Fréttir

Sjúkratryggingar Íslands

28/12/2012 : Breytingar á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu um áramót

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman upplýsingar um breytingar sem verða á gjaldskrám vegna heilbrigðisþjónustu 1. janúar næstkomandi. Komugjöld á heilsugæslustöðvar og gjöld fyrir vitjanir heilsugæslulækna verða óbreytt. Greiðsluþátttaka einstaklinga í kostnaði vegna lyfja hækkar um 3,9%.

Lesa meira
Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

27/12/2012 : Móttaka flóttafólks frá Afganistan

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Kristján Sturluson, formaður Rauða kross Íslands, undirrituðu í dag samning milli velferðarráðuneytisins og Rauða krossins  um móttöku og þjónustu við flóttafólk frá Afganistan.

Lesa meira
María Hildiþórsdóttir framkvæmdastjóri Fjölmenntar og Sveinn Magnússon skrifstofustjóri undirrita samninginn

21/12/2012 : Fjölmennt kynnir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Velferðarráðherra hefur gert samning við Fjölmennt um að annast kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fjölmennt hefur frá árinu 2011 starfrækt tilraunaverkefnið Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og felur samningurinn í sér framhald á því starfi.

Lesa meira
Húsin í bænum

19/12/2012 : Húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingu vegna tekna

Grunnfjárhæð húsaleigubóta hækkar á næsta ári og verulega verður dregið úr skerðingaráhrifum tekna á bætur leigjenda. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu velferðarráðherra þessa efnis á fundi í gær. Breytingarnar eru liður í innleiðingu nýs húsnæðisbótakerfis.

Lesa meira
Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala

17/12/2012 : Formlegt samstarf um starfsnám í heimilislækningum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Landspítali háskólasjúkrahús hafa gert með sér formlegt samkomulag til tveggja ára um fyrirkomulag sérmenntunar fyrir heimilislækna. Samkomulagið tryggir öllum sem nú eru í sérnámi á þessu sviði námsstöður til ársloka 2014.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

17/12/2012 : Útskrift nemenda frá Hringsjá

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flutti ávarp við útskrift nemenda frá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu, síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

14/12/2012 : Auglýst eftir persónulegum talsmönnum fatlaðs fólks

Auglýst er eftir fólki sem hefur áhuga á að gerast persónulegir talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínum svæði fyrir 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira
Velferðarráðherra og bæjarstjóri Akureyrar undirrita samkomulagið

14/12/2012 : Átaksverkefni um 60 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði á Akureyri

Akureyrarbær leggur til 19 störf fyrir langtímaatvinnuleitendur samkvæmt samkomulagi um átaksverkefnið; Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013, sem velferðarráðherra og bæjarstjóri Akureyrar undirrituðu í Hofi í gær. Alls verða til 60 starfstengd úrræði fyrir atvinnuleitendur í bænum í tengslum við átakið.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

13/12/2012 : Velferðarráðherra skrifar um varnir gegn verðbólgu

Þak á verðbætur verðtryggðra lána er kostur sem er ástæða fyrir stjórnvöld að skoða betur, skrifar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í grein sem birtist í DV í gær: „Þetta gæti verið liður í því að auka fjárhagslegt öryggi heimilanna gegn óstöðugleika á borð við þann sem fylgt hefur gjaldmiðli okkar og fylgir honum enn.“

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri

12/12/2012 : Samhent átak tryggir langtímaatvinnuleitendum vinnu og virkni

Velferðarráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu í dag fyrsta samkomulagið um þátttöku sveitarfélags í þjóðarátakinu; Vinna og virkni – átak gegn atvinnuleysi árið 2013. Einnig var undirrituð viljayfirlýsing aðstandenda átaksins sem tryggja á 3.700 atvinnuleitendum tilboð um starfstengd vinnumarkaðsúrræði á næsta ári.

Lesa meira
Dr. Ásgeir Jónsson kynnir úttektina

11/12/2012 : Þaksetning vaxta og verðbóta

Fjallað er um kosti þess að setja þak á verðbætur verðtryggðra fasteignalána annars vegar og hins vegar hámark á raunvexti slíkra lána í nýrri úttekt sem gerð var að beiðni ráðherrahóps um skulda- og greiðsluvanda heimila. Úttektin var kynnt á fréttamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá athöfninni í húsakynnum Embættis landlæknis

10/12/2012 : Gjafir til handa Neyðarmóttöku vegna nauðgana

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti í dag móttöku gjöfum til Neyðarmóttöku vegna nauðgana við athöfn í húsnæði Landlæknis við Barónsstíg. Meðal gjafa voru nýr bæklingur um sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldi ásamt upplýsingaefni og límmiðum um þjónustu Neyðarmiðstöðvarinnar sem dreift verður víða.

Lesa meira

10/12/2012 : Reglugerðir fyrir allar löggiltar heilbrigðisstéttir

Þann 1. janúar næstkomandi tekur gildi ný heildarlöggjöf um heilbrigðisstarfsmenn sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. Þar með falla niður lög og reglugerðir sem gilt hafa um einstakar heilbrigðisstéttir en í þeirra stað verða settar reglugerðir um hverja stétt á grundvelli nýju löggjafarinnar. Reglugerðirnar eru birtar hér til kynningar.

Lesa meira

7/12/2012 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna í velferðarþjónustu

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna gæðaverkefna á sviði velferðarþjónustu árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út 21. desember næstkomandi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

7/12/2012 : Fundað með forstöðumönnum um rekstur næsta árs

Starfsfólk velferðarráðuneytisins mun á næstu dögum funda með forstöðumönnum allra stofnana ráðuneytisins til að fara yfir rekstraráætlanir næsta árs samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarpsins.

Lesa meira
Þjónusta við aldraða

6/12/2012 : Málþing félagsmálastjóra um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi

Í kör - nei takk, var yfirskrift málþings félagsmálastjóra sem haldið var í dag þar sem rætt var um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi. Sveinn Magnússon skrifstofustjóri flutti ávarp fyrir hönd velferðarráðherra.

Lesa meira
Kristin-Ingolfsdottir-og-Bjorn-Zoega

6/12/2012 : Styrkveiting úr Vísindasjóði Landspítala og undirritun samstarfssamnings

Þrír rannsóknarhópar á Landspítala fengu fimm milljóna króna styrk hver úr Vísindasjóði Landspítala við athöfn á spítalanum í vikunni og einnig var undirritaður samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Landspítala. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi um mikilvægi mennta- og heilbrigðismála í ávarpi af þessu tilefni.

Lesa meira
Gudbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri

6/12/2012 : Hagstofan birtir félagsvísa til framtíðar

Velferðarráðherra og Hagstofustjóri undirrituðu í dag samning sem felur í sér að Hagstofa Íslands tekur að sér að birta og uppfæra reglulega félagsvísa sem kynntir voru í byrjun þessa ár. Félagsvísar eru safn fjölbreyttra tölfræðilegra upplýsinga sem varpa ljósi á félagslegar aðstæður ólíkra þjóðfélagshópa.

Lesa meira
Fjölmenningarsetur

6/12/2012 : Forsjá barna af erlendum uppruna

Ný rannsókn á skipan forsjármála barna af erlendum uppruna hér á landi leiðir í ljós að  hún er frábrugðin þeirri tilhögun sem algengust er þegar börn íslenskra foreldra eiga í hlut. Velferðarráðuneytið styrkti gerð rannsóknarinnar og voru niðurstöður hennar til umræðu á fundi í Iðnó í gær.

Lesa meira

3/12/2012 : Samningur um örugga netnotkun

Þrjú ráðuneyti styðja starfsemi SAFT sem annast vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun Netsins og berst gegn ólöglegu efni á netinu. Samningur um stuðning við verkefni SAFT til ársloka 2014 var undirritaður í dag.

Lesa meira
Alþingishúsið

3/12/2012 : Fæðingarorlof – greiðslur hækka og orlof lengt í áföngum

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka um 50.000 kr. 1. janúar næstkomandi og orlofstíminn verður lengdur um þrjá mánuði í áföngum, verði frumvarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið á fundi fyrir helgi og hefur það verið lagt fram á Alþingi.

Lesa meira

2/12/2012 : Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks 3. desember

Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir alþjóðlegum degi fatlaðs fólks á morgun, 3. desember, líkt og verið hefur allt frá árinu 1981. Fjarlægjum hindranir og sköpum aðgengilegt samfélag fyrir alla er áhersla dagsins að þessu sinni.

Lesa meira

1/12/2012 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2012

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira

30/11/2012 : Hádegisverðarfundur um forsjá barna af erlendum uppruna

Fjölmenningarsetur og Mannréttindaskrifstofa Íslands boða til hádegisverðarfundar í Iðnó, miðvikudaginn 5. desember frá klukkan 12.00 til 13.00. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Innflytjendaráð og velferðarráðuneytið.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

29/11/2012 : Samhæfing þjónustu við börn með þroska- og geðraskanir

Velferðarráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að samhæfa þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Markmiðið er að tryggja betur samfellda þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra með reglubundnu samstarfi þeirra sem veita þeim þjónustu.

Lesa meira
Stjórnarráðið

27/11/2012 : Stofnfé Íbúðalánasjóðs aukið um allt að 13 milljarða króna

Ríkisstjórnin ákvað á fundi í morgun af afla heimilda í fjárlögum næsta árs til að auka stofnfé Íbúðalánasjóðs um allt að 13 milljarða króna til að styrkja eiginfjárhlutfall hans. Innheimtuferlar verða endurskoðaðir, áhættustýring styrkt og fullnustueignir sjóðsins færðar í sérstakt félag í eigu ríkisins sem annist umsýslu þeirra.

Lesa meira

23/11/2012 : Stefnt að langtímasamningi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga

Staðfestur hefur verið sameiginlegur vilji velferðarráðuneytisins og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um að slökkviliðið sinni áfram sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfshópi verður falið að undirbúa grundvöll langtímasamnings um þjónustuna og er honum ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. desember næstkomandi.

Lesa meira
Lyfjastofnun

23/11/2012 : Samvinnufundur um lyfjamál

Rætt var um leiðir til að stuðla að bættu lyfjaöryggi landsmanna á samvinnufundi sem Lyfjastofnun stóð fyrir í vikunni með ýmsum hagsmunaaðilum og fulltrúum velferðarráðuneytisins. Meðal annars var fjallað um leiðir til að koma í veg fyrir tímabundinn skort á skráðum lyfjum og áherslu á að lyfjafyrirtæki skrái lyf sem nú eru aðeins fáanleg gegn undanþágulyfseðli, ekki síst lyf sem einkum eru ætluð börnum.

