Fréttir

Bjarni Guðmundsson tekur við Kyndlinum úr hendi Eyglóar Harðardóttur

27/12/2013 : RÚV hlaut hvatningarverðlaunin Kyndilinn

Hvatningarverðlaunin Kyndillinn voru veitt á Vetrarhæfileikunum 2013 sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu í dag. Kyndillinn féll í skaut RÚV fyrir vandaða umfjöllun sjónvarpsins um málefni fatlaðs fólks og sýnileika fatlaðs fólks í dagskrárgerð.

Lesa meira
Dómnefnd Vetrarhæfileikanna að störfum

27/12/2013 : Ímyndarátak um styrkleika fatlaðs fólks

Vetrarhæfileikarnir 2013 fóru fram í Borgarleikhúsinu í dag með þátttöku hæfileikafólks úr röðum fatlaðs og ófatlaðs fólks. Hæfileikarnir marka upphaf ímyndarátaks á vegum Réttindavaktar velferðarráðuneytisins sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks.

Lesa meira

19/12/2013 : Ríkið yfirtekur rekstur Sunnuhlíðar – þjónusta við íbúa tryggð

Ríkið mun taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar eftir áramót en stefnir að því að finna nýjan rekstraraðila til lengri tíma litið. Öll áhersla verður lögð á að engin röskun verði á starfsemi hjúkrunarheimilisins og þjónustu við þá íbúa sem þar búa við aðilaskiptin. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu velferðarráðuneytisins og Sunnuhlíðarsamtakanna.

Lesa meira

19/12/2013 : Birtir til á Suðurnesjum

Fimm árum eftir efnahagshrun er farið að birta til á Suðurnesjum segir í nýrri skýrslu Suðurnesjavaktarinnar um aðstæður á svæðinu. Þar er meðal annars fjallað um atvinnuástand, húsnæðismál, fjárhagslega stöðu heimilanna, skólamál og fleira.

Lesa meira
Lagasafn

19/12/2013 : Lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu.

Lesa meira
Rannsókn á heilbrigðissviði

18/12/2013 : Sameiningu heilbrigðisstofnana frestað fram á haust

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta til hausts setningu reglugerðar sem taka átti gildi 1. janúar 2014 um sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Með því skapast aukið svigrúm til samráðs um markmið og stefnu sameiningar stofnana í hverju umdæmi.

Lesa meira

18/12/2013 : Desemberuppbót til atvinnuleitenda fyrir jól

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirritaði í dag reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert uppbót nemur 51.783 krónum.

Lesa meira
Við hjálpum

17/12/2013 : Neyðarkortið: Við hjálpum

Velferðarráðuneytið hefur endurútgefið neyðarkortið „Við hjálpum“ þar sem veittar eru upplýsingar á fimm tungumálum um staði og stofnanir sem konur geta leitað til þurfi þær aðstoð vegna ofbeldis á heimili eða kynferðislegs ofbeldis.

Lesa meira
Skurðaðgerð

16/12/2013 : Bylting í öflun upplýsinga um starfsemi sjúkrahúsa

Upplýsingar um starfsemi legudeilda á sjúkrahúsum frá degi til dags flæða nú rafrænt inn í heilbrigðisskrár Embættis landlæknis. Aðgengi embættisins að þessum upplýsingum í rauntíma er bylting sem mun gerbreyta möguleikum á eftirliti með starfsemi, gæðum og árangri þjónustunnar segir á vef embættisins.

Lesa meira
Við tölvuna

13/12/2013 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2013

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira
Sjúkrabifreið

13/12/2013 : Fækkun sjúkrabíla frestað með samningi við Rauða krossinn

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði Kross Íslands hafa gert með sér samning sem tryggir til loka næsta árs áframhaldandi rekstur flestra þeirra sjúkrabíla á landsbyggðinni sem átti að taka úr rekstri í janúar á næsta ári samkvæmt kröfulýsingu velferðarráðuneytisins frá árinu 2012. Fyrri áform um fækkun bíla verða endurskoðuð.

Lesa meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eygló Harðardóttir

12/12/2013 : Aukinn hlutur kvenna í forystusætum er nauðsynlegur

Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra efndu til fundar í gær í samstarfi við framkvæmdanefnd 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna til að ræða hvernig best megi tryggja aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum við kosningarnar vorið 2014. Forystufólk stjórmmálaflokka, forsvarsmenn kvennahreyfinga þeirra og formenn þingflokka á Alþingi voru boðaðir til fundarins.

Lesa meira
Fjölmenning

10/12/2013 : Vel mætt á kynningarfund um þróunarsjóð innflytjendamála

Þróunarsjóður innflytjendamála var til umfjöllunar á opnun fundi sem innflytjendaráð stóð fyrir í Iðnó í dag. Félags- og húsnæðismálaráðherra flutti ávarp og kynnti meðal annars þær áherslur sem lagðar verða til grundvallar verkefnum og styrkveitingum úr sjóðnum árið 2014.

Lesa meira
Málin skoðuð

6/12/2013 : Fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta

Félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp til laga um fjárhagsaðstoð til einstaklinga vegna kostnaðar sem fellur til við gjaldþrotaskipti. Gert er ráð fyrir að umboðsmaður skuldara meti skilyrði fyrir slíkri aðstoð og leggi fram tryggingu kostnaðarins fyrir hönd skuldarans.

Lesa meira
Sneiðmyndataka

6/12/2013 : Sjúkrahúsin fái stóraukið fé til tækjakaupa

Framlög til tækjakaupa á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða rúmlega 1500 milljónir króna árið 2014 miðað við tillögu heilbrigðisráðherra um tækja- og búnaðarkaup sem kynnt hefur verið ríkisstjórn og lögð var fyrir fjárlaganefnd síðdegis í gær.

Lesa meira
Margrét M. Norðdahl og Eygló Harðardóttir

4/12/2013 : Hvatningarverðlaun veitt á alþjóðlegum degi fatlaðra

„Við erum samankomin til að fagna því sem vel er gert og vekja athygli á verkefnum sem unnin hafa verið af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill með starfi sínu stuðla að einu samfélagi fyrir alla“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra í ávarpi við afhendingu verðlaunanna sem Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir.

Lesa meira
Á námskeiði

4/12/2013 : Morgunverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála 10. des.

Innflytjendaráð boðar til morgunverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála í Iðnó, 10. desember kl. 8.30 - 9.30. Á fundinum verða kynnt nokkur verkefni sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og tilkynnt hverjar áherslur sjóðsins verða í ár.

Lesa meira
Lyf

3/12/2013 : Einföldun á lyfjagreiðslukerfi sem tók gildi 1. des.

Þann 1. desember var sjálfvirkni í nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu aukin til einföldunar fyrir lyfjanotendur og lækna. Nú öðlast fólk sjálfkrafa fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar það hefur náð þakinu sem skilgreinir hámarkskostnað einstaklings. Umsókn læknis sem sem áður var krafist er óþörf.

Lesa meira
Málin skoðuð

29/11/2013 : Styrkir til gæðaverkefna árið 2013

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2013. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem tengjast þróun á skipulagi í heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Frá verðlaunaafhendingunni í Brussel

29/11/2013 : Alþjóðleg verðlaun fyrir árangur Íslands á sviði kynjajafnréttis

„Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þegar hún veitti viðtöku jafnréttisverðlaunum fyrir Íslands hönd á þingi Alþjóðasamtaka þingkvenna í vikunni.

Lesa meira
Læknisskoðun

29/11/2013 : Íslensk heilbrigðisþjónusta í þriðja efsta sæti meðal Evrópuþjóða árið 2013

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta  í samanburði milli 35 Evrópuþjóða samkvæmt niðurstöðum árlegrar mælingar Health Consumar Powerhouse sem birtar voru í Brussel í gær. Árangur meðferðar mælist hvergi meiri en hér á landi.

Lesa meira
Jafnrétti

27/11/2013 : Nýr upplýsingavefur aðgerðahóps um launajafnrétti

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti hefur opnað upplýsingavef um helstu verkefni sem hópurinn vinnur að og framvindu þeirra.

Lesa meira
Vinnumál

27/11/2013 : Ný reglugerð um lánveitingar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til að fjármagna byggingu eða kaup á leiguíbúðum.

Lesa meira
Páll Matthíasson og Kristján Þór Júlíusson - Mynd af facebókarsíðu spítalans

26/11/2013 : Landspítali á facebook: „Frábært framtak“

„Frábært framtak hjá Páli og áhöfn hans á Landspítalanum. Verður örugglega til góðs og mun vonandi stuðla að uppbyggilegri og málefnalegri umræðu um heilbrigðismál á Íslandi“ skrifaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í færslu á fésbókarsíðu Landspítala sem var formlega opnuð í dag.

Lesa meira
Heilbrigðisstarfsmaður

22/11/2013 : Ný skýrsla um heilbrigðismál í aðildarríkjum OECD

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur gefið út ritið Health at a Glance 2013. Ritið skiptist í átta kafla sem fjalla um afmarkaða þætti heilbrigðismála í þeim 34 ríkjum sem aðild eiga að stofnuninni.

Lesa meira
Samkomulag um verkefnið handsalað

20/11/2013 : Stígur; nýtt samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit

Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör samstarfsverkefni með sveitarfélögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysis-tryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Lesa meira

20/11/2013 : Tillögur um úrræði fyrir börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær tillögur nefndar á vegum velferðarráðuneytisins um úrræði fyrir börn sem stríða við alvarlegar þroska- og geðraskanir. Meginefni tillagnanna snýr að því að fella þjónustu við hlutaðeigandi börn undir þjónustukerfi fatlaðra.

Lesa meira
Umsókn fyllt út

15/11/2013 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála lausir til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins, þ.e. á sviði félags- og heilbrigðismála.

Lesa meira
Barnahús

14/11/2013 : Nýtt og betra húsnæði fundið fyrir starfsemi Barnahúss

Tekin hefur verið ákvörðun um að kaup ríkisins á húsnæði fyrir starfsemi Barnahúss sem Barnaverndarstofa rekur. Kaupverð hússins er 75 milljónir króna. Mikilvægt og ánægjulegt að þetta mál skuli komið í höfn segir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira
Lyf

14/11/2013 : Verulegur sparnaður lyfjakostnaðar hjá ríkissjóði og sjúklingum

Áætlað er að heildarverðendurskoðun lyfjagreiðslunefndar á apótekslyfjum og sjúkrahúslyfjum muni leiða til sparnaðar í lyfjaútgjöldum á ársgrundvelli sem nemur tæpum milljarði króna. Lyf lækka í verði til samræmis við niðurstöður verðsamanburðar við lyfjaverð annars staðar á Norðurlöndunum.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra ásamt Sveini Guðmundssyni yfirlækni Blóðbankans

14/11/2013 : Blóðbankinn 60 ára

„Blóðbankinn er sá banki hér á landi sem tvímælalaust nýtur trausts og velvildar landsmanna“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í afmælishófi sem efnt var til í dag í tilefni sextíu ára starfsafmælis Blóðbankans. Forsvarsmenn bankans segja brýnt að fá fleiri til þess að gefa blóð reglulega.

