Fréttir

Lyf

30/12/2014 : Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar um áramót

Hlutur sjúkratryggðra í lyfjakostnaði lækkar 1. janúar 2015 samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út. Þak á árlegum hámarkskostnaði lyfjanotenda lækkar um 10%; fer hjá  almennum notendum úr 69.416 kr. í 62.000 kr. og hjá börnum og lífeyrisþegum og ungmennum yngri en 22. ára  úr 46.277 kr. í 41.000 kr.

Lesa meira

30/12/2014 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2014 

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira

30/12/2014 : Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015–2019. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 13. janúar 2015.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson og Ólafur Áki Ragnarsson

30/12/2014 : Heimahjúkrun og rekstur Sundabúðar áfram á hendi Vopnfirðinga

Heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri Vopnarfjarðarhrepps undirrituðu í dag endurnýjaðan samning sem felur í sér að Vopnafjarðarhreppur mun áfram sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar og heimahjúkrunar í sveitarfélaginu. 

Lesa meira
Stjórnarráðið

30/12/2014 : Félagsvísar kynntir í ríkisstjórn

Mikilvægar upplýsingar um fjölmörg atriði sem tengjast lífskjörum þjóðarinnar og ólíkum aðstæðum hópa, s.s. eftir fjöskyldugerð, kyni og aldri eru í nýjum Félagsvísum sem nú hafa verið birtir í þriðja sinn. Félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti Félagsvísana á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Lesa meira
Rúna Haukdsóttir Hvannberg

30/12/2014 : Rúna Hauksdóttir Hvannberg skipuð forstjóri Lyfjastofnunar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Rúnu Hauksdóttur Hvannberg í embætti forstjóra Lyfjastofnunar. Átta sóttu um embættið. Sérstök nefnd sem ráðherra skipaði til að leggja mat á hæfni umsækjenda taldi tvo þeirra hæfasta til að gegna embættinu og var Rúna annar þeirra.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

22/12/2014 : Starfsendurhæfing verði tryggð þeim sem þurfa

Félags- og húsnæðismálaráðherra harmar að Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hyggist hafna 200 milljóna króna framlagi sem sjóðnum er ætlað í fjárlögum næsta árs. Áhersla verður lögð á að tryggja fólki atvinnutengda starfsendurhæfingu í samræmi við lög telji VIRK sig ekki geta veitt hana.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir

19/12/2014 : Neyðarvistun vegna mansals verður í Kvennaathvarfinu

Félags- og húsnæðismálaráðherra og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins undirrituðu í dag samning sem tryggir örugga neyðarvistun í Kvennaathvarfinu fyrir konur sem sætt hafa mansali eða grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. 

Lesa meira
Hjálpartæki

19/12/2014 : Tillögur um breytingar á bifreiðamálum hreyfihamlaðs fólks

Starfshópur sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði hefur skilað skýrslu með tillögum um margvíslegar breytingar á fyrirkomulagi stuðnings hins opinbera við hreyfihamlaða vegna bifreiðamála. Ráðherra kynnti tillögur hópsins á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

19/12/2014 : Tekjuviðmið vegna frekari uppbótar á lífeyri hækkar um 12,5%

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að hækka tekjuviðmið vegna frekari uppbótar á lífeyri um 12,5% frá 1. janúar næstkomandi. Viðmiðið fer úr 200.000 kr. á mánuði í 225.070 kr. og verður þar með jafn hátt framfærsluviðmiði þeirra sem búa einir.

Lesa meira
Sjúkraskrár og gagnasöfn

19/12/2014 : Reglugerð og fyrirmæli um öryggi sjúkraskráa til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að reglugerð um sjúkraskrár og drög að fyrirmælum Embættis landlæknis um öryggi sjúkraskráa. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 9. janúar 2015.

Lesa meira
Landspítali í Fossvogi

18/12/2014 : Aukin aðstoð við fórnarlömb ofbeldis

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita geðsviði Landspítala framlag til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings sem veita á þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð, svo sem vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis.

Lesa meira
Lífsýnasöfn

18/12/2014 : Tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsóknum um heilsufar

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa setningu reglugerðar með stoð í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, þar sem fjallað verði um hvenær og hvernig eigi að tilkynna þátttakanda í vísindarannsókn um mikilvæga þætti sem fram koma varðandi heilsu hans.

Lesa meira
Ráðherrarnir undirrita samstarfsyfirlýsinguna

18/12/2014 : Ráðherrar innsigla víðtækt samstarf gegn ofbeldi

Efnt verður til víðtæks samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis, lögreglu og ákæruvalds til að efla aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Þrjú ráðuneyti munu leiða samráðið eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu sem ráðherrar þessara ráðuneyta undirrituðu í dag.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

17/12/2014 : MST fjölkerfameðferð verður veitt um allt land.

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Barnaverndarstofu aukið fjármagn sem gerir henni kleift að veita svokallaða MST fjölkerfameðferð um allt land. Úrræðið er ætlað fjölskyldum 12-18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum.

Lesa meira

12/12/2014 : Málþing: Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur

Haldið verður málþing í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?" Lesa meira
Mat á störfum Velferðarvaktarinnar

11/12/2014 : Velferðarvakt skiptir máli

Fyrstu niðurstöður mats á störfum Velferðarvaktarinnar árin 2009-2014 benda til þess að Velferðarvaktin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í kjölfar efnahagshrunsins og stuðlað að úrbótum í þágu ýmissa hópa í samfélaginu sem þurftu á stuðningi að halda.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

9/12/2014 : Framtíðarstefna mótuð í fæðingarorlofsmálum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem móta á tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum hér á landi.

Lesa meira
Ráðgjöf

9/12/2014 : Þjónustusamningur um leigjendaaðstoð endurnýjaður

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í gær  samning sem felur í sér áframhaldandi þjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2015.

Lesa meira

3/12/2014 : Múrbrjótar veittir á alþjóðadegi fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti í dag verðlaunin; Múrbrjótinn, fyrir hönd Þroskahjálpar í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun sem styður við þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Lesa meira
Skurðaðgerð

3/12/2014 : Áhrif fjármálakreppu á heilbrigðiskerfi Evrópulanda

Ný skýrsla OECD sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hefur reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð. Helstu áskoranir stjórnvalda eru að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfyllir kröfur um gæði.

Lesa meira
Alþingishúsið

3/12/2014 : Forsendur til að skilyrða fjárhagsaðstoð færðar í lög

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Eins er stefnt að því að samræma fjárhæðir fjárhagsaðstoðar milli sveitarfélaga.

Lesa meira

3/12/2014 : Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Vinnumálastofnun mun greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda 5. desember næstkomandi í samræmi við reglugerð sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gefið út. Full desemberuppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu.

Lesa meira
Landspítali

1/12/2014 : Aukið fé til uppbyggingar Landspítala skiptir sköpum

Hægt verður að bjóða út fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala, gatna- og lóðaframkvæmdir við sjúkrahótelið og byggingu þess, gangi eftir áform stjórnvalda um stóraukið fé í fjárlögum næsta árs til uppbyggingar Landspítala. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ráðstefnu samtakanna Spítalinn okkar fyrir helgi.

Lesa meira
Skurðaðgerð undirbúin

25/11/2014 : Heilbrigðisþjónusta á Norðurlöndunum í tölum, máli og myndum

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO) hefur gefið út ritið Helsestatistik for de nordiske lande 2014, þar sem dregnar eru saman viðamiklar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum og sýndur samanburður milli þjóðanna á ýmsum sviðum þjónustunnar.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

25/11/2014 : Tölfræði um félagsleg velferðarmál á Norðurlöndunum

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagslegra velferðarmála hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsmál sem gefur kost á samanburði milli landanna.

Lesa meira
Birgir Jakobsson

25/11/2014 : Birgir Jakobsson skipaður landlæknir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Birgir hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.

Lesa meira
Lyfjastofnun

24/11/2014 : Níu umsækjendur um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar

Nefnd sem heilbrigðisráðherra hefur skipað mun á næstunni fara yfir umsóknir þeirra níu umsækjenda sem sóttu um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar og meta hæfni þeirra. Skipað verður  í embættið frá 1. febrúar 2015 þegar núverandi forstjóri, Rannveig Gunnarsdóttir, lætur af störfum.

Lesa meira
Frá fundi ráðherranna

24/11/2014 : Rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar

Efla þarf norrænt samstarf um málefni vinnumarkaðarins að mati vinnumarkaðsráðherra Norðurlandanna. Á fundi sínum í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag ákváðu þeir að láta gera rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

19/11/2014 : Rúmlega 60 ára starfsemi Norræna lýðheilsuháskólans að ljúka

Starfsemi Norræna lýðheilsuháskólans í Gautaborg lýkur um komandi áramót eftir sextíu og eins árs feril. Skólinn sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina hefur frá upphafi sinnt æðri menntun og rannsóknum á sviði lýðheilsu fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og skyldum greinum.

Lesa meira

18/11/2014 : Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Lesa meira

18/11/2014 : Frumvarp um staðgöngumæðrun til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eru hér með birt til umsagnar. Frumvarpið er samið af starfshópi sem velferðarráðherra skipaði til verksins haustið 2012 í samræmi við ályktun Alþingis. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember.

Lesa meira
Verðlaunaafhendingin

13/11/2014 : Nýtt jafnlaunamerki einstakt og lýsandi

Sæþór Örn Ásmundsson bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um jafnlaunamerki sem efnt var til af aðgerðahópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Alls bárust 156 tillögur sem er met í sambærilegum keppnum sem Hönnunarmiðstöð Íslands hefur komið að.

Lesa meira
Lesið í kortin

12/11/2014 : Mikill ávinningur af gæðavottun Geislavarna ríkisins

Forstjóri Geislavarna ríkisins segir að gæðahandbók og vottað gæðakerfi sem stofnunin hefur unnið eftir frá árinu 2008 hafa skilað stofnuninni margvíslegum ávinningi og verulegri og varanlegri hagræðingu í rekstri. Heilbrigðisráðherra kynnti sér starfsemi stofnunarinnar í gær.

Lesa meira
Alþingishúsið

11/11/2014 : Tilskipun um evrópsk samstarfsráð leidd í lög

Alþingi samþykkti 23. október sl. breytingu á lögum til innleiðingar á tilskipun Evrópuráðsins um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum sem starfa í löndum Evrópska efnahagssvæðisins og hafa a.m.k. 1.000 starfsmenn.