Lesa meira

22/11/2012 : Afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs: Framtíðarsýn í málefnum aldraðra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði afmælisráðstefnu í tilefni 75 ára afmælis Sjómannadagsráðs sem haldin var í dag og fjallaði um framtíðarsýn í málefnum aldraðra. Yfirskrif ráðstefnunnar var: Til móts við framtíðina - Gerum enn betur í málefnum aldraðra. 

Lesa meira
Bætt tannheilsa

20/11/2012 : Tannlækningar hjá börnum verði niðurgreiddar að fullu

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að veita Sjúkratryggingum Íslands heimild til samningaviðræðna við tannlækna með það að markmiði að tannlækningar fyrir börn verði niðurgreiddar að fullu. Stefnt er að því að ná þessu markmiði í áföngum og að innleiðingu á nýju kerfi verði lokið í ársbyrjun 2018.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

19/11/2012 : Tímamótasamstarf sem tryggir vinnu og virkni

Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. „Ríki og sveitarfélög, samtök launafólks og atvinnurekenda, skólakerfið, félagasamtök og almenningur hafa lagst á eitt í sannkölluðu þjóðarátaki gegn atvinnuleysi“ skrifar ráðherra og segir verkefnið sýna hve miklu sé hægt að koma til leiðar með samtakamættinum.

Lesa meira

19/11/2012 : Morgunverðarfundur um samræmingu atvinnu- og fjölskyldulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 8-10:30.

Lesa meira

16/11/2012 : Yfir 3.000 störf og úrræði fyrir atvinnuleitendur

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu velferðarráðherra um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til að standa straum af hluta kostnaðar við rúmlega 3000 vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu á næstunni fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta.

Lesa meira

16/11/2012 : Samþykkt að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Greiðsla til þeirra sem eiga rétt á óskertri uppbót verður 50.152 kr. Þetta er þriðja árið í röð sem atvinnuleitendur fá greidda desemberuppbót, en áður hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005.

Lesa meira
Alþingishúsið

15/11/2012 : Ný lög um málefni innflytjenda

Alþingi hefur samþykkt frumvarp velferðarráðherra um málefni innflytjenda og öðlast lögin þegar gildi. Með lögunum er mælt fyrir um hvernig stjórnsýslu í málefnum innflytjenda skuli háttað og hlutverk og starfsemi Fjölmenningarseturs, innflytjendaráðs og þróunarsjóðs innflytjenda bundið í lög.

Lesa meira
Tryggingastofnun

15/11/2012 : Réttur til almannatrygginga byggist á búsetu samkvæmt héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins (TR) og íslenska ríkið af öllum kröfum einstaklings um meintar ólögmætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Með dóminum er staðfest að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft fasta búsetu hér á landi.

Lesa meira
Varasjóður húsnæðismála

14/11/2012 : Ráðstefna um húsnæðismál sveitarfélaga 16. nóvember

Varasjóður húsnæðismála, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íbúðalánasjóð og velferðarráðuneytið, boðar til ráðstefnu um húsnæðismál sveitarfélaga á Hótel KEA á Akureyri föstudaginn 16. nóvember kl. 13:00.

Lesa meira
Ráðherrar undirrita hvatningu til grunnskóla um umferðaröryggismál

14/11/2012 : Átak í grunnskólum um aukið umferðaröryggi

Notkun endurskinsmerkja, öruggar ferðaleiðir og öryggi barna sem nota skólabíla eru megináhersluefni átaks um aukið umferðaröryggi grunnskólabarna sem þrír ráðherrar ýttu formlega úr vör í dag undir yfirskriftinni Grunnskóli á grænu ljósi.

Lesa meira
Velferðarráðherra ásamt nefndarmönnum

14/11/2012 : Skýrsla um rekstrar- og skattaumhverfi húsnæðisfélaga

Vinnuhópur sem velferðarráðherra fól að skoða rekstrar- og skattaumhverfi félaga og einstaklinga sem leigja út íbúðarhúsnæði hefur skilað ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum til úrbóta. Störf hópsins eru hluti vinnu við að útfæra tillögur um opinbera húsnæðisstefnu.

Lesa meira

13/11/2012 : Umsóknarfrestur um styrki vegna velferðarverkefna rennur út 20. nóvember

Velferðarráðuneytið auglýsti þann 19. október sl. eftir umsóknum um styrki frá félagasamtökum sem starfa á verkefnasviði ráðuneytisins og njóta ekki framlaga á fjárlögum. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur er til miðnættis 20. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

9/11/2012 : Endurskoðun reglugerðar um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Verið er að endurskoða ákvæði laga sem fjalla um einelti og kynferðislega áreiti og gildandi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði frá þessu á samkomu í  Þjóðmenningarhúsinu í gær sem haldin var í tilefni árlegs baráttudags gegn einelti 8. nóvember.

Lesa meira
Norræna Atlantssamstarfið

7/11/2012 : Setning ráðstefnu ríkja á Norðuratlanssvæðinu um velferðarmál

Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu, flutti fyrir hönd velferðarráðherra opnunarávarp ráðstefnu NORA sem hófst í Reykjavík í morgun og fjallar um helstu áskoranir ríkja á Norðuratlantssvæðinu á sviði velferðarmála.

Lesa meira
Frá opnun stuðningsmiðstöðvarinnar á Seltjarnarnesi

6/11/2012 : Stuðningsmiðstöðin Nótt og dagur opnuð í dag

Alhliða stuðningsmiðstöð fyrir börn með alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra hefur tekið til starfa við Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi. Sjálfseignarstofnunin Nótt og dagur mun annast reksturinn en miðstöðin er stofnuð fyrir fé sem fjölmargir landsmenn lögðu til í söfnunarátakinu Á allra vörum fyrr í haust.

Lesa meira
Sjúkratryggingar Íslands

31/10/2012 : Sjúkratryggingar Íslands fá viðurkenningu fyrir þróun rafrænna samskipta

Þróun rafrænna samskipta hjá Sjúkratryggingum Íslands veitir einstaklingum aðgang að réttum og öruggum upplýsingum um eigin hag og þeim sem veita þjónustu aðgang að gögnum sem tryggja rétt sjúkratryggðra. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar um stofnunina sem hlaut í vikunni viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu.

Lesa meira
Vinnueftirlit ríkisins

25/10/2012 : Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku

Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifar um vinnuvernd í Fréttablaðinu í dag í tilefni árlegrar vinnuviku sem Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur fyrir.

Lesa meira

24/10/2012 : Breið samstaða um aðgerðir gegn kynbundnum launamun

Stjórnvöld og samtök aðila vinnumarkaðarins undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf til að eyða kynbundnum launamun sem enn er viðvarandi vandi á innlendum vinnumarkaði. Við sama tækifæri kynnti Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðgerðaáætlun stjórnvalda um launajafnrétti kynja sem ríkisstjórnin samþykkti 28. september síðastliðinn.

Lesa meira

24/10/2012 : Viðurkenningar fyrir vinnuverndarstarf

Fjögur fyrirtæki fengu viðurkenningu fyrir vinnuverndarstarf á fjölmennri vinnuverndarráðstefnu sem haldin var í gær í tilefni evrópskrar vinnuverndarviku sem nú stendur yfir. Velferðarráðherra afhenti viðurkenningarinnar sem veittar voru fyrir forystu stjórnenda og virka þátttöku starfsfólks í kerfisbundnu vinnuverndarstarfi.

Lesa meira

24/10/2012 : Kynjajafnrétti á Íslandi í alþjóðlegu ljósi

Ísland er í efsta sæti árlegrar úttektar Alþjóðaefnahagsráðsins á jafnrétti kynjanna, sem birt var í dag og tekur til 135 ríkja í heiminum. Hér á landi er 24. október tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti kynja og mun velferðarráðherra kynna nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda um launajafnrétti kynja við athöfn sem fram fer í Hörpu frá kl. 15.00-17.00 í dag.

Lesa meira
Harpa

23/10/2012 : Styrkir úr Jafnréttissjóði og ný aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja

Forsætisráðherra afhendir styrki úr Jafnréttissjóði á Kvennafrídaginn, 24. október við athöfn í Hörpu og velferðarráðherra kynnir nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um launajafnrétti kynja. Einnig verða kynntar niðurstöður rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála sem fengu styrk úr sjóðnum árið 2008.

Lesa meira

19/10/2012 : Styrkir til félagasamtaka vegna velferðarverkefna lausir til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki frá félagasamtökum sem starfa á verkefnasviði ráðuneytisins og njóta ekki framlaga á fjárlögum. Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
Læknafélag Íslands

19/10/2012 : Velferðarráðherra ávarpaði aðalfund Læknafélags Íslands

Samningamál sérfræðilækna og ríkisins, tækjakostur á Landspítala, undirbúningur að byggingu nýs Landspítala, stefnumótun og meðferð fjármuna í velferðarkerfinu og gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar voru meðal málefna sem velferðarráðherra ræddi um við setningu aðalfundar Læknafélags Íslands á Akureyri í gær.

Lesa meira
Magnús Pétursson kynnir skýrslu ráðgjafarhópsins

17/10/2012 : Hver stendur vörð um réttindi og öryggi sjúklinga?

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er góð og örugg fyrir sjúklinga, hvort sem í hlut á einkarekin þjónusta eða þjónusta á vegum hins opinbera, þótt sitthvað megi bæta. Þetta er mat ráðgjafarhóps sem velferðarráðherra fól að skoða starfsemi einkarekinna læknastofa. Hópurinn varar við sleggjudómum um öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu vegna einstakra atvika.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

17/10/2012 : Ávarp velferðarráðherra á 40. þingi ASÍ

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flutti ávarp við setningu 40. þings Alþýðusambands Íslands í morgun og ræddi þar um velferðarkerfið, atvinnumál, aðgerðir síðustu ára til að jafna kjör fólks í landinu og verkefnin sem framundan eru.

Lesa meira
Frá norrænum fundi jafnréttisráðherra í Ósló

15/10/2012 : Framtíðarsýn í jafnréttismálum rædd á norrænum ráðherrafundi

Norrænir jafnréttisráðherrar hafa samþykkt tillögu um að samþætta aðgerðir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að berjast gegn mismunun, hvort sem hún snýr að kynjajafnrétti, réttindamálum fatlaðra, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna.

Lesa meira
Mannamót

15/10/2012 : Ráðstefna um samfélagsleg áhrif kláms 16. október

Velferðarráðherra hvetur til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf, kynhegðun, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi og mansal og annars konar misbeitingu. Hann skrifar um málið í grein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina og minnir á ráðstefnu á morgun þar sem þetta verður til umræðu.