Lesa meira

13/11/2013 : Norrænir karlar nefna ólíkar ástæður fyrir því að vinna hlutastörf

Á bilinu 30–48% kvenna á Norðurlöndunum sem vinna hlutastörf segjast gera það vegna fjölskyldunnar. Mun færri karlar en konur vinna hlutastörf og þeir nefna miklu síður en konur að það sé fjölskyldunnar vegna. Í norrænni rannsókn nefndi enginn íslenskur karl að hann ynni hlutastarf vegna fjölskyldunnar. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði Arbeidsliv i Norden.

Lesa meira
Gestir á Fræðadögum hlýða á ávarp heilbrigðisráðherra

7/11/2013 : Sívaxandi útgjöld til heilbrigðismála krefjast nýrra lausna

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti ávarp á Fræðadögum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Hann gerði að umtalsefni stöðuga og mikla aukningu útgjalda til heilbrigðismála á Vesturlöndum samkvæmt spám OECD og óskaði eftir opinni umræðu um nýjar leiðir og lausnir til að takast á við vandann.

Lesa meira
Sjúkraflutningar

7/11/2013 : Ákvörðun um endurskipulagningu sjúkraflutninga endurskoðuð

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að endurskoða áform um  fækkun sjúkrabíla á landsbyggðinni sem taka átti gildi í byrjun næsta árs samkvæmt samningi við Rauða kross Íslands (RKÍ).

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Soffía Eydís Björgvinsdóttir

6/11/2013 : Fjölmenni á vinnudegi um mótun húsnæðisstefnu

Fundað er í öllum fundarsölum velferðarráðuneytisins á fjölmennum vinnudegi um mótun húsnæðisstefnu til framtíðar sem hófst um hádegisbil. Félags- og húsnæðismálaráðherra flutti ávarp við upphaf vinnunnar og opnaði vefsvæði þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með stefnumótunarvinnunni og senda inn ábendingar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

5/11/2013 : Áhersla lögð á samræmd innkaup velferðarstofnana og lækkun kostnaðar

Ríkisendurskoðun fagnar viðleitni velferðarráðuneytisins til úrbóta á sviði innkaupamála sem fram kemur í innkaupastefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins frá árinu 2012. Markmið ráðuneytisins er að veita stofnunum sínum leiðsögn sem stuðlar að samræmi, ábyrgum innkaupum, gagnsæi og lækkun kostnaðar.

Lesa meira
Stöndum saman gegn einelti

4/11/2013 : Dagur gegn einelti 8. nóvember

Verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti stendur fyrir hátíðardagskrá í Verslunarskóla Íslands föstudaginn 8. nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem haldinn er sérstakur dagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

1/11/2013 : Ávarp félags- og húsnæðismálaráðherra á jafnréttisþingi

Jafnréttisþing sem haldið er annað hvert ár samkvæmt lögum fór fram í Reykjavík í dag. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lagði þar fram skýrslu sína um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2011-2012 og flutti ávarp við upphaf þingsins um stöðuna, verkefnin framundan og helstu áherslur sínar sem ráðherra málaflokksins.

Lesa meira

1/11/2013 : Bein vefútsending frá jafnréttisþingi 2013

Dagskrá jafnréttisþingsins 2013 sem hefst á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í Reykjavík kl. 9.00 verður í beinni útsendingu á vefnum og geta áhugasamir fylgst með þinginu hér.

Lesa meira
Jafnréttisþing 2013 - Ísland best í heimi?

31/10/2013 : Skýrsla ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála

Skýrsla Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2011-2013 er komin út og mun ráðherra fylgja henni úr hlaði á jafnréttisþingi 2013 sem haldið verður á morgun 1. nóvember.

Lesa meira

30/10/2013 : Vefsvæði um mótun stefnu í málefnum barnafjölskyldna

Verkefnisstjórn sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði til að móta stefnu í málefnum barnafjölskyldna ásamt aðgerðaáætlun hefur opnað vefsvæði um verkefnið. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum til verkefnisstjórnarinnar.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir (Ísland), Manu Sareen (Danmörk), Solveig Horne (Noregur), Dagfinn Høybråten (framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar), Maria Arnholm (Svíþjóð) og Paavo Arhinmäki (Finnland)

29/10/2013 : Norrænir jafnréttisráðherrar ræddu áhrif hlutastarfa á stöðu kynjanna

Ný norræn rannsókn um áhrif hlutastarfa á á stöðu kynjanna í efnahagslegu tilliti var meðal umfjöllunarefna á fundi norrænu jafnréttisráðherranna í Stokkhólmi síðastliðinn föstudag. Mikill munur er á milli landa þegar skoðað er hvaða áhrif hlutastörf hafa á eftirlaun kvenna í samanburði við eftirlaun fólks í fullu starfi.

Lesa meira
Mynd: The World Economic Forum

25/10/2013 : Jafnrétti mælist mest á Íslandi fimmta árið í röð

Ísland er í fyrsta sæti þegar mat er lagt á jafnrétti kynja í nýrri úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins sem tekur til 136 landa. Matið byggist á þáttum eins og stjórnmálaþátttöku, þátttöku í atvinnulífinu og efnahaglegum jöfnuði og tækifærum til þess að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu. Næst á eftir Íslandi koma Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Lesa meira
Áhættumat tengt vinnuvernd. Mynd af vel Vinnueftirlitsins

25/10/2013 : Mikill ávinningur af kerfisbundnu vinnuverndarstarfi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi um margvíslegan ávinning af kerfisbundnu vinnuverndarstarfi á ráðstefnu Vinnueftirlitsins um stefnumótun í vinnuverd til ársins 2020 sem haldin var í tilefni evrópsku vinnuverndarvikunnar.

Lesa meira
Landspítali í Fossvogi

25/10/2013 : Fræðsluvefur um nýrnaígræðslur

Nýr fræðsluvefur um nýrnaígræðslur var opnaður á Landspítala í vikunni. Hér á landi eru nú tuttugu einstaklingar með nýrnabilun á lokastigi sem bíða eftir gjafalíffæri. Markmið fræðsluvefsins er að fjölga nýragjöfum úr lifandi einstaklingum. Rúmlega 60% nýrna sem grædd hafa verið í sjúklinga hér á landi undanfarin ár hafa komið frá lifandi gjöfum.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra á málþinginu

24/10/2013 : Níu milljónir króna veittar í styrki úr Jafnréttissjóði

Úthlutað var styrkjum úr Jafnréttissjóði í dag á kvennafrídaginn 24. október. Veittir voru styrkir til fimm rannsóknarverkefna á sviði jafnréttis- og kynjafræða. Úthlutunin fór fram í tengslum við málþing Jafnréttissjóðs; Kyn og fræði: ný þekking verður til. Félags- og húsnæðismálaráðherra flutti ávarp við upphaf málþingsins.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og  David Rodgers

24/10/2013 : Búsetuform húsnæðissamvinnufélaga raunhæfur kostur

Félags- og húsnæðismálaráðherra flutti ávarp á afmælisráðstefnu Búseta í dag í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Ráðherra sagði Búseta sönnun þess að samvinnuleiðin sé raunhæfur kostur og fær leið í húsnæðismálum. Í tengslum við ráðstefnuna átti hún fund með David Rodgers, alþjóðaforseti ICA housing sem var gestafyrirlesari á ráðstefnu Búseta.

Lesa meira
Ísland

24/10/2013 : Fjölmenni á fræðsluþingum vitundarvakningar um ofbeldi gegn börnum

Vitundarvakning um ofbeldi gegn börnum sem er samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta hefur í október staðið fyrir átta fræðsluþingum víðsvegar um landið sem hafa verið vel sótt af starfsfólki skóla, íþrótta- og æskulýðsstarfs, barnavernd, heilsugæslu, félagsþjónustu, löggæslu og fulltrúum sveitarstjórna.

Lesa meira

21/10/2013 : Ófjármögnuð viljayfirlýsing um hjúkrunarheimili við Sléttuveg

Fyrir liggja samningar við þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu hjúkrunarrýma samkvæmt leiguleið en framkvæmdir eru ekki hafnar. Heilbrigðisráðherra segir eðlilegt að fylgja þeirri uppbyggingu eftir í stað þess að gefa fyrirheit um uppbyggingu við Sléttuveg þar sem ekkert liggur fyrir, hvorki um fjármögnun framkvæmda né rekstrar.

Lesa meira
Vísir

18/10/2013 : Félagsvísar uppfærðir og  endurútgefnir

Félagsvísar, sem eru safn tölulegra upplýsinga um velferð, efnahags- og félagslega þætti og heilsufar íbúa í landinu, hafa verið uppfærðir og birtir í skýrslu. Vísarnir draga upp mynd af þróun samfélagsins og lífsgæðum landsmanna og auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þjóðfélagsþróun og samfélagsbreytingum.

Lesa meira
Mannamót

18/10/2013 : Frá málþingi um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Nálægt 200 manns sóttu málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks síðastliðinn mánudag. Þingið var einnig sent út á vefnum og nú hafa upptökur frá því verið gerðar aðgengilegar á vef velferðarráðuneytisins. Félags- og húsnæðismálaráðherra flutti opnunarávarp þingsins.

Lesa meira
Hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ /Mynd: vefur Framkvæmdasýslu ríkisins

18/10/2013 : Ný hjúkrunarheimili risin í níu sveitarfélögum á fjórum árum

Frá árinu 2010 hafa risið nýbyggingar með samtals 340 hjúkrunarrýmum í níu sveitarfélögum. Framkvæmdir standa yfir við byggingu 160 hjúkrunarrýma til viðbótar í fimm sveitarfélögum sem flest verða tekin í notkun á næsta ári.

Lesa meira
Frá þingi Starfsgreinasambandsins í Hofi á Akureyri

17/10/2013 : Aðkoma samtaka launafólks að lausn húsnæðisvandans mikilvæg

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, fagnar því að Starfsgreinasamband Íslands lýsir vilja til þess að vinna með stjórnvöldum að lausn húsnæðisvandans í landinu. Eygló ávarpaði fjórða landsþing starfsgreinasambandsins sem haldið var á Akureyri í gær.

Lesa meira
Á vinnustað

16/10/2013 : Atvinnuleysi mælist 2,8% á landsbyggðinni en 3,8% á landsvísu

Skráð atvinnuleysi í september var 3,8% á landsvísu samkvæmt skrám Vinnumálastofnunar en mældist þá 2,8% á landsbyggðinni. Hratt dregur úr atvinnuleysi á Suðurnesjum. Atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla, þótt nokkuð hafi dregið saman milli mánaða.

