Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi

30/12/2011 : Fagráð sjúkraflutninga skipað

Velferðarráðherra hefur skipað fagráð sjúkraflutninga til fjögurra ára. Hlutverk fagráðsins er að vera ráðherra til ráðgjafar um öll fagleg málefni varðandi sjúkraflutninga og stefnumótun á þessu sviði.

Lesa meira
Handsal

29/12/2011 : Útgjöld til almannatrygginga jukust um 23% milli ára

Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna árið 2011 miðað við árið á undan, eða um 23% og námu heildaútgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga á þessu ári.

Lesa meira
Umsókn fyllt út

29/12/2011 : Tekjuskerðingarmörk vegna húsaleigubóta hækka um 12,5%

Velferðarráðherra hefur ákveðið að hækka skerðingarmörk húsaleigubóta vegna fjölskyldutekna um 12,5%, úr 2,0 milljónum króna í 2,25 milljónir króna árið 2012. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma. Með breytingunni fjölgar þeim sem eiga rétt á húsaleigubótum.

Lesa meira

28/12/2011 : Tilkynning varðandi brjóstafyllingar frá Frakklandi

Embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna umfjöllunar um franskar brjóstafyllingar Poly Implant Prothese (PIP).

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

22/12/2011 : Breytingar á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu um áramót

Gjöld sem sjúkratryggðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu hækka að jafnaði um 5,3% um næstu áramót í samræmi við áætlun fjárlaga um hækkun sértekna stofnana og þar með vegna verðlags- og gengisbreytinga. Komugjöld á heilsugæslustöðvar og gjald fyrir vitjanir heilsugæslulækna verða óbreytt.

Lesa meira

22/12/2011 : Breytingar á þátttöku fólks í kostnaði vegna tæknifrjóvgunar

Frá næstu áramótum munu barnlaus pör og einhleypar barnlausar konur greiða að fullu kostnað vegna fyrstu meðferðar við tæknifrjóvgun. Þurfi fólk á fleiri meðferðum að halda greiða Sjúkratryggingar Íslands sem nemur 65% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar fyrir aðra, þriðju og fjórðu meðferð.

Lesa meira

22/12/2011 : Rúmar 223 milljónir króna í styrki til tækjakaupa

Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að veita rúmar 223 milljónir króna til endurnýjunar og viðhalds tækja og búnaðar á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Hæstu fjárhæðirnar renna til Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala.

Lesa meira
Vimuvarnir-vika43

22/12/2011 : Vímuvarnir og réttur barna

Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu segir í yfirlýsingu sem fulltrúar samstarfsráðs um forvarnir afhentu velferðarráðherra í gær sem þakklætisvott fyrir öflugan stuðning hans við starf að forvörnum. Ráðherra segir þetta þarfan boðskap og mikilvæga áminningu fyrir jólin.

Lesa meira
Alþingishúsið

21/12/2011 : Aukið fé til að styrkja meðferð ungmenna

Við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi var samþykkt tillaga velferðarráðherra um að auka framlög til Barnaverndarstofu um 35 milljónir króna til að styrkja meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni, einkum vegna áfengis- og vímuefnaneyslu.

Lesa meira
´Til vinnu: Frá undirritun samnings

16/12/2011 : Allt að 1.500 atvinnuleitendum tryggð störf í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að ráðast strax í byrjun næsta árs í öflugar aðgerðir sem eiga að tryggja allt að 1.500 atvinnuleitendum störf eða starfstengd úrræði. Ásamt stjórnvöldum standa sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins að átakinu, sem ber yfirskriftina „TIL VINNU“.

Lesa meira

15/12/2011 : Unnið að endurbótum vegna samninga velferðarráðuneytisins

Ýmislegt hefur áunnist sem miðar að því að bæta samningsgerð og umgjörð hennar þegar kemur að þjónustusamningum á vegum velferðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar sem óskaði í haust eftir upplýsingum um framkvæmd, eftirlit og eftirfylgni með þjónstusamningum þess.

Lesa meira

15/12/2011 : Drög að frumvörpum til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og breytingar á lögum um lífsýnasöfn send til umsagnar

Drög nefndar  að frumvarpi til heildarlaga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði ásamt drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn liggja fyrir. Óskað er eftir skriflegum athugasemdum  fyrir 13. janúar næstkomandi.

Lesa meira
Sigurður Magnússon

13/12/2011 : Ísland í forystu í Samtökum evrópskra geislavarnastofnana

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, var á fundi forstjóra evrópskra geislavarnastofnana í Bern þann 8. desember kjörinn formaður samtaka þeirra til þriggja ára.

Lesa meira
Ráðherra hélt sjö fundi á heilbrigðisstofnunum víðsvegar um land.

8/12/2011 : Góðir fundir með starfsfólki heilbrigðisstofnana

Náið samráð var haft við heilbrigðisstofnanir við gerð fjárlaga ársins 2012. Velferðarráðherra hélt á dögunum vel heppnaða og fjölsótta fundi með stjórnendum og starfsfólki stofnana víða um land.

Lesa meira

6/12/2011 : Foreldrar hvattir til að láta bólusetja börn sín

Fréttir hafa borist af mislingafaraldri í Evrópu, en á þessu ári hafa rúmlega 30 þúsund einstaklingar greinst með mislinga. Sóttvarnalæknir hvetur foreldra til þess að láta bólusetja börn sín og minnir á að bólusetning er eina ráðið til að koma í veg fyrir mislinga. Lesa meira

2/12/2011 : Um Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, að gefnu tilefni

Velferðarráðuneytið vill koma á framfæri leiðréttingum vegna frétta Eyjafrétta og ummæla bæjarstjórans í Vestmannaeyjum þess efnis að til standi að loka starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.

Lesa meira

2/12/2011 : Betri heimur fyrir alla á alþjóðlegum degi fatlaðra

Alþjóðlegur dagur fatlaðra er er á morgun, 3. desember.  Hann hefur verið haldinn þennan dag ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Yfirskrift dagsins í ár er „Samstaða um betri heim fyrir alla: Fatlað fólk  verði að fullu þátttakendur í samfélagsþróuninni.

Lesa meira

29/11/2011 : Framlög til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana hækkuð um rúmar 390 milljónir króna

Velferðarráðherra hefur lagt til að við aðra umræðu fjárlaga verði dregið úr þeirri hagræðingarkröfu sem gerð var til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana í fjárlagafrumvarpinu og að framlög til þeirra verði aukin um samtals 391,2 milljónir króna.

Lesa meira

25/11/2011 : Lífeyrir og bætur í velferðakerfinu hafa hækkað um átta milljarða í ár

Vegna umræðu síðustu daga telur velferðarráðuneytið ástæðu til að vekja athygli á að á þessu ári hafa útgjöld vegna bóta almannatrygginga og atvinnuleysisbóta verið aukin um rúma átta milljarða króna.

Lesa meira

25/11/2011 : Styrkir til gæðaverkefna árið 2011

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2011. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. verkefni sem stuðla að umbótastarfi, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Önnur gæðaverkefni koma einnig til álita.

Lesa meira

23/11/2011 : Fjórir af hverjum fimm töldu sig við góða heilsu á Íslandi

Fjórir af hverjum fimm fullorðnum á Íslandi (80%) töldu sig vera við góða heilsu árið 2009 í samanburði við 69% fullorðinna í ríkjum OECD að meðaltali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ritinu Health at a Glance  2011, OECD  Indicators, sem gefið er út af Efnahags- og framfarastofnuninni í París en í því er að finna margvíslegar upplýsingar um heilbrigðismál í 34 aðildarríkjum stofnunarinnar.

Lesa meira

23/11/2011 : Breytt greiðsluþátttaka fólks fyrir lyf er réttlætismál

Frumvarp sem fjallar um breytingar á greiðslum fólks fyrir lyf liggur nú fyrir Alþingi til umfjöllunar. Gangi þetta eftir er um tímamót að ræða. Þak verður sett á heildarútgjöld fólks vegna lyfja en eins og málum er háttað nú geta þeir sem þurfa mikið á lyfjum að halda þurft að greiða langt yfir hundrað þúsund krónur fyrir lyf á ári og í verstu tilfellum jafnvel fleiri hundruð þúsund.

Lesa meira

22/11/2011 : Samþykkt að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur.

Lesa meira

18/11/2011 : Málþing Heimila og skóla um foreldrafærni

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði málþing samtakanna Heimila og skóla um foreldrafærni sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Lesa meira
Ríkisendurskoðun

17/11/2011 : Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010

Aðgerðir stjórnvalda til að draga úr lyfjakostnaði hafa skilað verulegum árangri samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um þróun lyfjakostnaðar árin 2008-2010.

Lesa meira
Velferðarvaktin

16/11/2011 : Áskorun frá velferðarvaktinni

Velferðarvaktin hefur sent sveitarstjórnum, fjáralaganefnd Alþingis og velferðarnefnd þingsins áskorun um að sýna aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni og huga sérstaklega að ákveðnum þáttum velferðarkerfisins sem nánar eru tilteknir í áskoruninni.

Lesa meira
Alþingishúsið

15/11/2011 : Villandi umfjöllun um frumvarp um breytta greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði

Ríkisútvarpið birti í gær frétt sem gaf til kynna að kostnaður sjúklings vegna krabbameinsmeðferðar muni hækka um 170.000 krónur verði frumvarp til breytinga á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna lyfjakostnaðar að lögum. Þetta er alrangt. Það er mjög alvarlegt þegar fjölmiðill birtir rangar eða villandi upplýsingar um mikilvæga hagsmuni almennings.