Lesa meira

15/10/2012 : Minningardagur um missi á meðgöngu og barnsmissi

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag í tilefni minningardags um missi á meðgöngu og barnsmissi sem stuðningshópurinn Englarnir okkar efnir til 15. október. Lesa meira
Harpa

12/10/2012 : Skýr stefna í málefnum fatlaðs fólks

Með undirritun sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gáfu stjórnvöld út afdráttarlausa yfirlýsingu um hvert skuli stefna í margvíslegum réttindamálum fatlaðs fólks sem snerta flest eða öll svið samfélagsins, sagði velferðarráðherra á málþingi í Hörpu þar sem rætt var um innleiðingu sáttmálans hér á landi.

Lesa meira

12/10/2012 : Talsmenn Tilveru hittu velferðarráðherra í tilefni vitundarvakningar um ófrjósemi

Fulltrúar Tilveru, samtaka um ófrjósemi, hittu Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í vikunni í tengslum við vitundarvakningu sem samtökin hafa efnt til í því skyni að vekja umræðu og athygli á því hvað ófrjósemi geti haft í för með sér.

Lesa meira

10/10/2012 : Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metylfenidati eru óskyld mál

ADHD samtökin hafa lýst áhyggjum af því að umræða um misnotkun fíkla á metýlfenidati geti skaðað meðferð og jafnvel leitt til þess að fólk hætti nauðsynlegri lyfjameðferð vegna neikvæðrar umræðu um lyfin. Samtökin og velferðarráðuneytið leggja bæði áherslu á að lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenidati séu óskyld mál og að mikilvægt sé að halda þeirri staðreynd til haga.

Lesa meira

10/10/2012 : Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf

Notkun ofvirknilyfja sem innihalda metýlfenidat er hvergi í heiminum meiri en á Íslandi. Notkunin hefur aukist ár frá ári, sérstaklega hjá fullorðnum. Niðurgreiðslum metýlfenidats verður ekki hætt en eftirlit með ávísunum metýlfenidatslyfja til fullorðinna verður eflt, auknar kröfur gerðar um faglega greiningu og strangari skilyrði sett fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

10/10/2012 : Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi

Guðbjartur Hannesson skrifar grein í Fréttablaðið í dag í tilefni alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem haldinn er í tuttugasta sinn. Að þessu sinni er sjónum beint að þunglyndi og hvernig stuðla megi að bættu geðheilbrigði.

Lesa meira
Gunnar Axel Axelsson

8/10/2012 : Þörf fyrir náms- og starfstengda endurhæfingu er alltaf fyrir hendi

Á öllum tímum er fólk sem hefur þörf fyrir náms- eða starfstengda endurhæfingu en þegar þrengir að á vinnumarkaði og atvinnuleysi eykst verður þörfin mun sýnilegri en ella. Aðstoðarmaður velferðarráðherra flutti ávarp fyrir hans hönd í tilefni 25 ára afmælis Hringsjár sem haldið var um helgina.

Lesa meira
Háskóli Íslands

8/10/2012 : Klám: Lög, kynferði, (ó)menning, sjálfsmynd og nánd

Velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður fjallað um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og því velt upp hvert hlutverk löggjafans og stjórnvalda er í þeim efnum.

Lesa meira
Fræðsluþing á Egilsstöðum

8/10/2012 : Vel sótt fræðsluþing um kynferðisofbeldi gegn börnum

Tæplega tvö hundruð grunnskólakennarar og fagaðilar sem starfa með börnum sóttu fræðsluþing um kynferðisofbeldi gegn börnum sem fram fóru á þremur stöðum á landinu í síðustu viku. Á þingunum er fjallað um leiðir til að útrýma kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum.

Lesa meira
Harpa

4/10/2012 : Málþing um mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 11. október 2012.

Lesa meira

30/9/2012 : Landshlutaþing um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Á næstu tveimur vikum verða haldin sex fræðsluþing í jafnmörgum landshlutum þar sem fjallað verður um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Landshlutaþingin eru hluti af vitundarvakningu í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gagnvart börnum.

Lesa meira

28/9/2012 : Ársfundur Vinnumálastofnunar 2012

Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar 28. september 2012

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

28/9/2012 : Vinnum saman

Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um samstarf á sviði vinnumarkaðsúrræða sem birtist í Fréttablaðinu 28. september 2012.

Lesa meira
Stefán Ólafsson kynnir skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands

27/9/2012 : Mótvægisaðgerðir gegn skuldavanda, fátækt og atvinnuleysi

Leiðir stjórnvalda til að milda áhrif kreppunnar á fólk með lágar tekjur og millitekjur með því að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt hafa reynst árangursríkar. Þetta eru niðurstöður nýrrar úttektar sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið.

Lesa meira

21/9/2012 : Fimm frumvörp ráðherra komin til velferðarnefndar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur mælt fyrir fimm lagafrumvörpum frá því að Alþingi hóf störf 11. september síðastliðinn og eru þau nú til umfjöllunar í velferðarnefnd þingsins. Samkvæmt þingmálaskrá mun ráðherra leggja fram 29 frumvörp á þessu þingi, 24 þeirra eru ný þingmál en fimm eru endurflutt.

Lesa meira

19/9/2012 : Fallið frá breytingu á starfskjörum forstjóra Landspítala

Með hagsmuni Landspítala að leiðarljósi hefur orðið að samkomulagi milli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og Björns Zoega, forstjóra Landspítala, að falla frá breytingu á starfskjörum Björns sem hefði að óbreyttu komið til framkvæmda um næstu mánaðamót.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík undirrita samninginn.

13/9/2012 : Samningur um hjúkrunarheimili í Bolungarvík

Í gær undirrituðu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Elías Jónatansson, bæjarstjórinn í Bolungarvík, samning milli velferðarráðuneytisins og Bolungarvíkurkaupstaðar um byggingu og þátttöku í leigu tíu rýma hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Bolungarvík.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri UNICEF á Íslandi og Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi

13/9/2012 : Dregið úr barnadauða á heimsvísu

Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu og marktækur árangur náðst við að ráðast gegn helstu þáttum sem valda honum.

Lesa meira

12/9/2012 : Málþing um innleiðingu og eftirlit mannréttindasáttmála SÞ fyrir fatlað fólk

Öryrkjabandalag Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið efnir til málþings um innleiðingu og eftirlit með mannrétttindasáttmála SÞ fyrir fatlað fólk. Málþingið verður haldið Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 11. október 2012, kl. 9.00–15.45.

Lesa meira
Skrifað undir samning um stuttmynd vegna vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

12/9/2012 : Samið um gerð stuttmyndar vegna vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning um styrkveitingu til gerðar stuttmyndar sem ber heitið FÁÐU JÁ – um kynlíf og samþykki.

Lesa meira

11/9/2012 : Starfshópur um undirbúning frumvarps um staðgöngumæðrun

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp um undirbúning frumvarps til laga sem heimili staðgögumæðrun í velgjörðarskyni.

Lesa meira

10/9/2012 : Drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar

Óskað er umsagna um drög að heilbrigðisáætlun sem nú liggja fyrir. Í áætluninni er birt framtíðarsýn í heilbrigðismálum til ársins 2020, auk markmiða og aðgerða til að ná þeim árangri sem að er stefnt.

Lesa meira

7/9/2012 : Vegna umræðu um laun forstjóra Landspítala

Laun Björns Zoega, forstjóra Landspítala, eru ákveðin af kjararáði. Annars vegar tekur kjararáð ákvörðun um grunnlaun og hins vegar fjölda þóknunareininga til að mæta yfirvinnu og álagi sem starfinu fylgir. Með nýorðnum breytingum á launum forstjórans er ekki hróflað við úrskurði kjararáðs hvað það varðar.

Lesa meira
Húsin í bænum

6/9/2012 : Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum í eigu sveitarfélaga

Varasjóður húsnæðismála hefur birt niðurstöður könnunar sem gerð var að beiðni velferðarráðherra til að afla upplýsinga um stöðu leiguíbúðakerfis sveitarfélaganna við lok árs 2011.

Lesa meira
Lyfjamál

5/9/2012 : Reglugerðarbreyting vegna greiðsluþátttöku í tilteknum lyfjum

Velferðarráðherra hefur ákveðið breytingu á reglugerð nr. 403/2010 sem varðar skilyrta greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands við kaup á tilteknum lyfjum. Breytingin er sambærileg og gerð var í maí síðastliðnum vegna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í geðrofslyfjum.

Lesa meira

3/9/2012 : Nýráðnir réttindagæslumenn fatlaðs fólks teknir til starfa

Gengið hefur verið frá ráðningu átta réttindagæslumanna fatlaðs fólks víðsvegar um landið í samræmi við lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011. Réttindagæslumennirnir hafa allir tekið til starfa.

Lesa meira

3/9/2012 : Nýja hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð á Akureyri tilbúið

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri er nú fullbúið til notkunar og hefur fengið nafnið Lögmannshlíð. Á nýja heimilið flytja 45 íbúar af dvalarheimilunum Kjarnalundi og Bakkahlíð. Í húsinu eru fimm íbúðareiningar og í hverri þeirra níu vel búnar íbúðir með aðgangi að sameiginlegum stofum, borðstofum og eldhúsi.

Lesa meira
Ráðherra ásamt keppendum og fylgdarliði

31/8/2012 : Setning Ólympíumóts fatlaðra einstök upplifun

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra var heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra við setningu Ólympíumóts fatlaðra sem nú stendur yfir í London. Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson var fánaberi íslensku sveitarinnar. Þátttakendur á mótinu fyrir Íslands hönd eru fjórir og hófu allir keppni í dag.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson og Hillevi Engström

27/8/2012 : Hillevi Engström vinnumálaráðherra Svía í heimsókn

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tók í dag á móti Hillevi Engström, vinnumálaráðherra Svía, sem stödd er hér á landi til að kynna sér aðgerðir íslenskra stjórnvalda á sviði vinnumarkaðsmála og framkvæmd vinnumarkaðsúrræða.

Lesa meira
Hringþing um menntamál innflytjenda

20/8/2012 : HRINGÞING um menntamál innflytjenda

Fjallað verður um stöðu og framtíð menntamála innflytjenda á öllum skólastigum og í fullorðinsfræðslu á opnu þingi sem haldið verður í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík 14. september kl. 8.30-16.30. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

20/8/2012 : Ný rannsókn á sviði barnaverndar

Á vegum velferðarráðuneytisins er nú unnið að rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra. Erlendar rannsóknir sýna að misnotkun foreldra á áfengi og öðrum vímuefnum er stór þáttur í vanrækslu barna.

