimilistannlækni. Ríkisendurskoðun telur góðan árangur hafa náðst hvað þetta varðar og telur ekki þörf á að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014.

Lesa meira
Frá heimsókn heilbrigðisráðherra á Sjúkrahúsið á Akureyri

20/3/2017 : Heilbrigðisráðherra heimsótti Sjúkrahúsið á Akureyri

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra heimsótti í liðinni viku Sjúkrahúsið á Akureyri, kynnti sér starfsemina og ræddi við stjórnendur og aðra starfsmenn um áherslur og nýjungar í rekstrinum og sýn stjórnenda til framtíðar.

Lesa meira

20/3/2017 : Styrkir úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2016-2017

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2016 - 2017. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. 

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

17/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á málþinginu „Hættu nú alveg“

Áfram dregur úr tóbaksreykingum landsmanna og sérstaklega meðal ungmenna. Um helmingur framhaldsskólanema hefur prófað rafsígarettur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna reykinga árið 2015 er áætlaður 8 – 10 milljarðar króna. Þetta og fleira kom fram í ávarpi heilbrigðisráðherra á málþingi um tóbaksvarnir í vikunni.

Lesa meira
Embætti landlæknis

17/3/2017 : Verklag við lyfjaeftirlit og góðar ávísanavenjur

Lyfjateymi Embættis landlæknis hefur birt stutta lýsingu á því verklagi sem viðhaft er við eftirlit með ávísunum lækna á tiltekna lyfjaflokka. Einnig hafa verið birtar leiðbeiningar fyrir lækna um góða starfshætti við lyfjaávísanir. Tilgangurinn er að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun.

Lesa meira
Tillögur starfshóps - forsíða

17/3/2017 : Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu - tillögur til heilbrigðisráðherra

Velferðarráðuneytið birtir hér með niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnisstjórnar sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í september 2015. Verkefnisstjórninni var m.a. falið að greina þann hluta öldrunarþjónustu sem fellur undir heilbrigðismál.

Lesa meira

17/3/2017 : Úrskurður um greiðsluþátttöku vegna fyrirbyggjandi læknisaðgerðar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að niðurstöðu í máli einstaklings sem kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttöku vegna brottnáms og endursköpunar brjósts eftir að viðkomandi greindist með BRCA2 gen. Niðurstaðan er kæranda í vil.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Elizabeth Nyamayaro

16/3/2017 : Ísland og HeForShe kynntu verkfærakistu sem virkjar karla í jafnréttisbaráttunni á kvennanefndarfundi SÞ

Íslensk stjórnvöld og landsnefnd UN Women á Íslandi kynntu á vel sóttum viðburði í New York í dag verkfærakistu sem nýtist til að hvetja karlmenn til dáða í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Ríkisstjórnir og fjölmörg karlasamtök vinna í auknum mæli að því að leiða drengjum og körlum fyrir sjónir mikilvægi kynjajafnréttis.

Lesa meira

16/3/2017 : Starfshópur skipaður til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, á grundvelli tillögu frá sóttvarnalækni, að skipa starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.

Lesa meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra á fundi kvennanefndar Sþ.

16/3/2017 : Ræða félags- og jafnréttismálaráðherra á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Félags- og jafnréttismálaráðherra, flutti í gær ræðu Íslands í almennum umræðum á 61. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að stefna þyrfti að því að ná kynjajafnrétti fyrir 2030 enda væri aukið kynjajafnrétti og valdefling kvenna forsenda þess að nýjum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna yrði náð.

Lesa meira

15/3/2017 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um vinnumarkaðsmál og Vinnumálastofnun

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014 um úrbætur á sviði vinnumarkaðsmála og stjórskipulags Vinnumálastofnunar. Þetta er niðurstaða þriðju skýrslu stofnunarinnar um eftirfylgni er lúta að umhverfi Vinnumálastofnunar.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Patricia Arquette

15/3/2017 : Herhvöt gegn kynbundnum launamun á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, var meðal frummælenda á fjölsóttum viðburði í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem m.a. forystufólk í stjórnmálum og heimsþekktar stórstjörnur sögðu launamuni kynjanna stríð á hendur.

Lesa meira
Á ferðinni

14/3/2017 : Reglur um bifreiðastyrki hreyfihamlaða rýmkaðar

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð sem varðar bifreiðastyrki hreyfihamlaðra. Þar með verður heimilt að veita framfærendum hreyfihamlaðra barna á sama heimili uppbót eða styrk til kaupa á einni bifreið, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Lesa meira