Lesa meira
Hlutfall barna sem búa á heimilum undir lágtekjumörkum í Evrópu 2012

10/11/2014 : Barnafátækt í Evrópu næstminnst á Íslandi árið 2012

Hlutfall barna á aldrinum 0–17 ára sem búa á heimilum undir lágtekjumörkum var 10% á Íslandi árið 2012 og þar með næstlægst í Evrópu á eftir Noregi. Á sama tíma var hlutfallið í löndum Evrópusambandins 20,7% að meðaltali. Þetta kemur fram í nýjum Félagsvísum Hagstofunnar um börn og fátækt.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

10/11/2014 : Kynjahlutfall í nefndum jafnast hjá velferðarráðuneytinu

Konur voru 51% fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum velferðarráðuneytisins árið 2013 og karlar 49%. Kynjahlutfall í nefndum og ráðum ráðuneytanna er hvergi jafnara en í velferðarráðuneytinu og það er eina ráðuneytið þar sem konur eru fleiri en karlar í nefndum og ráðum.

Lesa meira
Við undirritun samnings um sjúkraflutninga

7/11/2014 : Samið um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu til sex ára

Samningar hafa tekist milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn tekur gildi 1. janúar næstkomandi og gildir til sex ára. Heilbrigðisráðherra segir samninginn kærkominn eftir langvarandi óvissu.

Lesa meira
Samantekt Kristins Tómassonar

7/11/2014 : Aðgerðir gegn einelti verði liður í vinnuverndarstefnu

Efla þarf rannsóknir á einelti á vinnustöðum og styrkja stjórnendur til að vinna gegn einelti og takast á við eineltismál ef upp koma á vinnustað. Þetta kom meðal annars fram á vel sóttum morgunverðarfundi um þessi mál sem haldinn var í dag í tilefni af árlegum degi gegn einelti.

Lesa meira
Merki viðburðanna: Saman um jafnrétti í 40 ár

5/11/2014 : Ráðstefnur um hlutastörf, jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði 12. og 13. nóvember

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

5/11/2014 : Norrænir ráðherrar jafnréttismála kalla eftir þátttöku karla í baráttunni fyrir auknu jafnrétti

Á vettvangi norræns samstarfs hefur verið lögð áhersla á aukna þátttöku og ábyrgð karla og drengja í baráttunni fyrir auknu jafnrétti. Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál hefur því ákveðið að skipaður verði starfshópur sem skili nefndinni tillögum um norrænar aðgerðir um hvernig auka megi þátttöku karla og drengja í starfi að auknu kynjajafnrétti.

Lesa meira

5/11/2014 : Morgunverðarfundur – Dagur gegn einelti

Þann 8. nóvember, verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í fjórða sinn. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tilefni dagsins efnir félags- og húsnæðismálaráðherra til morgunverðarfundar föstudaginn 7. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 08:15.

Lesa meira
Merki viðburðanna: Saman um jafnrétti í 40 ár

5/11/2014 : Ráðstefnur um hlutastörf, jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði 12. og 13. nóvember

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
Embætti landlæknis

3/11/2014 : Umsóknir um embætti landlæknis 

Velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar embætti landlæknis þann 26. september sl. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

24/10/2014 : Styrkir til gæðaverkefna árið 2014

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2014. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga.

Lesa meira
Ráðherra skráir sig í grunninn undir vökulu auga verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis

24/10/2014 : Líffæragjafar skrái vilja sinn í nýjan gagnagrunn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að skrá sig í miðlægan grunn um líffæragjafa þegar hann opnaði formlega í dag vefsvæði sem Embætti landlæknis hefur sett á fót í þessu skyni.

Lesa meira
Stjórnarráðshúsið

24/10/2014 : Efling sóttvarna og viðbúnaðar vegna ebólu

Velferðarráðuneytið og stofnanir þess hafa að undanförnu unnið að styrkingu sóttvarna og eflingu viðbúnaðar vegna ebólufaraldursins í Vestur-Afríku.  Heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag helstu verkefni sem unnið er að vegna þessa og áætlaðan kostnað vegna þeirra.

Lesa meira
Launajafnrétti

24/10/2014 : Reglugerð um jafnlaunavottun undirrituð á baráttudegi kvenna, 24. október

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðfest reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla kröfur staðalsins geta þar með fengið vottað að málsmeðferð og ákvarðanataka þeirra í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Lesa meira

24/10/2014 : Dagur átaksins; Útrýmum lömunarveiki

Á Íslandi var byrjað að bólusetja fyrir lömunarveiki (mænusótt) árið 1956 og síðasta tilfellið sem greindist hér á landi var 1960. Árið 1994 voru vesturlönd án mænuveiki og nú hefur tekist að útrýma henni í öllum löndum öðrum en Nígeríu, Afganistan og Pakistan.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ársfundi ASÍ

22/10/2014 : Áherslur ráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands

Félags- og húsnæðismálaráðherra reifaði hugmyndir um aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að lausnum í húsnæðismálum, ræddi ábyrgð atvinnurekenda í atvinnumálum fatlaðs fólks, talaði um horfur í efnahags- og atvinnumálum o.m.fl. í ræðu á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem nú stendur yfir.

Lesa meira
Meðferð

22/10/2014 : Framtíð ADHD-teymis og eftirlit með lyfjaávísunum

Heilbrigðisráðherra áformar að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítala um áframhaldandi rekstur ADHD-teymisins sem sett var á fót í byrjun síðasta árs. Gerð verður fagleg úttekt á starfsemi teymisins og eftirlit með lyfjaávísunum lækna aukið.

Lesa meira
Alþingishúsið

22/10/2014 : Samstarfsverkefni um NPA verði framlengt

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem miðar að því að framlengja samstarfsverkefni um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) til ársloka 2016. Ákvörðunin er tekin í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira
Lyfjastofnun

17/10/2014 : Forstjóri Lyfjastofnunar lætur af störfum

Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar, hefur óskað eftir því að láta af störfum 1. febrúar á næsta ári. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á þá beiðni og verður embættið auglýst laust til umsóknar innan skamms.

Lesa meira
Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála

17/10/2014 : Norrænt samstarf í heilbrigðismálum verði eflt

Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær yfirlýsingu um framtíðarsamstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála og vilja til þess að efla það á ýmsum sviðum.

Lesa meira
Við afhendingu lýðheilsuverðlaunanna 2014

17/10/2014 : Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2014

Íþrótta og ólympíusamband Íslands hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár fyrir að stuðla með starfi sínu að heilbrigðum lífsstíl almennings og þar með bættri lýðheilsu. Verðlaunin voru afhent í tengslum við fund heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í gær.

Lesa meira
Lyf

16/10/2014 : Lyfjagreiðslukerfið og reynslan af því

Um 4.000 einstaklingar hafa náð hámarksþakinu sem er á greiðsluþátttöku sjúklings í lyfjagreiðslukerfinu sem tók gildi í maí 2013. Kerfið virðist stuðla að hagkvæmari notkun lyfja og draga úr sóun eins og að var stefnt. Um 1.000 samningar hafa verið gerðir um greiðsludreifingu vegna kaupa einstaklinga á lyfjum.

Lesa meira
Landspítali

15/10/2014 : Höfðingleg tækjagjöf Lions til Landspítala

Lionshreyfingin færði Landspítala að gjöf í gær tvö tæki til augnlækninga, annars vegar sjónsviðsmæli sem leysir af hólmi eldra tæki spítalans og hins vegar nýtt tæki sem greinir augnsjúkdóma í nýfæddum og ungum börnum. Tækin tvö kosta samtals um tíu milljónir króna.

Lesa meira
Á námskeiði

14/10/2014 : Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Skráningarfrestur fyrir þá sem vilja sækja námskeið og taka próf í leigumiðlun rennur út 27. október næstkomandi. Þeir sem standast slíkt próf geta síðan sótt um leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra til leigumiðlunar og er starfsheiti þeirra leigumiðlari.

Lesa meira
Alþingishúsið

13/10/2014 : Kynningarfundur um mótun geðheilbrigðisstefnu 17. október

Vinna við mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun er hafin á vegum heilbrigðisráðherra í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og kveðið er á um í ályktun Alþingis þess efnis. Kynningarfundur um stefnumótunarvinnuna verður á Grand hóteli 17. október nk.

Lesa meira

13/10/2014 : Alþjóðleg ráðstefna um jafnréttismál á norðurslóðum

Aðstæður kvenna og karla á norðurheimsskautssvæðinu verða skoðaðar í víðum skilningi og athyglinni beint að þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku, yfirráðum auðlinda o.fl. á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum á Akureyri 30. - 31. október.

Lesa meira

10/10/2014 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála lausir til umsóknar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins, þ.e. á sviði félags- og heilbrigðismála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Lesa meira
Ingi Steinar Ingason, Embætti landlæknis, kynnir VERU

9/10/2014 : Tímamót: Rafrænn aðgangur fólks að eigin heilbrigðisupplýsingum

Tímamót urðu í heilbrigðisþjónustunni í dag þegar Heilsugæslustöðin í Glæsibæ tók í notkun heilbrigðisgáttina VERU sem veitir einstaklingum sem þar fá þjónustu rafrænan aðgang að margvíslegum upplýsingum um eigið heilsufar. Heilbrigðisráðherra opnaði gáttina formlega.

Lesa meira
Stattu með þér!

8/10/2014 : Stuttmyndin Stattu með þér frumsýnd 9. október

Stuttmyndin Stattu með þér verður frumsýnd í grunnskólum landsins á morgun, 9. október, og þá verður myndin einnig gerð aðgengileg öllum á vefnum. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Lesa meira
Íbúðalánasjóður í Borgartúni

7/10/2014 : Íbúðalánasjóður setur 400 íbúðir í sölu

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli sem hefst 17. október. Íbúðirnar verða boðnar til sölu í sjö eignasöfnum víðs vegar um landið. Fasteignamat þeirra nemur alls um 6,5 milljörðum króna.

Lesa meira
Áttaviti

7/10/2014 : Samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis sem veitt verður fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun um launajafnrétti kynja samkvæmt nýjum jafnlaunastaðli. Frestur til að skila tillögum rennur út um hádegi 5. nóvember. Veitt verður ein milljón króna í verðlaun fyrir vinningstillöguna.

Lesa meira
Vegvísir á sjúkrahúsi

7/10/2014 : Frumvarp um samræmdan rétt flóttamanna til sjúkratrygginga

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem tryggja á samræmdan rétt þeirra sem fá stöðu flóttamanna hér á landi til sjúkratrygginga og jafna þannig stöðu þeirra, verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
Leiðsöguhundar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar.