Lesa meira
Fólk á torgi

15/8/2012 : Skipað í sérfræðinefnd um kynáttunarvanda

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað þriggja manna sérfræðinefnd um kynáttunarvanda í samræmi við lög nr. 57/2012, um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda, sem samþykkt voru á Alþingi 6. júní síðastliðinn.

Lesa meira

13/8/2012 : Ávarp velferðarráðherra á Ólafsdalshátíð 12. ágúst

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði Ólafsdalshátíð sem haldin var 12. ágúst í Ólafsdal í Gilsfirði þar sem heiðruð var minning Torfa Bjarnasonar og fyrsta búnaðarskólans á Íslandi sem Torfi stofnaði þar árið 1880.

Lesa meira
Lyfjamál

9/8/2012 : Umsagnarfrestur um drög að lyfjastefnu framlengdur

Frestur til að skila umsögnum um drög að lyfjastefnu sem velferðarráðuneytið birti opinberlega í lok júní hefur verið framlengdur til 1. september næstkomandi. Í stefnunni er birt framtíðarsýn á sviði lyfjamála, auk mælanlegra markmiða og tillagna að aðgerðum til að ná þeim árangri sem að er stefnt.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

23/7/2012 : Aukin tryggingavernd með nýrri reglugerð um slysatryggingar við heimilisstörf

Gildissvið slysatryggingar við heimilisstörf sem Sjúkratryggingar Íslands annast verður aukið með nýrri reglugerð velferðarráðherra sem tekur gildi 1. ágúst. Reglugerðin felur í sér aukna tryggingavernd þar sem öll viðhaldsstörf og viðgerðir í og við heimili sem ekki eru liður í atvinnustarfsemi falla nú undir trygginguna.

Lesa meira

14/7/2012 : Vígsla nýrrar hjúkrunarálmu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarbyggð

Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við vígslu nýrrar hjúkrunarálmu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarbyggð.

Lesa meira

13/7/2012 : Útgjöld sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja lækkuðu um 53% á tveimur árum

Aðgerðir stjórnvalda til að draga úr lyfjakostnaði hafa skilað verulegum árangri og árið 2011 lækkaði kostnaðurinn þriðja árið í röð. Kostnaður sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja lækkaði um 575 milljón króna frá árinu 2009 til 2011 eða um 53%.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

13/7/2012 : Yfirlýsing vegna opinberrar umræðu um forsjármál

Þegar málefni sem varða velferð barna eru til umfjöllunar ber stjórnvöldum ævinlega að hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi og aðhafast það sem börnunum er fyrir bestu. Íslensk löggjöf og alþjóðlegir samningar taka mið af þessu. Af gefnu tilefni vill velferðarráðuneytið koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum sem tengjast forsjármáli sem verið hefur til opinberrar umræðu að undanförnu.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson og Jóhannes Gunnarsson

12/7/2012 : Nýr samningur við Neytendasamtökin um aðstoð við leigjendur

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í dag nýjan þjónustusamning um aðstoð samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis sem felur í sér upplýsingagjöf um réttindi og skyldur og ráðgjöf í ágreiningsmálum. Samningurinn gildir til ársloka 2013.

Lesa meira
Sjúkratryggingar Íslands

12/7/2012 : Meðferð MS-lyfsins Gilenya samþykkt

Sjúkratryggingar Íslands hafa veitt heimild fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í MS lyfinu Gilenya og verður meðferð veitt þeim MS sjúklingum sem þegar hafa reynt MS lyfið Tsyabri og orðið að hætta notkun þess. Fallist var á beiðni Landspítala frá 28. júní síðastliðnum um að Sjúkratryggingar Íslands veittu umsókn um innleiðingu lyfsins flýtimeðferð.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

3/7/2012 : Veruleg hækkun á endurgreiðslu kostnaðar vegna tannlækninga

Velferðarráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að hækka gjaldskrá vegna almennra tannlækninga barna yngri en 18 ára tímabundið um 50%. Gjaldskrárbreytingin gildir frá 1. júlí til næstu áramóta. Áætlað er að með þessu hækki hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar úr tæpum 42% í að meðaltali í 62,5% og hefur það ekki verið hærra í tæpan áratug. Enn er í gildi samningur við tannlækna um gjaldfrjálsa forvarnarskoðun 3ja, 6 og 12 ára barna.

Lesa meira
Fólk á torgi

2/7/2012 : Uppfærsla og breytingar á neysluviðmiðum fyrir íslensk heimili

Neysluviðmið sem velferðarráðuneytið kynnti fyrir rúmu ári hafa nú verið endurskoðuð og uppfærð í samræmi við nýjustu rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna. Viðmiðin verða framvegis uppfærð árlega.

Lesa meira

2/7/2012 : Tillögur nefndar um málefni útlendinga utan EES

Starfshópur sem fjallað hefur um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) leggur til að sett verði heildarlög sem taki til dvalar- og atvinnuleyfa útlendinga, réttindi fylgi einstaklingi en ekki dvalarleyfi og að almennt gildi að rétti til dvalar fylgi réttur til atvinnu. Starfshópurinn skilaði nýlega skýrslu með tillögum sínum.

Lesa meira
Lyfjamál

26/6/2012 : Drög að lyfjastefnu til umsagnar

Óskað er umsagna um drög að lyfjastefnu sem nú liggur fyrir. Í stefnunni er birt framtíðarsýn á sviði lyfjamála, auk mælanlegra markmiða og tillagna að aðgerðum til að ná þeim árangri sem að er stefnt. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst.

Lesa meira
Undirritun

26/6/2012 : Leiðbeinandi reglur um innleiðingu NPA

Birtar hafa verið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast einstökum sveitarfélögum til að móta eigin reglur um framkvæmd þjónustunnar.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

22/6/2012 : Frumvarp að staðli um launajafnrétti til umsagnar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra er bjartsýnn á að jafnlaunastaðall verði mikilvægt tæki til að jafna launamun kynjanna. Þessi aðferð hefur hvergi verið reynd í heiminum og er því algjör nýjung. Staðlaráð Íslands hefur nú auglýst frumvarp að staðlinum til umsagnar.

Lesa meira
Tryggingastofnun

21/6/2012 : Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins 2012

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði ársfund Tryggingastofnunar ríkisins sem haldinn var í Nauthólsvík í dag. Ráðherra ræddi meðal annars um endurskoðun á almannatryggingakerfinu sem unnið er að.

Lesa meira
Frá pallborðsumræðum um hamingjuna

21/6/2012 : Áhrifavaldar á hamingju þjóðarinnar

Tekjur skýra minna en 1% af hamingju Íslendinga, atvinnuleysi hefur neikvæð tengsl við hamingju en gæði sambands við fjölskyldu og vini spáir best fyrir um hamingju fólks samkvæmt nýrri rannsókn Embættis landlæknis sem kynnt var í dag. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra var meðal þátttakenda í pallborðsumræðum um niðurstöðurnar.

Lesa meira
Lyfjamál

20/6/2012 : Undirbúningur að upptöku á nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja

Velferðarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi sem hefur það meginmarkmið að verja sjúklinga fyrir háum lyfjakostnaði. Alþingi samþykkti 1. júní breytingar á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 og lyfjamál nr. 93/1994  sem kveða á um fyrirkomulag nýja greiðsluþátttökukerfisins.

Lesa meira
Rit og skýrslur

20/6/2012 : Brugðist verður við athugasemdum ESA

Velferðarráðuneytið hefur upplýst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um aðgerðir sínar til að bregðast við áliti stofnunarinnar um að Ísland þurfi að styrkja reglur um jafnrétti kynjanna til samræmis við gildandi tilskipun um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Forsíðumynd af vef Embættis landlæknis

20/6/2012 : Nýr vefur hjá Embætti landlæknis

Embætti landlæknis hefur tekið í notkun nýjan vef sem sameinar efni af vefjum þeirra tveggja stofnana, Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins sem sameinaðar voru fyrir rúmu ári.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

19/6/2012 : Réttlátara og betra samfélag

„Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins. Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum samfélag okkar réttlátara og betra“ skrifar Guðbjartur Hannesson meðal annars í grein í Fréttablaðinu í dag, 19. júní. 

Lesa meira

18/6/2012 : Staðall um launajafnrétti – opinn kynningarfundur á þriðjudag

Staðall um launajafnrétti verður kynntur á morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 19.júní kl. 8-10.

Lesa meira

15/6/2012 : Samráðshópi falið að vinna aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa skipað samráðshóp til að semja aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks á aldrinum 18–35 ára.

Lesa meira
Alþingishúsið

12/6/2012 : Þingsályktun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra lagði fram á þinginu í janúar síðastliðnum.

Lesa meira
Alþingishúsið

12/6/2012 : Lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda

Alþingi hefur samþykkt frumvarp velferðarráðherra til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda. Lögin kveða einkum á um úrbætur sem snúa að stjórnsýslu og málsmeðferð, tilhögun kynleiðréttinga og nafnabreytingar í þjóðskrá.

Lesa meira
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir

11/6/2012 : Haraldi Briem veitt Norrænu lýðheilsuverðlaunin

Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis.Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi.

Lesa meira
Fánar Norðurlandaþjóðanna. Ljósmynd: norden.org

11/6/2012 : Norrænir ráðherrar funda um heilbrigðismál og félagslega velferð

Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála á Norðurlöndunum sitja nú árlegan fund sinn í Bergen í Noregi þar sem rætt er um velferðarmál í víðu samhengi. Í viðræðum ráðherranna í dag lagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra áherslu á að jöfnuður og félagslegt réttlæti væru grundvallarforsendur hvers samfélags sem vill tryggja almenna velferð.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

9/6/2012 : Ávarp velferðarráðherra á 36. þingi Sjálfsbjargar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi um aðgengismál fatlaðs fólks, framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra sem er til umfjöllunar á Alþingi og fullgildingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í ávarpi sem hann flutti á 36. þingi Sjálfsbjargar sem var sett í gær í Reykjavík.

Lesa meira
Vinnuhópur um gerð húsnæðisáætlunar ásamt velferðarráðherra

7/6/2012 : Opinber húsnæðisáætlun á fjögurra ára fresti

Vinnuhópur um gerð húsnæðisáætlunar hefur skilað velferðarráðherra skýrslu með tillögum sínum. Störf hópsins eru liður í stærra verkefni sem miðar að því að móta heildstæða húsnæðisstefnu á Íslandi í samræmi við tillögur samráðshóps um húsnæðisstefnu sem kynntar voru í apríl 2011. 

Lesa meira

7/6/2012 : Húsnæðisstefna rædd á aðalfundi Búmanna

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi stefnumótun á sviði húsnæðismála á aðalfundi Búmanna sem haldinn var í gær. Hann sagði meginmarkmið stefnumótunar sem nú er unnið að ver að tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum með áherslu að efla leigu- og búseturéttarkosti og stuðla að jöfnuði milli búsetuforma.