Lesa meira
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Eygló Harðardóttir ráðherra á ársfundinum

14/10/2013 : Atvinnumál fatlaðra verði litin sömu augum og annarra

Félags- og húsnæðismálaráðherra sagðist á ársfundi Vinnumálastofnunar vilja móta heildstæða stefnu til framtíðar um vinnumarkaðsmál þar sem meðal annars verði horft til þess hvernig atvinnulífið geti komið til móts við einstaklinga með skerta starfsgetu. Ársfundurinn var haldinn síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

14/10/2013 : Bein útsending frá málþingi um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fer fram í dag, mánudaginn 14. október frá kl. 10-17. Á málþinginu verður leitast við að fá fram umræðu um málaflokkinn á breiðum grundvelli og að þátttakendur deili hugmyndum og læri hver af öðrum. Rætt verður um hvað betur má fara og hvernig bregðast megi við og bæta úr.

Lesa meira
Háskóli Íslands

11/10/2013 : Setning nýsköpunarráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

„Lifandi, opinn og fordómalaus skóli þar sem virðing er borin fyrir öllum fræðigreinum og áhersla lögð á samstarf og samvinnu, slíkur skóli er líklegur til að skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þegar hann setti í dag fyrstu nýsköpunarráðstefnuna sem Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir.

Lesa meira
Lyfjamál

11/10/2013 : Lyfjagreiðslukerfið einfaldað með aukinni sjálfvirkni

Þann 1. desember næstkomandi tekur gildi breyting á nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu með aukinni sjálfvirkni til einföldunar jafnt fyrir notendur og lækna. Frá þeim tíma öðlast fólk sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar það hefur náð þakinu sem skilgreinir hámarkskostnað einstaklings. Umsókn læknis sem nú er krafist verður þar með óþörf.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

10/10/2013 : Heilbrigðisráðherra ávarpaði aðalfund Læknafélags Íslands

Það hefur verið stormasamt í kringum heilbrigðismálin að undanförnu og stóru orðin ekki spöruð sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands í dag. „Ég geri ekki lítið úr þeim vanda sem við er að fást en ég óska eftir málefnalegri umfjöllun og legg áherslu á að við tökumst á við þessi viðfangsefni af skynsemi með lausnir að leiðarljósi“ sagði ráðherra meðal annars í ræðu sinni.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

9/10/2013 : Íslensk ungmenni vinna mest jafnaldra sinna á Norðurlöndunum

Miklu munar á atvinnuþátttöku ungs fólks á Norðurlöndunum. Á Íslandi vinna 52% ungmenna á aldrinum 1519 ára, í Danmörku um 44%, 35% í Noregi, 24% í Finnlandi en í Svíþjóð aðeins 16%. Vinnuaðstæður ungs fólks eru til umfjöllunar í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden sem fjallar um vinnumál á Norðurlöndunum.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

4/10/2013 : Fjallað um kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðu fólki

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðu fólki sem haldin var í gær. Hún sagði vakningu vera að eiga sér stað í samfélaginu um þessi mál sem beri að nýta. Með umræðu og þekkingu aukist geta til að sporna við ofbeldinu.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Elliði Vignisson bæjarstjóri

4/10/2013 : Samstarfshópur skipaður um heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisráðherra hefur í samstarfi við bæjarstjórn Vestmannaeyja skipað samstarfshóp sem á að fjalla um skipulag heilbrigðisþjónustu í Eyjum. Hópnum er ætlað að skila tillögum 15. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur falið forstjóra sjúkrahússins að tryggja mönnun skurðstofu þar til samstarfshópurinn skilar tillögum sínum.

Lesa meira
Hlustunarpípa

2/10/2013 : Framlög til heilbrigðismála aukast um 5,5 milljarða króna

Framlög til heilbrigðismála aukast um tæpa 5,5 milljarða króna milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Heilbrigðisráðherra segist binda vonir við að sameining heilbrigðisstofnana muni styrkja þær og efla þjónustu á landsbyggðinni og að innleiðing þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu muni leiða til betri nýtingar fjármuna í þágu sjúklinga.

Lesa meira
Lækningatæki - Johannes Jansson Norden.org

2/10/2013 : Langtímaáætlun um tækjakaup Landspítala

Fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra munu í tengslum við gerð fjárlaga 2014 vinna að gerð nýrrar tækjakaupaáætlunar fyrir Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri til ársins 2017. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra.

Lesa meira

2/10/2013 : Fjárframlög til félags- og húsnæðismála aukast um 10,8%

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2014 munu fjárframlög til verkefna velferðarráðuneytisins sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðherra aukast um tæpa 12 milljarða króna eða 10,8%. Mestu munar um aukna fjármuni inn í almannatryggingakerfið og Íbúðalánasjóð.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

1/10/2013 : Mótun fjölskyldustefnu til ársins 2020

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn sem falið er að móta fjölskyldustefnu til ársins 2020. Formaður nefndarinnar er Guðrún Valdimarsdóttir hagfræðingur. Einnig verður skipaður samráðshópur til að tryggja breiða aðkomu og samráð hagsmunaaðila við mótun stefnunnar.

Lesa meira
Frá afhendingu bleiku slaufunnar

30/9/2013 : Ráðherra afhenti bleiku slaufuna

„Allir geta borið bleiku slaufuna í barmi með ánægju og stolti. Þetta er fallegur og vel hannaður gripur og stendur fyrir gott málefni sem allir vilja styrkja“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þegar afhending fyrstu bleiku slaufunnar í árvekni- og söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands fór fram í Hörpunni í dag.

Lesa meira

30/9/2013 : Málþing um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki

Málþing um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 3. október kl. 13.00-17.00. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Lesa meira
Pál Matthíasson forstjóri Landspítala

30/9/2013 : Páll Matthíasson settur forstjóri Landspítala

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sett Pál Matthíasson í embætti forstjóra Landspítala. Páll hefur starfað á Landspítala síðastliðin sjö ár og frá árinu 2009 sem framkvæmdastjóri geðsviðs sjúkrahússins með setu í framkvæmdastjórn spítalans og einn af staðgenglum forstjóra.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

27/9/2013 : Um 19.700 börn hafa verið skráð með heimilistannlækni

Um 25% allra barna á Íslandi, alls um 19.700 börn, hafa verið skráð með heimilistannlækni eftir að nýr samingur um tannlækningar barna tók gildi í vor. Frá þeim tíma hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt fyrir tannlækningar 4.734 barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum.

Lesa meira
Björn Zoëga

27/9/2013 : Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, lætur af störfum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á ósk Björns Zoëga um að láta af störfum. Ráðherra þakkar Birni fyrir öfluga forystu í krefjandi starfi á liðnum árum.

Lesa meira

27/9/2013 : Málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Boðað er til málþings um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 14. október næstkomandi á Grand hóteli í Reykjavík. Síðasti skráningardagur er 7. október.

Lesa meira
Landspítali í Fossvogi

27/9/2013 : Álagi létt af Landspítala með opnun hjúkrunarrýma á Vífilsstöðum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu heilbrigðisráðherra um að opna hjúkrunarheimili á ný á Vífilsstöðum með 42 rýmum. Lagt verður til á Alþingi að veita 136 milljóna króna aukafjárveitingu á þessu ári til öldrunarþjónustu í þessu skyni.

Lesa meira

26/9/2013 : Fræðsluþing: Vitundarvakning um ofbeldi gegn börnum

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum sem þrjú ráðuneyti standa að efnir til fræðsluþinga á ellefu stöðum um land allt í október.

Lesa meira
Fólksfjöldi

25/9/2013 : Boðað til jafnréttisþings 2013

Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boða til lögbundins jafnréttisþings 1. nóvember 2013. Markmiðið er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.

Lesa meira
Guðrún Þórðardóttir, formaður stjórnar Áss styrktarfélags og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala

25/9/2013 : Tímamót í lífi tíu fatlaðra einstaklinga á Landspítala

Þann 1. nóvember næstkomandi tekur gildi tímamótasamningur milli Landspítala og Áss styrktarfélags þegar styrktarfélagið tekur að sér að annast heildstæða þjónustu við tíu fatlaða einstaklinga sem flestir hafa búið alla sína ævi á vistunardeildum Landspítala í Kópavogi. Samningurinn var undirritaður í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Landspítali

25/9/2013 : Innleiðing nýrra lyfja byggist á faglegri stefnu þótt aðhalds sé gætt

Ný sjúkrahúslyf eru innleidd í svipuðum mæli hér á landi og hjá nágrannaþjóðunum. Þótt þrengri skorður hafi verið settar við notkun nýrra lyfja en voru fyrir nokkrum árum öðlast ný lyf markaðsleyfi hér á svipuðum tíma og í öðrum Evrópulöndum.

Lesa meira
Jafnréttisstofa

25/9/2013 : Hlutföll kynja í nefndum ráðuneyta

Jafnréttisstofa hefur birt skýrslu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneyta árin 2011 og 2012. Á síðasta ári var jöfnust þátttaka kynja í nefndum velferðarráðuneytisins. Sex ráðuneyti voru með hlutfall kynjanna innan viðmiðunarmarka og aðeins einu prósentustigi munar hjá þeim ráðuneytum sem ekki ná viðmiðunarmarkinu.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður í Borgartúni

24/9/2013 : Tilkynning um skipan nýrrar stjórnar Íbúðalánasjóðs

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýja stjórn Íbúðalánasjóðs. Formaður stjórnarinnar er Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir lögmaður og tekur hún við af Jóhanni Ársælssyni. Samkvæmt breytingum á lögum um húsnæðismál frá júlí 2012 er nú gerð krafa um að forstjóri og stjórn sjóðsins standist kröfur Fjármálaeftirlitsins um hæfi.

Lesa meira
Halldór Sævar Guðbergsson sérfræðingur hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni skýrir notkun vefvarps fyrir ráðherra

24/9/2013 : Ávinningur notenda af sameiningu þriggja þjónustustofnana til skoðunar

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur falið verkefnisstjórn að meta mögulegan ávinning af sameiningu þriggja stofnana sem sinna sérhæfðri þjónustu við fatlað fólk. Þetta eru Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Lesa meira
Vegabréf

16/9/2013 : Skýrsla um erlenda ríkisborgara og innflytjendur

Erlendum ríkisborgurum hefur nú fjölgað milli ára í fyrsta sinn frá árinu 2008 og eru þeir um 6,7% mannfjöldans. Fjölmenningarsetur hefur gefið út tölfræðiskýrslu þar sem fram koma margvíslegar upplýsingar um erlenda ríkisborgara og innflytjendur á Íslandi árið 2012.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

13/9/2013 : Samanburðarhæfir velferðarvísar fyrir Norðurlönd

NOSOSKO; norræn nefnd um hagtölur á sviði heilbrigðis- og félagsmála, hefur gefið út nýja skýrslu þar sem birtir eru velferðarvísar sem gera mögulegan margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna á stöðu og þróun ýmissa velferðarmála.