3/10/2014 : Frumvarp um sameiningu þjónustustofnana

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag lagafrumvarp um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. Frumvarpið felur í sér sameiningu þjónustustofnana í eina stofnun sem sinna mun börnum og fullorðnum vegna margvíslegrar fötlunar og sjaldgæfra sjúkdóma.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

3/10/2014 : Áherslur félags- og húsnæðismálaráðherra í málefnum aldraðra

Félags- og húsnæðismálaráðherra segir sína skoðun að flytja eigi ábyrgð á þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, rétt eins og málefni fatlaðra og menntun á grunnskólastigi. Samþætting heimaþjónustu er viðfangsefni norrænnar ráðstefnu sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

3/10/2014 : Um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu

Eftirfarandi eru viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu.

Lesa meira
Á dvalarheimili

2/10/2014 : Ólíkar aðstæður karla og kvenna á hjúkrunarheimilum

Margvíslegur munur er á högum og aðstæðum karla og kvenna á hjúkrunarheimilum, hvort sem í hlut eiga íbúar eða starfsfólk. Fjárhagslega bera konur að jafnaði minna úr býtum, hvort sem litið er til launa eða lífeyris. Þetta kemur fram í lokaskýrslu velferðarráðuneytisins um kynjaða hagstjórn sem fjallar um hjúkrunarheimili.

Lesa meira

2/10/2014 : Norræn ráðstefna um geðheilsu barna og unglinga

Geðheilsa og vellíðan barna og unglinga: Stefna og framtíðarsýn á Norðurlöndum er umfjöllunarefni ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 8. október næstkomandi. Aðalfyrirlesarar eru Arne Holte, prófessor við Óslóarháskóla, og Jonathan Campion sem meðal annars hefur starfað sem ráðgjafi breska heilbrigðisráðuneytisins á sviði geðheilbrigðismála.

Lesa meira
Haustlauf

1/10/2014 : Ráðstefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu 3. október

Velferðarráðuneytið stendur fyrir norrænni ráðstefnu um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu á Nauthól 3. október undir yfirskrifinni; Ný hugsun og þróun heimaþjónustu í hinum vestræna heimi. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á vefnum.

Lesa meira
Skipulag

1/10/2014 : Sameining heilbrigðisstofnana tók gildi í dag

Formleg sameining heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum tók gildi í dag 1. október. Yfirstjórnum heilbrigðisstofnana fækkar um átta og aðeins ein heilbrigðisstofnun starfar í hverju heilbrigðisumdæmi þótt starfsstöðvar séu víða.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

30/9/2014 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Alls er úthlutað 132 milljónum króna til 11 verkefna sem eiga að stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra og bæta öryggi og gæði öldrunarþjónustunnar.

Lesa meira
Embætti landlæknis

26/9/2014 : Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

25/9/2014 : Stjórnsýsla félagsþjónustu og barnaverndar verði skerpt og skýrð

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Skipuð hefur verið nefnd til að annast útfærslu verkefnisins.

Lesa meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar - forsíða

25/9/2014 : Málefni fatlaðs fólks: Brugðist við ábendingum Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu um eftirfylgni við allmargar athugasemdir sem stofnunin beindi til velferðarráðuneytisins árið 2010 varðandi skipulag og stjórnun málefna fatlaðs fólks. Stofnunin telur þessi mál nú í ástættanlegum farvegi og ítrekar enga af fyrri athugasemdum sínum.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Hermann Ottósson

23/9/2014 : Samningur við Rauða krossinn vegna móttöku flóttafólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, undirrituðu í gær samning um þau verkefni sem Rauði krossinn mun annast vegna móttöku flóttafólks á þessu ári.

Lesa meira
eilsugæslustöðin í Hafnarstræti

23/9/2014 : Heilsugæslustöðin á Akureyri verður hluti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri verður hluti af þjónustu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem verður til við sameiningu heilbrigðisstofnana 1. október næstkomandi. Starfsfólk heilsugæslunnar heldur óbreyttum launakjörum og réttindum við yfirfærsluna.

Lesa meira
Ofbeldi

23/9/2014 : Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, 25. september

Ný könnun á ofbeldi gegn konum í 28 Evrópulöndum verður kynnt á norrænu málþingi um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi sem haldið verður í Reykjavík 25. september. José Mendes Bota kynnir Istanbúlsamning Evópuráðsins um skyldur þjóða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og fulltrúar allra Norðurlandaþjóða kynna verkefni eða aðgerðir í sínu landi reynst hafa vel.

Lesa meira
Unnið að úrskurði

19/9/2014 : Úrskurðarnefndir sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti ríkisstjórn í dag lagafrumvarp þar sem lagt er til að sjö úrskurðar- og kærunefndir á málefnasviði ráðuneytisins verði sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála. Markmiðið er hagræðing og aukin skilvirkni.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

19/9/2014 : Eftirfylgni Ríkisendurskoðunar vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um eftirfylgni vegna ábendinga sem stofnunin gerði vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu árið 2011. Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi brugðist við öllum ábendingum sem þá voru gerðar á fullnægjandi hátt.

Lesa meira
Bakgrunnsgögn

19/9/2014 : Mótun vinnumarkaðsstefnu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd sem móta skal tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála hér á landi. Nefndinni er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir lok þessa árs.

Lesa meira
Sameining

16/9/2014 : Samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun

Hafin er samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun sem verður til samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sameiningu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Frestur til að senda inn tillögur rennur út 1. október.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir ráðherra og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri

12/9/2014 : Afganskt flóttafólk boðið velkomið til Hafnarfjarðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samning um móttöku, aðstoð og stuðning við sex manna fjölskyldu frá Afganistan sem hingað er komin á grundvelli ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks.

Lesa meira
Heilsugæslan - Miðstöð heilsuverndar

12/9/2014 : Fjárlagafrumvarpið: Efling heilsugæslu forgangsmál

Alls renna um 143 milljarðar króna til heilbrigðismála árið 2015 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Aukingin nemur um 5,3 milljörðum króna, eða um 3,9%. Efling heilsugæslu er forgangsmál og er gert ráð fyrir rúmlega 600 milljóna króna raunaukningu á framlagi til heilsugæslu og sjúkraflutninga.

Lesa meira

12/9/2014 : Nýmæli í geðheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi

Geðheilbrigðisþjónusta fyrir íbúa Suðurlands verður aukin og bætt með samstarfssamningi sem gerður hefur verið milli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Markmiðið er að byggja upp samhæfða geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.

Lesa meira
Skóflurnar á lofti

12/9/2014 : Ný hjúkrunareining við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu

Heilbrigðisráðherra og sveitarstjórar Rangárþings ytra og Ásahrepps undirrituðu í gær samkomulag um viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu og tóku fyrstu skóflustungu að framkvæmdum. Með byggingunni verður tvíbýlum á heimilinu útrýmt og sköpuð vönduð aðstaða fyrir heilabilaða heimilismenn.

Lesa meira
Í hjólastól

11/9/2014 : Helstu sérfræðingar heims funda um mænuskaða í Reykjavík

Mænuskaði, forvarnir, gagnasöfnun og rannsóknir og meðferð og umönnun þeirra sem hlotið hafa mænuskaða er umfjöllunarefni þriggja daga fundar helstu sérfræðinga í heims á þessu sviði sem funda í Reykjavík dagana 11. – 13. september.

Lesa meira
Móðir og barn

11/9/2014 : Starfshópur ræði framtíð fæðingarorlofs

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.

Lesa meira
Lyf

11/9/2014 : Staðreyndir um greiðsluþátttöku vegna S-merktra lyfja

Sjúklingar sem liggja inni á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum munu ekki taka þátt í kostnaði vegna lyfja sem þeir fá meðan á innlögn stendur frekar en verið hefur, þrátt fyrir áformaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í S-merktum og leyfisskyldum lyfjum. Greiðsluþátttakan mun einungis ná til notkunar þessara lyfja utan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.

Lesa meira
Hugsi

10/9/2014 : Forvarnir gegn sjálfsvígum

Alþjóðadagur forvarna gegn sjálfsvígum er í dag, 10. september. Af því tilefni var efnt til málþings í Iðnó í dag undir yfirskriftinni; Rjúfum þagnarmúrinn og kyrrðarstundir verða haldnar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum í kvöld kl. 20.00 í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Lesa meira
Húsin í bænum

10/9/2014 : Félagslegt húsnæði sveitarfélaga

Samtals eru tæplega 1.800 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins. Úthlutun þeirra á félagslegu húsnæði frá janúar til júní síðastliðnum svarar til þess að tæplega 8% hópsins hafi fengið úrlausn.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

10/9/2014 : Fjárlagafrumvarpið: Áhersla á almannatryggingar og lífeyrismál

Alls renna 122,6 milljarðar króna til verkefna á sviði félags- og húsnæðismála árið 2015 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta er aukning sem nemur 2,841 milljörðum frá þessu ári eða um 2,4%. Bætur lífeyrisþega eru varðar og 650 milljónum varið til hækkunar frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega.

Lesa meira
Herdís Gunnarsdóttir

5/9/2014 : Forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir.

Lesa meira
Þröstur Óskarsson

5/9/2014 : Skipun forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Þröstur Óskarsson verður forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem tekur til starfa 1. október næstkomandi samkvæmt ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Skipunin byggist á mati  lögbundinnar nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Lesa meira
Jón Helgi Björnsson

5/9/2014 : Forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands skipaður

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Jón Helga Björnsson forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem tekur til starfa 1. október. Skipunin byggist á mati lögbundinnar nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Lesa meira
Vinnumál

4/9/2014 : Skipulag vinnumarkaðsmála og athugasemdir Ríkisendurskoðunar

Velferðarráðuneytið hefur skoðað kosti og galla þess að sameina Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið. Ráðuneytið telur ekki sýnt að með því náist faglegur ávinningur eða hagræðing að því marki að það réttlæti sameiningu stofnananna að svo stöddu.

Lesa meira
Börn

4/9/2014 : Ráðstefna um fjölskyldustefnur og velferð barna

Fjölskyldustefnur og velferð barna er yfirskrift norrænnar ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 5. september. Fjallað verður um fjölskyldustefnur fyrr og nú og tengsl við fátækt meðal barna á Norðurlöndunum, velferðarþjónustu í nærumhvefi og mikilvægi samráðs við ákvarðanatökur á opinberum vettvangi. Bein vefútsending verður frá ráðstefnunni.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29/8/2014 : Norræn ráðstefna: Kynferðisofbeldi gegn börnum

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vefnum.

Lesa meira
Frá norrænu jafnréttisráðstefnunni í Hörpu

29/8/2014 : Femínismi, karlmennska og jafnrétti á Norðurlöndum

Jafnréttissamstarf norrænu ríkisstjórnanna hefur skilað árangri sem löndin geta miðlað til annarra heimshluta. Enn má þó gera betur til að virkja karlmenn til þátttöku í jafnréttisstarfi. Fjallað er um afmælisráðstefnuna í Hörpu sl. þriðjudag á vef Norðurlandaráðs.