Lesa meira

15/11/2011 : Kynning á niðurstöður barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi fimmtudaginn 17. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku milli klukkan 8.45 og 10.30.

Lesa meira
Lyfjamál

11/11/2011 : Mikilvægar staðreyndir vegna fyrirhugaðra breytinga á greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði

Sjúklingar sem fá lyfjaskírteini samkvæmt frumvarpi um fyrirhugaða breytingu á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði eru varðir fyrir því að lyfjakostnaður þeirra á 12 mánaða tímabili verði hærri en tæpar 65.000 krónur. Hámarkið verður lægra, eða um 45.000 krónur hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, börnum og fólki án atvinnu.

Lesa meira
Merki Reykjanesbæjar

11/11/2011 : Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili verður reist í Reykjanesbæ

Velferðarráðherra, fjármálaráðherra og bæjarstjóri Reykjanesbæjar undirrituðu samkomulag í dag um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Hjúkrunarheimilið Hlévangur þar sem nú eru 30 rými, allt fjölbýli, verður lagt niður.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

11/11/2011 : Tannlæknisþjónusta fyrir börn tekjulágra

Á næstu mánuðum verður lokið við að veita tannlæknisþjónustu börnum tekjulágra foreldra sem fengið höfðu samþykki fyrir þjónustu samkvæmt tímabundnu átaksverkefni. Um er að ræða þau börn sem áttu ólokið meðferð eða höfðu ekki fengið tíma í sumar þegar verkefninu átti að ljúka.

Lesa meira
Ísafjörður - Undirritun samninga 10.11.2011

10/11/2011 : Samið um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði

Velferðarráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu í dag samning um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Einnig var undirritað samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu á svæðinu, með áherslu á Flateyri.

Lesa meira

9/11/2011 : Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

„Einelti getur haft skelfilegar afleiðingar, það er niðurbrjótandi og skemmandi og má aldrei líðast í samfélaginu. Einelti er dauðans alvara“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra við undirritun þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti 8. nóvember 2011.

Lesa meira
Lyfjamál

7/11/2011 : Greining hagsmunaaðila á lyfjamarkaði

Félag atvinnurekenda, Frumtök og Samtök verslunar og þjónustu afhentu velferðarráðherra í dag skýrslu með greiningu sem þessir hagsmunaaðilar hafa gert á íslenskum lyfjamarkaði og snýr einkum að þáttum tengdum innflutningi, dreifingu, framleiðslu og smásölu lyfja.

Lesa meira

7/11/2011 : Brjótum múra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi meðal annars um mikilvægi opinberrar stefnu í málefnum innflytjenda, með áherslu á samfélag þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna, þegar hann ávarpaði fjölmenningarráðstefnuna Brjótum múra sem haldin var á Akranesi síðastliðinn föstudag.

Lesa meira
Lagasafn

7/11/2011 : Samningur um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Velferðarráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands hafa gert með sér samning um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Mannréttindaskrifstofan annast þjónustuna og veitir velferðarráðuneytið fjórar milljónir króna til verkefnisins.

Lesa meira
Gegn einelti

2/11/2011 : Stöndum saman í baráttu gegn einelti

Ákveðið hefur verið að helga daginn 8. nóvember næstkomandi baráttu gegn einelti. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti og opnuð heimasíðan www.gegneinelti.is þar sem fólki gefst kostur á að undirrita hann. 

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

1/11/2011 : Endurgreiðsla kostnaðar vegna sjálfstætt starfandi sérgreinalækna

Velferðarráðherra hefur framlengt gildistíma reglugerðar um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands til 29. febrúar 2012.

Lesa meira
Frá fundinum í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju

31/10/2011 : Samstaða á Suðurnesjum

Á annað hundrað manns tók þátt í starfsdegi Suðurnesjavaktarinnar, samstarfshóps á vegum velferðarvaktarinnar um velferð á Suðurnesjum, þann 27. október síðastliðinn. Fjallað var um úrræði og athafnir á sviði velferðarþjónustu á svæðinu og kynntur nýr bæklingur með slíkum upplýsingum.

Lesa meira
Skipulag-heilbrigdisthjonustu-GH-ogfleiri

28/10/2011 : Tillögur um skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna

Bæta þarf skráningu og birtingu heilbrigðisupplýsinga, breyta greiðslufyrirkomulagi vegna heilbrigðisþjónustu, taka upp þjónustustýringu, ljúka sameiningu heilbrigðisstofnana og breyta skipulagi sjúkraflutninga. Tillögur um þetta og fleiri aðgerðir koma fram í tillögum ráðgjafahóps velferðarráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu og betri nýtingu fjármuna.

Lesa meira
Vika43undirrithopurinn

28/10/2011 : Vímuvarnavikan 2011

Í tilefni af Viku 43, Vímuvarnaviku 2011 undirrituðu fulltrúar tuttugu félagasamtaka, umboðsmaður barna og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í dag yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu sé virtur.

Lesa meira

28/10/2011 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira
Lyfjamál

28/10/2011 : Ísland staðfestir alþjóðlegan sáttmála gegn lyfjaglæpum

Velferðarráðherra og innanríkisráðherra hafa staðfest aðild Íslands að sáttmála Evrópuráðsins um alþjóðlegt samstarf til að sporna við lyfjaglæpum. Albert Jónsson sendiherra undirritaði sáttmálann fyrir Íslands hönd í Moskvu í dag.

Lesa meira
Í Hörpu

26/10/2011 : Fjölmenni á ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks

Hátt í 400 manns sóttu ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks sem fram fór í Hörpu í dag. Kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum fatlaðs fólks við flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga og rætt um hvaða lærdóm megi draga af þeim.

Lesa meira
Múrinn

26/10/2011 : Ráðstefna um fjölmenningu

Brjótum múra er yfirskrift ráðstefnu um fjölmenningu sem haldin verður í Tónbergi á Akranesi dagana 4. og 5. nóvember. Fjallað verður um forsendur, kosti og áskoranir fjölmenningarsamfélaga en ráðstefnan er liður í samnefndu verkefni sem styrkt er af Progress, áætlun Evrópusambandsins.

Lesa meira
Vinnumál

26/10/2011 : Vinnuvernd og ábyrgð atvinnurekenda

Talið er að 15-20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10-15% allra banaslysa. Í grein velferðarráðherra í Fréttablaðinu í dag fjallar hann um ávinninginn af öflugu vinnuverndarstarfi, starfsemi Vinnueftirlitsins og ábyrgð atvinnurekenda. Íslendingar taka þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem nú stendur yfir.

Lesa meira

25/10/2011 : Upplýsingabæklingurinn Fyrstu skrefin á níu tungumálum

Út er kominn upplýsingabæklingurinn Fyrstu skrefin sem ætlaður er innflytjendum, einstaklingum, stofnunum eða öðrum sem vinna með eða koma að ráðgjöf til innflytjenda. Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og Innflytjendaráð standa að útgáfunni.

Lesa meira

24/10/2011 : Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands

Í byrjun næsta árs verða lágmarksbætur lífeyrisþega 203.000 krónur og hafa þá hækkað um 61% frá árinu 2007. Þá hafa útgjöld almannatrygginga sem hlutfall af tekjum ríkissjóðs farið úr 9,5% árið 2006 í 13,1% árið 2012 miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi velferðarráðherra á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands.

Lesa meira

24/10/2011 : Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Guðbjartur Hannesson flutti ávarp við setningu landsþings Þroskahjálpar fyrir helgi og ræddi meðal annars um gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem unnið er að í velferðarráðuneytinu.

Lesa meira

24/10/2011 : Félagslegur ójöfnuður ein helsta áskorun þjóða í lýðheilsumálum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi meðal annars um áhrif efnahagslegra og félagslegra aðstæðna á heilbrigði fólks á ráðstefnunni Fjölskyldan og barnið sem kvenna- og barnasvið Landspítala stóð fyrir síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

24/10/2011 : Málþing um stefnumótun og þjónustu við fatlað fólk

Um 70 manns, einkum stjórnendur og starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem koma að stefnumótun og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk sátu málþing sem velferðarráðuneytið og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stóðu fyrir í liðinni viku í Reykjavík.

Lesa meira

24/10/2011 : Launajafnrétti kynjanna - barátta í hálfa öld

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifar um launajafnrétti kynjanna og rifjar upp setningu laga um launajöfnuð kvenna og karla árið 1961. Fyrsti kvennafrídagurinn var haldin 24. október árið 1975. Talið er að þann dag fyrir 36 árum hafi um 90% kvenna lagt niður störf til þess að krefjast sömu réttinda og launa og karlar nutu á vinnumarkaði.

Lesa meira
Leysibendir

21/10/2011 : Takmarkanir settar á innflutning og notkun leysa og leysibenda

Framvegis er óheimilt að nota öfluga leysibenda án leyfis frá Geislavörnum ríkisins og einnig ber að tilkynna Geislavörnum um innflutning þeirra. Velferðarráðherra hefur sett reglugerð um þetta til að hindra slys líkt og dæmi eru um að hlotist hafi af gáleysislegri notkun leysibenda.