Lesa meira
Frá fundinum á Landspítala í dag

12/9/2013 : Úrbætur á lyflækningasviði LSH kynntar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, kynntu í dag sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir sem ráðist verður í til að bæta stöðu lyflækningasviðs sjúkrahússins.

Lesa meira
Við störf. Ljósmynd: Magnus Fröderberg/norden.org

11/9/2013 : Norræn sýn á aðgerðir gegn atvinnuleysi meðal ungs fólks

Fjallað er um hvers konar aðgerðir eru árangursríkastar til að hjálpa ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden sem fjallar um vinnumál á Norðurlöndunum. Töluverður munur er á því hvernir Norðurlandaþjóðirnar nálgast þetta verkefni þótt markmiðið sé alls staðar það sama.

Lesa meira
Mynd frá flóttamannabúðum í Al Waleed árið 2008

10/9/2013 : Tillaga um móttöku flóttafólks samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra um móttöku flóttafólks árin 2013 og 2014. Niðurstaðan er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og miðast við að tekið verði á móti konum í hættu frá Afganistan og hinsegin fólki frá Íran eða Afganistan, samtals 10–14 einstaklingum í tveimur hópum.

Lesa meira
Barnahús

7/9/2013 : Auglýst eftir húsnæði fyrir Barnahús

Óskað er eftir rúmlega 400 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu til kaups eða leigu undir starfsemi Barnahúss. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa eigi síðar en miðvikudaginn 25. september næstkomandi.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

6/9/2013 : Mikilvægt að ljúka heildarendurskoðun laga um almannatryggingar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd til að ljúka heildarendurskoðun almannatrygginga og gera drög að frumvarpi til nýrra laga um lífeyrisréttindi. Miðað er við að starfsgetumat komi í stað örorkumats og að skoðaðir verði kostir og gallar þess að auka möguleika fólks til sveigjanlegra starfsloka ásamt einföldun á lífeyriskerfinu. 

Lesa meira
Afganskir flóttamenn í Yazd í Íran

3/9/2013 : Stefna og tillögur um móttöku flóttafólks

Flóttamannanefnd sem skipuð er af félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt áherslur sínar og stefnu um móttöku flóttafólks. Nefndin leggur til að tekið verði á móti einstæðum mæðrum og hinsegin fólki, allt að fjórtán einstaklingum samtals í tveimur hópum á næstu mánuðum.

Lesa meira
Húsin í bænum

2/9/2013 : Námskeið um gerð eignaskiptayfirlýsinga

Námskeið og próf um gerð eignaskiptayfirlýsinga hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 16. október ef næg þátttaka fæst. Þeir einir mega taka að sér gerð eignaskiptayfirlýsingar sem fengið hafa til þess leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra. Skráning er hafin og stendur til 9. október.

Lesa meira
Bjarni S. Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri

2/9/2013 : Bjarni S. Jónasson skipaður forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Bjarna S. Jónasson í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri að undangengnu mati hæfnisnefndar. Bjarni hefur starfað sem settur forstjóri sjúkrahússins frá því í mars 2012. Þrír sóttu um stöðuna.

Lesa meira

30/8/2013 : Þurfum að vernda börn gegn ofbeldi af öllu tagi

Kynnt var á fundi með UNICEF í dag að ákvörðun liggi fyrir um að auglýsa eftir nýju og stærra húsnæði fyrir starfsemi Barnahúss. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu fundinn og ræddu við ungmenni sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi og skipa sérfræðihóp barna hjá UNICEF á Íslandi.

Lesa meira
Vegvísir á sjúkrahúsi

30/8/2013 : Nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að kanna hvort og hvernig megi fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður hópsins er Pétur Blöndal.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

27/8/2013 : Gera má leiguhúsnæði að raunhæfum búsetukosti með réttum aðgerðum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir stöðunni á húsaleigumarkaðnum í blaðagreinum þar sem hún ræðir um mögulegar leiðir til þess að tryggja öllum öruggt húsnæði og hvernig gera megi leiguhúsnæði að raunhæfum búsetukosti.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

27/8/2013 : Fleiri aldurshópar öðlast rétt til gjaldfrjálsra tannlækninga barna 1. september

Þann 1. september öðlast þriggja ára börn og börn á aldrinum 12–14 ára rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Í fyrsta áfanga samningsins sem tók gildi 14. maí síðastliðinn var rétturinn einskorðaður við 15, 16 og 17 ára börn. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni.

Lesa meira
Frá heimsókn ráðherra á Jafnréttisstofu

20/8/2013 : Ráðherra heimsótti Jafnréttisstofu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti sér starfsemi Jafnréttisstofu á Akureyri í gær og ræddi við starfsfólk um áherslur í jafnréttismálum og helstu verkefni stofnunarinnar. Ísland hefur í fjögur ár verið í efsta sæti af 135 þjóðum í úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins. Von er á niðurstöðum nýrrar úttektar í haust.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Soffía Gísladóttir

20/8/2013 : Gott atvinnuástand á Norðurlandi eystra

Vel hefur ræst úr atvinnumálum á Norðurlandi eystra eftir efnahagshrunið 2008. Atvinnuleysi á svæðinu er nú 2,6% og örfáir einstaklingar hafa lokið við bótarétt sinn og þurft að sækja framfærslu til sveitarfélaga að sögn forstöðumanns þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Akureyri. Félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti þjónustuskrifstofuna á Akureyri í gær.

Lesa meira
Norðurlandaráð/Norræna ráðherranefndin

16/8/2013 : Eygló Harðardóttir skipuð samstarfsráðherra Norðurlanda

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að skipa Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda. Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra.

Lesa meira
Frá undirritun samkomulagsins í Þjóðmenningarhúsinu

12/8/2013 : Samkomulag kínversks sjúkrahúss og Mentis Cura fagnaðarefni

Undirritað var í dag samkomulag milli íslenska rannsóknarfyrirtækisins Mentis Cura og kínverska sjúkrahússins Wan Jia Yuan China Geriatric Hospital um innleiðingu sjúkrahússin á hugbúnaði sem fyrirækið hefur þróað til greiningar á Alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum. Samkomulagið er mikið fagnaðarefni segir heilbrigðisráðherra.

Lesa meira
Háskóli Íslands

12/8/2013 : Námskeið og próf til réttinda fyrir rekstur leigumiðlunar

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við velferðarráðuneytið auglýsir námskeið og próf til réttinda fyrir rekstur leigumiðlunar í september. Skráning á námskeiðið fer fram á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Lesa meira
Vinnumálastofnun

12/8/2013 : Ráðherra heimsótti Vinnumálastofnun

Eygló Harðardóttir heimsótti Vinnumálastofnun síðastliðinn föstudag og ræddi um starfsemina og helstu verkefnin framundan við forstjóra og annað starfsfólk stofnunarinnar.

Lesa meira
Skurðaðgerð undirbúin

8/8/2013 : Ráðstefna um öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu 3. september

How safe are we er yfirskrift ráðstefnu sem Embætti landlæknis, Landspítali og velferðarráðuneytið standa fyrir 3. september næstkomandi í Hörpu. Fjallað verður um öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð frá ýmsum sjónarhornum. Aðalfyrirlesari er Sir Liam Donaldson, prófessor við Imperial College í Lundúnum.

Lesa meira
Húsin í bænum

7/8/2013 : Niðurstöður könnunar um húsaleigubætur 2012

Námsmenn, öryrkjar og launafólk eru stærstu hópar þeirra sem eru á leigumarkaði og fá greiddar húsaleigubætur. Flestir sem fá húsaleigubætur eru einhleypir, konur eru í miklum meirihluta og einstæðar mæður stór hluti þess hóps. Þetta og fleira kemur fram í nýrri könnun um útgreiðslu húsaleigubóta.

Lesa meira
Umboðsmaður skuldara

26/7/2013 : Staða gengislána, endurútreikninga þeirra og næstu skref

Umboðsmaður skuldara telur stöðu gengislánamála óásættanlega varðandi endurútreikning fjármálafyrirtækja á slíkum lánum, eins og fram kemur í samantekt sem hann gerði að beiðni félags- og húsnæðismálaráðherra. Ráðherra kynnti samantektina á fundi ríkisstjórnar í gær og lagði fram tillögur um næstu skref stjórnvalda til að fylgja þessum málum eftir.

Lesa meira
Húsin í bænum

26/7/2013 : Tillögur mótaðar um framtíðarstefnu í húsnæðismálum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn og samvinnuhóp honum til ráðgjafar til að móta tillögur að framtíðarstefnu í húsnæðismálum. Verkefnið snýr annars vegar að því að finna hagkvæmasta fyrirkomulag við fjármögnun almennra húsnæðislána og hins vegar leiðir til að tryggja virkan leigumarkað.

Lesa meira
Lyfjamál

25/7/2013 : Vegna umræðu um afslætti apóteka af lyfjum og hagsmuni sjúklinga

Sjúklingar njóta þeirra afslátta sem lyfsalar veita þeim við kaup á lyfjum. Í nýlegri yfirlýsingu frá Neytendasamtökunum segir að Sjúkratryggingar Íslands geri kröfu um að stærstur hluti af veittum afslætti renni til þeirra í stað kaupanda lyfjanna. Þetta er rangt eins og nánar er skýrt hér á eftir.

Lesa meira
Tryggingastofnun

16/7/2013 : Skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Formaður stjórnarinnar er Stefán Ólafsson.

Lesa meira
Kristján Sverrisson

5/7/2013 : Kristján Sverrisson skipaður forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sverrisson forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands að undangengnu mati hæfnisnefndar. Alls voru fjórtán umsækjendur um stöðuna.

Lesa meira
Alþingishúsið

5/7/2013 : Frumvarp um bætt lífeyrisréttindi samþykkt á Alþingi

Frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem felur í sér hækkun frítekjumarks atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum og að hætt verður að láta lífeyrissjóðstekjur skerða grunnlífeyri almannatrygginga var samþykkt á Alþingi í dag. Með breytingunni hækka greiðslur hjá um 7.000 lífeyrisþegum.

Lesa meira
Alþingishúsið

4/7/2013 : Þurfum sátt og samstöðu um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægast nú að ná breiðri sátt og samstöðu um skipulag íslensks húsnæðiskerfis til framtíðar. Hún mun á næstunni óska eftir tilnefningum í samvinnuhóp um þessi mál, meðal annars með aðkomu allra þingflokka. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær um Rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð.

Lesa meira
Skurðaðgerð undirbúin

2/7/2013 : Viljayfirlýsing um gerð samnings við sérgreinalækna undirrituð

Heilbrigðisráðherra, fulltrúar sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og Sjúkratryggingar Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um gerð samnings sem taki gildi 1. janúar 2014. Samningslaust hefur verið við sérgreinalækna í rúm tvö ár.