Lesa meira
Á ferðinni

29/8/2014 : Mat á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur lokið rannsókn á viðhorfum og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Rannsóknin var unnin að beiðni velferðarráðuneytisins og gefur kost á samanburði við sambærilega rannsókn sem gerð var áður en yfirfærslan átti sér stað í ársbyrjun 2011.

Lesa meira
Alþingishúsið

27/8/2014 : Skýrsla um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um kæruheimildir, málskot til dómara og kvartanir til umboðsmanns Alþingis og gefið yfirlit um réttindi sem leiða af örorkumati.

Lesa meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti norrænnar ráðstefnu um jafnréttismál - /Mynd: Hörður Ásbjörnsson

27/8/2014 : Spyrjum um áhrif fremur en völd

Völd eru ekki markmið í sjálfum sér, heldur fela þau í sér möguleikann til að hafa áhrif, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir m.a. í ávarpi við opnun norrænnar afmælisráðstefnu um jafnréttismál í Hörpu í gær. Samfélagsleg ábyrgð og virk lýðræðisþáttaka var henni ofarlega í huga en hún kom víða við í ræðu sinni.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

25/8/2014 : Bein útsending frá jafnréttisráðstefnu á vefnum

Á morgun, þriðjudaginn 26. ágúst, fer fram í Hörpu norræn ráðstefna um jafnréttismál í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála. Ráðstefnan verður send út á vefnum og hefst útsending kl. 9:30.

Lesa meira
Sæmundur á selnum

21/8/2014 : Samantekt íslenskra rannsókna á stöðu fatlaðs fólks

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands hefur skilað velferðarráðuneytinu skýrslu með yfirliti og samantekt um helstu niðurstöður íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á stöðu fatlaðs fólks á árabilinu 2000–2013.

Lesa meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir: „Hvar eru allir karlarnir?“ - Mynd / Gunnar G. Vigfússon

19/8/2014 : Tímamótaráðstefna um jafnréttismál 26. ágúst

Skráning stendur yfir á norræna ráðstefnu um jafnréttismál sem fram fer í Hörpu 26. ágúst nk. í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð, enda deila þar af þekkingu sinni þekktir erlendir og hérlendir fyrirlesarar.

Lesa meira

15/8/2014 : Björn Zoega stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til næstu fjögurra ára í samræmi við  6. gr. laga um sjúkratryggingar nr.  112/2008.

Lesa meira
Vegabréf

8/8/2014 : Ákvörðun ríkisstjórnar um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna í neyð og að undirbúningur vegna móttöku þeirra hefjist þegar í stað. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

5/8/2014 : Umsækjendur um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana

Samtals bárust 22 umsóknir um stöður forstjóra sameinaðra heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum sem taka til starfa 1. október næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst.

Lesa meira

24/7/2014 : Svara vegna biðlista leitað hjá stærstu sveitarfélögum landsins

Stærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu.

Lesa meira
Sjúkrabifreið

11/7/2014 : Samið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er gerður til níu mánaða og gildir frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015. Hann er gerður á grundvelli gildandi fjárveitinga til verkefnisins.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

9/7/2014 : Heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Heilbrigðisráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana. Samkvæmt henni verða stofnanir sameinaðar í þremur heilbrigðisumdæmum. Með þessu telst lokið sameiningu heilbrigðisstofnana í  öllum heilbrigðisumdæmum landsins, eins og lög um heilbrigðisþjónustu nr 40 frá 2007 gera ráð fyrir.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

9/7/2014 : Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Í byrjun júní sl. stóð velferðarráðuneytið, í samvinnu við norrænu ráðherranefndina, fyrir ráðstefnu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Ráðstefnan var haldin í Hofi á Akureyri.  Samhliða ráðstefnunni stóðu um 20 hagsmunasamtök og fyrirtæki fyrir kynningum á sinni starfsemi.  Nú eru gögnin frá ráðstefnunni aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins.

Lesa meira
Fyllt í formið

2/7/2014 : Gátlisti um orlofsþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk

Réttindavakt velferðarráðuneytisins hefur í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp tekið saman gátlista um orlofsþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk sem stendur til boða víða um land. Þar koma fram upplýsingar rekstraraðila um þjónustuna sem þeir veita, starfsmannahald, húsnæði, aðbúnað og fleira sem varðar reksturinn.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

1/7/2014 : Endurskoðuð viðmið um skipulag hjúkrunarheimila

Velferðarráðuneytið hefur endurskoðað viðmið um skipulag hjúkrunarheimila sem félags- og tryggingamálaráðuneytið gaf út árið 2008. Athygli er vakin á endurskoðuðum viðmiðum sem birt hafa verið á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
Embætti landlæknis

1/7/2014 : Embætti landlæknis verður auglýst samkvæmt lögum

Fimm ára skipunartími landlæknis rennur út 31. desember næstkomandi og verður embættið auglýst laust til umsóknar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, Páll Matthíasson og Brynjólfur Bjarnason

26/6/2014 : Kaup á aðgerðarþjarka fyrir Landspítala tryggð

Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítala og formaður stjórnar Söfnunarsjóðs um aðgerðarþjarka fyrir Landspítala, undirrituðu í dag samkomulag um fjármögnun vegna kaupa á slíku tæki fyrir spítalann. Við sama tækifæri var afhent söfnunarfé sem stendur undir nærri helmingi kaupverðsins.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Carsten Hansen

24/6/2014 : Ráðherrar báru saman bækur um húsnæðismál

Carsten Hansen, ráðherra húsnæðis-, bæja- og byggðamála í Danmörku og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, áttu fund saman í Reykjavík í dag þar sem húsnæðismál landanna beggja voru til umræðu. Ráðherrarnir sammæltust um að skiptast á upplýsingum um húsnæðismál á komandi misserum.

Lesa meira
Húsin í götunni

24/6/2014 : Ný velferðarvakt skipuð

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýja velferðarvakt í stað þeirrar sem stofnuð var árið 2009 og lauk störfum í febrúar síðastliðinn. Nýja velferðarvaktin mun gegna sambærilegu hlutverki og hin fyrri sem samráðs- og samstarfsvettvangur og álitsgjafi á sviði velferðarmála.

Lesa meira

20/6/2014 : Lækkun kostnaðar vegna apótekslyfja 7,8% milli ára

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna apótekslyfja lækkaði um 7,8% milli áranna 2012 og 2013 eða um rúmar 690 milljónir króna. Ástæðurnar eru einkum lækkun lyfjaverðs vegna tilkomu nýrra samheitalyfja og verðendurskoðunar lyfjagreiðslunefndar og tímabundin lækkun kostnaðar vegna nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfisins sem tók gildi í maí árið 2013.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

20/6/2014 : Jafnlaunastaðall verði öðrum Norðurlandaþjóðum fyrirmynd

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að fyrirtækjum geti verið mikill hagur í því að fá formlega jafnlaunavottun, enda styrki það stöðu þeirra í samkeppninni um hæfasta starfsfólkið. Í viðtali við vefritið Arbeidsliv i Norden hvetur hann atvinnurekendur annar staðar á Norðurlöndum til að taka upp jafnlaunastaðal sambærilegan þeim sem þróaður hefur verið hér á landi.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

19/6/2014 : Karlar og jafnrétti í nýrri framkvæmdaáætlun

Auka þarf þátttöku karla í umræðum um jafnrétti og láta stefnumótun í auknum mæli taka mið af breyttu hlutverki karla og feðra í samfélaginu. Félags- og húsnæðismálaráðherra leggur á komandi þingi fram nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum þar sem í fyrsta skipti verður sérstakur kafli um karla og jafnrétti.

Lesa meira
Jafnrétti

19/6/2014 : Hátíðardagskrá 19. júní 2014

Nú eru 99 ár liðin frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla en íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis 19. júní 1915. Í tilefni kvenréttindadagsins í ár er boðið upp á dagskrá á Akureyri og í Reykjavík.

Lesa meira
Samningurinn handsalaður

18/6/2014 : Hjúkrunarheimili fyrir 40 íbúa rís á Seltjarnarnesi

Í dag var tekin skóflustunga að fyrsta hjúkrunarheimilinu sem byggt er á Seltjarnarnesi. Samhliða undirrituðu heilbrigðisráðherra og bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar samning um fyrirkomulag og fjármögnun framkvæmdanna sem jafnframt var staðfestur með undirritun fjármálaráðherra. Áætlað er að taka heimilið í notkun haustið 2016.

Lesa meira
Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women

16/6/2014 : Framkvæmdastýra UN Women væntanleg til Íslands

Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, hefur lýst áhuga á að heimsækja Ísland á næsta ári. Hún var sérstakur gestur ráðstefnunnar Nordiskt Forum í Malmö sem lauk um helgina og þar áttu hún og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, fund saman.

Lesa meira
Frá ráðstefnunni

16/6/2014 : Meiri lífsgæði með auknu kynjajafnrétti

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda tók þátt í ráðstefnunni Nordiskt Forum sem haldin var af norrænum kvennahreyfingum dagana 12.-15. júní í Malmö í Svíþjóð.

Lesa meira
Kristján Þór tekur við skýrslunni úr hendi Bo Konbergs

11/6/2014 : Tillögur um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála

Sænski stjórnmálamaðurinn Bo Könberg afhenti í dag Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra skýrslu sína með tillögum til norrænna félags- og heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn og brýnustu verkefni norræns samstarfs á sviði heilbrigðismála.

Lesa meira
Eitthvað að fást við mat

11/6/2014 : Eldað með ömmu – grænt, gott og hollt

Eydís Anna kýs frekar að elda með ömmu sinni en horfa á sjónvarpið. Af henni lærir hún að borða hollt og gott og mikið af grænmeti. Amma Eydísar sendi meðfylgjandi myndir af sonardóttur sinni við störf í eldhúsinu í tengslum við matarbyltingardaginn 16. maí síðastliðinn.

Lesa meira
Steen Lynge, Kristján Þór og Karsten Hansen

11/6/2014 : Formlegt samstarf vestnorrænna heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands undirrituðu í gær samkomulag sem kveður á um formlegt samstarf landanna þriggja á sviði heilbrigðismála. Ráðherrarnir munu framvegis hittast árlega þar sem fjallað verður um helstu mál sem þjóðirnar vilja vinna að sameiginlega.