Lesa meira

21/10/2011 : Verulega hefur dregið úr ávísun ofvirknilyfja til fullorðinna

Eftir stöðuga aukningu á notkun metýlfenidat-lyfja frá árinu 2006, einkum meðal fullorðinna, hefur tekist að snúa þróuninni við með markvissum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Mest hefur dregið úr ávísunum þessara lyfja til fólks 20 ára og eldra.

Lesa meira

21/10/2011 : Styrkir til sveitarfélaga vegna þjónustu við börn

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Frestur sveitarfélaga til að sækja um styrki rennur út 21. nóvember 2011.

Lesa meira

19/10/2011 : Jafnrétti kynja í nefndum

Hlutfall karla og kvenna í nefndum heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins var jafnt árið 2010 þegar horft er til heildarfjölda nefndarmanna. Samkvæmt lögum skal hlutfall hvors kyns í opinberum nefndum vera sem jafnast og ekki minna en 40% nema málefnalegar ástæður liggi að baki.

Lesa meira

12/10/2011 : Frá ráðstefnu um niðurskurð í velferðarþjónustu

Áætluð vaxtagjöld ríkissjóðs árið 2012 gætu staðið undir 80% af rekstrarútgjöldum allra stofnana velferðarráðuneytisins. Guðbjartur Hannesson kynnti ýmsar stærðir í rekstri heilbrigðiskerfisins og ræddi um stefnu og aðgerðir í velferðarmálum á ráðstefnu um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu sem haldin var í Reykjavík í dag.

Lesa meira

10/10/2011 : Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í dag

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október, sem haldinn er árlega víðsvegar í heiminum, verður skemmtidagskrá í miðbæ Reykjavíkur frá kl. 16:00–18:30. Dagskráin byrjar kl. 16:00 með lúðrablæstri og söng við Hallgrímskirkju. Fjárfestum í geðheilsu er kjörorð dagsins. Lesa meira

7/10/2011 : Opin ráðstefna um aðstæður fatlaðs fólks 26. október

Velferðarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir opinni ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks, aðbúnað, þjónustu, viðhorf, líðan og sjálfræði sem haldin verður í Hörpu 26. október næstkomandi kl. 13-16:45.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður

7/10/2011 : Svar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) varðandi Íbúðalánasjóð

Íbúðalánasjóður gegnir mikilvægu hlutverki á húsnæðismarkaði, hann verður áfram rekinn sem ein heild og öll starfsemin skilgreind sem þjónusta í almannaþágu. Þetta kemur fram í svari stjórnvalda við ákvörðun ESA frá 18. júlí í sumar en jafnframt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum um sjóðinn þannig að starfsemin samræmist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Lesa meira

6/10/2011 : Bætt heilbrigði og heilbrigðisþjónusta við ungt fólk

Starfshópur sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði 1. september 2010 til að gera tillögur um leiðir til að efla heilbrigði og bæta heilbrigðisþjónustu við ungt fólk á aldrinum 14–23 ára hefur lokið störfum og skilað velferðarráðherra skýrslu sinni.

Lesa meira
Bleika-slaufan-2011

6/10/2011 : Sókn gegn krabbameinum

Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem birtist í Bleikri slaufu, blaði Krabbameinsfélags Íslands 6. október í tilefni af árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

5/10/2011 : Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna tæknifrjóvgana

Í kjölfar þess að samningur Sjúkratrygginga Íslands við ArtMedica um tæknifrjóvganir rann út, hefur velferðarráðherra sett reglugerð um endurgreiðslu sjúkratrygginga vegna kostnaðar við tæknifrjóvgun sem veitt er án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Lesa meira

30/9/2011 : Viðræður um gagnkvæman almannatryggingasamning milli Íslands og Bandaríkjanna

Viðræður eru hafnar milli Íslands og Bandaríkjanna um tvíhliða almannatryggingasamning milli þjóðanna. Margvíslegur ávinningur felst í slíkum samningi fyrir borgara beggja þjóða. Fyrsta áfanga viðræðnanna er nýlokið.

Lesa meira

30/9/2011 : Ávarp velferðarráðherra á þingi Læknafélags Íslands um tóbaksvarnir

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður velferðarráðherra, ávarpaði fyrir hans hönd þing Læknafélags Íslands um tóbaksvarnir sem var sett um hádegisbil í dag og ræddi meðal annars um tengsl tóbaksnotkunar við útbreiðslu langvinnra sjúkdóma.

Lesa meira

28/9/2011 : Málþing ADHD samtakanna, Nýjar lausnir – ný sýn

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði málþing ADHD samtakanna; Nýjar lausnir - ný sýn, sem haldið var í Reykjavík 23. september 2011.

Lesa meira
Althingi - inngangur

27/9/2011 : Ný skýrsla um úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda á Norðurlöndunum

Úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda eru að mörgu leyti sambærileg á Norðurlöndunum en útfærslur á framkvæmd eru nokkuð mismunandi. Í nýrri skýrslu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra til Alþingis er gerð grein fyrir úrræðum fyrir skuldara í hverju landanna fyrir sig.

Lesa meira
Sameinuðu þjóðirnar

27/9/2011 : Setið fyrir svörum um framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Fjölmörg málefni sem varða velferð barna, lagasetning og stefnumótun voru til umfjöllunar þegar Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna spurði sendinefnd Íslands um framkvæmd Barnasáttmálans við fyrirtöku í Genf í liðinni viku. 

Lesa meira

26/9/2011 : Stóraukin rafræn þjónusta Sjúkratrygginga Íslands

Einstaklingar geta nú nálgast á rafrænan hátt upplýsingar um eigin réttindi og stöðu sína í sjúkratryggingakerfinu. Á sama hátt geta veitendur heilbrigðisþjónustu nálgast upplýsingar til að ákvarða greiðsluþátttöku sjúklinga án frekari staðfestinga eða framvísunar á afsláttarskírteinum.

Lesa meira
Jafnréttismálaráðherrar Norðurlandaþjóðanna

23/9/2011 : Fundur jafnréttisráðherra Norðurlandaþjóðanna

Norrænir jafnréttisráðherrar funduðu í Helsinki 21. september síðastliðinn. Undir formennsku Finna eru áhrif kynja á loftslagsbreytingar meginumfjöllunarefni þessa árs. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti helstu áherslur íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttismála og gerði meðal annars niðurstöður nýrra launakannana hér á landi að umtalsefni.

Lesa meira

22/9/2011 : Svanni; lánatryggingasjóður kvenna tekur til starfa

Lánatryggingasjóður kvenna sem hlotið hefur nafnið Svanni verður formlega settur á laggirnar á morgun. Sjóðurinn er í eigu velferðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.

Lesa meira

20/9/2011 : Ómetanlegt forvarnastarf

Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um störf samtakanna Vímulausrar æsku. Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. september en samtökin voru stofnuð þann dag árið 1986.

Lesa meira
Alþingishúsið

19/9/2011 : Íbúðalánasjóði veitt heimild til að bjóða óverðtryggð lán

Íbúðalánasjóður hefur fengið heimild til að veita óverðtryggð lán samkvæmt breytingu á lögum um húsnæðismál sem Alþingi hefur samþykkt. Íbúðalánasjóði er falið að útfæra hvernig haga skuli fjármögnun og útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka og er sú vinna hafin hjá sjóðnum.

Lesa meira

19/9/2011 : Breytingar á lögum um starfsmannaleigur

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um starfsmannaleigur. Breytingarnar varða einkum tímafresti varðandi upplýsingar sem starfsmannaleigum sem hyggjast veita þjónustu hér á landi ber að veita Vinnumálastofnun og afgreiðslufrest Vinnumálastofnunar.

Lesa meira

19/9/2011 : Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Ein helsta breytingin varðar skilyrði fyrir samlagningu starfstíma á vinnumarkaði hérlendis við starfstíma á vinnumarkaði í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið þegar mat er lagt á rétt til fæðingarorlofs.

Lesa meira

19/9/2011 : Rýmri réttur starfsfólks til töku orlofs í kjölfar veikinda

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um orlof sem veita starfsfólki rýmri rétt en áður til töku orlofs í kjölfar veikinda.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á kynningarfundinum.

16/9/2011 : Stöðuskýrsla um þjónustu við fatlað fólk

Ný skýrsla um þjónustu við fatlað fólk var kynnt í velferðarráðuneytinu í dag. Þar birtist kortlagning á þjónustunni eins og hún var við flutning á ábyrgð hennar frá ríki til sveitarfélaga um síðustu áramót. Skýrslan verður nýtt við mat á faglegum ávinningi flutningsins.

Lesa meira

16/9/2011 : Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimila á Ísafirði og í Reykjanesbæ

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið.

Lesa meira

15/9/2011 : Niðurstöður heildarendurskoðunar á verði lyfja

Áætlað er að breytingar á hámarksverði lyfja vegna lögbundinnar verðendurskoðunar lyfjagreiðslunefndar hafi lækkað lyfjakostnað í heilbrigðiskerfinu um rúman hálfan milljarð króna á ársgrundvelli. Lyfjagreiðslunefnd hefur nýlokið heildarverðendurskoðun á lyfseðilskyldum lyfjum.

Lesa meira

14/9/2011 : Athugasemdir vegna yfirlýsingar framkvæmdastjóra Heilsustofnunarinnar í Hveragerði

Velferðarráðuneytið gerir athugasemdir við yfirlýsingar framkvæmdastjóra Heilsustofnunarinnar í Hveragerði um samskipti við ráðuneytið og stöðu samningamála við stofnunina. Framkvæmdastjórinn fór frjálslega með staðreyndir í frétt Ríkisútvarpsins um málið í dag.

Lesa meira

14/9/2011 : Ráðherra á fundi með velferðarvaktinni

Velferðarvaktin er mikilvægur álitsgjafi stjórnvalda sem ber að vera gagnrýnin, benda á brotalamir og gera tillögur um úrbætur. Þetta hefur tekist vel sagði velferðarráðherra sem sat fund með velferðarvaktinni í gær til að fara yfir tillögur hennar og ábendingar um mikilvæg verkefni í velferðarmálum.

Lesa meira

13/9/2011 : Sanngjarnari reglur og aukin yfirsýn yfir lyfjanotkun

Velferðarráðherra fjallar um fyrirhugaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði í grein í Fréttablaðinu í dag. Markmiðið er ekki að draga úr útgjöldum ríkisins heldur að taka upp kerfi sem er einfaldara og réttlátara, eykur jöfnuð, mismunar ekki sjúklingum og ver þá sem mest þurfa á lyfjum að halda gegn háum kostnaði segir meðal annars í grein ráðherra.

Lesa meira

9/9/2011 : Skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna

Velferðarráðherra hefur sett á fót ráðgjafarhóp til að fjalla um skipulag heilbrigðiskerfisins og ráðstöfun fjármuna. Hópurinn mun skoða hvort þörf sé á grundvallarbreytingum og í hverju þær gætu falist þannig að unnt sé að uppfylla markmið um öryggi og jöfnuð á sama tíma og aðhaldskröfum fjárlaga er mætt.

Lesa meira

8/9/2011 : Samkeppniseftirlitið vísar frá kæru tannlæknis

Samkeppniseftirlitið hefur vísað frá kæru tannlæknis á hendur velferðarráðuneytinu og fleiri aðilum þar sem hann bar þeim á brýn að hafa staðið fyrir ólöglegri samkeppni með því að efna til átaks í tannlækningum fyrir börn tekjulágra.

Lesa meira

8/9/2011 : Framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks.

Lesa meira

8/9/2011 : Endurskoðun reglna í tengslum við einelti á vinnustöðum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nefnd sem falið  hefur verið að endurskoða reglur sem fram koma í lögum og reglugerðum  í tengslum við einelti á vinnustöðum, þar á meðal vegna kynferðislegrar áreitni.

Lesa meira

7/9/2011 : Réttarstaða atvinnuleitenda bætt sem og starfsfólks við aðilaskipti

Þátttaka atvinnuleitanda í starfstengdu vinnumarkaðsúrræði skerðir ekki lengur rétt hans til atvinnuleysisbóta, samkvæmt frumvarpi velferðarráðherra sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Einnig hefur verið samþykkt breyting á lögum sem bætir réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti í kjölfar gjaldþrots fyrirtækis.

Lesa meira

7/9/2011 : Þunglyndislyf – árangur í lækkun lyfjakostnaðar

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um 488 milljónir króna á einu ári miðað við síðustu 12 mánuði á undan. Fjöldi þeirra sem nota þunglyndislyf hefur ekki breyst heldur má rekja árangurinn til aukinnar notkunar hagkvæmari lyfja vegna breyttra reglna um greiðsluþátttöku og nýrra samheitalyfja.

Lesa meira
Réttarhamar

6/9/2011 : Viðurkenning sænskra dómstóla á rétti íslenskra námsmanna til almannatrygginga

Sænskur dómstóll hefur úrskurðað að sænsku tryggingastofnuninni (Försäkringskassan) hafi verið óheimilt að hafna umsókn íslensks námsmanns og maka hans um fæðingarorlofsgreiðslur á þeim forsendum að þau væru ekki tryggð í sænska almannatryggingakerfinu.

Lesa meira
Nám er vinnandi vegur - velferðarráðherra

6/9/2011 : Nám er vinnandi vegur: Fjöldi ungmenna og atvinnuleitenda hefur nám

Rúmlega 1.100 atvinnuleitendur hefja nám í haust á grundvelli átaksins „Nám er vinnandi vegur“ og um 1.040 ungmenni yngri en 25 ára hafa skráð sig í framhaldsskóla í tengslum við átakið. Samningur um framkvæmd verkefnisins var undirritaður í dag.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður

5/9/2011 : Íbúðalánasjóði verði heimilað að veita óverðtryggð lán

Íbúðalánasjóði verður veitt heimild til að veita óverðtryggð lán samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi og mælt var fyrir síðastliðið haust. Félags- og tryggingamálanefnd þingsins hefur fjallað um málið og mælir með því að sjóðnum verði veitt þessi heimild.

Lesa meira

5/9/2011 : Gagnkvæmar víxlverkanir sem skerða bætur eða lífeyri öryrkja afnumdar

Alþingi samþykkti fyrir helgi lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir gagnkvæmar skerðingar örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum og örorkulífeyris frá almannatryggingum.

Lesa meira
Alþingi

2/9/2011 : Ákvæði laga sem heimilar greiðslu hlutabóta framlengt til áramóta

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem heimilar greiðslu atvinnuleysisbóta á móti skertu starfshlutfalli. Greiðslur hlutabóta eru þar með tryggðar þeim sem eiga rétt til þeirra samkvæmt lögum til áramóta.

Lesa meira
Embættis landlæknis

2/9/2011 : Fjölmenni á ráðstefnu um heilsueflandi skóla

Hátt í þrjúhundruð gestir sóttu árlega ráðstefnu embættis landlæknis um heilsueflandi skóla sem nú stendur yfir á Grand Hóteli í Reykjavík. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti ráðstefnuna og ávarpaði gesti við upphaf hennar í morgun.

Lesa meira

2/9/2011 : Ábending frá velferðarvaktinni í upphafi skólaárs

Velferðarvaktin beinir því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Lesa meira

2/9/2011 : Sjúkratryggingar Íslands semja við talmeinafræðinga

Tekið hefur gildi nýr rammasamningur Sjúkratrygginga íslands um talmeinaþjónustu. Sautján talmeinafræðingar hafa þegar ákveðið að starfa á grundvelli samningsins.

Lesa meira

1/9/2011 : Breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksumbúðum

Skylt verður að birta ljósmyndir í lit á öllum umbúðum sem innihalda tóbaksvörur til að undirstrika skaðsemi vörunnar. Ákvæði um þetta eru í nýrri reglugerð sem tekið hefur gildi um mynd- og textaviðvaranir á tóbaki og mælingar á hámarki skaðlegra tóbaksefna.

Lesa meira

31/8/2011 : Breyttur opnunartími Sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar

Athygli er vakin á breyttum opnunartíma hjá Sjúkratryggingum Íslands og Tryggingastofnun ríkisins. Lesa meira
SSNV

29/8/2011 : Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið var á Reykjum í Hrútafirði dagana 26. – 27. ágúst.

Lesa meira

26/8/2011 : Athugasemd vegna umfjöllunar um mönnun í apótekum

Lyfjastofnun ber ábyrgð á eftirliti með apótekum og þar með að mönnun sé í samræmi við ákvæði lyfjalaga. Hermt hefur verið í fjölmiðlum að velferðarráðhera veiti undanþágur frá ákvæðum laga um mönnun. Hið rétta er að einungis Lyfjastofnun getur veitt slíkar undanþágur.

Lesa meira
Undirritun samstarfssamnings um forvarnarstarf ágúst 2011

24/8/2011 : Undirritun samstarfssamnings um forvarnarstarf

Samstarfsráð um forvarnir mun annast ýmis verkefni á sviði forvarna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í dag af hálfu velferðarráðherra og formanns samstarfsráðsins.

Lesa meira

23/8/2011 : Héraðsdómi í máli Sólheima áfrýjað

Velferðarráðherra hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sólheima í Grímsnesi gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. Ráðherra kynnti ákvörðunina á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira

22/8/2011 : Samráðsfundir með stjórnendum stofnana

Fulltrúar velferðarráðuneytisins hafa að undanförnu fundað með stjórnendum stofnana ráðuneytisins til að ræða um rekstrarstöðu og fagleg málefni í tengslum við fjárlagagerð ársins 2012.

Lesa meira
Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili-18.08.2011

18/8/2011 : Nýtt hjúkrunarheimili rís á Eskifirði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og Árni Helgason, framkvæmdastjóri Hulduhlíðar, tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

12/8/2011 : Norræn ráðstefna um velferð og fagmennsku

„Samstarf, samráð og samkennd þjóðanna gerir okkur sterkari“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra við opnun norrænnar ráðstefnu um velferð og fagmennsku sem nú stendur fyrir í Reykjavík. Hann ræddi um helstu gildi norræna velferðarmódelsins og um áskoranir sem þjóðirnar standa frammi fyrir við rekstur velferðarkerfa sinna á erfiðum tímum. 

Lesa meira

11/8/2011 : 60% lækkun á heildarkostnaði Sjúkratrygginga vegna blóðþrýstingslyfja

Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna blóðþrýstingslækkandi lyfja lækkaði um 60% frá árinu 2009 - 2010. Meginástæðan eru breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði sem stuðla að notkun hagkvæmustu lyfjanna.