Lesa meira
Sir Michael Marmot og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

28/6/2013 : Sir Michael Marmot fundaði með ráðherra og fulltrúum velferðarnefndar

Íslendingar geta verið stoltir af því að hvergi í heiminum er ungbarnadauði lægri hlutfallslegra en hér á landi og barnafátækt er hvergi minni í Evrópu samkvæmt UNICEF. Þetta kom fram á fundi Sir Michael Marmot með félags- og húsnæðismálaráðherra og fulltrúum velferðarnefndar Alþingis á fundi í ráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Lyfjamál

28/6/2013 : Lyfjakostnaður sjúkratrygginga lækkað um 4,5% milli ára

Aðgerðir til að draga úr lyfjakostnaði sjúkratrygginga hafa skilað umtalsverðum árangri. Kostnaður að undaskildum S-merktum lyfjum nam 8,911 milljónum króna árið 2012 og hafði lækkað um 4,5% frá fyrra ári, þrátt fyrir að lyfjanotkun landsmanna ykist um 1% á sama tíma, mæld í fjölda skilgreindra dagskammta.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

28/6/2013 : Mikill ávinningur af bættri lýðheilsu

Heilbrigðisráðherra sagði forvarnarstarf og bætta lýðheilsu verða eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda þegar hann ávarpaði málþing um lýðheilsu í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann gerði sérstaklega að umtalsefni þá heilbrigðisógn sem stafar af ofþyngd og offitu og ræddi einnig um mikla lyfjanotkun landsmanna.

Lesa meira
Halldór Jónsson

28/6/2013 : Halldór Jónsson skipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Halldór Jónsson til að gegna embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 1. júlí næstkomandi til fimm ára, að undangengnu mati hæfnisnefndar. Alls voru sautján umsækjendur um embættið.

Lesa meira
Kristín Björg Albertsdóttir

28/6/2013 : Kristín Björg Albertsdóttir skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá 1. júlí næstkomandi til fimm ára, að undangengnu mati hæfnisnefndar. Alls voru ellefu umsækjendur um embættið.

Lesa meira
Frá undirritun samnings um rekstur og þjónustu Hamra, hjúkrunarheimils í Mosfellsbæ

28/6/2013 : Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ vígt í gær

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fagnaði vígslu nýs hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ sem fram fór í gær og segir fjölgun hjúkrunarrýma bráðnauðsynlegt verkefni. Hjúkrunarheimilið hefur hlotið nafnið Hamrar og eru þar 30 einstaklingsíbúðir fyrir aldraða.

Lesa meira
Umboðsmaður skuldara

28/6/2013 : Ráðherra heimsækir umboðsmann skuldara

Komur fólks til ráðgjafaþjónustu umboðsmanns skuldara frá stofnun embættisins 1. ágúst 2010 eru orðnar um 15.000. Umsóknir um greiðsluaðlögun eru alls um 4.700. Dregið hefur úr eftirspurn eftir þjónustu embættisins frá því mest var árið 2011. Félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti embættið og kynnti sér starfsemina í gær.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

27/6/2013 : Jafnt hlutfall kynja í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins

Hlutfall kynja í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins hefur verið nánast jafnt síðastliðin tvö ár. Ráðuneyti skulu birta upplýsingar um hlut kynja í nefndum og ráðum samkvæmt þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum og eru upplýsingar velferðarráðuneytisins birtar hér.

Lesa meira
Sir Michael Marmot

27/6/2013 : Sir Michael Marmot fyrirlesari á ráðstefnu um lýðheilsumál á morgun

Sir Michael Marmot verður aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Áhrifaþættir á heilsu og vellíðan – frá rannsóknum til aðgerða sem verður haldin á morgun, 28. júní kl. 9.00–15.00 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin í minningu dr. Guðjóns Magnússonar prófessors.

Lesa meira
Á vinnustað

27/6/2013 : Leiðir að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Vinnuhópur sem falið var að fjalla um leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012.

Lesa meira
Lyfjastofnun

26/6/2013 : Lyfjastofnun lýsir áhyggjum af mikilli notkun methylfenidats

Notkun methylfenidatslyfja jókst um 14,4% milli áranna 2011 og 2012. Notkun þessara lyfja er með því mesta sem þekkist. Lyfin eru ætluð við athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum en árið 2012 var um 59% lyfja í þessum flokki ávísað til sjúklinga 18 ára og eldri.

Lesa meira
Merki Landssambands eldri borgara

26/6/2013 : Landssamband eldri borgara fagnar frumvarpi um bætt kjör aldraðra

Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á alþingismenn að samþykkja frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um bætt kjör aldraðra, þar sé mikilvægt skref stigið í þá átt að draga til baka skerðingar sem lögfestar voru árið 2009. Stjórnin afhenti ráðherra afrit af samþykkt þessa efnis frá fundi stjórnarinnar í dag.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur alþingismönnum

25/6/2013 : Skerðingar afnumdar og frítekjumark hækkað

Greiðslur um 7.000 lífeyrisþega munu hækka, frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar verulega og lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri, verði frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um afnám ýmissa skerðinga samþykkt.

Lesa meira
Sjúkrahúsið á Akureyri

20/6/2013 : Tryggja þarf geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á Norðausturlandi

Heilbrigðisráðherra segir allt kapp verða lagt á að tryggja geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á þjónustusvæði Sjúkrahússins á Akureyri. Hann hefur þegar fundað með framkvæmdastjórn sjúkrahússins og öðrum aðilum málsins til að ræða mögulegar lausnir. Málið var rætt á Alþingi í dag

Lesa meira
Prúðbúnar konur á Hallveigarstöðum

20/6/2013 : Kvenréttindadagur haldinn hátíðlegur á Hallveigarstöðum

Kvenréttindadagurinn 19. júní var haldinn hátíðlegur á fundi Kvenréttindafélagsins og Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum í gær. Fyrir 98 árum, 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

19/6/2013 : Styrkir til félagasamtaka sem sinna þolendum kynferðisbrota

Þrenn félagasamtök; Sólstafir á Ísafirði, Aflið á Akureyri og Drekaslóð, sem öll sinna þjónustu við þolendur kynferðisbrota hlutu styrki, samtals fimm milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, í samræmi við tillögur starfshóps forsætisráðherra sem kynntar voru í apríl síðastliðnum.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

19/6/2013 : Réttindabarátta kvenna og jafnrétti kynja til framtíðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skrifar um réttindabaráttu kvenna, fjallar um stöðu jafnréttismála og reifar brýnustu verkefni sem vinna þarf að hér á landi á þessu sviði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 19. júní.

Lesa meira
Radherra ræðir við Nick Cariglia yfirlækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri

18/6/2013 : Ráðherra heimsótti heilsugæsluna og sjúkrahúsið á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti síðastliðinn föstudag Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Akureyrar til að kynna sér starfsemina og ræða ýmis málefni stofnananna sem eru ofarlega á baugi. Nýtt röntgentæki sem stórbætir greiningar var formlega tekið í notkun á sjúkrahúsinu við þetta tækifæri.

Lesa meira
Karsten Hansen heilbrigðisráðherra Færeyja, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Íslands og Steen Lynge heilbrigðisráðherra Grænlands

18/6/2013 : Þriggja ára áætlun um sjálfbæra norræna velferð ýtt úr vör

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fund norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í Stokkhólmi í liðinni viku. Á fundinum var ýtt úr vör þriggja ára áætlun um sjálfbæra norræna velferð sem Norðurlandaþjóðirnar munu vinna að sameiginlega.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

18/6/2013 : Ísland til eftirbreytni á sviði starfsendurhæfingar og atvinnumála fatlaðra

Framkvæmd Íslands á alþjóðasamþykkt nr. 159 um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra var valin til umfjöllunar á yfirstandandi þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem dæmi um framkvæmd samþykktar sem gæti orðið öðrum ríkjum til eftirbreytni.

Lesa meira
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

14/6/2013 : Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir ráðin aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ráðið Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Inga Hrefna er 31 árs gömul fædd 18. nóvember 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði.

Lesa meira
Réttarhamar

13/6/2013 : Hæstiréttur staðfestir að réttur til almannatrygginga byggist á búsetu

Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið voru í dag sýknuð í Hæstarétti af öllum kröfum einstaklings um meintar ólögmætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Með dóminum er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft fasta búsetu hér á landi.

Lesa meira
Fólksfjöldi

13/6/2013 : Niðurstöður framtíðarþings um farsæla öldrun

Farsæl öldrun felst meðal annars í því að aldraðir njóti virðingar sem þegnar samfélagsins og séu ekki skilgreindir út frá elli, hrumleika og vangetu. Mikilvægt er að aldraðir haldi reisn sinni, virðing sé borin fyrir skoðunum og gjörðum þeirra og þeir spurðir álits. Þetta segir í niðurstöðum þings um farsæla öldrun sem haldið var 7. mars síðastliðinn.

Lesa meira

11/6/2013 : Árvekni gegn heimilisofbeldi

Býrð þú við ofbeldi? Þetta er yfirskrift bæklings sem dreift hefur verið í öll hús á Suðurnesjum með upplýsingum um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvar sé hægt að leita sér hjálpar. Gerð bæklingsins er hluti af árverkniverkefni Suðurnesjavaktarinnar sem tengist jafnframt áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum.

Lesa meira
Ungbarn

11/6/2013 : Burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði hvergi lægri en á Íslandi

Ný samanburðarrannsókn á heilsu þungaðra kvenna og nýfæddra barna í Evrópu sýnir að burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði er hvergi lægri en á Íslandi.

Lesa meira
Jóhann Jónsson, skurðlæknir. Sveinn Magnússon skrifstofustjóri, Björn Zoëga forstjóri og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

6/6/2013 : Heilbrigðisráðherra heimsótti Landspítala

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti í dag starfsstöðvar Landspítala á Landakoti, við Hringbraut, í Fossvogi og á Kleppi. Ráðherra ræddi við starfsfólk og kynnti sér starfsemina.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Jón Aðalsteinn Jóhannsson heimilislæknir og Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri

5/6/2013 : Heilbrigðisráðherra heimsótti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti höfuðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hann ræddi við stjórnendur og kynnti sér starfsemina. Um 550 manns starfa hjá heilsugæslunni sem þjónar um 180.000 manns. Árlegur rekstrarkostnaður er um 5,3 milljarðar króna á ári.

Lesa meira
Umboðsmaður skuldara

5/6/2013 : Tímamótadómur varðandi endurútreikning ólögmætra gengistryggðra lána

Umboðsmaður skuldara segir niðurstöðu Hæstaréttar í máli Plastiðjunnar ehf. marka tímamót varðandi réttarstöðu lántaka vegna endurútreiknings ólögmætra gengistryggðra lána. Fordæmisgildi dómsins sé skýrt og hvetur umboðsmaður fjármálafyrirtæki til að hraða endurútreikningi lána í samræmi við það.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

4/6/2013 : Dregið úr skerðingum hjá lífeyrisþegum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun á næstunni leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp sem miðar að því að draga úr þeim skerðingum sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir frá árinu 2009. Ráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á ársfundi Tryggingastofnunar í dag.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

31/5/2013 : Betri heilsa og léttara líf án tóbaks

Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skrifar í tilefni dagsins um mikilvægi tóbaksvarna.