Lesa meira
Umboðsmaður skuldara

10/6/2014 : Ákvörðun um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta kæranleg til velferðarráðuneytis

Samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. febrúar sl. geta einstaklingar sem uppfylla tiltekin skilyrði átt rétt á fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði. Sótt er um fjárhagsaðstoð til umboðsmanns skuldara. Athygli er vakin á því að ákvörðun umboðsmanns er kæranleg til félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira

5/6/2014 : Ákvörðun um móttöku ellefu flóttamanna

Félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra hafa samþykkt tillögu flóttamannanefndar um móttöku fimm hinsegin flóttamanna frá Simbabve, Úganda og Kamerún og sex manna fjölskyldu frá Afganistan. Mótttökusveitarfélög flóttafólksins eru Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

3/6/2014 : Ráðstefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Hvar liggja möguleikarnir? er yfirskrift ráðstefnu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu sem haldin verður í Hofi á Akureyri dagana 4. og 5. júní. Ráðstefnan er liður í viðburðum sem efnt er til í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014.

Lesa meira
Ungur drengur

28/5/2014 : Reglur fyrir sveitarfélög vegna móttöku flóttafólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirritaði í dag leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög þar sem fjallað er um hvernig staðið skuli að móttöku flóttafólks og styðja það til samfélagslegrar þátttöku.

Lesa meira
Fyrirmyndarstofnun 2014

28/5/2014 : Heilbrigðisstofnun Þingeyinga kjörin fyrirmyndarstofnun ársins 2014

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hlaut sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun ársins 2014 í könnuninni Stofnun ársins sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, stendur fyrir árlega.

Lesa meira
Anna Lilja Gunnarsdóttir

27/5/2014 : Stjórnarráðið staðfestir Jafnréttissáttmála UN Women

Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytis, undirritaði í dag fyrir hönd Stjórnarráðs Íslands, Jafnréttissáttmála stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. 

Lesa meira
Skjaldarmerki velferðarráðuneytisins

27/5/2014 : Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra laus til umsóknar

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2014.

Umsóknum ber að skila í síðasta lagi 13. júní næstkomandi.

Lesa meira
Kristján Þór heilbrigðisráðherra og Guðlaug Björnsdóttir hjá Sjúkratryggingum Íslands

23/5/2014 : Hreyfiseðlar verða hluti af almennri heilbrigðisþjónustu

Samningar voru undirritaðir í dag um innleiðingu hreyfiseðla í samræmi við ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að gera hreyfiseðla hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Tilraunaverkefni um notkun hreyfiseðla er lokið og nú tekur við áætlun um endanlega innleiðingu þessa meðferðarforms hjá heilbrigðisstofnunum um allt land.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

23/5/2014 : Vel heppnuð ráðstefna um samnorrænan vinnumarkað

Tveggja daga ráðstefnu um samnorrænan vinnumarkað þar sem fagnað var 60 ára samstarfi Norðurlandaþjóðanna á þessu sviði lauk í gær. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi samstarfsins  og gagnsemi þess. Nauðsynlegt sé að viðhalda því og vinna áfram að því að auðvelda fólki frjálsa för milli Norðurlandanna.

Lesa meira
Harpa

19/5/2014 : Sextíu ára afmæli norræna vinnumarkaðarins

Þann 22. maí næstkomandi eru sextíu ár liðin frá því að samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað var undirritaður. Norræna ráðherranefndin minnist þessa mikilvæga áfanga með afmælisráðstefnu um vinnumarkaðsmál sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík dagana 21.–22. maí.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

16/5/2014 : Nýtt samræmt mat á þjónustuþörf aldraðra

Tilbúið er til notkunar matskerfi sem nýtast mun veitendum öldrunarþjónustu til að leggja samræmt, hlutlægt mat á þjónustuþörf aldraðra. Matstækið var þróað í samvinnu við fimm sveitarfélög og er markmiðið að forgangsraða á samræmdan, áreiðanlegan og réttmætan hátt þjónustunni í samræmi við þörf aldraðra.

Lesa meira
Sameining

16/5/2014 : Sameining stofnana sem annast þjónustu við fatlað fólk

Í undirbúingi er að sameina í eina stofnun Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Tölvumiðstöðina. Þess er vænst að jafnt faglegur og fjárhagslegur ávinningur verði af sameiningunni. Stöðugildi hjá þessum stofnunum eru rúmlega 90.

Lesa meira
Alþingishúsið

15/5/2014 : Breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn

Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, í kjölfar breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem Alþingi samþykkti í gær. Auk þessa endurheimta áfengis- og vímuefnaráðgjafar starfsheiti sitt með lagabreytingunni.

Lesa meira
Umræður um réttindi hinsegin fólks

15/5/2014 : Viljayfirlýsing Evrópuþjóða um réttindi hinsegin fólks

Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu um réttindi hinsegin fólks ásamt fulltrúum sextán annarra Evrópuþjóða sem sátu IDAHO-ráðstefnuna á Möltu.

Lesa meira
Embætti landlæknis

14/5/2014 : Um 70 milljónum úthlutað í styrki úr Lýðheilsusjóði

Úthlutað hefur verið úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2014. Sjóðurinn er skilgreindur í lögum um landlækni og lýðheilsu og er markmiðið með honum að styrkja lýðheilsustarf í landinu. Í ár bárust 187 umsóknir um styrki til margvíslegra verkefna. Alls hlutu 104 verkefni styrk, samtals um 70 milljónir króna.

Lesa meira
Regnbogafánar á Möltu

14/5/2014 : Réttindi hinsegin fólks í Evrópu: Ísland í 9. sæti

Evrópusamtök hinsegin fólks (ILGA- Europe), birtu úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu í gær á Möltu í tilefni alþjóðabaráttudags gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki. Staða hinsegin fólks er afar mismunandi milli Evrópuþjóða. Samkvæmt úttektinni er hún best í Bretlandi en verst í Rússlandi.

Lesa meira
Á dvalarheimili

13/5/2014 : Jafnræði og þörf ræður úthlutun hjúkrunarrýma

Faglegt mat á svæðisbundinni þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma, jafnræði og aðstæður til þess að reka slík rými ráða ákvörðunum velferðarráðuneytisins um úthlutun þeirra. Velferðarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi staðreyndum í kjölfar umræðu um hjúkrunarrými á Suðurlandi.

Lesa meira
Lyf

13/5/2014 : Bæta þarf aðgang að stærri lyfjamörkuðum

Velferðarráðuneytið tekur undir ábendingu Ríkisendurskoðunar um að bæta þurfi aðgang að stærri lyfjamörkuðum. Ráðuneytið telur að í því skyni þurfi að endurskoða ákvæði laga um opinber innkaup sem kveður á um að gera þurfi samkeppnismat og afla rökstuðnings innkaupastofnunar áður en heimild er veitt til sameiginlegs útboðs vegna lyfjakaupa með öðrum þjóðum.

Lesa meira

13/5/2014 : Stuttmyndasamkeppni um jafnrétti á Norðurlöndunum

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að Norðurlöndin hófu samvinnu á sviði jafnréttismála hefur verið ákveðið að efna til stuttmyndakeppni um jafnrétti. Til þátttöku í keppninni er boðið ungu fólki á aldrinum 15 - 25 ára. Vinningshafinn hlýtur 25.000 danskar krónur í verðlaun.

Lesa meira
Rannsókn á heilbrigðissviði

12/5/2014 : Gerð krabbameinsáætlunar komin vel á veg

Fjallað verður um faraldsfræði krabbameina, skráningu þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, eftirmeðferð og líknandi meðferð í nýrri krabbameinsáætlun sem unnið er að á vegum heilbrigðisráðherra. Ráðherra reiknar með að áætlunin verði lögð fram undir lok þessa árs.

Lesa meira
Mannamót

9/5/2014 : Réttindi hinsegin fólks til umfjöllunar á Möltu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sækir fund á Möltu um réttindi hinsegin fólks dagana 13. – 14. maí. Fundurinn er haldinn í tilefni alþjóðabaráttudags gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki, 17. maí.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, Anna Stefánsdóttir og Páll Matthíasson

8/5/2014 : Ársfundur LSH: Varnarbaráttan að baki

Varnarbaráttan er að baki og tími sóknar og uppbyggingar tekin við, sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu á ársfundi Landspítalans í vikunni. Ráðherra ræddi um nýtingu aukinna fjármuna til spítalans á þessu ári og fjallaði einnig um byggingaráform og húsnæðismál spítalans.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

8/5/2014 : Norrænt málþing: Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi

Málþing verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. Norræna ráðherranefndin, velferðarráðuneytið, innanríkisráðuneytið og Jafnréttisstofa efna til þess í tengslum við formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.

Lesa meira
Ráðherra ásamt ritstjórunum Sigríði Lóu Jónsdóttur og Evald Sæmundsen

8/5/2014 : Ráðherra afhent fyrsta eintak nýrrar bókar um einhverfu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók í dag við fyrsta eintaki bókarinnar Litróf einhverfunnar sem samin er af starfsfólki Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Mikilvægt og kærkomið efni sagði Eygló þegar hún tók við bókinni úr hendi ritstjóranna.

Lesa meira
Stykkishólmur

7/5/2014 : Samþætting öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur um samstarf Stykkishólmsbæjar, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og velferðarráðuneytisins með það að markmiði að samhæfa stofnanaþátt öldrunarþjónustu á svæðinu.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

7/5/2014 : Áfengismisnotkun er ekki einkamál

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fjallar um áfengisvarnir og áhrif áfengismisnotkunar á börn og fjölskyldur í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag í tilefni álfasölu SÁÁ til fjáröflunar fyrir starfsemina.

Lesa meira
Frá afhendingu styrkjanna

7/5/2014 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, úthlutaði í gær styrkjum úr þróunarsjóði innflytjenda. Alls bárust 53 umsóknir í sjóðinn til margvíslegra verkefna en sautján verkefni hlutu styrki, samtals 9,4 milljónir króna.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar

6/5/2014 : Breytt skipan húsnæðismála með öflugum leigumarkaði

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum. Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaðurinn efldur með margvíslegum aðgerðum.

Lesa meira
Fjöleignarhús

5/5/2014 : Erindum til Leigjendaaðstoðarinnar fjölgar

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hafa borist um 580 erindi það sem af er ári sem er töluverð aukning frá í fyrra. Neytendasamtökin annast aðstoð við leigjendur samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið sem gerður var sumarið 2011.

Lesa meira
Húsin í bænum

2/5/2014 : Fundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, þriðjudaginn 6. maí næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Lesa meira
Fólk á torgi

30/4/2014 : Nefnd um málefni hinsegin fólks

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nefnd um málefni hinsegin fólks sem falið er að vinna áætlun um samþættar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks í landinu. Nefndin á að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. október 2014.

Lesa meira
Fjölskyldumynd

29/4/2014 : Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk

Greiddar voru umönnunarbætur til foreldra um 83% fatlaðra barna yngri en 17 ára sem fengu þjónustu frá sveitarfélögunum árið 2012. Tæpur fjórðungur fatlaðs fólks með þjónustu sveitarfélaganna bjó í sérstökum búsetuúrræðum. Þetta og fleira kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar um þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk.