Lesa meira

21/7/2011 : Fólki á hlutabótum tryggðar fullar greiðslur í ágúst

Velferðarráðherra áformar, að tillögu stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, að setja reglugerð sem tryggir að þeir sem átt hafa rétt á hlutabótum samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar fái fullar greiðslur sem þeim rétti nemur í byrjun ágúst. Ráðherra mun leggja fram drög að reglugerð á næsta ríkisstjórnarfundi.

Lesa meira

19/7/2011 : Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga

Leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga voru 4.656 árið 2010 og hafði þá fjölgað um 69 frá fyrra ári. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist, íbúðum sem standa auðar hefur fækkað umtalsvert og æ fleiri sveitarfélög greiða nú sérstakar húsaleigubætur. Þetta er meðal niðurstaðna úr nýrri könnun Varasjóðs húsnæðismála.

Lesa meira

8/7/2011 : Áfangaskýrsla velferðarvaktar kynnt í ríkisstjórn

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti nýja áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í skýrslunni eru ýmsar upplýsingar um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar efnahagskreppunnar og ábendingar velferðarvaktarinnar til stjórnvalda um úrbætur á ýmsum sviðum.

Lesa meira

1/7/2011 : Lögum um orlof og fæðingar- og foreldraorlof breytt í samræmi við athugasemdir ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi nýlega frá sér tilkynningar með athugasemdum við ákvæði laga um orlof og fæðingar- og foreldraorlof. Frumvörp til breytinga á lögunum í samræmi við athugasemdirnar voru lögð fyrir Alþingi snemma í vor.

Lesa meira

1/7/2011 : Viðbrögð við ákvörðun ESA um ríkisaðstoð við fjármálafyrirtæki

Stjórnvöld munu senda Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) skriflegt svar fyrir lok ágúst vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að heimild sem veitt var Íbúðalánasjóði til þess að endurfjármagna skuldabréf fjármálafyrirtækja með veði í íbúðarhúsnæði hafi falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Ákvörðun ESA mun ekki hafa áhrif á fjárhagslega stöðu sjóðsins. Lesa meira

30/6/2011 : Réttur erlendra starfsmanna til atvinnuleysisbóta og athugasemdir ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir takmarkanir á rétti farandlaunþega til atvinnuleysisbóta hér á landi ólögmætar og að breyta þurfi íslenskri löggjöf. Velferðarráðherra undrast afstöðu ESA í málinu.

Lesa meira
GH-afhending-styrkjar-ur-Forvarnarsjodi-2011

28/6/2011 : 72 milljónum króna úthlutað úr Forvarnasjóði

Velferðarráðherra úthlutaði í gær styrkjum úr Forvarnasjóði, samtals 72 milljónum króna, til fjölbreyttra verkefna og rannsókna á sviði forvarna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu og bættrar lýðheilsu. Þetta er í síðasta sinn sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum.

Lesa meira

28/6/2011 : 110% leiðin – úrræði fyrir yfirveðsett heimili

Vakin er athygli á því að þeir sem vilja óska eftir niðurfærslu veðskulda af íbúðalánum samkvæmt svokallaðri 110% leið þurfa að sækja um það fyrir 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

28/6/2011 : Niðurstaða EFTA-dómstóls um réttindi útsendra erlendra starfsmanna á Íslandi

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 5. og 7. gr. laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, brjóti gegn ákvæði EES-samningsins um frjálsa för og Evróputilskipun um lágmarksvernd þessara starfsmanna.

Lesa meira

24/6/2011 : Fundur norrænna velferðarráðherra í Finnlandi

Velferðarráðherrar Norðurlandanna leggja áherslu á að velferðarkerfi þjóðanna taki mið af lýðfræðilegri þróun þar sem hlutfall aldraðra fer stöðugt hækkandi. Stuðla þarf að virkni aldraðra og heilbrigðum lífsháttum og styðja getu þeirra til sjálfsbjargar eins lengi og unnt er. Lesa meira

24/6/2011 : Ábending til umsækjenda um greiðsluaðlögun

Einstaklingar sem hyggjast sækja um greiðsluaðlögun eru hvattir til þess að sækja um fyrir 1. júlí næstkomandi vilji þeir nýta sér tímabundið ákvæði laga um frestun greiðslna gagnvart kröfuhöfum.

Lesa meira

24/6/2011 : Fjármögnun tryggð vegna byggingar 280 námsmannaíbúða í Vatnsmýrinni

Framkvæmdir geta hafist í haust við uppbyggingu stúdentagarða í Vatnsmýrinni. Ríkisstjórnin samþykkti í dag fjárheimildir fyrir Íbúðalánasjóð sem tryggja fjármögnun framkvæmdanna. Heildarkostnaður er áætlaður um 4 milljarðar króna og mun Íbúðalánasjóður veita lán fyrir 90% kostnaðarins. Lesa meira

19/6/2011 : Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu

Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði, skrifar Guðbjartur Hannesson í blaðagrein um jafnréttismál sem birtist í Fréttablaðinu í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní.

Lesa meira

15/6/2011 : Minnsta atvinnuleysi í maí síðan fyrir hrun

Atvinnuleysi mældist 7,4% í maí síðastliðnum samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar og hefur ekki mælst minna í maímánuði frá því fyrir hrun árið 2008. Atvinnuleysi dróst saman frá fyrra mánuði í öllum landshlutum og fækkað hefur í hópi langtímaatvinnulausra. Lesa meira

15/6/2011 : Hækkun bóta og eingreiðslur greiddar 43.000 lífeyrisþegum í dag

Tryggingastofnun ríkisins greiddi í dag út hækkun á lífeyri og tengdum greiðslum til lífeyrisþega, ásamt eingreiðslu til samræmis við kjarabætur sem samið var um í kjarasamningum. Greiðslurnar tóku til um 43.000 lífeyrisþega. Lesa meira

14/6/2011 : Átta milljarðar til hækkunar lífeyris og bóta í velferðarkerfinu

„Fyrir átta milljarða króna er unnt að bæta umtalsvert kjör þeirra sem minnst hafa og draga úr fátækt. Það er markmiðið með þessum aðgerðum stjórnvalda þar sem hækkanir verða mestar hjá þeim tekjulægstu í hópi lífeyris- og bótaþega.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fjallaði um hækkanir lífeyris og bóta í grein í Fréttablaðinu 12. júní.

Lesa meira

10/6/2011 : Aðgerðir til að sporna við misnotkun metýlfenidat-lyfja

Viðbragðshópur á vegum velferðarráðherra hefur skilað honum tillögum um aðgerðir til að sporna við misnotkun metýlfenidat- lyfja og annarra lyfseðilsskyldra lyfja. Ráðherra hefur fallist á tillögur hópsins og verður þegar hafist handa við að hrinda þeim í framkvæmd.

Lesa meira

10/6/2011 : Árangur heilbrigðisáætlunar til ársins 2010

Velferðarráðuneytið hefur tekið saman skýrslu þar sem lagt er mat á árangur í heilbrigðismálum samkvæmt markmiðum íslenskrar heilbrigðisáætlunar fyrir árin 2001-2010. Lesa meira

10/6/2011 : Skýrsla nefndar um lækningar yfir landamæri

Nefnd sem skipuð var til að meta möguleika íslenska heilbrigðiskerfisins til að sinna erlendum sjúklingum á komandi árum og meta tækifæri á sviði lækningatengdrar ferðaþjónustu hefur skilað velferðarráðherra áliti sínu í skýrslunni Lækningar yfir landamæri. Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrita samninginn.

7/6/2011 : Þjónustusamningur við Neytendasamtökin um aðstoð við leigjendur

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritaði í dag þjónustusamning við Neytendasamtökin um leiðbeiningarþjónustu við leigjendur. Frá því að Leigjendasamtökin hættu starfsemi sinni hafa Neytendasamtökin í vaxandi mæli sinnt aðstoð við leigjendur og svarað fyrirspurnum um leigumál eftir bestu getu.

Lesa meira

7/6/2011 : Níu sumarstarfsmenn ráðnir til að styrkja upplýsingagjöf í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli

Reynslan frá eftirleik eldgossins í Eyjafjallajökli á síðasta ári kennir okkur að rétt miðlun upplýsinga til ferðamanna skiptir gríðarlega miklu máli. Nú þegar askan úr eldgosinu í Eyjafjallajökli er sest þá standa ferðaþjónustuaðilar frammi fyrir sömu áskorun.

Lesa meira

7/6/2011 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2011

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur tekið ákvörðun um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2011 í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins.

Lesa meira

6/6/2011 : Hækkanir bóta almanna- og atvinnuleysistrygginga

Velferðarráðherra hefur kynnt hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum.

Lesa meira

1/6/2011 : Viðbragðshópur vegna misnotkunar lyfseðilsskyldra lyfja

Velferðarráðherra hefur ákveðið að skipa viðbragðshóp til að stemma stigu við misnotkun methýlphenidat-lyfja (meðal annars Ritalin og Concerta) og annarra lyfseðilsskyldra lyfja sem sýnt er  notuð eru til sölu og dreifingar meðal fíkla á Íslandi.

Lesa meira

1/6/2011 : Unnið að hækkun bóta

Stjórnvöld munu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga milli ASÍ og SA, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og samið verður um í kjarasamningum. Unnið er að nánari útfærslu þessarar yfirlýsingar í velferðarráðuneytinu og Tryggingastofnun ríkisins.

Lesa meira

1/6/2011 : 100. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO)

Í dag 1. júní 2011 var þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), alþjóðavinnumálaþingið, sett í 100. skiptið. Ekki er um að ræða afmæli stofnunarinnar en ákvörðun um koma henni á laggirnar var tekin við undirritun friðarsamninganna í Versölum árið 1918. Ári síðar tók Alþjóðavinnumálastofnunin til starfa. Hún varð ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna árið 1946. Lesa meira

31/5/2011 : 31. maí – „dagur án tóbaks“

Í dag er „dagur án tóbaks“. Árið 1987 útnefndi Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni 31. maí sem dag er helga skal baráttunni gegn reykingum og hefur reyklausi dagurinn, líkt og víða annars staðar, verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá. Árið 2006 var heiti dagsins svo breytt hérlendis og kallast nú tóbakslausi dagurinn eða dagur án tóbaks, en það er til samræmis við enskt heiti dagsins eða „World No Tobacco Day“.

Lesa meira

25/5/2011 : Gjaldfrjáls tannlæknaþjónusta fyrir börn vinsæl

Tryggingastofnun hafa borist umsóknir um ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir nærri 700 börn frá rúmlega 300 tekjulágum heimilum. Af þeim hafa umsóknir 548 barna verið samþykktar. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.

Lesa meira

23/5/2011 : Átaksverkefni til aðstoðar fólki á öskuslóðum

Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lesa meira

23/5/2011 : Ráðstefna um kynbundið ofbeldi - Drögum tjöldin frá

Jafnréttisstofa, Velferðarráðuneytið, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi standa fyrir ráðstefnu og fræðsludegi um kynbundið ofbeldi 1. júní næstkomandi.

Lesa meira

23/5/2011 : Áhættumat og viðbrögð vegna eldgoss í Grímsvötnum

Velferðarráðherra kynnti áhættumat og gerði grein fyrir viðbrögðum á sviði heilbrigðismála vegna eldgossins í Grímsvötnum á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Lesa meira
Alþingi

20/5/2011 : Fyrirhugaðar breytingar á réttindum atvinnuleitenda

Atvinnuleitandi sem tekur þátt í starfstengdu vinnumarkaðsúrræði skerðir ekki rétt sinn til atvinnuleysisbóta með þátttökunni, samkvæmt frumvarpi velferðarráðherra sem lagt er fram í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga. Ákvæði laga um hlutabætur verður framlengt og lögfest verður heimild fyrir greiðslu desemberuppbótar á atvinnuleysisbætur.

Lesa meira

20/5/2011 : Þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

Forvarnir og aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu alvarlegra langvinnra sjúkdóma eru í brennidepli á 64. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins ávarpaði þingið í vikunni.

Lesa meira
Lyfjastofnun

20/5/2011 : Lyfjastofnun falið eftirlit með lækningatækjum

Ábyrgð á umsýslu og eftirliti með lækningatækjum hefur verið færð frá embætti landlæknis til Lyfjastofnunar samkvæmt breytingu á lögum um lækningatæki nr. 16/2001 sem samþykkt var á Alþingi nýlega.

Lesa meira

20/5/2011 : Skipun trúnaðarmanna fatlaðs fólks

Velferðarráðherra hefur skipað trúnaðarmenn fatlaðs fólks í samræmi við reglugerð nr. 172/2011. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu.

Lesa meira
Ungmenni

19/5/2011 : Áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára samþykkt á Alþingi

Tillaga velferðarráðherra til þingsályktunar í jafnréttismálum til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi í dag með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Þar er stefna stjórnvalda skilgreind og kveðið á um aðgerðir til að stuðla að jöfnun rétti og jafnri stöðu kvenna og karla.

Lesa meira
Tryggingastofnun

19/5/2011 : Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins 2011

Tryggingastofnun ríkisins þjónustar um 120.000 viðskiptavini á ári og annast greiðslur mánaðarlega til um 70.000 einstaklinga. Þetta er ein mikilvægasta stofnun landsins og miðstöð velferðarkerfis á Íslandi sagði velferðarráðherra þegar hann ávarpaði ársfund Tryggingastofnunar ríkisins í dag.

Lesa meira

19/5/2011 : TAIEX – Ráðstefna um stefnumótun í vinnumálum

Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á TAIEX – ráðstefnu um stefnumótun í vinnumálum. Erlendir fyrirlesarar fjölluðu á ráðstefnunni um aðferðafræði Evrópusambandsins og aðildarríkja þess við mótun og framkvæmd stefnu í vinnumálum.

Lesa meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

19/5/2011 : Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi um verkefni velferðarráðuneytisins, heilbrigðiskerfið og framtíðarsýn sína á sviði velferðarmála þegar hann ávarpaði aðalfund Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2011 í dag.

Lesa meira
Töflur

13/5/2011 : Tillögur um kostnaðaraðhald vegna S-lyfja

Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra hefur skilað honum tillögum sínum um aðgerðir til að sporna gegn ört vaxandi útgjöldum vegna svokallaðra S-merktra lyfja.

Lesa meira
Skólinn opnar dyr

12/5/2011 : Hátt í 5.000 manns sóttu námsstefnu í Laugardalshöll

Mikil aðsókn var að námsstefnunni; Skólinn opnar dyr, í Laugardalshöll í dag þar sem haldin var kynning á námstækifærum í framhalds- og háskólum fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur. Samsvarandi kynningar eru á döfinni á Suðurnesjum og Akureyri.

Lesa meira
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins

12/5/2011 : Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.

Lesa meira

12/5/2011 : Aðgerðir gegn einelti: Verkefnisstjóri ráðinn

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur verið ráðin í stöðu verkefnisstjóra sem starfa mun fyrir verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti.

Lesa meira
Skólinn opnar dyr

10/5/2011 : Skólinn opnar dyr: Námskynning í Laugardagshöll 12. maí

Fimmtudaginn 12. maí verður opin námskynning í Laugardalshöll kl. 11–16 í tengslum við átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur. Kynntir verða námsmöguleikar í framhaldsskólum, frumgreinadeildum og háskólum auk tækifæra til fullorðinsfræðslu.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

6/5/2011 : Ávarp velferðarráðherra á málþingi geðsviðs Landspítala

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði málþing geðsviðs Landspítala sem fram fór í dag. Á leið inn í samfélagið - breytingar á geðþjónustunni, var yfirskrift málþingsins.

Lesa meira
Landspítali - háskólasjúkrahús

5/5/2011 : Ávarp velferðarráðherra á ársfundi Landspítala

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra lagði áherslu á samráð og samvinnu velferðarráðuneytisins við stjórnendur stofnana sinna þegar hann ávarpaði ársfund Landspítala sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í dag.

Lesa meira
Rit og skýrslur

3/5/2011 : Skipað í kærunefnd jafnréttismála til þriggja ára

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað fulltrúa í kærunefnd jafnréttismála fyrir tímabilið 1. maí 2011 til 30. apríl 2014. Formaður nefndarinnar er Erla S. Árnadóttir hæstaréttarlögmaður.

Lesa meira
Frá setningu OECD-fundarins í morgun

2/5/2011 : Velferðarráðherra á fundi félagsmálaráðherra OECD

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flutti opnunarávarp á tveggja daga fundi félagsmálaráðherra aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem hófst í París í dag. Rætt er um brýnustu viðfangsefni þjóða á sviði velferðarmála við endurreisn og uppbyggingu í kjölfar efnahagskreppu.

Lesa meira

2/5/2011 : Sameining Lýðheilsustöðvar við embætti landlæknis hefur tekið gildi

Formleg sameining Lýðheilsustöðvar við embætti landlæknis tók gildi 1. maí í samræmi við lög frá Alþingi nr. 28/2011. Starfsemi stöðvarinnar og flestir starfsmenn hennar fluttust til embættis landlæknis frá sama tíma.

Lesa meira
Atvinnustyrkir-kvenna-hopmynd2011

29/4/2011 : Kraftur í nýsköpun kvenna

Markaðssetning á hlývatnsfiski, vöruþróun á brúðunni RóRó fyrir börn með svefnvandamál, fræðandi púsluspil um íslenska náttúru og dýralíf og fréttagátt á pólsku. Þetta eru dæmi um þau fjölbreyttu verkefni sem hlutu styrki til atvinnumála kvenna sem velferðarráðherra úthlutaði í dag.

Lesa meira
Töflur

27/4/2011 : Fyrirhugaðar breytingar á þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði

Fyrirhugaðar eru breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem ætlað er að draga verulega úr lyfjakostnaði þeirra sjúklinga sem mest greiða samkvæmt gildandi kerfi. Velferðarráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Tannlækningar barna

26/4/2011 : Reglugerð um tímabundna tannlæknaþjónustu við börn tekjulágra

Velferðarráðherra hefur sett reglugerð um tímabundna tannlæknaþjónustu án endurgjalds fyrir börn tekjulágra foreldra. Sækja þarf um þjónustuna til Tryggingastofnunar ríkisins sem tekur við umsóknum frá 28. apríl til 1. júní næstkomandi.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður samráðshópsins.

19/4/2011 : Tillögur samráðshóps um húsnæðisstefnu

Samráðshópur um húsnæðisstefnu hefur skilað velferðarráðherra skýrslu með tillögum um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Meðal annars er lagt til að teknar verði upp húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta til að stuðla að jafnari húsnæðisstuðningi hins opinbera óháð búsetuformi.

Lesa meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

19/4/2011 : Nám er vinnandi vegur

Öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði verður tryggð skólavist í haust. Einnig verða sköpuð ný námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna átaksins nema tæpum 7 milljörðum króna á árunum 2011-2014.

Lesa meira

18/4/2011 : Ný almannatryggingalöggjöf í smíðum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að endurskoða almannatryggingakerfið. Hópnum er ætlað að skila drögum að frumvarpi að nýjum lögum um lífeyristryggingar fyrir lok þessa árs.

Lesa meira

15/4/2011 : 900 sumarstörf auglýst fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Um 900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur verða auglýst til umsóknar um helgina í tengslum við átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Tæpum 360 milljónum króna verður varið til verkefnisins.

Lesa meira

15/4/2011 : Samið við Læknavaktina um móttökuvakt og vitjanaþjónustu

Samningar hafa tekist milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknavaktarinnar ehf. um móttökuvakt og vitjanaþjónustu heimilislækna utan dagvinnutíma heilsugæslustöðva í Reykjavík og nágrenni. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra staðfesti samningana í dag. Lesa meira

13/4/2011 : Aðgerðir til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu með tillögum um ýmsar aðgerðir til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum.

Lesa meira

12/4/2011 : Almenn bólusetning ungbarna gegn pneumókokkum er hafin

Ungbörn verða framvegis bólusett við pneumókokkum samhliða öðrum ungbarnabólusetningum. Þess er vænst að með bólusetning muni draga stórlega úr alvarlegum afleiðingum sýkinga af þeirra völdum hjá börnum.

Lesa meira

12/4/2011 : Átaksverkefni um tannlækningar fyrir börn tekjulágra

Ráðist verður í átaksverkefni um tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra í sumar. Þjónustan verður veitt án endurgjalds fyrir börn foreldra sem uppfylla skilyrði um tekjuviðmið. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra þessa efnis á fundi sínum í dag.

Lesa meira

7/4/2011 : Tæplega 11% lækkun lyfjakostnaðar á einu ári

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands lækkaði um rúmlega 1,1 milljarð króna árið 2010 frá fyrra ári, eða um 10,7%, þrátt fyrir að lyfjanotkun hafi aukist um tæp 6%. Meginástæðan er aukin notkun ódýrari lyfja í kjölfar breytinga á reglum um greiðsluþátttöku.

Lesa meira

7/4/2011 : Alþjóðaheilbrigðisdagurinn – gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. apríl. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og býður þjóðum heims að taka þátt í sameiginlegu átaki í þessu skyni.

Lesa meira

5/4/2011 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur úthlutað styrkjum úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2010. Alls bárust 60 umsóknir til sjóðsins og voru veittir styrkir til 23 verkefna, samtals um 11.230.000 kr. Lesa meira

1/4/2011 : Reglugerðir um endurgreiðslur vegna þjónustu sérgreinalækna utan samnings

Velferðarráðherra hefur sett reglugerðir sem tryggja sjúklingum endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sérgreinalækna sem starfa utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Samningur við sérgreinalækna rann út í gær.

Lesa meira

30/3/2011 : Sameining landlæknis og Lýðheilsustöðvar samþykkt á Alþingi

Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð sameinast 1. maí 2011 samkvæmt nýjum lögum um embætti landlæknis sem samþykkt voru á Alþingi í dag. Lesa meira

29/3/2011 : Sjúklingum sérfræðilækna verða tryggðar endurgreiðslur

Takist ekki að endurnýja samninga við sérfræðilækna fyrir 1. apríl næstkomandi mun velferðarráðuneytið tryggja að sjúklingar sem til þeirra leita fái eftir sem áður greiddan hluta kostnaðar vegna þjónustunnar.

Lesa meira

29/3/2011 : Nefnd um réttarstöðu transfólks

Velferðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur að úrbótum um réttarstöðu transfólks (transgender) á Íslandi með hliðsjón af áliti umboðsmanns Alþingis og tillögu til þingsályktunar um málefni þeirra sem lögð var fram á síðasta þingi.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður

29/3/2011 : Íbúðalánasjóði heimilað að færa niður veðkröfur á lánum einstaklinga

Frumvarp velferðarráðherra um breytingu á lögum um húsnæðismál var samþykkt á Alþingi í gær. Með breytingunni er Íbúðalánasjóði veitt heimild til að færa niður veðkröfur heimila sem eru umfram 110% af verðmæti fasteignar.

Lesa meira

28/3/2011 : Áskorun um stuðning við börn sem verða vitni að heimilisofbeldi

Nemendur í Austurbæjarskóla afhentu Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra í dag áskorun Barnaheilla til stjórnvalda um að veita börnum sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi tilhlýðilegan stuðning. Um 8.000 manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis.

Lesa meira

25/3/2011 : Skýrsla um áhrif efnahagshrunsins á velferð kvenna

Út er komin skýrslan „Konur í kreppu?“ Samantekt á opinberum tölulegum gögnum um áhrif efnahagshrunsins á velferð kvenna. Skýrslan var unnin fyrir stýrihóp velferðarvaktarinnar sem skipaður er af velferðarráðherra.

Lesa meira

18/3/2011 : Samningur um þverfaglega þjónustu við fólk með vefjagigt

Velferðarráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar ehf. um þverfaglega þjónustu við einstaklinga með vefjagigt og tengda sjúkdóms. Lesa meira

18/3/2011 : Tillögur um nýtt heildarskipulag sérfræðiþjónustu lækna

Stýrihópur sem velferðarráðherra skipaði í desember á liðnu ári til að gera tillögur um nýtt heildarskipulag sérfræðiþjónustu lækna á Íslandi hefur skilað ráðherra niðurstöðum sínum.

Lesa meira

11/3/2011 : Yfirlýsing þjóða á norðurslóð um samstarf í heilbrigðismálum

Fulltrúar sjö þjóða á norðurslóðum hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf á sviði heilbrigðismála; The Arctic Health Declaration. Undirritunin fór fram á fyrsta fundi heilbrigðisráðherra þjóðanna sem haldinn var í Nuuk á Grænlandi 16. febrúar.

Lesa meira

9/3/2011 : 80 milljónir í styrki til að bæta þjónustu við börn

Veittar verða 80 milljónir króna í styrki til fjölbreyttra verkefna með það að markmiði að efla og bæta nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Í fyrra var einnig úthlutað 80 milljónum króna í þessu skyni.

Lesa meira

9/3/2011 : Bifröst á rauðum sokkum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi stöðu og þróun jafnréttismála og verkefnin framundan á fundi sem haldinn var á Bifröst í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Lesa meira

8/3/2011 : Um jafnrétti, kyn og völd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem birtist í Fréttablaðinu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.

Lesa meira

8/3/2011 : Lánatryggingasjóður kvenna endurvakinn

Velferðarráðherra, iðnaðarráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, undirrituðu í dag samkomulag um lánatryggingasjóð kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.

Lesa meira

5/3/2011 : Fundur velferðarráðherra og Landssambands eldri borgara

Fulltrúar Landssambands eldri borgara áttu fund með velferðarráðherra nýlega þar sem þeir kynntu honum ályktun og kjarakröfur sambandsins sem rúmlega 1.500 félagar í sambandinu höfðu undirritað.

Lesa meira

3/3/2011 : Könnun á húsaleigukostnaði – áhugaverðar en umdeilanlegar niðurstöður

Velferðarráðuneytið lýsir ánægju með nýja könnun Neytendasamtakanna á leiguverði íbúðarhúsnæðis. Ráðuneytið bendir þó á að könnunin byggðist ekki á úrtaki samkvæmt viðurkenndum rannsóknaraðferðum, heldur var óskað eftir þátttakendum. Niðurstöðurnar eru því umdeilanlegar.

Lesa meira

3/3/2011 : Allt að 900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar líkt og gert var í fyrra. Áætlað er að verja allt að 370 milljónum króna til verkefnisins. Lesa meira

2/3/2011 : Málþing um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur

Velferðarráðuneytið og innflytjendaráð efna til málþings um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur á Grand Hótel Reykjavík 4. mars næstkomandi. Fjallað verður um réttindi innflytjenda til túlkaþjónustu og fræðslu og menntun fyrir samfélagstúlka.

Lesa meira

1/3/2011 : Markmið um bætta tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn

Velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands undirbúa samningsgerð við tannlækna með það að markmiði að auka niðurgreiðslur vegna eftirlits, forvarna og tannviðgerða barna á aldrinum 0–18 ára og jafnframt að tryggja fjórum árgöngum barna ókeypis forvarnarskoðun.

Lesa meira

1/3/2011 : Ný reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks

Sett hefur verið reglugerð um skipun trúnaðarmanna fatlaðs fólks. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu.

Lesa meira

22/2/2011 : Málþing: Daglegt líf, afkoma og aðstæður öryrkja

Öryrkjabandalag Íslands, velferðarráðuneytið, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til málþings föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00–16.00 á Grand hóteli í Reykjavík.

Lesa meira

18/2/2011 : Óvönduð umræða um blóðfitulækkandi lyf

Velferðarráðuneytið gerir athugasemdir við einhliða og ófaglega umræðu um meintar afleiðingar af breyttu fyrirkomulagi vegna greiðsluþátttöku í blóðfitulækkandi lyfjum.

Lesa meira

18/2/2011 : Ný norræn samstarfsáætlun í jafnréttismálum

Jafnréttisráðherrar norrænu ríkjanna hafa samþykkt samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011–2014 sem ber heitið Jafnrétti skapar sjálfbært þjóðfélag. Lesa meira

16/2/2011 : Neysluviðmið fyrir íslensk heimili - Mikilvægur leiðarvísir

Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um neysluviðmið sem birtist í Fréttablaðinu 15. febrúar 2011.

Lesa meira

14/2/2011 : Skipað í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks til ársloka 2014. Lesa meira

14/2/2011 : Málstofa um almannaheillasamtök

Ávarp velferðarráðherra á málstofu Fræðaseturs þriðja geirans og Almannaheilla þar sem rætt var um þörf á því að setja heildarlöggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana Lesa meira

14/2/2011 : Starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana

Nefnd sem falið var að meta þörf á setningu heildarlöggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana telur lagasetningu æskilega. Niðurstöður nefndarinnar verða til umfjöllunar á málþingi sem fram fer við Háskóla Íslands í hádeginu í dag.

Lesa meira

10/2/2011 : Opinn kynningarfundur um neysluviðmið

Opinn kynningarfundur um neysluviðmið verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, laugardaginn 12. febrúar. Þar verður einnig kynnt vefreiknivél sem gerir fólki kleift að máta sig að neysluviðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður og fá gestir tækifæri til að prófa hana.

Lesa meira

7/2/2011 : Neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi

Velferðarráðherra hefur lagt fram skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi.

Lesa meira

7/2/2011 : Blaðagrein velferðarráðherra í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi

Krabbamein snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Gera þarf allt til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð.

Lesa meira

2/2/2011 : Samanburður á fæðingarorlofi og umönnunarstefnu Norðurlandaþjóða

Ný samanburðarrannsókn á fæðingarorlofi og umönnunarstefnu Norðurlandaþjóðanna verður kynnt á jafnréttisþinginu 2011 sem haldið verður á Nordica Hotel í Reykjavík 4. febrúar.

Lesa meira

1/2/2011 : Fimm íbúar sambýlis í Kópavogi fá nýtt og endurbætt húsnæði

Staðfest var í dag samkomulag um endurbætur á húsnæði sem Kópavogsbær hyggst taka í notkun sem sambýli fyrir fatlaða næsta vor. Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra ákvað í lok desember að veita styrk til framkvæmdanna.

Lesa meira

1/2/2011 : Aukið aðhald í notkun S-merktra lyfja

Velferðarráðherra hefur skipað vinnuhóp sem skoða á leiðir til að draga úr notkun S-merktra lyfja og meta áhrif slíkra breytinga. Hópnum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum og mati eigi síðar en í lok mars.

Lesa meira

31/1/2011 : Sameining St. Jósefsspítala og Landspítala

St. Jósefsspítali og Landspítali sameinast 1. febrúar undir nafni Landspítala. Hjúkrunarheimilið Sólvangur verður skilið frá St. Jósefsspítala og rekið tímabundið sem sjálfstæð stofnun undir velferðarráðuneytinu þar til nýtt hjúkrunarheimili rís í Hafnarfirði.

Lesa meira

28/1/2011 : Jafnréttisþing 2011

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Nordica Hilton Reykjavík klukkan 9 til 16.

Lesa meira

26/1/2011 : Nýjar vinnureglur til að sporna við misnotkun ofvirknilyfja

Teknar hafa verið upp nýjar reglur um lyfjaskírteini og hert á tilkynningarskyldu til landlæknis til að sporna við misnotkun metýlfenidatslyfja.

Lesa meira

26/1/2011 : Viðamikilli upplýsingaöflun lokið um ofbeldi karla gegn konum

Niðurstöður tveggja kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum voru kynntar í dag. Önnur fjallar um umfang ofbeldisins og hin um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um ofbeldi karla gegn konum.

Lesa meira

26/1/2011 : Túlkaþjónusta fyrir innflytjendur

Innflytjendaráð hefur látið gera úttekt á stöðu túlkaþjónustu fyrir innflytjendur hér á landi auk samantektar um lagaumgjörð þessarar þjónustu á Norðurlöndunum. Markmið innflytjendaráðs með þessari vinnu er að leggja grunn að framtíðartilhögun þessara mála á Íslandi. Lesa meira

25/1/2011 : Ekkert bendir til óeðlilegrar fjölgunar dauðsfalla

Vegna fjölmiðlaumræðu um síðustu helgi bendir landlæknir á að nýjustu upplýsingar um fjölda dauðsfalla á þessu ári sýna engar óeðlilegar breytingar miðað við fyrri ár, heldur er um hefðbundnar sveiflur að ræða. Lesa meira

24/1/2011 : Neysluviðmið verða kynnt innan skamms

Vinnu sérfræðinga við gerð neysluviðmiða fyrir íslensk heimili lýkur á næstunni og verða niðurstöður þeirra kynntar 7. febrúar.

Lesa meira

24/1/2011 : Samstarfshópur um velferð á Suðurnesjum

Stofnaður hefur verið samstarfshópur um velferð á Suðurnesjum og ráðinn verkefnisstjóri til að vinna að framkvæmd ákvarðana hópsins. Markmiðið er að efla samstarf sveitarfélaganna og auka samvinnu við ríkisstofnanir og félagasamtök til að styrkja stöðu svæðisins. Lesa meira

21/1/2011 : Ávarp ráðherra á málþingi fagfólks um endurhæfingu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi framtíðarstefnu á sviði endurhæfingar í nýju velferðarráðuneyti á málþingi Félags fagfólks um endurhæfingu sem fram fór í Norræna húsinu í Reykjavík í dag.

Lesa meira

21/1/2011 : Samningar og fjárlög standa

Heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og á Sauðárkróki munu halda óbreyttum fjölda dvalarrýma á þessu ári en fá greitt fyrir þau í samræmi við nýtingu þeirra eins og kveðið er á um í samningum. Lesa meira

19/1/2011 : Umfjöllun um staðgöngumæðrun

Í ljósi umræðu um staðgöngumæðrun er vakin athygli á umfjöllun vinnuhóps heilbrigðisráðherra um málið frá 5. febrúar á síðasta ári, ásamt lokaáliti vinnuhópsins frá 7. júní 2010. Einnig liggur nú fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun.

Lesa meira

17/1/2011 : Starfshópur um aukinn þátt karla í jafnréttismálum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi.

Lesa meira

14/1/2011 : Auglýsing um Framkvæmdasjóð aldraðra

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2011. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 2011. Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira

11/1/2011 : Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Í samstarfi Endurmenntunar Háskóla Íslands og velferðarráðuneytisins verður haldið námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar í febrúar. Tilkynna þarf þátttöku til Endurmenntunar Háskóla Íslands fyrir 1. febrúar.

Lesa meira

10/1/2011 : Samningur um þjónustu heimilislækna utan heilsugæslustöðva

Undirritaður hefur verið rammasamningur milli heimilislækna utan heilsugæslu og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu árið 2011.  Allir viðkomandi læknar starfa í Reykjavík. Lesa meira

10/1/2011 : Upplýsingarit fyrir erlendar konur á Íslandi

Jafnréttisstofa hefur gefið út bækling um mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi. Bæklingurinn ber nafnið Réttur þinn og er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, thaílensku, rússnesku og arabísku.

Lesa meira

10/1/2011 : Tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða

Uppreiknuð tekju- og eignamörk frá 1. janúar 2011, samkvæmt reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur.

Lesa meira

10/1/2011 : Viðmiðunarfjárhæð eignamarka vegna húsaleigubóta

Frá 1. janúar 2011 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta kr. 6.063.975.-

Lesa meira

10/1/2011 : Lára Björnsdóttir hlaut hvatningarverðlaunin Rósina 2011

Lára Björnsdóttir hlaut Rósina 2011, hvatningarverðlaun Landssamtakanna Þroskahjálpar og fjölskyldu Ástu B. Þorsteinsdóttur. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi störf sem stuðla að þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu til jafns við aðra.

Lesa meira

7/1/2011 : Skipuð ný stjórn Íbúðalánasjóðs

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nýja stjórn Íbúðalánasjóðs. Nýr formaður stjórnarinnar er Katrín Ólafsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík, en hún tekur við formennsku af Hákoni Hákonarsyni.

Lesa meira

5/1/2011 : Samkomulag varðandi víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega

Á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða frá 3. desember 2010 um víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðanna og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum hafa aðilar gert með sér eftirfarandi samkomulag.

Lesa meira

4/1/2011 : Tilmæli til sveitarstjórna um hækkun fjárhagsaðstoðar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur beint tilmælum til sveitarstjórna um að þær hækki fjárhagsaðstoð til einstaklinga þannig að mánaðarleg framfærsla þeirra verði sambærileg og hjá fólki á atvinnuleysisbótum. Lesa meira

4/1/2011 : Könnun á matarúthlutunum hjálparsamtaka

Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir velferðarráðuneytið á aðstæðum fólks sem leitar til hjálparsamtaka eftir matarúthlutunum.

Lesa meira