Lesa meira
Matthías Páll Imsland

30/5/2013 : Matthías Páll Imsland ráðinn aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ráðið Matthías Pál Imsland aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Lesa meira

29/5/2013 : Rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum

Niðurstöður nýrrar eigindlegrar rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið veita mikilvæga innsýn í margbreytilegar birtingarmyndir ofbeldis gegn fötluðum konum, við hvers konar aðstæður það á sér stað og afleiðingarnar sem það hefur. Lesa meira
Kristján Þór Júlísson heilbrigðisráðherra og Guðbjartur Hannesson fyrrverandi velferðarráðherra

24/5/2013 : Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneyti

Kristján Þór Júlíusson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, kom til starfa í velferðarráðuneytinu í dag þar sem hann gegnir embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem tók formlega til starfa á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson fyrrverandi velferðarráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

24/5/2013 : Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra í velferðarráðuneyti

Eygló Harðardóttir. 2. þingmaður Suðvesturkjördæmis kom til starfa í velferðarráðuneytinu í dag þar sem hún gegnir embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem tók formlega til starfa á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

23/5/2013 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2013

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra úthlutaði í byrjun maí sl. úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2013. Alls var úthlutað um 366 milljónum króna til 12 verkefna sem stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra.

Lesa meira

15/5/2013 : Samningur um tannlækningar barna tekur gildi í dag

Samningur Sjúkratrygginga Íslands við Tannlæknafélag Íslands um tannlækningar barna tekur gildi í dag.

Lesa meira
Lyfjamál

13/5/2013 : Nýtt og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi lyfja tók gildi 4. maí sl.

Með nýju greiðsluþátttökukerfi sitja allir við sama borð þar sem fólki er ekki mismunað eftir því hvaða sjúkdóma það glímir við og hvaða lyf það notar. Allir greiða upp að ákveðnu marki eftir sömu reglum en eru vel varðir fyrir miklum lyfjakostnaði þurfi þeir á mörgum eða dýrum lyfjum að halda, andstætt því sem var í gamla kerfinu.

Lesa meira

6/5/2013 : Loftgæði og lýðheilsa í brennidepli

Áhrif loftgæða á heilsufar, þróun loftmengunar síðustu ár og hvaða aðgerðir eru mögulegar til að bæta loftgæði voru umfjöllunarefnin á málþingi um loftgæði og lýðheilsu sem haldið var úr skömmu þar sem fylgt var úr hlaði nýju riti stýrihóps á vegum ráðuneytanna um þessi mál.

Lesa meira
Húsin í bænum

2/5/2013 : Námskeið um réttindi leigjenda 15. maí

Neytendasamtökin standa fyrir námskeiði um réttindi leigjenda 15. maí næstkomandi. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað leigjendum en einnig þeim sem leigja út íbúðarhúsnæði. Markmiðið er að kynna helstu atriði húsaleigulaga og gera fólk betur í stakk búið til að leysa ágreining sem upp kann að koma við framkvæmd leigusamninga.

Lesa meira

2/5/2013 : Drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti til umsagnar

Velferðarráðuneytið birti þann 16. apríl til umsagnar drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað. Minnt er á að umsagnarfrestur rennur út 8. maí næstkomandi.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

30/4/2013 : Um 270 tannlæknar orðnir aðilar að samningi um tannlækningar barna

Stöðugt fjölgar tannlæknum sem gerast aðilar að samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélagi Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára og eru þeir nú um 270. Listi yfir tannlæknana er aðgengilegur á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

26/4/2013 : Umönnunarbætur, greiðsludreifing og endurgreiðslur umtalsverðs kostnaðar

Velferðarráðuneytið vekur athygli á ýmsum úrræðum sem nýtast munu fólki til að mæta útgjöldum í nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja sem tekur gildi 4. maí næstkomandi.

Lesa meira
Lyfjamál

26/4/2013 : Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði í nýju kerfi

Sjúkratryggingar Íslands hafa boðið lyfsölum aðild að samningi um dreifingu lyfjakostnaðar vegna greiðsluerfiðleika. Samkvæmt honum munu einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar geta dreift greiðslum. Kostnaðardreifingin verður einstaklingum að kostnaðarlausu.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

26/4/2013 : Að gefnu tilefni: Úrbætur í meðferðarmálum barna og ungmenna

Veittar voru 35 milljónir króna af fjárlögum árið 2012 til að styrkja stöðu Stuðla og efla meðferðarstarf fyrir börn og ungmenni. Fjárveitingin var liður í viðbrögðum velferðarráðuneytisins til að hrinda í framkvæmd tillögum til úrbóta sem lagður var grunnur að í skýrslu Barnaverndarstofu sem stofan vann eftir ítarlegt samráð við Barnavernd Reykjavíkur og  fleiri barnaverndarnefndir..

Lesa meira
Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar

24/4/2013 : Hagstofan undirbýr birtingu félagsvísa í haust

Hagstofa Íslands stefnir að því að birta félagsvísa á vef stofnunarinnar í byrjun september. Félagsvísar eru safn fjölbreyttra tölfræðilegra upplýsinga sem varpa ljósi á félagslegar aðstæður ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan mun birta og uppfæra félagsvísana reglulega samkvæmt samningi stofnunarinnar, velferðarráðuneytis og fjármála- og efnahgsráðuneytis sem gerður var í lok síðasta árs.

Lesa meira
Farsæld. Baráttan gegn fátækt á Íslandi

24/4/2013 : Tillögur starfshóps velferðarráðherra á grundvelli skýrslu um Farsæld

Starfshópur í velferðarráðuneytinu sem velferðarráðherra fól að vinna tillögur um aðgerðir til að vinna gegn fátækt hefur skilað honum niðurstöðum sínum. Tillögurnar byggjast á skýrslu Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík; Farsæld – baráttan gegn fátækt á Íslandi.

Lesa meira
Kristný Steingrímsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknarinnar

24/4/2013 : Niðurstöður nýrrar rannsóknar á sviði barnaverndar

Niðurstöður rannsóknar þar sem kannaðar voru aðgerðir barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra voru kynntar í velferðarráðuneytinu í gær. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu efni hér á landi.

Lesa meira
Landspítali

23/4/2013 : Velferðarráðherra ávarpaði ársfund Landspítala

Heilbrigðismál hafa verið áberandi umfjöllunarefni í kosningabaráttunni að undanförnu sem er góðra gjalda vert en það veldur áhyggjum hve oft hefur verið farið frjálslega með staðreyndir og umræðan verið yfirborðskennd, sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á ársfundi Landspítala sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í dag.

Lesa meira
Fjölskyldumynd

23/4/2013 : Starfshópur um karla og jafnrétti skilar skýrslu til velferðarráðherra

Starfshópur um karla og jafnrétti, sem skipaður var af velferðarráðherra til að fjalla um hlut karla í jafnréttismálum, hefur skilað skýrslu til ráðherra með fimmtán tillögum að sérstökum aðgerðum, rannsóknum og verkefnum.

Lesa meira
Hreint loft

22/4/2013 : Málþing um loftgæði og lýðheilsu, 24. apríl

Málþing um loftgæði og lýðheilsu verður haldið miðvikudaginn 24. apríl í tengslum við dag umhverfisins. Málþingið verður á Nauthóli, Öskjuhlíð kl. 10 – 12 og er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Á málþinginu er fylgt úr hlaði nýútkomnu riti um sama efni.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

19/4/2013 : Rangar staðhæfingar í undirskriftalista gegn nýju lyfjagreiðsluþátttökukerfi

Í undirskriftalista þar sem skorað er á velferðarráðherra um að hætta við fyrirhugaðar breytingar á greiðsluþátttöku vegna lyfjakostnaðar eru ýmsar rangar staðhæfingar sem ráðuneytið telur skylt að leiðrétta. Fólk er hvatt til að kynna sér staðreyndir málsins.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

19/4/2013 : Samningur um tannlækningar barna samþykktur

Samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands (TÍ) um barnatannlækningar var samþykktur með 90% greiddra atkvæða á fundi félagsins í gær. Frá þessu er greint á vef TÍ. Samningurinn tekur gildi 15. maí næstkomandi.

Lesa meira
Frá undirritun samkomulagsins í Sundabúð

17/4/2013 : Rekstur Sundabúðar og heimahjúkrunar í Vopnafirði í hendur heimamanna

Vopnafjarðarhreppur tekur að sér rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar og þjónustu heimahjúkrunar við íbúa sveitarfélagsins samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í dag milli sveitarfélagsins annars vegar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands og velferðarráðuneytisins hins vegar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

16/4/2013 : Drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti til umsagnar

Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað. Umsagnarfrestur rennur út 8. maí næstkomandi.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður

16/4/2013 : Tillögur um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs

Starfshópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að gera tillögur um horfur og hlutverk Íbúðalánasjóðs til framtíðar hefur skilað ráðherra tillögum sínum og kynnti hann skýrslu hópsins á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Frá afhendingu ritsins um loftgæði og heilsufar á Íslandi

16/4/2013 : Úttekt á loftgæðum og lýðheilsu

Stýrihópur skilaði í dag Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, riti sem inniheldur úttekt á loftgæðum og lýðheilsu þeim tengdum. Efnt verður til málþings í næstu viku til að fylgja ritinu eftir.

Lesa meira
Landspítali í Fossvogi

15/4/2013 : Endurgreiðslur umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp, lyf og þjálfun

Velferðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun. Með umtalsverðri hækkun fjárhæða og tekjumarka er meðal annars leitast við að mæta aðstæðum tekjulágra sem kunna að lenda í erfiðleikum með upphafsgreiðslur fyrir lyf í nýju lyfjagreiðsluþátttökukerfi.

Lesa meira

13/4/2013 : Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

Þann 4. maí tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum. Meginmarkmiðið er að auka jafnræði og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum. Mikilvægt er að fólk kynni sér breytingarnar sem nýtt kerfi hefur í för með sér. Lesa meira
Frá vinstri: Guðlaug Björnsdóttir SÍ, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Kristín Heimisdóttir formaður Tannlæknafélags Íslands

11/4/2013 : Samningur um tannlækningar barna í höfn

Tímamót urðu í dag þegar undirritaður var samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.  Liðið er 21 ár frá því að síðast var gerður heildstæður samningur um tannlækningar en sá samningur rann út í árslok 1998.

Lesa meira
Lyfjamál

9/4/2013 : Undirbúningur að innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis lyfja

Velferðarráðherra hefur staðfest reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði vegna upptöku nýs greiðsluþátttökukerfis sem tekur gildi 4. maí næstkomandi. Jafnframt verða hækkaðar fjárhæðir í reglugerð sem kveður á um endurgreiðslu kostnaðar vegna umtalsverðs kostnaðar fólks við læknishjálp, lyf og þjálfun.

Lesa meira
Mannamót

9/4/2013 : Heimilum í fjárhagsvanda fækkar í fyrsta sinn eftir hrun

Vanskil húsnæðislána eða leigu stóðu í stað árið 2012 en nokkuð dró úr vanskilum annarra lána. Heimilum sem eiga erfitt með að ná endum saman fækkaði frá fyrra ári og fleiri heimili gátu mætt óvæntum útgjöldum. Heimilum í fjárhagsvanda fækkaði milli ára í fyrsta sinn frá árinu 2008. Þetta kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofunnar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

9/4/2013 : Átak um sumarstörf fyrir 650 námsmenn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um ráðstöfun 250 milljóna króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn.

Lesa meira
Hjúkrunarheimilið Ísafold. -/Mynd af vef Garðabæjar

8/4/2013 : Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa tekið í notkun í Garðabæ

Ísafold heitir nýtt hjúkrunarheimili við Sjáland í Garðabæ sem tekið var í notkun um helgina. Heimilið er byggt samkvæmt samningi velferðarráðuneytisins og Garðabæjar eftir svokallaðri leiguleið. Með opnun þess bætast við 20 ný hjúkrunarrými í Garðabæ.

Lesa meira
Barnahús

8/4/2013 : Skilvirkari úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum börn

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja tæpum 80 milljónum króna í forgangsaðgerðir til að efla úrræði vegna kynferðirbrota gegn börnum. Jafnframt er lagt til að veitt verði 110 milljóna króna aukafjárveiting til kaupa á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis.

Lesa meira

5/4/2013 : Þjónusta aukin á Sólvangi og rekstrarstaðan styrkt

Þjónusta við aldraða í Hafnarfirði verður aukin með fjölgun hjúkrunarrýma og nýjum dagvistarrýmum á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Þetta er liður í aðgerðum til að bæta rekstrarstöðu heimilisins. Jafnframt mun heimilið afla aukinna sértekna og hagrætt verður í rekstri.

Lesa meira
Háskóli Íslands

5/4/2013 : Fjármögnun tryggð fyrir byggingu 95 stúdentaíbúða í Reykjavík

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem heimilar Íbúðalánasjóði að veita Félagsstofnun stúdenta 90% lán með 3,5% vöxtum til að byggja 95 íbúðir í Brautarholti 7 í Reykjavík.

Lesa meira
Embætti landlæknis

5/4/2013 : Heilbrigðisstefna á Íslandi árangursrík samkvæmt evrópskri rannsókn

Ísland er í þriðja sæti þegar borinn er saman árangur af heilbrigðisstefnum 43 Evrópuríkja samkvæmt nýlegri evrópskri rannsókn. Svíþjóð og Noregur eru í fyrsta og öðru sæti.

Lesa meira
Stjórnarráðið

4/4/2013 : Samantekt um fjárhagsstöðu heimilanna

Sértæk úrræði fyrir heimili í skuldavanda hafa skilað miklum árangri en þau duga ekki þeim sem eru í mestum greiðsluerfiðleikum. Fjárhagsvandi fólks einskorðast ekki við fasteignalán og því þarf aðgerðir sem styðja við heimili í greiðsluvanda án tillits til búsetukosta. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greinargerð um fjárhagsstöðu heimilanna.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

4/4/2013 : Úthlutun 35 milljóna króna í styrki til atvinnumála kvenna

Velferðarráðherra úthlutaði í gær styrkjum til atvinnumála kvenna í samræmi við tillögu ráðgjafarnefndar. Alls bárust 245 umsóknir umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna hvaðanæva af landinu. Ákveðið var að veita styrki til 29 verkefna og hlutu fjögur þeirra hámarksstyrk, þ.e. þrjár milljónir króna.

Lesa meira

2/4/2013 : Opinn fundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs 12. apríl

Fjallað verður um hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta unnið að því að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og stuðlað þannig að fjölskylduvænni vinnustöðum og samfélagi, á fundi sem haldinn verður á Hótel KEA á Akureyri föstudaginn 12. apríl næstkomandi. Lesa meira

27/3/2013 : Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands lætur af störfum

Velferðarráðherra hefur að ósk Einars Rafns Haraldssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands, veitt honum lausn frá störfum frá 1. apríl næstkomandi.  Þórhallur Harðarson, fulltrúi forstjóra, hefur verið settur til að gegna starfinu frá sama tíma. Lesa meira
Velferðarráðuneytið

27/3/2013 : Tæpum 9 milljónum króna úthlutað úr þróunarsjóði innflytjendamála

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur úthlutað styrkum úr þróunarsjóði innflytjendamála árið 2013. Veittir voru styrkir til fimmtán verkefna sem öllum er ætlað er að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að mæta þörfum þeirra og aðstæðum.

Lesa meira
Alþingishúsið

21/3/2013 : Breyting á lögum um starfsmannaleigur samþykkt á Alþingi

Frumvarp velferðarráðherra um breytingu á lögum um starfsmannaleigur var samþykkt á Alþingi í dag. Með breytingunni er meðal annars lögfestur réttur starfsmanna sem ráðnir eru til starfa í gegnum starfsmannaleigur til sömu starfskjara og aðbúnaðar og þeir hefðu notið ef um beina ráðningu hefði verið að ræða.

Lesa meira
Frá afhendingu gæðastyrkjanna í velferðarráðuneytinu

19/3/2013 : Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í velferðarþjónustu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti í dag styrki til sex verkefna í velferðarþjónustu sem tengjast samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og eiga að stuðla að umbótum, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Styrkirnir nema samtals 2,2 milljónum króna.

Lesa meira
Það gæti verið þú sem hjálpar

19/3/2013 : Tilkynningarskylda um ofbeldi áréttuð í póstkorti til landsmanna

Landsmenn eru hvattir til að taka þátt í að útrýma kynferðislegu ofbeldi gegn börnum með póstkorti sem dreift er á öll heimili um þessar mundir. Með póstkortinu er almenningur minntur á það alvarlega viðfangsefni sem ofbeldi gegn börnum er og þá skyldu fólks að tilkynna barnavernd ef grunur vaknar um að barn búi við ofbeldi eða misnotkun.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

18/3/2013 : Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál

Grein eftir Guðbjart Hannesson sem birtist í Fréttablaðinu 16. mars um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Lesa meira

15/3/2013 : Stuttmyndin Fáðu já! hlaut verðlaun í Tallin

Stuttmyndin Fáðu já! – um mörkin milli ofbeldis og kynlífs vann til verðlauna á ráðstefnu þrjátíu Evrópuríkja sem nú stendur yfir í Tallinn. Ráðstefnan er liður í samstarfi um netöryggisáætlun Evrópusambandsins en Ísland er meðal þeirra ríkja sem starfa eftir þeirri áætlun. Lesa meira
Velferðarráðuneytið

15/3/2013 : Úthlutun styrkja til félagasamtaka

Velferðarráðherra hefur úthlutað styrkjum til félagasamtaka sem starfa á verkefnasviði ráðuneytisins og njóta ekki framlaga á fjárlögum.  Til ráðstöfunar voru 380 milljónir króna og voru veittir 95 styrkir til fjölbreyttra verkefna á hendi 79 félagasamtaka.

Lesa meira
Stöðvum ofbeldi gegn konum

14/3/2013 : Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi

Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðannastendur nú yfir í New York og fjallar að þessu sinni um ofbeldi gegn konum og stúlkum, baráttuna gegn því og leiðir til forvarna.

Lesa meira
Jafnréttisstofa

11/3/2013 : Tölfræðilegar upplýsingar um konur og karla á Íslandi

Út er kominn bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2013 sem Jafnréttisstofa gefur út í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið. Þar eru birtar helstu tölur um hlutföll og stöðu kynjanna í ýmsum málaflokkum og þannig veitt ákveðin yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi.

Lesa meira
Embætti landlæknis - Directorate of helath

8/3/2013 : Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2013

Embætti landlæknis auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Lýðheilsujóði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf og er að þessu sinni lögð áhersla á verkefni sem tengjast áfengis- og vímuvörnum, tóbaksvörnum, heilbrigðum lifnaðarháttum eða geðrækt.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

8/3/2013 : Norrænir gæðavísar og samanburður á tannheilsu

Út er komin áfangaskýrslan Quality indicators in oral health care: A Nordic project. Proceedings in 2012, þar sem birtar eru nýjustu upplýsingar um 12 samnorræna gæðavísa um tannheilsu á Norðurlöndunum. 

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

7/3/2013 : Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi

„Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar“ segir velferðarráðherra í blaðagrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

5/3/2013 : Tímamótafrumvarp um almannatryggingar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni og grundvallarbreytingar á réttindum ellilífeyrisþega. Meginmarkmiðið er að einfalda löggjöfina, skýra betur réttindi lífeyrisþega og styrkja stöðu aldraðra.

Lesa meira
Jafnréttisstofa

4/3/2013 : Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

Í tilefni alþjólegs baráttudags kvenna þann 8.mars verður haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?“ Lesa meira

28/2/2013 : Evrópski jafnlaunadagurinn

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er fjallað um launamun kynja í aðildarríkjunum. Til að varpa ljósi á vandamálið og auðvelda aðildarríkjunum að vinna gegn launamisrétti hefur framkvæmdastjórnin tekið saman gögn og upplýsingar um fyrirmyndaaðgerðir.

Lesa meira
Farsæld. Baráttan gegn fátækt á Íslandi

28/2/2013 : Skýrsla um Farsæld og baráttu gegn fátækt kynnt í velferðarráðuneytinu

Samstarfshópur um enn betra samfélag sem stendur að nýlegri skýrslu um Farsæld og baráttu gegn fátækt á Íslandi kynnti efni hennar og áherslur á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Velferðarráðherra segir skýrsluna og hugmyndafræðina sem þar er kynnt góðan grundvöll að byggja á í umræðu um fátækt á Íslandi.

Lesa meira

28/2/2013 : Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma

Fimmtudagurinn 28. febrúar er tileinkaður umræðu um sjaldgæfa sjúkdóma. Víða um heim sameinast sjúklingahópar með sjaldgæfa sjúkdóma um að efla vitund almennings um sjaldgæfa sjúkdóma og stöðu þeirra milljóna einstaklinga sem þeir hafa áhrif á. Lesa meira
Sjúkratryggingar Íslands

27/2/2013 : Aukin rafræn þjónusta vegna afgreiðslu hjálpartækja og næringarefna

Upplýsingar um afgreiðslu og réttindi einstaklinga um hjálpartæki og næringarefni eru nú aðgengileg rafrænt notendum og seljendum í þjónustugáttum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Því þarf ekki lengur að framvísa samþykkt eða innkaupaheimild frá SÍ fyrir hjálpartækjum og næringarefnum við afgreiðslu hjá seljendum.

Lesa meira
Eldri borgari

22/2/2013 : Kröfulýsing fyrir öldrunarþjónustu

Velferðarráðuneytið hefur gefið út kröfulýsingu fyrir öldrunarþjónustu. Þar koma fram lágmarkskröfur sem velferðarráðuneytið gerir til þeirra sem annast rekstur hjúkrunar- dvalar- og dagdvalarrýma og til þjónustunnar sem þeir skulu veita.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

20/2/2013 : Að gefnu tilefni: Staðreyndir um hjúkrunarrými á Suðurlandi

Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um þjónustu við aldraða á dvalar- og hjúkrunarheimilum á Suðurlandi. Í fréttinni koma fram nokkrar staðreyndavillur um stöðu þessara mála sem velferðarráðuneytið telur skylt að leiðrétta.

Lesa meira
Húsin í bænum

20/2/2013 : Ársskýrsla Neytendasamtakanna um aðstoð við leigjendur

Leigjendaaðstoðinni sem Neytendasamtökin reka samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið bárust rúmlega 1.400 erindi árið 2012 samkvæmt ársskýrslu samtakanna um þjónustuna. Samtökin hafa annast aðstoð við leigjendur samkvæmt samningi við ráðuneytið frá því vorið 2011.

Lesa meira
Landspítali - Háskólasjúkrahús í Fossvogi

18/2/2013 : Tillögur um bætt skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna

Ráðgjafahópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að fjalla um leiðir til að bæta skipulag heilbrigðiskerfisins og nýtingu fjármuna hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Tillögurnar byggjast á vinnu níu verkefnahópa sem hver um sig fjallaði um afmörkuð verkefni.

Lesa meira

15/2/2013 : Rannsókn á nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis

Í febrúar 2011 ákvað velferðarráðherra að sérstakri fjárveitingu skyldi varið til rannsóknar á nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum, en þar sem annars staðar á landinu jókst nauðungarsala á íbúðarhúsnæði.

Lesa meira
Landspítali

14/2/2013 : Landspítali - Gerum vefinn betri

Upplýsingavefur Landspítala verður uppfærður á árinu 2013 hvað varðar innihald, efnistök, skipulag efnis og útlit.  „Gerum vefinn betri“ er leiðarljós verksins sem er unnið af starfsmönnum Landspítala með stuðningi utanaðkomandi sérfræðinga.

Lesa meira
Upplýsingar á táknmáli

7/2/2013 : Séð og heyrt á vef velferðarráðuneytisins

Velferðarráðuneytið býður nú upplestur á íslensku efni á vef sínum með veflesara sem bætir verulega aðgengi blindra, sjónskerta og lesblindra að efni sem þar er birt. Jafnframt hefur ráðuneytið látið þýða á táknmál ýmsar upplýsingar um helstu viðfangsefni ráðuneytisins.

Lesa meira
ADHD og farsæl skólaganga

7/2/2013 : Ný handbók fyrir kennara um þarfir barna með ofvirkni og athyglisbrest

Að frumkvæði samráðshóps ráðuneyta um aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna hefur verið gefin út handbókin; ADHD og farsæl skólaganga. Handbókinni er ætlað að dýpka skilning þeirra sem starfa með börnum með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD), einkum á grunnskólastigi, á þörfum nemendanna og  bent er á leiðir til að mæta þeim.

Lesa meira
Safer Internet Day 2013 - merki dagsins

4/2/2013 : Málþing um réttindi og ábyrgð á netinu 5. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn í tíunda sinn á morgun 5. febrúar. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. SAFT stendur fyrir málþingi í tilefni dagsins frá kl. 13.00-16.00.

Lesa meira

1/2/2013 : Þögnin er versti óvinurinn

Börn eiga alltaf að njóta vafans skrifar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í blaðagrein í Fréttablaðinu þar sem hann fjallar um barnaverndarstarf og kynferðisbrot gegn börnum. Lesa meira
Skjaldarmerkið

28/1/2013 : Minnt á frest til að sækja um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsti fyrir nokkru eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2013. Minnt er á að umsóknum ber að skila í síðasta lagi 3. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

28/1/2013 : Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu

Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra um aukin framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum.

Lesa meira
Frá afmælishátíð Barnaspítala Hringsins

25/1/2013 : Hringskonur færa Barnaspítala Hringsins stórgjöf

Kvenfélagið Hringurinn gaf Barnaspítala Hringsins 70 milljónir króna að gjöf í dag í tilefni 10 ára afmælis spítalans. „Hringurinn á sér samastað í hjörtum landsmanna“ sagði velferðarráðherra í ávarpi við þetta tækifæri og að elja og rausnarskapur Hringskvenna í garð spítalans yrðu aldrei fullþökkuð.

Lesa meira

25/1/2013 : Endurnýjun þjónustusamnings við Sveitarfélagið Hornafjörð

Velferðarráðherra og bæjarstjórinn á Höfn í Hornafirði undirrituðu í dag nýjan þjónustusamning um rekstur sveitarfélagsins á samþættri heilbrigðis- og öldrunarþjónustu við íbúana. Ríkisstjórnin samþykkti að veita aukið fjármagn, rúmar tíu milljónir króna til verkefnisins.

Lesa meira
Frá fundi ríkisstjórnarinnar á Selfossi

25/1/2013 : Stórfelldar endurbætur á Sjúkrahúsi Suðurlands

Miklar endurbætur verða gerðar á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi sem munu gjörbreyta og bæta aðstöðu þar. Fyrsti áfangi hefst á þessu ári og verður framkvæmt fyrir um 350 milljónir króna en í heild er áætlaður kostnaður framkvæmda 1.360 milljónir króna. Velferðarráðherra kynnti framkvæmdirnar á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Eldri borgari

23/1/2013 : Tilraunaverkefni á Hrafnistu um sameiginlegt búsetuform fyrir hjón

Undanfarið hefur verið rætt um hvort og hvernig megi bregðast við aðstæðum hjóna þegar annað þeirra þarf á búsetu á hjúkrunarheimili að halda en hitt er við það góða heilsu að þess gerist ekki þörf. Velferðarráðuneytið og Hrafnista hafa að undanförnum átt í viðræðum um hvort einhverjar leiðir séu færar til að mæta aðstæðum fólks þegar svona er ástatt.

Lesa meira
Landspítali - Háskólasjúkrahús í Fossvogi

23/1/2013 : Áfram fylgst með inflúensufaraldri, stöðu og horfum

Velferðarráðuneytið fylgist grannt með þróun inflúensufaraldursins, stöðu og horfum, þótt óvissustigi vegna farsótta á Landspítala hafi verið aflétt. Faraldurinn hefur enn ekki náð hámarki og því fer fram dagleg upplýsingagjöf milli ráðuneytisins, sóttvarnalæknis og Landspítala auk þess sem ráðuneytið fylgist með þróuninni á öðrum heilbrigðisstofnunum um land allt.

Lesa meira
Stjórnarráðið

22/1/2013 : Aðgerðir gegn kynbundnum launamun samþykktar í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu velferðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um að ráðast nú þegar í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beinast að því að rétta hlut starfsstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

21/1/2013 : Stefnumörkun í tóbaksvörnum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að marka stefnu í tóbaksvörnum. Miðað er við að stefna og meginmarkmið liggi fyrir vorið 2013.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

17/1/2013 : Liðsstyrkur

Um áramótin hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem hefur að markmiði að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifar grein um verkefnið sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson og Katrín Jakobsdóttir

16/1/2013 : Nýtt samstarfsverkefni á sviði mennta- og vinnumarkaðsmála

Ráðist verður í tilraunaverkefni til eins árs til að þróa leiðir í samræmi við markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um aukið menntunarstig fólks á vinnumarkaði. Þetta er niðurstaða fundar mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra með aðilum vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í dag.

Lesa meira
Evrópusamvinna 2013

16/1/2013 : Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku samstarfi

Á morgun, 17. janúar, verður haldin kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi á Háskólatorgi. Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á fjölmörgum sviðum.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson, Agathe Fontain og Karsten Hansen

15/1/2013 : Vestnorrænir ráðherrar ræddu samstarf á sviði heilbrigðismála

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi meðal annars um möguleika á auknu samstarfi á sviði lyfjamála með áherslu á lyfjaöryggi, þegar hann fundaði með Karsten Hansen, heilbrigðisráðherra Færeyja, og Agathe Fontain, heilbrigðisráðherra Grænlands, á Ísafirði í gær.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson og Jón Gnarr ásamt Lindu Rós Alfreðsdóttur, Önnu Kristinsdóttur og Hilmu Sigurðardóttur

10/1/2013 : Samningur um stuðning við afganskar flóttafjölskyldur

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í dag samning sem kveður á um aðstoð og stuðning sem Reykjavíkurborg mun veita þremur afgönskum flóttafjölskyldum frá Íran sem komu til landsins í lok nýliðins árs.

Lesa meira

9/1/2013 : Útgjöld vegna geðrofslyfja lækka

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi í kjölfar reglugerðarbreytingar sem beinir lyfjanotkuninni að hagkvæmustu pakkningunum. Í kjölfar breytingarinnar hefur töluverður fjöldi dýrari geðrofslyfja lækkað í verði.

Lesa meira
Fjölbýlishús

8/1/2013 : Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Prófnefnd leigumiðlara heldur námskeið og próf sem veitir réttindi til leigumiðlunar í febrúar og mars ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er haldið í samstarfi velferðarráðuneytisins og Endurmenntunar Háskóla Íslands. Tilkynna skal um þátttöku eigi síðar en 28. janúar næstkomandi.

Lesa meira
Frá afhendingu verðlaunanna. Ljósmynd: Gunnar Sverrisson

7/1/2013 : Verðlaun fyrir verkefni um forvarnir og heilsueflingu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti Birnu Þórisdóttur verðlaun velferðarráðuneytisins fyrir verkefni á sviði forvarna og heilsueflingar, við slit ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum 4. janúar síðastliðinn.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

7/1/2013 : Skipun aðgerðahóps um launajafnrétti kynjanna

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna. Hópurinn er skipaður til tveggja ára.

Lesa meira

7/1/2013 : Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2013

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2013. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira
Tryggingastofnun

3/1/2013 : Bætur almannatrygginga hækka um 3,9%

Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um hækkanir á greiðslum til lífeyrisþega um áramótin. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9%. Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar, s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót.

Lesa meira
Guðbjartur Hannesson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

3/1/2013 : Átaksverkefni um 210 störf og vinnumarkaðsúrræði í Hafnarfirði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samkomulag um framkvæmd átaksverkefnisins; Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Alls verða til 210 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði í bænum í tengslum við átakið.

Lesa meira

2/1/2013 : Samningur um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur endurnýjaður

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Mannréttindaskrifstofan hefur sinnt slíkri þjónustu undanfarið ár og er samningurinn endurnýjaður í ljósi góðrar reynslu af verkefninu.

Lesa meira