Lesa meira
Fjölbýli

29/4/2014 : Félagsvísar um húsaleigumarkaðinn

Heimilum í leiguhúsnæði á almennum markaði hefur fjölgað hlutfallslega úr 15,4% árið 2007 í tæp 25% árið 2013. Árið 2012 voru um 13% Íslendinga á almennum leigumarkaði sem er heldur lægra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýjum Félagsvísum Hagstofunnar.

Lesa meira
Eygló Harðardóttirog Yang Shiqiu

29/4/2014 : Viljayfirlýsing um samvinnu Íslands og Kína á sviði vinnumála

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Yang Shiqiu, vararáðherra mannauðs- og almannatryggingaráðuneytis Alþýðulýðveldisins Kína, undirrituðu nýlega sameiginlega viljayfirlýsingu um samvinnu Íslands og Kína á sviði vinnumála.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29/4/2014 : Nýr Norðurlandasamningur um almannatryggingar

Þann 1. maí 2014 tekur gildi nýr Norðurlandasamningur um almannatryggingar og eldri samningur frá árinu 2003 fellur úr gildi. Samningurinn byggist á meginreglum Evrópureglugerðar um samræmingu almannatryggingakerfa sem öðlaðist gildi hér á landi 1. júní 2012, en veitir Norðurlandabúum í vissum tilvikum ríkari réttindi. 

Lesa meira
Sæmundur á selnum

23/4/2014 : Styrkir til atvinnumála kvenna

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti fyrir skömmu styrki til atvinnumála kvenna en slíkir styrkir hafa verið veittir ár hvert frá árinu 1991. Veittir voru styrkir til 38 verkefna og námu styrkveitingarnar samtals 35 milljónum króna.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

23/4/2014 : Jafnt hlutfall kynja í nefndum þriðja árið í röð

Hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum á vegum velferðarráðuneytisins var nánast jafnt árið 2013, þriðja árið í röð. Ráðuneyti skulu birta upplýsingar um hlut kynja í nefndum og ráðum samkvæmt þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum og eru upplýsingar velferðarráðuneytisins birtar hér.

Lesa meira
Evrópska bólusetningarvikan 2014

22/4/2014 : Evrópska bólusetningarvikan hófst í dag

Evrópsk bólusetningarvika hófst í dag í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Markmiðið er að beina athygli að mikilvægi bólusetninga til að vernda fólk á öllum aldursskeiðum gegn smitsjúkdómum.

Lesa meira
Vegvísir á sjúkrahúsi

15/4/2014 : Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkrahúsið á Akureyri

Ríkisendurskoðun telur að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar varðandi skipulag, stefnumótun og stjórnun Sjúkrahússins á Akureyri á fullnægjandi hátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem farið er yfir viðbrögð við ábendingum sem fram komu í skýrslu stofnunarinnar árið 2011.

Lesa meira
Laura Scheving Thorsteinsson, Sigríður Haraldsdóttir og Geir Gunnlaugsson

15/4/2014 : Mikilvæg þróun upplýsingatækni hjá Embætti landlæknis

Heilbrigðisráðherra heimsótti Embætti landlæknis sl. föstudag til að kynna sér helstu verkefni sem unnið er að hjá embættinu. Ráðherra voru meðal annars kynnt verkefni við þróun og innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár, fjallað var um ávinninginn af nýjum lyfjagagnagrunni og af vistunarskrá með rauntímaupplýsingum um innlagnir og komur á sjúkrahús allt aftur til ársins 1999.

Lesa meira
Á vinnustað

15/4/2014 : Átaksverkefni tryggir tæp 400 sumarstörf fyrir námsmenn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar, að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

14/4/2014 : Vöktun fyrirhuguð á heimtum barna til heimilistannlækna

Embætti landlæknis mun koma á fót rafrænni vöktun á heimtum barna til heimilistannlækna og safna rauntímaupplýsingum um tannheilsu þeirra. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að ráðast í rannsókn á tannheilsu íslenskra barna. Einnig þurfi að efla skráningu barna hjá heimilistannlæknum.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

14/4/2014 : Ráðstefna um jafnréttismál í Þórshöfn

Dagana 27. og 28. maí mun Jafnréttisstofa, í samvinnu við velferðarráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina standa fyrir ráðstefnu um jafnréttismál í Þórshöfn í Færeyjum. Ráðstefnan er einn af mörgum viðburðum vegna formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu.

Lesa meira

11/4/2014 : Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja lætur af störfum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hafa gert með sér samkomulag um starfslok Gunnars. Valbjörn Steingrímsson mun gegna stöðunni tímabundið.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

2/4/2014 : Gæði þjónustu og aðbúnaðar íbúa á hjúkrunarheimilum

Stefnt er að því að birta reglulega stöðu gæðavísa sem veita vísbendingar um meðferð og umönnun á einstökum hjúkrunarheimilum.  Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skoða í samhengi nýtingu fjármuna á hjúkrunarheimilum, mönnun og niðurstöður mælinga á gæðum þjónustunnar sem þar er veitt.

Lesa meira

1/4/2014 : Framtíð heilsugæslu á Völlunum í Hafnarfirði

Vegna umfjöllunar vefmiðilsins Gaflari.is um heilsugæslu á Völlunum þar sem vísað er til viðræðna bæjaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda um málið vilja heilbrigðisráðherra og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Lesa meira
Umboðsmaður skuldara

1/4/2014 : Upplýsingaöflun umboðsmanns skuldara verður styrkt

Umboðsmaður skuldara fær heimild til að beita dagsektum ef stjórnvöld, fyrirtæki eða samtök draga úr hömlu að veita upplýsingar sem embættinu eru nauðsynlegar til að rækja lögbundið hlutverk sitt. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt frumvarp þessa efnis fram á Alþingi. 

Lesa meira
Fjölbýli

31/3/2014 : Réttur til húsaleigubóta verður rýmkaður

Fleiri munu öðlast rétt til húsaleigubóta en nú er, samþykki Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur sem félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti ríkisstjórn fyrir helgi. Breytingarnar munu einkum nýtast námsmönnum og þeim sem halda tímabundnum afnotum af íbúðarhúsnæði í kjölfar nauðungarsölu sem þar með geta öðlast rétt til húsaleigubóta.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

25/3/2014 : Fjölgun starfa, hærra atvinnustig og aðgerðir gegn atvinnuleysi

Áhugaverðar upplýsingar um samstarf Norðurlandaþjóðanna, meðal annars á sviði vinnumála, koma fram í skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2013 sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda kynnti á Alþingi í liðinni viku.

Lesa meira
Jafnréttisstofa

24/3/2014 : Konur og karlar á Íslandi 2014

Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2014 í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið. Þar er birt samantekt á helstu tölum um hlut karla og kvenna á ýmsum sviðum samfélagsins.

Lesa meira
Mynd: Félag áhugafólks um Downs heilkennið

21/3/2014 : Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis gegn aðgreiningu

Í dag 21. mars 2014 er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis (World Down Syndrome Day), sem ætlað er að endurvarpa röddum einstaklinga sem greinst hafa með Downs-heilkenni og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu okkar um allan heim.

Lesa meira
Ráðherra ásamt viðurkenningarhöfum og frú Vigdísi Finnbogadóttur

20/3/2014 : Jafnréttisviðurkenningar veittar: „Jafnrétti þarf að fremja“

Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013 sem Eygló Harðardóttir, ráðhera jafnréttismála veitti í dag. „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það,“ sagði forstjóri Orkuveitunnar þegar hann tók á móti viðurkenningunni við athöfn sem haldin var í Hannesarholti að viðstöddu fjölmenni.

Lesa meira

20/3/2014 : Um 67 milljónir króna verkefnastyrkir á sviði heilbrigðismála

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt styrkveitingar til 31 verkefnis á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála. Auglýst var eftir umsóknum um styrki í nóvember síðastliðnum og bárust 48 umsóknir. Úthlutun þeirra byggist á reglum um styrki velferðarráðuneytisins sem veittir eru af safnliðum fjárlaga ár hvert.

Lesa meira

20/3/2014 : Hátt í 300 milljónir króna í verkefnastyrki á sviði félagsmála

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið úthlutun verkefna- og rekstrarstyrkja til 58 félagasamtaka sem starfa á sviði félagsmála, samtals rúmar 286 milljónir króna. Auk verkefna og rekstrarstyrkja eru veittir styrkir til félagasamtaka sem starfa á sviði forvarna, fræðslu og endurhæfingar.

Lesa meira

19/3/2014 : Málþing um norræna samvinnufélagsmódelið 21. mars

Hlutverk samvinnufélaga í atvinnusköpun á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni málþings sem haldið verður föstudaginn 21. mars. Forstöðumenn samtaka samvinnufélaga frá Norðurlandaþjóðunum lýsa þróun samvinnufélaga í heimalöndun sínum. Málþingið hefst með ávarpi félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

18/3/2014 : Ráðgjafarskýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur fengið í hendur sameiginlega skýrslu ráðgjafafyrirtækjanna KPMG og Analytica með greiningum og tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála. Skýrslan er innlegg í vinnu verkefnisstjórnarinnar sem reiknar með því að skila félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum í lok apríl.

Lesa meira
Ánægður hópur

18/3/2014 : Ólympíumótsförum vel fagnað við heimkomuna í gær

Félags- og húsnæðismálaráðherra, fulltrúar frá Íþróttasambandi fatlaðra og Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, aðstandendur og vinir, tóku fagnandi á móti Ernu Friðriksdóttur og Jóhanni Þór Hólmgrímssyni keppendum á Vetrarólympíumóti fatlaðra við heimkomu þeirra frá Sochi í gær. 

Lesa meira
Hjúkrunarheimilið Nesvöllum

17/3/2014 : Hjúkrunarheimilið Nesvellir í Reykjanesbæ tekið í notkun

Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ var vígt síðastliðinn föstudag og fyrstu íbúarnir fluttu inn um helgina. Heilbrigðisráðherra óskaði Suðurnesjamönnum til hamingju með glæsilegt hjúkrunarheimili. Hann sagði vel hafa verið vandað til verksins og að því muni heimamenn á svæðinu búa til framtíðar.

Lesa meira
Pál Matthíasson forstjóri Landspítala

14/3/2014 : Páll Matthíasson skipaður forstjóri Landspítala

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Pál Matthíasson til að gegna embætti forstjóra Landspítala til næstu fimm ára. Skipunin tekur gildi 1. apríl. Lögskipuð nefnd sem mat hæfni umsækjenda taldi Pál hæfastan.