Lesa meira
Vinnumálastofnun

5/6/2012 : Efla þarf eftirlit með bótasvikum og svartri atvinnustarfsemi

Um 1.500 störf hafa orðið til með átaksverkefninu Vinnandi vegur sem stjórnvöld og atvinnurekendur standa að og um 1.000 langtímaatvinnulausir hafa þegar fengið starf í tengslum við átakið. Stjórn Vinnumálastofnunar bendir á þetta í ályktun en segir jafnframt vísbendingar um að efla þurfi eftirlit með bótasvikum og svartri atvinnustarfsemi og endurskoða löggjöf sem þessu tengist.

Lesa meira
Þjónusta við aldraða

1/6/2012 : Ný reglugerð um færni- og heilsumat

Reglugerð velferðarráðherra sem kveður á um störf færni- og heilsumatsnefnda og breytt fyrirkomulag við mat á þörf fólks fyrir búsetu í dvalar- og hjúkrunarrými eða tímabundna hvíldarinnlögn tók gildi í dag. Ákvarðanir um dvöl í hjúkrunar- eða dvalarrými og um hvíldarinnlagnir sem teknar hafa verið fyrir 1. júní halda gildi sínu.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

1/6/2012 : Nýtt skipurit velferðarráðuneytisins

Skrifstofum velferðarráðuneytisins fækkar út átta í sex samkvæmt nýju skipuriti sem tók gildi í dag. Endurskoðun á innra skipulagi ráðuneytisins hefur staðið yfir síðustu mánuði með áherslu á að styrkja skrifstofur, skýra verkaskiptingu og auka skilvirkni.

Lesa meira
Hlutfall 15-16 ára unglinga sem reykja

31/5/2012 : Reykja minnst evrópskra ungmenna

Verulega hefur dregið úr reykingum meðal íslenskra ungmenna síðastliðin 16 ár, mun meira en meðal ungmenna í öðrum Evrópulöndum. Hlutfall ungmenna á aldrinum 15–16 ára sem reykja er hvergi lægra í Evrópu en hér á landi. Þetta sýna niðurstöður nýrrar evrópskrar könnunar.

Lesa meira
Velferðarráðherra og leikskólabörn að störfum á Ísafirði

30/5/2012 : Skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Ísafirði

Fyrsta skóflustunga að nýja hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði var tekin í blíðskaparveðri í dag. Skóflustunguna tók Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og naut aðstoðar nærri fjörutíu leikskólabarna.

Lesa meira
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar

29/5/2012 : Samstarf milli Íslendinga og Kínverja á sviði jafnréttismála

Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu og Zhen Yan varaforseti samtakanna All-China Women´s Federation undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að auknu jafnrétti kynja.

Lesa meira

25/5/2012 : Samstarfshópur um velferðarmál á Suðurnesjum

Stýrihópur velferðarvaktarinnar hélt í vikunni stöðufund með Suðurnesjavaktinni; samstarfshópi um velferðarmál á Suðurnesjum.

Lesa meira
Fyllt inn í umsókn

25/5/2012 : Breytt fyrirkomulag við mat á þörf fólks fyrir dvalar- eða hjúkrunarrými

Þann 1. júní næstkomandi tekur gildi breytt fyrirkomulag við mat á þörf fólks fyrir dvalar- eða hjúkrunarrými. Vistunarmatsnefndir dvalar- og hjúkrunarrýma verða sameinaðar og í þeirra stað verður ein nefnd í hverju heilbrigðisumdæmi; færni- og heilsumatsnefnd, sem metur þörf fólks fyrir þessi úrræði.

Lesa meira
Anna Lilja Gunnarsdóttir

24/5/2012 : Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri

Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu, sótti ársfund Sjúkrahússins á Akureyri í gær fyrir hönd velferðarráðherra. Í ávarpi gerði hún að meðal annars að umtalsefni viðamikla stefnumótunarvinnu sjúkrahússins og verkefni sem unnið er að í velferðarráðuneytinu og snúast um ýmsar skipulagsbreytingar og úrbætur í heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira
Vor-2012-Horsens-DK

24/5/2012 : Rætt um aðild Íslands að danska lyfjamarkaðnum

Möguleikar þess að Ísland fái aðild að danska lyfjamarkaðnum eru til skoðunar í framhaldi af viðræðum velferðarráðherra og danska heilbrigðisráðherrans fyrir skömmu þar sem þessar hugmyndir voru reifaðar. Lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins fundaði í síðustu viku með dönskum embættismönnum þar sem mögulegt samstarf á sviði lyfjamála var rætt.

Lesa meira
Bókin Krabbamein á Íslandi

23/5/2012 : Bók um Krabbamein á Íslandi komin út í þriðja sinn

Krabbameinsfélag Ísland færði Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra að gjöf í dag bókina Krabbamein á Íslandi sem félagið gefur nú út í þriðja sinn. Bókin er jafnt ætluð leikum og lærðum en í henni er birt viðamikil tölfræði um krabbamein á Íslandi á aðgengilegan hátt, auk áhugaverða greina um sjúkdóminn.

Lesa meira
Sigurður Magnússon

22/5/2012 : Íslenskur fulltrúi í stjórn Alþjóðageislavarnasamtakanna

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, var kjörinn í stjórn Alþjóðageislavarnasamtakanna á 13. alþjóðlegu ráðstefnu samtakanna var haldin í Glasgow í liðinni viku. Samtökin starfa í yfir 80 löndum með það að markmiði að vera sameiginleg rödd þeirra sem starfa á þessu sviði og stuðla að sem bestum geislavörnum um allan heim.

Lesa meira

21/5/2012 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur Lyfjastofnunar

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu þar sem fjallað er um hvernig fylgt hefur verið eftir ábendingum hennar um rekstur Lyfjastofnunar frá árinu 2009. Fram kemur að brugðist hefur verið við flestum þeirra en tvær nýjar ábendingar koma fram sem lúta að rekstrarvanda Lyfjastofnunar og kostnaði hennar vegna stjórnsýsluverkefna. Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Lúðvík Geirsson formaður vinnuhópsins

21/5/2012 : Eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla, óháð búsetuformi

Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra leggur til að tekið verði upp nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi sem tryggir öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi. Kerfið myndi koma í stað vaxtabóta og húsaleigubóta. Lúðvík Geirsson, formaður vinnuhópsins kynnti tillögur um nýtt kerfi, útfærslur og innleiðingu þess á fréttamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá hægri: Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Anna Stefánsdóttir, RKÍ, Magnús Matthíasson frá Vinafélagi Vinjar, Ellý A Þorsteinsdóttir Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Jón Gnarr borgarstjóri.

18/5/2012 : Rekstur Vinjar, athvarfs fyrir geðsjúka, tryggður

Áframhaldandi rekstur Vinjar, athvarfs fyrir geðsjúka, hefur verið tryggður með samningi milli Rauða krossins, velferðarráðuneytisins, Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Vinafélags velunnara Vinjar, sem undirritaður var í dag. Velferðarráðuneytið leggur samtals tæplega 21 milljón króna til rekstursins til ársloka 2014.

Lesa meira
Á sjúkrahúsi

15/5/2012 : Heilbrigðisþjónusta á Íslandi þriðja best í Evrópu

Íslenskir sjúklingar hafa mikil réttindi, eru vel upplýstir, biðtími eftir þjónustu er stuttur í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir og árangur meðferðar er með því besta sem gerist í Evrópu. Þetta er meðal þess sem fram kom þegar niðurstöður Euro Health Consumer Index árið 2012 voru kynntar á Evrópuþinginu í Brussel í dag. Ísland er í þriðja efsta sæti þeirra 34 landa sem úttektin náði til.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson ráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar

15/5/2012 : Atvinnuþátttaka hvergi meiri en á Íslandi

Skráð atvinnuleysi í apríl var 6,5% á móti 8,1% atvinnuleysi á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem spáir því að í maí lækki það niður fyrir 6%. Velferðarráðherra segir að mun minna atvinnuleysi hér á landi og meiri atvinnuþátttaka en gerist hjá öðrum Evrópuþjóðum skapi Íslendingum mikilvægt forskot á leið út úr kreppunni.

Lesa meira
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins

14/5/2012 : Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin var í 27. sinn dagana 11.-12. maí 2012.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

10/5/2012 : Aðalfundur Hollvinasamtaka Grensáss

Guðbjartur Hannesson ávarpaði aðalfund Hollvinasamtaka Grensáss sem haldinn var í gær, 9. maí 2011. Ráðherra þakkaði samtökunum öflugan stuðning við endurhæfingarstarfið á Grensásdeildinni sem fælist jafnt í fjáröflunarstarfi og því að vekja athygli á mikilvægi starfseminnar á opinberum vettvangi.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður

8/5/2012 : Frumvarp um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs

Eftirlit með starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aukið, skýrari skilyrði sett við lánveitingum til uppbyggingar leiguhúsnæðis og heimildir sjóðsins til lánveitinga vegna kaupa á dýru íbúðarhúsnæði þrengdar samkvæmt frumvarpi sem velferðarráðherra mælti fyrir á Alþingi í liðinni viku. Með áformuðum breytingum er brugðist við athugasemdum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við starfsemi Íbúðalánasjóðs.

Lesa meira

8/5/2012 : Nýtt hjúkrunarheimili rís á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum fyrir 40 heimilismenn. Húsnæðið verður tekið í notkun um mitt ár 2014.

Lesa meira

8/5/2012 : Mælt fyrir frumvarpi um starfsendurhæfingu

Velferðarráðherra hefur mælt fyrir á Alþingi frumvarpi til laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að almennt eigi allir einstaklingar rétt til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar, hvort sem þeir eru á vinnumarkaði eða standa utan hans, að því gefnu að þeir uppfylli skilyrði frumvarpsins að öðru leyti.

Lesa meira
Alþingishúsið

8/5/2012 : Almennt bann við nauðung í þjónustu við fatlað fólk

Velferðarráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Með frumvarpinu eru lögð til skýr lagaákvæði um að óheimilt sé að beita fatlað fólk nauðung nema að undanþága hafi verið veitt eða um sé að ræða neyðartilvik. Bannið nær einnig til fjarvöktunar á heimilum fatlaðs fólks.

Lesa meira
Lyfjastofnun

8/5/2012 : Lyfjastofnun heimilað að beita dagsektum

Velferðarráðherra hefur sett reglugerð um heimild Lyfjastofnunar til að leggja dagssektir á eftirlitsskylda aðila brjóti þeir gegn ákvæðum lyfjalaga eða gegn ákvörðunum sem Lyfjastofnun hefur tekið á grundvelli laganna.

Lesa meira

7/5/2012 : Er íslenska forsenda þátttöku í samfélaginu?

Teymi um málefni innflytjenda efnir til morgunverðarfundar á Grand Hótel 9. maí næstkomandi þar sem fjallað verður um þá spurningu hvort íslenska sé forsenda fyrir þátttöku í samfélaginu og leitast við bregða faglegu og persónulegu ljósi á þetta umfjöllunarefni.

Lesa meira

7/5/2012 : Byrðum kreppunnar dreift á réttlátari hátt en víðast annars staðar

„Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum“ skrifar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í blaðagrein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina.

Lesa meira

7/5/2012 : Nýr formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs

Velferðarráðherra hefur skipað Jóhann Ársælsson formann stjórnar Íbúðalánasjóðs í stað Katrínar Ólafsdóttur sem óskað hefur lausnar vegna annarra starfa.

Lesa meira
Afganskir flóttamenn í Yazd í Íran

4/5/2012 : Móttaka flóttafólks árið 2012

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að átta afgönskum flóttamönnum sem búsettir eru í Íran. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu velferðarráðherra og utanríkisráðherra þessa efnis á fundi sínum í dag en tillagan er gerð í samráði við flóttamannanefnd. Stefnt er að því að flóttamennirnir komi hingað til lands í sumar.

Lesa meira
Landspítali - Háskólasjúkrahús í Fossvogi

3/5/2012 : Heildarlöggjöf um allar heilbrigðisstéttir

Frumvarp velferðarráðherra til laga um heilbrigðisstarfsmenn var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin fjalla um réttindi og skyldur þeirra 33. löggiltu heilbrigðisstétta sem starfa í landinu og leysa af hólmi fimmtán lög sem nú gilda um störf þeirra. Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn taka gildi 1. janúar 2013.

Lesa meira
Stefán Ólafsson prófessor kynnir efni skýrslunnar á fréttamannafundi í velferðarráðuneytinu

30/4/2012 : Kjararýrnun í kreppunni langminnst hjá lágtekjufólki

Aðgerðir stjórnvalda til að verja lágtekju- og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar hafa skilað tilætluðum árangri. Árin 2008-2010 rýrnuðu kjör lágtekjufólks um 9% á móti 38% rýrnun hjá hæsta tekjuhópnum. Botni kjaraskerðingar var náð árið 2010, nú eykst hagvöxtur og kaupmáttur fólks og einkaneysla sömuleiðis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðamikilli greiningu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið.

Lesa meira

29/4/2012 : Hugmyndafræði klúbbhúsa mikilvæg í þjónustu við geðsjúka

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir hugmyndafræðina að baki klúbbhúsa í anda Fountain House hafa borið ferskan andblæ inn í umræðu á Íslandi um geðheilbrigðismál þegar klúbburinn Geysir var stofnaður á Íslandi árið 1999. Ráðherra ávarpaði í dag 12. Evrópuráðstefnu klúbbhúsa sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Lesa meira

27/4/2012 : 900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýsa 500 sumarstörf fyrir námsmenn laus til umsóknar í átaksverkefni ráðuneyta og stofnana þeirra. Sveitarfélög bjóða einnig sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur á grundvelli verkefnisins og eru störf á þeirra vegum um 400.

Lesa meira
Börn frá Ægisborg sungu í tilefni undirritunarinnar í Þjóðmenningarhúsinu

27/4/2012 : Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra undirrituðu í dag samning til þriggja ára um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Á þessu ári verður 25 milljónum króna varið til verkefnisins.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

27/4/2012 : 150 milljónum króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2012 í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Úthlutað var fé til framkvæmda á níu dvalar- og hjúkrunarheimilum sem stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra, samtals um 150 milljónum króna.

Lesa meira
Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri og Börn Zoëga forstjóri Landspítala

24/4/2012 : Ekki verður deilt um þörf fyrir nýjan Landspítala

Í samhengi við árlegan rekstrarkostnað sjúkrahússins og miðað við ávinninginn, hvort sem litið er til hagræðis í rekstri, öryggis sjúklinga, gæða þjónustunnar, starfsumhverfisins og þar með fýsileika þess að starfa á sjúkrahúsinu er kostnaður við byggingu nýs spítala ekki mikill, sagði Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í ávarpi á ársfundi Landspítala í dag sem hún flutti fyrir hönd velferðarráðherra.

Lesa meira

17/4/2012 : Breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í geðrofslyfjum

Velferðarráðherra hefur undirritað reglugerð um 6. breytingu á reglugerð nr. 403/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum, sem tekur gildi þann 1. júní næstkomandi. Reglugerðin felur í sér breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í geðrofslyfjum þannig að um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga verður aðeins að ræða þegar verð á skilgreindum dagskammti er 600 krónur eða lægra.

Lesa meira

13/4/2012 : Beinum sjónum að styrkleikum fólks og byggjum á því

Velferðarráðherra ávarpaði ársfund VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs og ræddi þar meðal annars um frumvarp til laga um starfsendurhæfingu sem nú liggur fyrir Alþingi. Ráðherra sagði til mikils að vinna að forða sem flestum frá örorku og stuðla að virkni fólks eins og kostur er á öllum æviskeiðum.

Lesa meira

3/4/2012 : Úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna árið 2012

Síðan 1991 hefur velferðarráðuneytið árlega úthlutað styrkjum til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir. Styrkir sem þessir skipta miklu máli fyrir frumkvöðlakonur, og eru hvatning til áframhaldandi góðra verka. Enn virðist það vera svo að konur fá lægri styrki en karlar og eru styrkveitingar sem þessar til þess fallnar að rétta hlut kvenna.

Lesa meira

3/4/2012 : Það er ekki brostinn á landflótti

Skýrsla um fólksflutninga til og frá Íslandi 1961-2011 með áherslu á flutninga á samdráttarskeiðum hefur verið unnin fyrir velferðarráðuneytið.

Lesa meira

30/3/2012 : Aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í dag að gera aðgerðaráætlun í málefnum ungs fólks að tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Markmiðið er að setja fram skýra framtíðarsýn um tækifæri fyrir ungt fólk í samfélaginu þar sem byggt er á jafnrétti og jöfnun tækifærum.

Lesa meira
Sjónarhóll

29/3/2012 : Málþing um börn og ungmenni með hegðunar- eða geðraskanir

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flutti ávarp á málþingi Sjónarhóls um börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir sem Sjónarhóll efndi til í dag.

Lesa meira
Vestnorrænu ráðherrarnir

29/3/2012 : Samráðsfundur vestnorrænna heilbrigðisráðherra á Grænlandi

Agathe Fontain, heilbrigðisráðherra Grænlendinga, bauð kollegum sínum frá Íslandi og Færeyjum til fyrsta samráðsfundar vestnorrænna ráðherra á þessu sviði sem haldinn var í Nuuk dagana 24. til 25. mars síðastliðinn. Rætt var um aukið samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

28/3/2012 : Greiðslur fyrir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum

Vegna umræðu um greiðslur fólks fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum og innheimtu dvalarkostnaðar birtir velferðarráðuneytið samantekt um gildandi fyrirkomulag þessara mála.

Lesa meira
Börn

28/3/2012 : Ávarp velferðarráðherra á málþingi Barnaheilla: Heilbrigðar tennur - mannréttindi eða forréttindi?

Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu flutti ávarp fyrir hönd velferðarráðherra á málþingi Barnaheilla um tannheilbrigði barna 28. mars 2012.

Lesa meira
Á réttargeðdeildinni á Kleppi

26/3/2012 : Fundur um mannréttindi geðsjúkra 29. mars

Fjallað verður um mannréttindi geðsjúkra og sérstaklega rætt um nauðungarvistanir á grundvelli lögræðislaga á fundi um mannréttindamál sem innanríkisráðuneytið stendur fyrir 29. mars í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindamálum.

Lesa meira

26/3/2012 : Um 1.000 störf fyrir atvinnuleitendur byggð á átakinu Vinnandi vegur

Þegar hafa orðið til um 1.000 starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli átaksverkefnisins Vinnandi vegur. Með samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins er stefnt að því að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Þetta kemur fram í grein velferðarráðherra um vinnumarkaðsúrræði sem birtist í Fréttablaðinu um helgina.

Lesa meira

23/3/2012 : Hátt í 900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til átaks af þessu tagi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

22/3/2012 : Úthlutun styrkja sem fjárlaganefnd Alþingis veitti áður

Velferðarráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til rekstrar og verkefna á vegum félagasamtaka sem starfa á verkefnasviði ráðuneytisins og njóta ekki framlaga á fjárlögum. Til ráðstöfunar voru 378 milljónir króna og voru styrkir veittir til fjölbreyttra verkefna á hendi 74 félagasamtaka.

Lesa meira

22/3/2012 : Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu

Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um frumvarp til breytinga á lögum sem fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum samkvæmt ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira
Alþingishúsið

21/3/2012 : Vistunarmatsnefndir sameinaðar

Ein nefnd í hverju heilbrigðisumdæmi mun leggja mat á þörf fólks fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými í stað tveggja. Frumvarp velferðarráðherra þessa efnis varð að lögum frá Alþingi í gær. Markmiðið er að auðvelda fólki að sækja um dvöl á stofnun og einfalda stjórnsýsluna. Lög um þessar breytingar taka gildi 1. júní næstkomandi.

Lesa meira
BaettGedheilsa21032012

21/3/2012 : Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu

Árið 2009 samþykkti Norræna ráðherranefndin tillögu Íslands um að beina sjónum að geðheilbrigðismálum. Ráðist var í rannsóknarverkefni með áherslu á að skoða óhefðbundnar aðferðir í meðferð og stuðningi við fólk með geðraskanir og langvinna geðsjúkdóma. Skýrsla um verkefnið er komin út.

Lesa meira

20/3/2012 : Upplýsingavefur um yfirfærslu málefna aldraðra til sveitarfélag

Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið opnað vefsvæði með upplýsingum um störf nefndar sem vinnur að undirbúningi að yfirfærslu málefna aldraðra til sveitarfélaganna.

Lesa meira
Tom Shakespeare og Rannveig Traustadottir

19/3/2012 : Fjölmenni á ráðstefnu um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi

Samþætta þarf alla almenna stefnumótun, skipulag, stofnanir og þjónustu og efla skilning almennings á fötlun til að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem kom fram í ávarpi dr. Toms Shakespeare sem kynnti nýja alþjóðlega skýrslu um aðstæður fatlaðs fólks á málþingi 15. mars síðastliðinn.

Lesa meira

16/3/2012 : Bjarni Jónasson settur forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett Bjarna Jónasson forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til 1. febrúar 2013 en þá lýkur námsleyfi Halldórs Jónssonar forstjóra.

Lesa meira
Gestir á ráðstefnu Evrópuársins

16/3/2012 : Á fjórða hundrað sóttu ráðstefnu Evrópuárs um virkni aldraðra og samstöðu kynslóða

„Mér finnst það nú ekki alveg passa að eldra fólk sé ekki tæknivætt þar sem langafi minn til dæmis, sem er orðinn 88 ára, á gsm síma, tölvu og var að kaupa sér iPad spjaldtölvu fyrir ekki svo löngu“ sagði fulltrúi ungu kynslóðarinnar sem tók til máls á ráðstefnunni.

Lesa meira

16/3/2012 : Nýjar upplýsingar um PIP brjóstafyllingar

Samkvæmt nýjum upplýsingum sem frönsk yfirvöld hafa gefið út er ekki unnt að útiloka að PIP brjóstafyllingar sem framleiddar voru fyrir árið 2001 séu gallaðar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa því ákveðið að fyrra boð stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu við konur með PIP brjóstafyllingar taki til allra kvenna sem fengið hafa slíkar fyllingar frá því að byrjað var að framleiða þær árið 1992.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

14/3/2012 : Áformað að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum

Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, samþykki Alþingi frumvarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra þess efnis sem hann kynnti á fundi ríkisstjórnar fyrir helgi.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

14/3/2012 : Þegar allir leggjast á eitt er árangur vís

Atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði reynast stórum hópi fólks greið leið inn á vinnumarkaðinn. Á ársgrundvelli eru um 63% atvinnuleitenda sem taka þátt í slíkum úrræðum farin af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein velferðarráðherra um vinnumarkaðsúrræði í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira
Lyfjastofnun

13/3/2012 : Drög að reglugerð um dagsektir við brotum á lyfjalögum til umsagnar

Velferðarráðherra áformar að setja reglugerð sem kveður á um heimildir Lyfjastofnunar til að leggja dagssektir á eftirlitsskylda aðila brjóti þeir gegn ákvæðum lyfjalaga eða gegn ákvörðunum sem Lyfjastofnun hefur tekið á grundvelli laganna. Reglugerðardrögin fylgja hér með til umsagnar.

Lesa meira

9/3/2012 : Á þriðja hundrað manns fundaði um heilbrigðisstefnu

Velferðarráðuneytið stóð í dag fyrir fjölmennum vinnufundi þar sem rætt var um mótun nýrrar stefnu og aðgerðaáætlunar í heilbrigðismálum. Fundurinn var með þjóðfundasniði þar sem saman kom breiður hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn til að fá fram sem víðasta sýn á viðfangsefnið.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið í janúar 2012

9/3/2012 : Tillögur nefndar um réttarstöðu transfólks

Nefnd sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði í mars 2011 og fól að gera tillögur að úrbótum á réttarstöðu transfólks hefur lokið störfum og skilað ráðherra tillögu að frumvarpi til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda.

Lesa meira
Lyfjamál

9/3/2012 : Algeng blóðþrýstingslyf fá aftur greiðsluþátttöku almannatrygginga

Velferðarráðherra hefur ákveðið breytingu á reglugerð nr. 403/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. Með þessu er tekið á vanda sem kom upp um síðustu mánaðamót þegar veruleg verðlækkun á einu blóðþrýstingslyfi  í flokki ACE-hemla leiddi til þess að nokkur blóðþrýstingslyf féllu úr greiðsluþátttöku.

Lesa meira
Evrópuár aldraðra og samstöðu kynslóða 2012

9/3/2012 : Ráðstefna um virkni á efri árum 14. mars

Velferðarráðuneytið, Landssamband eldri borgara og Öldrunarráð Íslands standa fyrir ráðstefnu um virkni á efri árum - samband og samstöðu kynslóða þann 14. mars næstkomandi. Ráðstefnan er liður í þátttöku Íslands í verkefnum og viðburðum sem tengjast Evrópuárinu 2012 sem helgað er þessu málefni.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

8/3/2012 : Velferðarráðherra skrifar í tilefni baráttudags kvenna

Guðbjartur Hanesson segir enn mikið verk að vinna í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag sem hann skrifar í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar fjallar hann meðal annars um lífeyrismál, baráttu fyrir launajafnrétti kynja, kynjahalla í stjórnum fyrirtækja, staðalímyndir um starfsval kynja og aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira
TomShakespeare

6/3/2012 : Málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi á málþingi 15. mars

Fyrsta alþjóðaskýrslan sem gerð hefur verið um fötlun og aðstæður fatlaðs fólks verður kynnt á málþingi sem velferðarráðuneytið í samstarfi við fleiri aðila efnir til 15. mars næstkomandi. Aðalfyrirlesari er Dr. Tom Shakespeare, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og einn af höfundum skýrslunnar.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Geir Gunnlaugsson landlæknir

2/3/2012 : Uppbygging og eftirlit með sjúkraskrá á ábyrgð Embættis landlæknis

Velferðarráðherra ræddi um eftirlitshlutverk Embættis landlæknis og hugmyndir um enn frekari verkefni á því sviði á opnun degi hjá embættinu í dag. Embættið hefur nú fengið ábyrgð á nýju verkefni sem felur í sér yfirumsjón með öllum þáttum sem varða sjúkraskrá á landsvísu og framkvæmd rafrænnar skráningar heilbrigðisupplýsinga.

Lesa meira

1/3/2012 : Velferðarráðherra setti árvekniátakið Mottumars

„Ávinningur átaksins snýst auðvitað ekki um fjölda karla með skegg, heldur um hugarfarið að baki skeggi hvers og eins og umræðurnar sem það vekur “ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra við setningu Mottumars, árvekni og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands sem hófst með æsilegri keppni slökkviliðsmanna og lögreglumanna í Ásvallalaug í dag.

Lesa meira

1/3/2012 : Atvinnutorg opnað í Kópavogi

Samstarfssamningur um atvinnutorg fyrir ungt fólk í Kópavogi var undirritaður í dag en markmið atvinnutorga er að auka virkni ungs fólks á aldrinum 16 – 25 ára sem hvorki er í vinnu né skóla. Þetta er fjórða atvinnutorgið sem sett er á fót í þessu skyni. Hin eru í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði.

Lesa meira

1/3/2012 : Spurningar og svör tengdar PIP brjóstapúðum

Velferðarráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda vegna PIP brjóstapúða, boð til kvenna með slíka púða um ómskoðun til að kanna ástand þeirra og boð um aðgerð til að nema þá brott kjósi konur það. Upplýsingarnar eru settar fram á aðgengilegan hátt sem spurningar og svör við þeim. Hér eru einnig birtar á einum stað þær tilkynningar sem heilbrigðisyfirvöld hafa sent frá sér vegna málsins.

Lesa meira
Frá opnun réttargeðdeildar Landspítala á Kleppi - 1

29/2/2012 : Réttargeðdeild Landspítala opnuð á Kleppi

Nýtt húsnæði réttargeðdeildar Landspítala á Kleppi var formlega tekið í notkun í dag. Íbúar Sogns í Ölfusi þar sem réttargeðdeildin hefur starfað frá árinu 1992 flytjast allir í nýja húsnæðið á Kleppi fyrir lok þessarar viku. „Með þessu hefst nýr kafli í réttargeðlækningum á Íslandi“ sagði velferðarráðherra við opnun deildarinnar.

Lesa meira
Lyfjamál

29/2/2012 : Verðlækkun nokkurra lyfja sem hefur áhrif á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

Vegna mikillar verðlækkunar á blóðþrýstingslyfinu Enalpril frá Lyfis 1. mars munu nokkur algeng blóðþrýstingslyf sem nú eru með almennri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga falla út fyrir þann ramma sem greiðsluþátttakan miðast við. Sama máli gegnir um tiltekin magasárslyf (prótónpumpuhemla). Til að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þurfa læknar að sækja um lyfjaskírteini fyrir sjúklinga sem þurfa á umræddum lyfjum að halda.

Lesa meira
Á heimili fyrir aldraða

28/2/2012 : Ríkisendurskoðun: Óskert þjónusta á hjúkrunarheimilum þrátt fyrir minni fjárveitingar

Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu um úttekt á rekstri hjúkrunarheimila á árunum 2008-2010 að þrátt fyrir lækkun fjárveitinga til þeirra verði hvorki séð að álag á starfsfólk hafi aukist á tímabilinu né að dregið hafi verið úr þjónustu við íbúa. Skýrslan var unnin að beiðni forsætisnefndar Alþingis.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

27/2/2012 : Fyrsta ráðstefna Special Olympics á Íslandi

Guðbjartur Hannesson flutti ávarp við opnun fyrstu ráðstefnu Special Olympics á Íslandi sem fram fór laugardaginn 25. febrúar. Ráðherra ræddi meðal annars um íþróttir fyrir alla og mikilvægi skipulegs íþróttastarfs fyrir fatlað fólk.

Lesa meira
Frá undirritun samnings um atvinnutorg í Hafnarfirði

23/2/2012 : Atvinnutorg fyrir ungt fólk opnað í Hafnarfirði

Ungu fólki sem hvorki er í námi né vinnu gefst kostur á einstaklingsmiðaðri atvinnutengdri ráðgjöf og stuðningi til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði hjá nýju atvinnutorgi í Hafnarfirði. Samstarfssamningur um verkefnið var undirritaður í dag.

Lesa meira
Borgarar

23/2/2012 : Frumvarp til laga um innflytjendur

Velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um innflytjendur. Samkvæmt frumvarpinu verður hlutverk og starfsemi Fjölmenningarseturs, innflytjendaráðs og þróunarsjóðs innflytjenda bundið í lög.

Lesa meira
Vinnumál

23/2/2012 : Vinnandi vegur - átak gegn langtímaatvinnuleysi

Stefnt er að því að ráða til starfa allt að 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í tengslum við sameiginlegt átak atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins gegn langtímaatvinnuleysi. Vinnumálastofnun stýrir átakinu sem beinist einkum að fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur.

Lesa meira
Fólksfjöldi

20/2/2012 : Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi – mikilvægt stjórntæki

Velferðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í liðinni viku nýja skýrslu um félagsvísa sem stefnt er að því að safna og birta reglulega. Félagsvísarnir eiga að auðvelda aðgengi stjórnvalda og hagsmunaaðila að skilgreindum upplýsingum sem varpa ljósi á þjóðfélagsástandið og styðja við stefnumótun stjórnvalda.

Lesa meira
Frá undirritun verkefnis um atvinnutorg í Reykjavík

17/2/2012 : Atvinnutorg – nýtt úrræði fyrir unga atvinnuleitendur

Atvinnutorg fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16-25 ára voru opnuð í Reykjavík og Reykjanesbæ í dag. Verkefnið markar tímamót þar sem boðin verða úrræði fyrir ungt fólk án tillits til réttinda þess innan atvinnuleysistryggingakerfisins.

Lesa meira
Frá afhendingu skýrslu vinnuhóps um húsnæðisupplýsingar

16/2/2012 : Tillögur um bætta öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál

Vinnuhópur sem fjallað hefur um leiðir til að efla og samræma öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál skilaði velferðarráðherra tillögum sínum í dag. Tillögur hópsins eru liður í stærra verkefni sem miðar að því að móta heildstæða húsnæðisstefnu á Íslandi í samræmi við tillögur samráðshóps um húsnæðisstefnu sem kynntar voru í apríl 2011.

Lesa meira

14/2/2012 : Tilkynnt um háa lekatíðni falsaðra PIP brjóstafyllinga

Lyfjastofnun hefur sent Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upplýsingar um háa lekatíðni falsaðra PIP brjóstafyllinga hér á landi. Lesa meira
Tilraunaverkefni um vinnumiðlun

10/2/2012 : Tilraunaverkefni um vinnumiðlun til þriggja ára

Ráðist verður í tilraunaverkefni um vinnumiðlun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar vegna kjarasamninga síðastliðið vor. Verkefnið er skipulagt í samráði velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Samkomulag um verkefnið var undirritað í dag.

Lesa meira

10/2/2012 : Ávarp velferðarráðherra á ráðstefnu um NPA

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi um aðdraganda verkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), mikilvægar lagabreytingar, setningu laga um réttindagæslu fatlaðs fólks og ýmsa fleiri áfanga sem tengjast málinu þegar hann ávarpaði ráðstefnu sem verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð hélt í dag.

Lesa meira
UMS opnar útibú á Akureyri

8/2/2012 : Útibú umboðsmanns skuldara opnað á Akureyri

Opnað hefur verið útibú á vegum embættis umboðsmanns skuldara á Akureyri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra var viðstaddur opnunina síðastliðinn föstudag.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

7/2/2012 : Ákvörðun um brottnám allra PIP brjóstafyllinga

Tillaga velferðarráðherra um að bjóða öllum konum sem fengið hafa ígræddar PIP brjóstafyllingar hér á landi að þær verði numdar brott með aðgerð á vegum Landspítala var samþykkt á fundi ríkisstjórnar í dag. Ákvörðunin er tekin í samræmi við faglegt mat embættis landlæknis.

Lesa meira

6/2/2012 : Tilkynning til kvenna vegna PIP brjóstafyllinga

Ráðuneytið og embætti landlæknis beina því til kvenna sem fengið hafa tilkynningu frá lýtalækni um að þær séu með PIP brjóstapúða en ekki borist boð um ómskoðun frá velferðarráðuneytinu að hafa samband við embætti landlæknis. Sama máli gegnir um konur sem telja að þær séu með PIP púða en ekki fengið bréf þess efnis.

Lesa meira

4/2/2012 : Alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifar um baráttu gegn krabbameinum í blaðagrein í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags. Yfir 100 þjóðir taka þátt til að þrýsta á um að barátta gegn krabbameinum verði pólitískt viðfangsefni um allan heim.

Lesa meira
Fjölbýli

4/2/2012 : Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Í samstarfi Endurmenntunar Háskóla Íslands og velferðarráðuneytisins verður haldið námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar nú í febrúar og mars.

Lesa meira
Embætti landlæknis

3/2/2012 : Embætti landlæknis ráðleggur brottnám allra PIP brjóstafyllinga

Í ljósi nýrrar skýrslur sérfræðingahópsins SCENIHR um PIP brjóstafyllingar telur landlæknir ráðlegt að PIP brjóstafyllingar verði fjarlægðar úr öllum konum sem þær bera.

Lesa meira

3/2/2012 : Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í velferðarþjónustu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ákveðið að veita gæðastyrki til átta verkefna í velferðarþjónustu sem tengjast samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og stuðla að umbótastarfi, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Styrkirnir nema samtals 2,4 milljónum króna.

Lesa meira

3/2/2012 : Mat á niðurstöðum sérfræðinganefndar um PIP brjóstafyllingar

Íslensk heilbrigðisyfirvöld fjalla nú um niðurstöður sérfræðinganefndar um PIP brjóstafyllingar til að meta hvort þær gefi tilefni til endurskoðunar á aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru 10. janúar síðastliðinn. Einnig er horft til fyrstu niðurstaðna úr ómskoðunum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira
Lyfjamál

1/2/2012 : Rafræn lyfjaskírteini auka hagræði og öryggi sjúklinga

Öll apótek í landinu hafa nú verið tengd við réttindakerfi Sjúkratrygginga Íslands. Þar með hafa apótekin ávallt nýjustu upplýsingar um rétt fólks til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna lyfjakaupa og hvort viðkomandi njóti þeirra afsláttarkjara sem fylgja lyfjaskírteinum.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

31/1/2012 : Athugun á starfsemi einkarekinna læknastofa

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ákveðið að stofna ráðgjafahóp til að fara í saumana á faglegum þáttum í starfsemi einkarekinna læknastofa og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur. Ráðherra kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Gunnar Axel Axelsson

27/1/2012 : Nýr aðstoðarmaður velferðarráðherra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ráðið Gunnar Axel Axelsson í starf aðstoðarmanns, í samræmi við 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Gunnar Axel er viðskiptafræðingur að mennt og situr í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Lesa meira
Alþingishúsið

26/1/2012 : Frumvarp um sameiningu vistunarmatsnefnda

Nefndir sem annast mat á þörf fólks fyrir vistun í dvalarrými eða hjúkrunarrými verða sameinaðar, samþykki Alþingi frumvarp þess efnis sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Markmið breytinganna er að auðvelda fólki að sækja um stofnanavistun og einfalda stjórnsýsluna.

Lesa meira

26/1/2012 : Frestur til að sækja um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Frestur til að sækja um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2012 rennur út 1. febrúar næstkomandi. Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

26/1/2012 : Er barnalýðræði á Íslandi?

Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á málþingi Þroskaþjálfafélags Íslands um barnalýðræði á Íslandi.

Lesa meira

25/1/2012 : Ráðstefna 10. febrúar 2012: Notendastýrð persónuleg aðstoð

Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð heldur ráðstefnu 10. febrúar þar sem kynnt verður hugmyndafræði, framkvæmd og skipulag slíkrar þjónustu. Ráðstefnan verður einnig send út á Netinu.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið í janúar 2012

24/1/2012 : Leiðbeinandi reglur um ýmsa þjónustu við fatlað fólk

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar taka til þjónustu stuðningsfjölskyldna, ferðaþjónustu, styrkja til náms og til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

Lesa meira

23/1/2012 : Samningur um ómskoðun vegna PIP brjóstapúða

Velferðarráðuneytið og Krabbameinsfélag Íslands (KÍ) hafa undirritað samning um að Leitarstöð KÍ annist ómskoðanir kvenna sem fengið hafa ígrædda PIP brjóstapúða á árunum 2000-2010. Bréf velferðarráðuneytisins með boði til kvennanna um ómskoðun verða send út á morgun, 24. janúar.

Lesa meira
Besti ríkisvefurinn 2011

19/1/2012 : Tryggingastofnun ríkisins með besta opinbera vefinn

Vefur Tryggingastofnunar ríkisins tr.is var útnefndur besti ríkisvefurinn í úttekt þar sem lagt var mat á 267 opinbera vefi hjá ríki og sveitarfélögum. Í niðurstöðu dómnefndar segir að vefurinn geymi gríðarlegt magn upplýsinga sem eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt.

Lesa meira
Borgarar

18/1/2012 : Evrópsk könnun á viðhorfum sem varða málefni aldraðra

Íslendingar hafa jákvæðara viðhorf til aldraðra og minni áhyggjur af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar en almennt gerist hjá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar evrópskrar könnunar sem gerð var við upphaf Evrópuársins 2012.

Lesa meira

17/1/2012 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2011

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur samþykkt tillögur innflytjendaráðs um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2011. Alls bárust 49 umsóknir og voru 10 milljónir króna til úthlutunar. Veittir voru styrkir til ellefu verkefna.

Lesa meira

17/1/2012 : Upplýsingar til kvenna með P.I.P. brjóstafyllingar

Velferðarráðuneytið beinir eftirfarandi upplýsingum til kvenna með P.I.P. brjóstafyllingar í tengslum við ákvörðun stjórnvalda um að bjóða konunum ómskoðun til að kanna ástand púðanna og brottnám þeirra leiði skoðun í ljós að þeir leki.

Lesa meira

16/1/2012 : Yfirlýsing norrænna geislavarnastofnana um tölvusneiðmyndarannsóknir

Norrænar geislavarnastofnanir hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um tölvusneiðmyndarannsóknir þar sem áhersla er lögð á að ekki séu framkvæmdar aðrar rannsóknir en þær sem líklegar eru til að hafa jákvæð áhrif á heilsu sjúklinga. Fjöldi tölvusneiðmyndarannsókna hefur aukist verulega á Norðurlöndunum síðastliðin 20 ár.

Lesa meira

16/1/2012 : Velferðarráðherra heilsast vel eftir aðgerð

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fór í aðgerð vegna bráðrar botnlangabólgu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Aðgerðin tókst vel og lætur ráðherra vel af líðan sinni en þarf að halda kyrru fyrir í nokkra daga að læknisráði.

Lesa meira

13/1/2012 : Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012–2014 er nú aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins. Tillagan var unnin í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga um málefni fatlaðs fólks sem meðal annars kveður á um að sett skuli fram stefna í málefnum fatlaðs fólks, forgangsröðun verkefna, aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar.

Lesa meira

10/1/2012 : Viðbrögð stjórnvalda vegna PIP-brjóstafyllinga

Konur sem fengu ígrædda PIP-brjóstapúða á árunum 2000–2010 og eru sjúkratryggðar hér á landi munu fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun á brjóstum til að kanna ástand púðanna. Reynist púðar lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna aðgerða. Lesa meira
Umsókn

5/1/2012 : Umsóknir um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2012. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira

5/1/2012 : Umsækjendur um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri

Fjórir sóttu um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út 23. desember síðastliðinn. Forstjóri verður settur í eitt ár frá 1. febrúar 2012 meðan núverandi forstjóri, Halldór Jónsson er í leyfi.

Lesa meira