Lesa meira
Phumzile Mlambo-Ngcuka og Eygló Harðardóttir /Mynd Heidi Orava norden.org

14/3/2014 : Menntun er lykill að valdeflingu kvenna

Norræna ráðherranefndin og norrænir ráðherrar jafnréttismála stóðu í gær fyrir opnum fundi um menntun sem leið til að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna á ráðstefnu kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál á þessu ári.

Lesa meira
Alþingishúsið

13/3/2014 : Fyrirhuguð breyting á starfsaldursmörkum heilbrigðisstarfsfólks

Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Þá munu áfengis- og vímefnaráðgjafar endurheimta starfsheiti sitt verði frumvarpið að lögum.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

13/3/2014 : Markviss áætlun um betri heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir frá úrbótaverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem unnið er að undir merkjum betri heilbrigðisþjónustu, í blaðagrein í Morgunblaðinu í dag. Þótt heilbrigðisþjónustan sé góð eru ýmsar brotalamir sem þarf að bæta, sóknarfæri sem þarf að nýta og úrbætur sem eru nauðsynlegar til að takast á við margvíslegar áskoranir sem snúa að heilbrigðiskerfinu í nútíð og framtíð, skrifar ráðherra meðal annars.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir flytur ræðu Íslands á 58. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

12/3/2014 : Kynjajafnrétti er forsenda velferðar og hagsældar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti í gær ræðu Íslands í almennum umræðum á 58. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, Sveinn Magnússon og Anna Lilja Gunnarsdóttir

11/3/2014 : Betri heilbrigðisþjónusta kynnt á fundi með sjúklingafélögum

Heilbrigðisráðherra og verkefnisstjórn um Betri heilbrigðisþjónustu stóðu fyrir fundi í Norræna húsinu í dag þar sem fulltrúum sjúklinga- og aðstandendafélaga voru kynntar kerfisbreytingar og úrbætur sem unnið er að á sviði heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

8/3/2014 : Karlar - takið þátt!

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna.

Lesa meira
Norrænu jafnréttisráðherrarnir. Mynd/Heidi Orava - norden.org

7/3/2014 : Norrænt jafnrétti í brennidepli á Kvennaráðstefnunni í New York

Norrænir jafnréttisráðherrar standa fyrir ýmsum viðburðum á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York sem hefst 10. mars, til að vekja athygli á árangri 40 ára samstarfs þjóðanna á sviði jafnréttismála og ræða verkefnin framundan. Eygló Harðardóttir er formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál og fer fyrir norrænu ráðherrunum. 

Lesa meira
Bráðadagurinn 2014 - Ráðstefnugestir

7/3/2014 : Bráðadagur Landspítala: Þegar á reynir

„Þróun heilbrigðisþjónustunnar gerir vaxandi kröfur til sjúkraflutninga eftir því sem sérhæfing eykst og hlutverk heilbrigðisstofnana breytist víða um land,“ sagði heilbrigðisráðherra í ávarpi á ráðstefnu Landspítala um bráðaþjónustu sem haldin var í dag.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson og Hólmfríður Guðmundsdóttir

6/3/2014 : Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna sem tengjast þróun á skipulagi í heilbrigðisþjónustu, svo sem þróun á þverfaglegri teymisvinnu. Styrkirnir runnu til verkefna á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Embætti landlæknis.

Lesa meira

5/3/2014 : Ráðherra fer ekki til Sotsjí

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun ekki fara á Ólympíumót fatlaðs fólks í Sotsjí vegna þróunar mála í Úkraínu. Eftirfarandi er tilkynning ráðherra vegna þessarar ákvörðunar.

Lesa meira
Bo Könberg og Kristján Þór Júlíusson. Mynd/Anton Brink Hansen/norden.org

5/3/2014 : Áskoranir í heilbrigðismálum kalla á aukið samstarf Norðurlandaþjóða

Bo Könberg, fyrrverandi ráðherra í Svíþjóð, fundar á næstunni með heilbrigðisráðherrum allra Norðurlandanna í tengslum við tillögugerð um samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála sem hann vinnur að fyrir Norrænu ráðherranefndina. Könberg hitti í dag Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra til að ræða um áherslur Íslands í samstarfinu.

Lesa meira
Borgarar

5/3/2014 : Tillögur að nafni nýrrar stofnunar um jafnréttismál

Tólf umsagnir bárust velferðarráðuneytinu um þrjú lagafrumvörp tengd jafnréttismálum sem lögð verða fyrir Alþingi á næstunni. Samhliða var óskað eftir tillögum um nafn á nýrri stofnun sem fyrirhugað er að koma á fót og mun fjalla um jafnréttismál í víðum skilningi. Mannréttindastofa er það nafn sem flestir kjósa.

Lesa meira
Fulltrúar femínistafélaga framhaldsskólanna

4/3/2014 : Fundur með femínistum framhaldsskólanna gott veganesti

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, fundaði fyrir helgi með fulltrúum Sambands femínistafélaga framhaldsskólanna til að heyra hvaða áherslur ungu fólki finnst mikilvægastar til að jafna stöðu kynjanna.

Lesa meira
Jakob og Kristján Þór

3/3/2014 : Áskorun um að hefja hópleit að ristilkrabbameini

Heilbrigðisráðherra tók í dag á móti fulltrúum tólf fagfélaga og sjúklingafélaga sem afhentu honum áskorun til stjórnvalda um að hefja strax hópleit að ristilkrabbameini. Ráðherra og formaður Krabbameinsfélagsins notuðu tilefnið til að minna á árvekniátakið Mottumars og skörtuðu skeggi við þetta tækifæri.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

3/3/2014 : Áhugaverðar upplýsingar um velferðarmál í nýju norrænu riti

Margvíslegar og áhugaverðar tölfræðiupplýsingar á sviði félagsmála koma fram í ársritinu; Social tryghet i de nordiske land 2013, sem er nýlega komið út og gefur möguleika á að bera saman stöðu ýmissa mála milli Norðurlandaþjóðanna.

Lesa meira
Vinnumál

28/2/2014 : Árangur af vinnumarkaðsúrræðum Vinnumálastofnunar

Um 75% þeirra sem skráðir voru hjá Vinnumálastofnun í atvinnuleit á árunum 2009–2013 voru í vinnu eða námi haustið 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Vinnumálastofnun lét gera á aðstæðum þessa hóps. Markmiðið var að kanna stöðu hópsins og einnig viðhorf einstaklinga innan hans til mismunandi vinnumarkaðsúrræða.

Lesa meira
Kristján Þór, heilbrigðisráðherra ásamt Guðbirni Magnússyni

27/2/2014 : Heiðraður fyrir Íslandsmet í blóðgjöf

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti í dag Guðbirni Magnússyni viðurkenningarskjal fyrir ómetanlegt framlag í þágu sjúklinga og íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Guðbjörn hefur gefið blóð 175 sinnum sem er oftar en nokkur annar Íslendingur.

Lesa meira
Frummælendur og þátttakendur í pallborði

27/2/2014 : Vinnumarkaðurinn vill jafnari hlutföll kynja í störfum

Hátt í 100 manns sátu fund aðgerðahóps um launajafnrétti kynja á Grand Hótel Reykjavík í morgun þar sem rætt var um leiðir til að fjölga konum í hefðbundnum karlastörfum. Hlutfall kvenna í umhverfis- og byggingaverkfræði hefur aukist úr 10% í 40% á síðustu árum vegna markvissra aðgerða til að fjölga konum í deildinni.

Lesa meira
Launajafnrétti - lógó

24/2/2014 : Leiðir til að fjölga konum í hefðbundnum karlastörfum

Miðvikudaginn 26. febrúar efnir aðgerðahópur um launajafnrétti kynja til morgunverðarfundar þar sem rætt verður um mögulegar leiðir til að fjölga konum í störfum á fagsviðum þar sem karlar eru í meirihluta. Fundurinn stendur frá 8.30 - 10.15 og er öllum opinn.

Lesa meira
Landspítali

24/2/2014 : Umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala

Fjórir sóttu um stöðu forstjóra Landspítala sem auglýst var laus til umsóknar í lok janúar síðastliðinn. Hæfni umsækjenda verður metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

24/2/2014 : Endurskoðun laga í kjölfar flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Endurskoðunin fer fram í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um málefni fatlaðs fólks.

Lesa meira
Farið yfir útreikninga

20/2/2014 : Reiknivél fyrir neysluviðmið

Reiknivél Neysluviðmiða hefur nú verið uppfærð í þriðja sinn á vef velferðaráðuneytisins, eftir upprunalega birtingu árið 2011. Uppfærslan er gerð á grunni vísitölu neysluvöruverðs. Allar nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
Lagasafn

17/2/2014 : Frumvörp tengd jafnrétti til umsagnar

Velferðarráðuneytið birtir hér til umsagnar drög að eftirfarandi þremur lagafrumvörpum; 1) um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála, 2) um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, og 3) um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

17/2/2014 : Börn í vanda - Gagngerar kerfisbreytingar nauðsynlegar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra vill ráðst í gagngerar kerfisbreytingar til að tryggja börnum og ungmennum sem glíma við geðraskanir, fíkniefnavanda eða fjölþætt vandamál viðeigandi úrræði. Ráðherra hefur ákveðið að framkvæmdaáætlun í barnavernd verði hluti nýrrar fjölskyldustefnu.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

14/2/2014 : Ávarp heilbrigðisráðherra á ráðstefnu Íslenska heilsuklasans

Gæti heilbrigðistengd starfsemi orðið ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands á næstu áratugum? Um þetta fjallaði ráðstefna sem efnt var til undir merkjum Íslenska heilsuklasans, fimmtudaginn 13. febrúar 2014. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti ávarp við upphaf ráðstefnunnar.

Lesa meira

14/2/2014 : Heilbrigðisráðherra fagnar góðum samningi við sjúkraþjálfara

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og sett reglugerð honum fylgjandi. Ráðherra segir samninginn góðan fyrir notendur þjónustunnar og að samningsaðilar megi jafnframt vel við una.

Lesa meira
Börn

14/2/2014 : Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær aukið fé til þjónustu við börn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 32 milljóna króna fjárframlag sem verja á til sálfélagslegrar meðferðarþjónustu fyrir börn á þjónustusvæði stofnunarinnar. Stofnunin þegar ákveðið að ráða tvo sálfræðinga til starfa.

Lesa meira
Þátttakendur í pallborðsumræðum

13/2/2014 : Karlar áhugasamir um að auka hlut sinn í „kvennastörfum“

Hátt í 100 manns sátu fund aðgerðahóps um launajafnrétti kynja á Grand Hótel Reykjavík í dag þar sem rætt var um leiðir til að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði. Í norrænum samanburði er hlutur karla í þessum störfum áberandi minnstur hér á landi.

Lesa meira
Vitundarvakning - merki verkefnisins

12/2/2014 : Fræðsluþing Vitundarvakningar í Grundarfirði

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudaginn 19. febrúar 2014, kl. 13:30 - 16:30.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

12/2/2014 : Endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar tryggðar með reglugerð

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir fólki endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara þrátt fyrir að þeir starfi án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Reglugerðin tekur til þjónustu sem veitt er á tímabilinu 7. febrúar sl. til 1. maí næstkomandi.

Lesa meira
Aðgerðahópur um launajafnrétti

11/2/2014 : Launarannsóknir og jafnrétti á vinnumarkaði

Aðgerðahópur sem vinnur að framkvæmd verkefna til að eyða kynbundnum launamun hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu um framvindu einstakra verkefna sem snúa að bættum launarannsóknum, innleiðingu jafnlaunastaðals og leiðum til að draga úr kynskiptingu starfa á vinnumarkaði.

Lesa meira
Fyllt í formið

10/2/2014 : Persónuvernd og eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar

Lagabreyting sem Alþingi samþykkti nýlega og ætlað er að styrkja heimildir Tryggingastofnunar ríkisins (TR) til eftirlits með greiðslu bóta felur ekki í sér aukinn aðgang stofnunarinnar að viðkvæmum persónuupplýsingum. Engar breytingar voru gerðar á ákvæði almannatryggingalaga varðandi aðgang TR að sjúkraskrám.

Lesa meira
Á skólabekk

10/2/2014 : Leiðir til að fjölga körlum í kennslu- og umönnunarstörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja býður til opins umræðufundar fimmtudaginn 13. febrúar þar sem rætt verður um leiðir til að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum. Eitt af verkefnum hópsins er að stuðla að aðgerðum sem brjóta upp kynskiptan vinnumarkað og draga úr kynbundnum launamun.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

5/2/2014 : Tannverndarvikan 2014

Leiðin að góðri tannheilsu er yfirskrift tannverndarvikunnar 2014 sem nú stendur yfir. Embætti landlæknis hefur gefið út veggspjöld með upplýsingum um mikilvæg atriði sem tengjast góðri tannheilsu.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

4/2/2014 : Heilbrigðisráðherra skrifar í tilefni alþjóðlegs krabbameinsdags

Þjóðir heims eru hvattar til aukinnar umræðu um krabbamein svo bæta megi þekkingu almennings og draga úr fordómum. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð sjúkdómsins en því miður fjölgar þeim sem veikjast, skrifar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í tilefni alþjóðlega krabbameinsdagsins sem er í dag. Lesa meira
Embætti landlæknis

4/2/2014 : Umsóknir um styrki úr Lýðheilsusjóði

Styrkir úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2014 hafa verið auglýstir lausir til umsóknar. Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaksvarna, heilbrigðari lifnaðarhátta og geðræktar.

Lesa meira
Hjálpartæki

4/2/2014 : Endurskoðun reglna um bifreiðamál hreyfihamlaðra

Félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa ákveðið að hefja endurskoðun á reglum um bifreiðamál hreyfihamlaðra. Ýmsar ábendingar hafa komið fram sem sýna að endurskoðun þessara reglna er nauðsynleg og tímabær.

Lesa meira
Landspítali - háskólasjúkrahús

31/1/2014 : Embætti forstjóra Landspítala laust til umsóknar

Heilbrigðisráðherra auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn.

Lesa meira
Þröstur Óskarsson og Daníel Jakobsson við undirritun samningsins í dag

31/1/2014 : Samið um sjúkraflutninga á Vestfjörðum

Heilbrigisstofnun Vestfjarða og Ísafjarðarbær hafa gert með sér samning um að Slökkvilið Ísafjarðar annist sjúkraflutninga á þjónustusvæði stofnunarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samninginn sem gildir til ársloka 2018.

Lesa meira
Umboðsmaður skuldara

31/1/2014 : Framkvæmd laga um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar

Opnað verður fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar hjá Umboðsmanni skuldara í næstu viku samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi. Markmið laganna er að gera þeim sem eiga í verulegum greiðsluörðugleikum kleift að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu sé ljóst að önnur greiðsluvandaúrræði koma ekki að haldi.

Lesa meira
Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri kynnir skipulag verkefnisins. Ljósmynd: BIG

30/1/2014 : Upplýsingafundur um verkefnið; Betri heilbrigðisþjónusta

Um hundrað manns sátu fund velferðarráðuneytisins í Norræna húsinu í dag þar sem kynnt voru verkefni um úrbætur í heilbrigðisþjónustu sem unnið verður að á næstu misserum. Þjónustustýring, aukin upplýsingagjöf og ráðgjöf, hreyfiseðlar, heildstætt greiðsluþátttökukerfi og sameining stofnana eru meðal verkefna.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

29/1/2014 : Fækkun stöðugilda og fleiri aðgerðir til að mæta aðhaldskröfu fjárlaga

Starfsfólki velferðarráðuneytisins voru í dag kynntar þær aðgerðir sem ráðist verður í til að draga saman rekstrarútgjöld ráðuneytisins í samræmi við 5% aðhaldskröfu fjárlaga. Stærstur hluti rekstrarkostnaðar ráðuneytisins er launakostnaður og því eru fækkun stöðugilda og uppsagnir óhjákvæmilegar ásamt öðrum aðhaldsaðgerðum.

Lesa meira
Sjúkrabifreið

24/1/2014 : Sjúkraflutningar: Ráðherra ítrekar ósk um samningaviðræður

Heilbrigðisráðherra harmar ákvörðun stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um að slíta samstarfi um sjúkraflutninga sem hann segir hafa verið farsælt og hagstætt fyrir alla aðila. Í bréfi ráðherra til stjórnar SHS ítrekar hann ósk um samningaviðræður til að tryggja áframhaldandi samstarf.

Lesa meira
Ávana- og fíkniefni

24/1/2014 : Stefna í áfengis- og vímuvörnum

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stefnu í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Á grundvelli hennar verða skilgreind mælanleg markmið og sett fram áætlun um aðgerðir til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Stefnan tekur jafnt til neyslu áfengis, ólöglegra vímuefna og misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum sem valda ávana og fíkn.

Lesa meira
Jafnréttisráð

23/1/2014 : Jafnréttisviðurkenning 2014: Óskað eftir tilnefningum

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2013. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála.

Lesa meira
Á skólabekk

20/1/2014 : Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Skráningarfrestur fyrir þá sem vilja sækja námskeið og taka próf í leigumiðlun rennur út 10. febrúar næstkomandi. Þeir sem standast slíkt próf geta síðan sótt um leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra til leigumiðlunar og er starfsheiti þeirra leigumiðlari.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

17/1/2014 : Ávarp ráðherra á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi um nauðsyn þess að vinna við mótun fjölskyldustefnu sem nú er hafin taki mið af margbreytileika fjölskyldugerða á málþingi um þetta efni sem efnt var til að frumkvæði Velferðarvaktarinnar og var haldið í dag.

Lesa meira

17/1/2014 : Embætti landlæknis gerir úttekt á þjónustu Sólvangs

Velferðarráðuneytið hefur falið Embætti landlæknis að gera úttekt á faglegum þáttum þjónustu og aðbúnaðar íbúa á Sólvangi í Hafnarfirði. Ráðuneytið hefur fundað reglulega með stjórnendum Sólvangs undanfarna mánuði til að fara yfir rekstur heimilisins í framhaldi af skipulagsbreytingum sem þá voru gerðar til að styrkja stöðu Sólvangs.

Lesa meira
Fjölbýli

16/1/2014 : Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2013

Leigjendaaðstoðin sem Neytendasamtökin reka samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið hefur birt ársskýrslu um starfsemi sína árið 2013. Alls bárust 1.467 erindi sem flest snérust um ástand og viðhald leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings.

Lesa meira
Óli Björn Kárason

15/1/2014 : Óli Björn Kárason ráðinn tímabundið aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ráðið Óla Björn Kárason tímabundið sem aðstoðarmann sinn í fjarveru Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

13/1/2014 : Stefna um nýsköpun og tækni í félagsþjónustu

Félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað samráðshóp til að móta stefnu um framtíðarsýn og markmið stjórnvalda á sviði nýsköpunar og tækni í félagsþjónustu. Áhersla verður lögð á þróun velferðarþjónustu og lausnir sem nýtast borgurum með sérstakar þarfir.

Lesa meira
Frá síðasta fundi Láru  Björnsdóttur formanns með velferðarvaktinni

10/1/2014 : Skýrsla Velferðarvaktarinnar til ráðherra

Fráfarandi formaður Velferðarvaktarinnar hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með umfjöllun um verkefni vaktarinnar, ásamt tillögum um úrbætur í velferðarmálum á þeim sviðum sem Velferðarvaktin telur brýnast að sinna á næstunni.

Lesa meira
Á ferðinni

9/1/2014 : Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings?

Auglýst er eftir einstaklingum sem áhuga hafa á að gerast persónulegir talsmenn fatlaðs fólks. Skipulögð hafa verið námskeið til að fræða um innihald og áherslur starfsins og verða þau haldin á næstunni.

Lesa meira
Fjölbýli

9/1/2014 : Viðmiðunarfjárhæð eignamarka vegna húsaleigubóta

Frá og með 1. janúar 2014 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta 6.927.000 kr. Hækkunin er í samræmi við hækkun neysluverðsvísitölu á liðnu ári sem nemur 4,2%.

Lesa meira
Á skólabekk

9/1/2014 : Sendiherrar réttinda fatlaðs fólks starfa áfram

Sendiherraverkefnið sem Fjölmennt annast og felur í sér kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið framlengt til ársloka 2014. Skrifað var undir samning Fjölmenntar og velferðarráðuneytisins um framlengingu verkefnisins fyrir skömmu.

Lesa meira

8/1/2014 : Málþing um margbreytileika fjölskyldugerða 17. janúar

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum. Skráning á málþingið fer fram á vef velferðarráðuneytisins.

Lesa meira
Lyf

6/1/2014 : Greiðsludreifing lyfjakostnaðar hefur gefist vel

Rúmlega 600 einstaklingar hafa fengið samning um dreifingu lyfjakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands frá því að nýtt lyfjagreiðslukerfi tók gildi 4. maí sl. Greiðsludreifing er ætluð einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar og bera þeir engan kostnað vegna hennar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

2/1/2014 : Bætur almannatryggingakerfisins hækka um 3,6%

Bætur þeirra sem fá greiðslur úr almannatryggingakerfinu hækkuðu um 3,6% þann 1. janúar. Hækkun sem þessu nemur tekur til allra bóta lífeyristrygginga, slysatrygginga og félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira