Fréttir

30/12/2015 : Bætur almannatryggingakerfisins hækka um 9,7%

Bætur þeirra sem fá greiðslur úr almannatryggingakerfinu hækka um 9,7% þann 1. janúar 2016. Hækkun sem þessu nemur tekur til allra bóta lífeyris-,  sjúkra- og slysatrygginga og til félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira

30/12/2015 : Gjaldskrárbreytingar vegna heilbrigðisþjónustu um áramót

Gjöld fyrir heilsugæsluþjónustu sjúkratryggðra verða óbreytt um áramót. Gjöld vegna annarrar heilbrigðisþjónustu sjúkratryggðra hækka að jafnaði um 3,2% 1. janúar nk. til samræmis við forsendur fjárlaga næsta árs sem gera ráð fyrir hækkun verðlags sem þessu nemur. Lesa meira
Sólfar

28/12/2015 : Aðgerðir til að efla nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu

Nýlega var kynnt stefna og áætlun á sviði nýsköpunar og tækni á sviði velferðarþjónustu sem nefnd á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra vann. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun sem unnið verður að á árunum 2015 – 2020 til að hrinda stefnunni í framkvæmd.

Lesa meira
Alþingishúsið

23/12/2015 : Skýrsla til Alþingis um stöðu kvenna á vinnumarkaði

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í skýrslunni er fjallað um ýmsar hliðar atvinnuþátttöku kvenna, nýtingu foreldra á fæðingarorlofsrétti, áhrif opinberra aðgerða á stöðu kynjanna frá efnahagshruninu 2008 og þróun launamunar kynja frá sama tíma.

Lesa meira
Strætó á ferðinni

23/12/2015 : Tilraunaverkefni um samgöngumöguleika fatlaðs fólks

Velferðarráðuneytið hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg sett á laggirnar tilraunaverkefni sem á að styðja við möguleika fatlaðs fólks til að nýta sér almenningssamgöngur. Markmiðið er að virkja fatlað fólk enn frekar til þátttöku í daglegu lífi án aðgreiningar.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

22/12/2015 : Fleiri börn öðlast rétt til gjaldfrjálsra tannlækninga

Sex og sjö ára börn munu frá 1. janúar næstkomandi bætast í hóp þeirra barna sem eiga rétt til gjaldfrjálsra tannlækninga samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna frá árinu 2013. Þar með nær samningurinn til allra barna á aldrinum 6 – 17 ára, auk 3 ára barna.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýju sjúkrahóteli

22/12/2015 : Starfshópi falið að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels sem verið er að byggja á lóð Landspítala við Hringbraut. Hópurinn á að skila ráðherra greinargerð um efnið fyrir 1. apríl 2016.

Lesa meira

22/12/2015 : Samkomulag um framhald NPA verkefnisins á næsta ári

Samkomulag hefur tekist milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun NPA þjónustuformsins á næsta ári. Hlutdeild ríkisins í gildandi samningum hækkar úr 20% í 25% auk þess sem ríkið bætir við fjármagni til að mæta auknum launakostnaði í kjölfar kjarasamninga.

Lesa meira
Hjálpartæki

22/12/2015 : Bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu í brennidepli

Ellefu sveitarfélög og þjónustusvæði fatlaðs fólks hafa á þessu ári gert úttektir á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem teljast opinber vettvangur. Úttektirnar hafa verið unnar með fjárstyrk frá velferðarráðuneytinu sem veitti fimm milljónir króna í verkefnið á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Lesa meira
Margrét Björnsdóttir

21/12/2015 : Margrét Björnsdóttir skipuð skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu

Heilbrigðisráðherra hefur skipað Margréti Björnsdóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna í velferðarráðuneytinu. Af fimmtán umsækendum voru þrír metnir hæfastir samkvæmt mati sérstakrar hæfnisnefndar og var Margrét ein þeirra.

Lesa meira
Bakgrunnsgögn

21/12/2015 : Staðan á innlendum húsnæðismarkaði

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti samantekt um stöðuna á innlendum húsnæðismarkaði á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag. Samantektin hefur verið birt á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
Stjórnarráðið

21/12/2015 : Skýrsla um störf jafnréttisfulltrúa Stjórnarráðsins

Jafnréttisfulltrúar Stjórnarráðsins hafa tekið saman skýrslu um störf sín á tímabilinu 2011-2014. Skýrslan byggist á starfsáætlun jafnréttisfulltrúanna sem tekur mið af jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins og verkefnum í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014.

Lesa meira
Ráðherrarnir Sigrún Magnúsdóttir, Eygló Harðardóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir við undirritun yfirlýsingarinnar

19/12/2015 : Nýr áfangi verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“

Þrír ráðherrar hafa undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu um næsta skref verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það meginmarkmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmu húsnæði, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs.

Lesa meira

19/12/2015 : Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2015-2016

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira

18/12/2015 : Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

Velferðarráðuneytið auglýsti þann 26. nóvember 2015 embætti skrifstofustjóra á skrifstofu hagmála og fjárlaga laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 14. desember sl. Eftirfarandi eru nöfn umsækjenda. Lesa meira
Velferðarráðuneytið

18/12/2015 : Rannsókn á heilbrigði fatlaðs fólks

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt fimm milljónir króna til að standa straum af rannsókn á ýmsum þáttum sem varða heilbrigði fatlaðs fólks. Embætti landlæknis ber ábyrgð á framkvæmd rannsóknarinnar.

Lesa meira
Handverk hafnfirskra Geitunga

18/12/2015 : Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks í Hafnarfirði

Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbær hófu samstarf í haust um verkefni sem hefur m.a. að markmiði að stuðla að nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks. Velferðarráðuneytið styrkir verkefnið um 5 milljónir króna.

Lesa meira
Lyf

17/12/2015 : Drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga til umsagnar

Óskað er eftir umsögnum um meðfylgjandi drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Frumvarpsdrögin eru unnin af nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun þessa árs til að vinna að umbótum í lyfjamálum.  Umsagnarfrestur er til 17. janúar 2016.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrita samninginn

17/12/2015 : Samningur um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna framlengdur

Félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í dag samning sem felur í sér áframhaldandi þjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2016.

Lesa meira
Fjölbýli

16/12/2015 : Frumvarp um almennar íbúðir lagt fram á Alþingi

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem fjallar um uppbyggingu félagslegra leiguíbúða með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Markmiðið er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna með auknu framboði á hagkvæmu leiguhúsnæði.

Lesa meira

16/12/2015 : Fræðsluefni um kynheilbrigði fyrir fólk með þroskafrávik

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita 700.000 króna styrk sem varið verður til vinnslu fræðsluefnis um kynheilbrigði fyrir fólk með þroskafrávik. Lesa meira
Fjölskylda með fatlað barn

15/12/2015 : Fræðsluefni fyrir starfsfólk sem annast þjónustu við fatlað fólk

Velferðarráðuneytið hefur gert samning við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um gerð fræðsluefnis í formi námskeiða á Netinu fyrir starfsfólk sveitarfélaga sem starfar í þjónustu við fatlað fólk. Kostnaður við verkefnið nemur tæplega einni milljón króna.

Lesa meira
Kunnugleg andlit úr þáttunum Með okkar augum - /Mynd; RÚV

15/12/2015 : Styrkur til framleiðslu sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt 2,5 milljóna króna styrk til gerðar sjónvarpsefnis í þáttaröðinni „Með okkar augum.“ Þættirnir eru liður í vitundarvakningu um stöðu fatlaðs fólks sem m.a. er lögð áhersla á í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Lesa meira

14/12/2015 : Komu flóttafólks seinkar

Af ýmsum ástæðum hefur tekið lengri tíma en ætlað var að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa fyrir flóttafólkið sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Nú er gert ráð fyrir að fólkið komi til Íslands um eða eftir miðjan janúar. Lesa meira
Rúnar Helgi Haraldsson

14/12/2015 : Rúnar Helgi skipaður forstöðumaður Fjölmenningarseturs

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Rúnar Helga Haraldsson forstöðumann Fjölmenningarseturs til fimm ára, frá 1. janúar næstkomandi. Rúnar Helgi hefur starfað sem settur forstöðumaður stofnunarinnar frá 1. desember 2014.

Lesa meira

14/12/2015 : Fræðsla um ofbeldi gegn fötluðum konum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gert samkomulag við Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum um að setrið annist útgáfu og dreifingu á kynningarefni um ofbeldi gegn fötluðum konum og hvert fatlaðar konur geti sótt stuðning hafi þær sætt ofbeldi. 

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Ólöf Nordal

11/12/2015 : Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

Tekist hefur samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér endanlega niðurstöðu um fjármögnun þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk samkvæmt lögum um málaflokkinn. Samkomulagið var undirritað í dag. Samhliða var kynnt skýrsla verkefnisstjórnar um faglegt og fjárhagslegt mat á yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

11/12/2015 : Könnun á framlagi ólaunaðra umönnunaraðila

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur samið við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um að gera könnun á þátttöku ólaunaðra umönnunaraðila í lífi fatlaðs fólks. Markmiðið er að gera sýnilegt framlag aðstandenda og annarra sem sinna umönnun án þess að þiggja greiðslur fyrir.

Lesa meira
Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir

9/12/2015 : Guðrún Agnes skipuð formaður nýrrar úrskurðarnefndar velferðarmála

Félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Guðrúnu Agnesi Þorsteinsdóttur formann nýrrar úrskurðarnefndar velferðarmála til fimm ára. Nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi við sameiningu sex úrskurðar- og kærunefnda sem starfa á málefnasviði velferðarráðuneytisins.

Lesa meira

9/12/2015 : Menntun og valdefling kvenna í Afganistan

Opið málþing um menntun og valdeflingu kvenna og stúlkna í Afganistan verður haldið á morgun, 10. desember, á Radison Hotel Saga í Reykjavík. Málþingið er haldið í tengslum við styrkveitingu íslenskra stjórnvalda til UNICEF í Afganistan til að stuðla að menntun stúlkna í landinu.

Lesa meira

9/12/2015 : Styrkveiting til verkefnisins Virkjum hæfileikana

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun tveggja milljóna króna styrk til verkefnisins Virkjum hæfileikana. Verkefninu var ýtt úr vör haustið 2014 og hefur það markmið að afla atvinnutækifæra fyrir fólk með skerta starfsorku.

Lesa meira
Greining launamunar á almenna vinnumarkaðnum í skýrðan og óskýrðan mun.

8/12/2015 : Launaþróun og launamunur kynja á almennum vinnumarkaði

Launamunur kynja á almennum vinnumarkaði hefur lækkað um nærri helming á árabilinu 2000 – 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem aðgerðahópur um launajafnrétti lét gera á þróun kynbundins launamunar og launamyndunar á umræddu tímabili.

Lesa meira

8/12/2015 : Styrkir til rannsókna á sviði velferðartækni

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki frá meistaranemum og doktorsnemum til þess að vinna að verkefnum á sviði nýsköpunar á vettvangi velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Lesa meira
Sólfar

8/12/2015 : Styrkir til nýsköpunarverkefna í velferðarþjónustu

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga. Þetta er gert á á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fatlaðs fólks og í samræmi við stefnumótun á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu.

Lesa meira

8/12/2015 : Valdefling og notendasamráð í þjónustu við fatlað fólk

Velferðarrðáðuneytið hefur gert samkomulag við Hafnarfjörð og Reykjavíkurborg um þátttöku sveitarfélaganna í tilraunaverkefni sem miðar að því að styðja við valdeflingu og notendasamráð í þjónustu við fatlað fólk. Áður hafa Akureyrarbær og Árborg unnið að verkefnum í þessu skyni samkvæmt samningi við ráðuneytið. Lesa meira
Undirritun samningsins

7/12/2015 : Nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun í Bolungarvík

„Það er stór dagur í lífi bæjarfélags þegar nýtt hjúkrunarheimili er tekið í notkun, enda skiptir miklu máli í hverju samfélagi að vel sé búið að öldruðum sem þarfnast umönnunar“ sagði heilbrigðisráðherra sem flutti ávarp við vígsluathöfnina í gær, þar sem margt var um manninn.

Lesa meira
Akureyri

4/12/2015 : Aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á málþingi um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum sem Jafnréttisstofa, Aflið og Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri stóðu fyrir í dag.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir

4/12/2015 : Ný framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks í mótun

Starfshópur sem vinnur að gerð tillögu til þingsályktunar um nýja framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks er tekinn til starfa. Félags- og húsnæðismálaráðherra sat fund sem starfshópurinn efndi til í vikunni með ýmsum hagsmunaaðilum sem láta sig málefni fatlaðs fólks varða.

Lesa meira
Eygló og Hallveig undirrita samninginn

4/12/2015 : Brúðuleikhúsið; Krakkarnir í hverfinu, heldur áfram

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Hallveig Thorlacius, fyrir hönd Leikhússins 10 fingur, undirrituðu í dag samning sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikhúsinu Krakkarnir í hverfinu til að fræða nemendur um ofbeldi gegn börnum og úrræði sem standa þolendum ofbeldis til boða.

Lesa meira
Alþingishúsið

3/12/2015 : Frumvarp til laga um húsnæðisbætur lagt fram á Alþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um húsnæðisbætur. Stefnt er að því að auka stuðning við efnaminni leigjendur og jafna húsnæðisstuðning milli leigjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis.

Lesa meira
Íbúðarhús

3/12/2015 : Frumvarp til breytinga á húsaleigulögum lagt fram á Alþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á húsaleigulögum. Markmið frumvarpsins er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka.

Lesa meira
Skipulag

3/12/2015 : Stuðlað að eflingu samráðs við fatlað fólk við stefnumótun og áætlanagerð

Þjónustusvæðum fatlaðs fólks bjóðast nú styrkir til að koma á fót sérstökun notendaráðum fyrir fatlað fólk sem verði ráðgefandi um stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á viðkomandi svæði.

Lesa meira
Á námskeiði

1/12/2015 : Sérlegir sendiherrar um réttindi fatlaðs fólks starfa áfram

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að framlengja samning við Fjölmennt um störf sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þriggja milljóna króna framlag til verkefnisins gerir sendiherrunum kleift að starfa til loka næsta árs.

Lesa meira
Við Seljalandsfoss

1/12/2015 : Bætt aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum

Félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa ákveðið að styrkja verkefni um gerð handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila ríkja í Norður-Atlantshafi. Markmiðið er að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum.

Lesa meira

30/11/2015 : Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Full desemberuppbót er 55.256 kr. en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu. Lesa meira
Velferðarráðuneytið

30/11/2015 : Styrkir til gæðaverkefna lausir til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna með áherslu á verkefni sem miða að því að efla þverfaglegt samstarf í heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Vetrarríki

26/11/2015 : Starfshópi falið að móta stefnu um fjarheilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu og aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að auka getuna til þess að bjóða landsmönnum, óháð búsetu, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Alþingi

26/11/2015 : Frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003. Markmið þess er að auðvelda starfsemi húsnæðissamvinnufélaga og auka vernd búseturéttarhafa.

Lesa meira
Viðurkenningarhafar ásamt ráðherra og Fanný Gunnarsdóttir, formanni Jafnréttisráðs

26/11/2015 : Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti í gær viðurkenningu Jafnréttisráðs á sviði jafnréttismála vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Viðurkenningin var veitt við lok Jafnréttisþings sem haldið var undir yfirskriftinni Kynlegar myndir - jafnrétti á opinberum vettvangi.

Lesa meira
Rósa Guðrún Erlingsdóttir segir frá niðurstöðum viðmælendagreiningarinnar

25/11/2015 : Karlar og konur sem viðmælendur fjölmiðla

Hlutur kvenna sem viðmælendur fjölmiðla hefur lítið breyst frá því að málið var skoðað fyrir 15 árum, samkvæmt nýrri úttekt sem kynnt var á jafnréttisþingi í dag og yfir tímabilið 1. september 2014–31. ágúst 2015. Karlar voru um 70% viðmælenda í fréttum RÚV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar á móti um 30% kvenna.

Lesa meira

25/11/2015 : Opinn fundur með Fulbright sérfræðingi í málefnum flóttafólks

Föstudaginn 27.nóvember verður efnt hádegisfundar um málefni flóttafólks í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 12.00–13.15. Sérstakur gestur fundarins er Nicole Dubus, doktor í félagsráðgjöf og Fulbright sérfræðingur.

Lesa meira
Bæjarstjórar Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs ásamt ráðherra undirrita saminga um móttöku flóttafólks

25/11/2015 : Undirritun samninga við sveitarfélög um móttöku flóttafólks

Félags- og húsnæðismálaráðherra og bæjarstjórar Akureyrarkaupstaðar, Hafnarfjarðar­kaup­staðar og Kópavogsbæjar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir ávarpar Jafnréttisþing 2015

25/11/2015 : Ávarp ráðherra við upphaf Jafnréttisþings í dag

Opinber umræða sem heldur á lofti stöðluðum kynjamyndum vinnur gegn jafnrétti. Þessu getum við breytt með því að hampa fjölbreytileikanum, efla þekkingu á kerfisbundnu misrétti og ræða um samfélagslegan ávinning af auknu jafnrétti, sagði Eygló Harðardóttir, ráðherra jafnréttismála við upphaf Jafnréttisþings sem nú stendur yfir.

Lesa meira
Jafnrétti

24/11/2015 : Jafnréttisþing 25. nóvember: Kynlegar myndir

Varpað verður ljósi á ólíka stöðu kynjanna í fjölmiðlum og kvikmyndum og einnig fjallað um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu á jafnréttisþingi sem fram fer á morgun. Þingið er að þessu sinni haldið í samstarfi við menntamálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.

Lesa meira
Staða og þróun jafnréttismála 2013 - 2015 - Forsíða skýrslu

24/11/2015 : Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015

Fjallað er um stöðu karla og kvenna á öllum helstu sviðum samfélagsins í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra sem lögum samkvæmt er lögð fram ár hvert í upphafi jafnréttisþings. Þar er einnig fjallað um stöðu verkefna samkvæmt framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til ársins 2014.

Lesa meira
Til skoðunar

24/11/2015 : Starfshópur endurskoðar lög um sjúkratryggingar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að meta reynslu af framkvæmd laga um sjúkratryggingar, einkum varðandi gerð samninga um rekstur heilbrigðisþjónustu og eftirlit með þeim.

Lesa meira
Fjögur áherslusvið stefnu í nýsköpun og tækni

18/11/2015 : Hátt í 200 manns ræddu nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Þátttaka var góð og umræður fjörugar á vinnustofu sem velferðarráðuneytið efndi til í dag til að fjalla um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu og lausnir framtíðarinnar á því sviði. Stefnumótun í velferðartækni, aðgerðir og nýjar lausnir voru til umfjöllunar.

Lesa meira
Lyf

18/11/2015 : Hvatt til ábyrgrar notkunar sýklalyfja

Talið er að sýklalyfjaónæmi sé vaxandi í Evrópu og nýjustu tölur staðfesta að fjöldi sjúklinga sem sýkist af sýklalyfjaónæmum gerlum eykst um alla Evrópu. Í dag er Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf haldinn í áttunda sinn.

Lesa meira
Lyf

18/11/2015 : Til umsagnar: Frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um lækningatæki

Óskað er eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lyfjalögum og lögum um lækningatæki. Frumvarpið varðar heimildir Lyfjastofnunar til gjaldtöku vegna þjónustu sem stofnuninni ber að veita samkvæmt lögum.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Sigríður Jónsdóttir

17/11/2015 : „Ofbeldi þrífst í aðgreiningu“

Fatlaðar konur í Tabú og Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands afhentu í dag félags- og húsnæðismálaráðherra kröfuskjal um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks. Ráðherra afhenti þeim við sama tækifæri upplýsingar um aðgerðir ráðuneytisins til að sporna við ofbeldi.

Lesa meira
Health at a Glance 2015

17/11/2015 : Hagvísar OECD: Heilbrigðismál í hnotskurn 2015

Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) hefur gefið út ritið Health at a Glance 2015. Í  ritinu eru birtar nýjustu samanburðarhæfar upplýsingar um ýmsa mikilvæga þætti heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum stofnunarinnar, auk nokkurra fjölmennra ríkja til viðbótar.

Lesa meira
Ofbeldi

17/11/2015 : Ráðstefna um ofbeldi gagnvart öldruðum

Fjallað verður um ofbeldi gagnvart öldruðum á Íslandi, birtingarmyndir þess og mögulegar leiðir til að sporna gegn því á ráðstefnu sem Öldrunarráð Íslands efnir til í samvinnu við velferðarráðuneytið og fleiri aðila, föstudaginn 27. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

17/11/2015 : Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Evrópuráðið helgar 18. nóvember baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og hvetur aðildarríki sín til að festa daginn í sessi. Skólastjórnendur í íslenskum grunnskólum eru hvattir til að sýna meðfylgjandi fræðslumynd fyrir börn af þessu tilefni.

Lesa meira

13/11/2015 : Jafnréttisþing 2015: Kynlegar myndir – jafnrétti á opinberum vettvangi

Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþings þann 25. nóvember í samræmi við lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýju sjúkrahóteli

11/11/2015 : Fyrsta skóflustunga að sjúkrahóteli Nýs Landspítala

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að byggingu nýs sjúkrahótels Nýs Landspítala sem og undirritaði verksamning við byggingafyrirtækið sem annast mun framkvæmdina. Þar með sagði hann verklegar framkvæmdir við uppbyggingu þjóðarsjúkrahúss hafnar.

Lesa meira
Ávísun lyfja

11/11/2015 : Kynningarátak Lyfjastofnunar: Lesum fylgiseðilinn

Lyfjastofnun stendur nú fyrir kynningarátaki um mikilvægi fylgiseðla með lyfjum og hvernig staðið er að upplýsingagjöf um lyf til almennings undir yfirskriftinni: Lesum fylgiseðilinn. Efnt var til fundar um málefnið í gær í tilefni 15 ára afmælis Lyfjastofnunar.

Lesa meira

6/11/2015 : Ný reglugerð gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður  skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

5/11/2015 : Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

Velferðarráðuneytið auglýsti þann 17. október 2015 embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 2. nóvember sl. Fimmtán umsóknir bárust og eru umsækjendur eftirtaldir.

Lesa meira
Í hjólastól

3/11/2015 : Hækkun styrkja og uppbóta til hreyfihamlaðs fólks vegna bifreiðakaupa

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um 20% hækkun uppbóta og styrkja til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Gildistími reglugerðarinnar er afturvirkur frá 1. nóvember síðastliðnum.

Lesa meira
Stjórnarráðshúsið

3/11/2015 : Tillaga að stefnu í geðheilbrigðismálum kynnt í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í morgun tillögu að þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Aukin vellíðan, betri geðheilsa og virkari samfélagsþátttaka fólks með geðraskanir óháð búsetu eru meginmarkmið tillögunnar.

Lesa meira
Sólfar

3/11/2015 : Málstofa um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina? - Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Þetta er yfirskrift málstofu velferðarráðuneytisins sem haldin verður 18. nóvember næstkomandi á Hótel Hilton í Reykjavík.

Lesa meira
Lyf

3/11/2015 : Verðendurskoðun lækkar lyfjakostnað um nærri 800 milljónir króna

Nýafstaðin endurskoðun lyfjagreiðslunefndar á verði lyfseðilsskyldra lyfja hér á landi leiðir til lækkunar lyfjaverðs sem áætlað er að nemi samtals um 773 milljónum króna á ári. Lækkunin leiðir til lægri útgjalda sjúkratrygginga og lækkar einnig kostnað sjúklinga.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

30/10/2015 : Velferðarráðuneytið lokað eftir hádegi í dag, 30. október

Velferðarráðuneytið verður lokað frá kl. 12 á hádegi í dag, föstudaginn 30. október, vegna jarðarfarar Guðbjarts Hannessonar fyrrverandi velferðarráðherra.

Lesa meira
Skokkað í haustblíðunni

30/10/2015 : Nýr gagnvirkur upplýsingavefur; heilsuhegdun.is

Embætti landlæknis hefur opnað nýjan upplýsingavef, www.heilsuhegdun.is, með gagnvirku efni sem styðja á þá sem vilja bæta lífsvenjur sínar og auka almenna vellíðan. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að prófa vefinn við opnun hans í gær.

Lesa meira
Ofbeldi_pallbord1

29/10/2015 : Upphafsfundur landssamráðs gegn ofbeldi

Vel var mætt á upphafsfund landssamráðs gegn ofbeldi og afleiðingum þess sem haldinn var í dag að frumkvæði þriggja ráðherra. Fundurinn markar upphaf að formlegu samráði á landsvísu til að bæta samvinnu og verklag í málum sem tengjast ofbeldi og afleiðingum þess.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Poul Michelsen

29/10/2015 : Ráðherrar funduðu um málefni flóttafólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Poul Michelsen, utanríkis- og vinnumálaráðherra Færeyinga og samstarfsráðherra Norðurlanda í Færeyjum áttu síðdegis í dag fund þar sem rætt var um málefni flóttafólks og aðstæður landanna tveggja til að taka á móti flóttamönnum.

Lesa meira
Lyf

29/10/2015 : Drög að reglugerð um lyfjaauglýsingar til umsagnar

Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að nýrri reglugerð um lyfjaauglýsingar. Frestur til að skila umsögnum rennur út 10. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

28/10/2015 : Átak til að stytta bið eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöðinni

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að auka fjárveitingar til Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (ÞHS) til að stytta bið eftir þjónustu. Gert er ráð fyrir að með átaksverkefni á þessu og næsta ári megi veita allt að 200 fleiri börnum þjónustu en ella.

Lesa meira
Vísir

28/10/2015 : Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu þar sem stjórnvöld lýsa vilja til þess að kanna með tilraunaverkefni hvort unnt sé að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana.

Lesa meira
Ráðherrar ræða við fundargest

22/10/2015 : Fjölmennt á fundi um hagkvæmt húsnæði

Hátt í þrjú hundruð manns mættu á upphafsfund verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði sem haldinn var í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni „Vandað, hagkvæmt, hratt.“ Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar- og nýsköpunar efndu til fundarins og voru allir helstu hagsmunaaðilar sem málið varðar boðnir sérstaklega.

Lesa meira
Skurðaðgerð

22/10/2015 : Mælt fyrir frumvarpi sem fjallar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri

Sjúkratryggðum verður gert kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki EES-samningsins og endurgreiðsla kostnaðar vegna þess heimiluð að því marki sem sjúkratryggingar greiða fyrir sambærilega þjónustu hér á landi samkvæmt frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir í vikunni.

Lesa meira
Alþingishúsið

22/10/2015 : Mælt fyrir frumvarpi um staðgöngumæðrun

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti í vikunni fyrir frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Frumvarpið samdi starfshópur sem skipaður var í september árið 2012 í samræmi við ályktun Alþingis frá 18. janúar sama ár.

Lesa meira
Ráðherra ásamt stjórn SAFF

21/10/2015 : Vika 43: Árleg forvarnavika dagana 18.–25. október

Stjórn Samstarfsráðs félagasamtaka í forvörnum (SAFF) heimsótti félags- og húsnæðismálaráðherra í gær og afhenti henni yfirlýsingu Viku 43 í innrömmuðu skjali til varðveislu. Vika 43 er árleg forvarnavika þar sem áhersla er vakin á margvíslegum málum sem varða forvarnir til að sporna við áfengis-, tóbaks- og annarri vímuefnaneyslu.

Lesa meira

20/10/2015 : Málþing Jafnréttissjóðs 24. október

Jafnréttissjóður býður til málþingsins Kyn og fræði: Ný þekking verður til, þar sem kynntar verða niðurstöður rannsókna sem sjóðurinn styrkti árið 2014 og úthlutað verður sex nýjum styrkjum. Málþingið verður haldið á kvennafrídaginn 24. október 2015 kl. 11-13 í Iðnó.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

16/10/2015 : Vandað, hagkvæmt, hratt – upphafsfundur um hagkvæmt húsnæði

Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar hafa boðað til upphafsfundar verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og til upphafsfundarins eru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir.

Lesa meira
Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar

16/10/2015 : Viljayfirlýsing um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks

Vinnumálastofnun verður ábyrg fyrir vinnumarkaðsúrræðum fyrir fatlað fólk samkvæmt viljayfirlýsingu um framtíðarskipan þessara mála. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti yfirlýsinguna á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
Harpa

15/10/2015 : Alþjóðleg ráðstefna í tilefni aldarafmælis kosningaréttar kvenna

Á fimmta hundrað manns hafa skráð sig á alþjóðlegu ráðstefnuna; Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár, sem haldin verður í Hörpu dagana 22. og 23. október. Meðal gesta er Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women, og Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Lesa meira
Farið yfir reikninga

15/10/2015 : 400 úrskurðir í kærumálum vegna greiðsluaðlögunar

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála hafa borist alls 665 kærur frá því að hún var sett á fót samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun sem tóku gildi í ágúst árið 2010. Flestar kærur bárust árið 2012,  alls 245 talsins en aðeins 26 kærur hafa borist nefndinni á þessu ári.

Lesa meira
Þjónustubíllinn til reiðu

15/10/2015 : Ríkið eykur greiðsluþátttöku sína í heyrnartækjum

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerðir sem fela í sér hækkun á greiðsluþátttöku ríkisins í heyrnartækjum úr 30.800 krónum í 50.000 krónur. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa aukist um tæpar 58 milljónir króna á ári miðað við óbreyttan fjölda tækja.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

14/10/2015 : Fundað með sveitarfélögum um móttöku flóttafólks

Að fenginni tillögu flóttamannanefndar hefur félags- og húsnæðismálaráðherra ákveðið að þekkjast boð sveitarfélaganna Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um móttöku fyrsta hóps flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða til Íslands og er vænst að komi til landsins í desember.

Lesa meira
Stjórnarráðið

13/10/2015 : Staðan á vinnumarkaði í september

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti stöðuna á vinnumarkaði samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir september síðastliðinn á fundi ríkisstjórnar í dag. Enn fækkar fólki á atvinnuleysisskrá, mest meðal þeirra sem hafa skemmst verið skráðir án atvinnu en síður í hópi þeirra sem hafa verið lengi skráðir án atvinnu.

Lesa meira
Á myndinni má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum í vinnuhópnum.

12/10/2015 : Tillögur um uppbyggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri

Vinnuhópur sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði til að endurskoða og uppfæra eldri tillögur um skipulag og uppbyggingu Sjúkrahússins á Akureyri hefur skilað ráðherra niðurstöðum sínum. Hópurinn telur að reisa þurfi nýbyggingu til að mæta þörfum sjúkrahússins.

Lesa meira

9/10/2015 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála lausir til umsóknar.

Auglýst er eftir umsóknum um velferðarstyrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins, þ.e. á sviði félags- og heilbrigðismála.

Lesa meira
Alþingishúsið

9/10/2015 : Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri

Heilbrigðisráðherra leggur á næstu dögum fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um sjúkratryggingar og á lyfjalögum. Lagabreytingarnar fjalla um ráðstafanir til að gera sjúklingum kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki Evrópusambandsins að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Lesa meira
Kristján Þór á málþingi Frumtaka

8/10/2015 : Hækkun lyfjaútgjalda ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfa

Ein stærsta áskorun stjórnenda á sviði heilbrigðismála, jafnt hér á landi sem annars staðar snýr að vaxandi framboði nýrra og afar dýrra líftæknilyfja. Heilbrigðisráðherra ræddi m.a. um þetta á málþingi Frumtaka sem haldið var í Hörpu í gær undir yfirskriftinni: Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu?

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, Sigurður Ólafsson, María Heimisdóttir og Páll Matthíasson

7/10/2015 : Átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að heilbrigðisráðherra gangi frá samkomulagi um samstarfsverkefni heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead um átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

6/10/2015 : Styrkir til gæðaverkefna árið 2015

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2015. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar s.s. með tilfærslu verkefna og efldu þverfaglegu samstarfi starfsfólks.

Lesa meira

5/10/2015 : Huld Magnúsdóttir sett forstjóri Tryggingastofnunar tímabundið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur falið Huld Magnúsdóttur að gegna stöðu forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins frá 15. október næstkomandi, tímabundið um níu mánaða skeið, í fjarveru Sigríðar Lillýar Baldursdóttur sem hefur hlotið námsleyfi til sama tíma.

Lesa meira
Vinnumál

2/10/2015 : Aukið eftirlit til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði

Erlendum ríkisborgurum fjölgar ört á íslenskum vinnumarkaði og spáir Vinnumálastofnun að þeir verði um eða yfir átján þúsund á næsta ári. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti samantekt um þessa þróun á fundi ríkisstjórnar í dag og aðgerðir til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði.

Lesa meira
Heimsókn kvenna frá Indlandi

29/9/2015 : Jafnrétti og tækifæri til fjárfestinga

Hópur indverskra kvenna heimsótti velferðarráðuneytið í dag og átti fund með félags- og húsnæðismálaráðherra sem sagði þeim frá ýmsum staðreyndum um jafnrétti kynjanna hér á landi og stöðu kvenna í atvinnulífinu. Konurnar eru félagar í kvennadeild eins elsta viðskiptaráðs Indlands.

Lesa meira
Jafnréttisráð

29/9/2015 : Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar ráðsins 2015. Veitt verður viðurkenning þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Frestur til að skila tilnefningum rennur út 27. október 2015.

Lesa meira

28/9/2015 : Endurgreiðslur á umtalsverðum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um hækkun viðmiðunarfjárhæða vegna endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun. Hækkanirnar eru til samræmis við hækkun bóta vegna félagslegrar aðstoðar og almannatrygginga. Lesa meira
Velferðarráðuneytið

28/9/2015 : Stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu til umsagnar

Niðurstöður samráðshóps sem fékk það hlutverk að móta tillögur stefnu á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu eru hér með birtar til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 15. október næstkomandi.

Lesa meira
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2015

24/9/2015 : Ræddi húsnæðismál á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna

Félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur sveitarfélaganna á árlegri fjármálaráðstefnu þeirra sem hófst í Reykjavík í dag og lagði í ávarpi sínu megináherslu á úrbætur í húsnæðismálum sem unnið er að í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda frá í vor.

Lesa meira
Fjöleignarhús

23/9/2015 : Upplýsingar um stöðuna á húsnæðismarkaði

Leiguverð á húsnæðismarkaði hefur hækkað um 40,2% frá ársbyrjun 2011 til loka júlí 2015. Á sama tíma hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað um 41,8%. Í samantekt sem Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær má sjá ýmsar upplýsingar um stöðuna á íslenskum húsnæðismarkaði og þróun síðustu ára.

Lesa meira

22/9/2015 : Úthlutun styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr þróunarsjóði innflytjenda fyrir árið 2014 í samræmi við tillögur innflytjendaráðs. Alls bárust 63 umsóknir. Styrki hlutu 18 verkefni, samtals að fjárhæð 9,4 milljónir króna.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

18/9/2015 : Niðurstaða dóms í lyfjamáli ekki aðalatriði

Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli einstaklings gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Aðalmálið nú sé þó að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir.

Lesa meira

18/9/2015 : Vegna umræðu um geislavarnir og almenna upplýsingagjöf

Geislavarnir ríkisins upplýstu velferðarráðuneytið í lok júní að uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna við borholur á Reykjanesi hefði verið staðfest og að veita þyrfti HS Orku sérstakt leyfi til förgunar þeirra. Til upplýsingar eru hér m.a. birt gögn frá Geislavörnum ríkisins til velferðarráðuneytisins varðandi málið.

Lesa meira
Ráðherra ásamt fyrirlesurunum í Norræna húsinu

18/9/2015 : Húsfyllir á fundi um Norrænu velferðarvaktina

Fjölmennt var á opnun í gær þar sem kynnt voru verkefni á vegum Norrænu velferðarvaktarinnar. Verkefnin snúast öll um stöðu og mikilvægi velferðarkerfa þegar vá steðjar að, hvort sem hún er vegna náttúruhamfara eða af mannavöldum, líkt og efnahagskreppur.

Lesa meira

17/9/2015 : Drög að þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu til ársins 2020

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu til ársins 2020. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 2. október 2015.

Lesa meira
Sveinn Magnússon

16/9/2015 : Ísland fær fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópuskrifstofu WHO

Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, var í dag kjörinn í framkvæmdastjórn Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tólf þjóðir eiga fulltrúa í stjórninni sem stýrir faglegum áherslum og verkefnum Evrópuskrifstofunnar í 53 þjóðlöndum.

Lesa meira
Alþingishúsið

15/9/2015 : Heimahjúkrun verði efld um allt land með auknu fé

Stefnt er að því að auka heimahjúkrun um allt land og stuðla að jafnara þjónustustigi, hvort sem þjónustan er veitt á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða framlög til heimahjúkrunar aukin um 200 milljónir króna.

Lesa meira
Fundað með fulltrúum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna

15/9/2015 : Fundað með fulltrúum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, átti í dag viðræður við fulltrúa Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem staddir eru hér á landi í tengslum við fund norrænnar embættismannanefndar um móttöku kvótaflóttafólks sem nú stendur yfir í velferðarráðuneytinu.

Lesa meira
Norræna húsið

15/9/2015 : Velferðarvá- Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar

Velferðarvá - hvernig á að bregðast við kreppu? er yfirskrift kynningarfundar á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar sem haldinn verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 17. september kl. 12.00–13.15. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Lesa meira
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri - Mynd: KEP

11/9/2015 : Fjölgun sérfræðinga og fleiri námsstöður í heilsugæslunni

Stefnt er að því að fjölga námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun og veita heilsugæslunni aukið fjármagn til að ráða í fleiri sérfræðingsstöður í heimilislækningum eða aðrar stöður heilbrigðisstarfsfólks. Til þessa verður varið rúmum 220 milljónum króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Lesa meira
Heilsugæslan - Miðstöð heilsuverndar

11/9/2015 : Nærri 70 milljónum varið til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslu

Stefnt er að því að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu um átta á næsta ári og verður tæpum 69 milljónum króna varið til þess samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Gangi þetta eftir verður unnt að bjóða sálfræðiþjónustu í heilsugæslu í öllum heilbrigðisumdæmum landins á næsta ári.

Lesa meira
Réttarhamar

11/9/2015 : Fjögur embætti laus til umsóknar hjá nýrri úrskurðarnefnd velferðarmála

Auglýst hafa verið laus til umsóknar embætti formanns nýrrar úrskurðarnefndar velferðarmála og embætti þriggja nefndarmanna. Nefndin verður til við sameiningu sex úrskurðar- og kærunefnda sem starfa á málefnasviði velferðarráðuneytisins. Formaðurinn verður jafnframt forstöðumaður úrskurðarnefndarinnar.

Lesa meira

10/9/2015 : Ábendingar Ríkisendurskoðunar um dvalarheimili ekki ítrekaðar

Árið 2012 hvatti Ríkisendurskoðun velferðarráðuneytið til að móta skýra stefnu um framtíð dvalarheimila aldraðra og einnig að fjárveitingar ríkisins til slíkra heimila skyldu miðast við þjónustuþörf íbúanna. Nýlega kannaði Ríkisendurskoðun hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þessum ábendingum og er niðurstaðan sú að ekki sé þörf á að ítreka þær.

Lesa meira
Alþingishúsið

10/9/2015 : Þingmál heilbrigðisráðherra á 145. löggjafarþingi

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra áformar að leggja tólf mál fyrir 145. löggjafarþing sem nú er hafið, níu þeirra fyrir áramót og þrjú á vorþingi. Níu málanna eru lagafrumvörp, tvö þeirra eru þingsályktunartillögur og eitt þeirra er skýrsla til Alþingis. Þingmálin og stutta umfjöllun um efni þeirra má sjá hér.

Lesa meira

10/9/2015 : Þingmál félags- og húsnæðismálaráðherra á 145. löggjafarþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, áformar að leggja 13 mál fyrir 145. löggjafarþing sem nú er hafið, ellefu þeirra fyrir áramót og tvö á vorþingi. Tíu málanna eru lagafrumvörp en þrjú þeirra þeirra þingsályktunartillögur. Þingmálin og stutta umfjöllun um efni þeirra má sjá hér. Lesa meira
Meðferð

9/9/2015 : Fjárlagafrumvarpið: Heilbrigðiskerfið eflt á ýmsum sviðum

Heilsugæslan verður efld til muna, auknu fé veitt til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma, framkvæmdir við nýjan Landspítala verða tryggðar og rekstrargrunnur stóru sjúkrahúsanna og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni verður varinn samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016.

Lesa meira

9/9/2015 : Fjárlagafrumvarpið: Hækkun bóta um 11 milljarða króna

Bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækka um 9,4% samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Samtals leiðir þetta til 9,6 milljarða króna útgjaldaauka. Þegar einnig hefur verið tekið tillit til fjölgunar lífeyrisþega og annarra breytinga nemur hækkunin samtals 11 milljörðum króna.

Lesa meira
Fjölbýli

9/9/2015 : Fjárlagafrumvarpið: Rúmur tveir og hálfur milljarður í húsnæðismál

Aðgerðir til úrbóta í húsnæðismálum landsmanna eru forgangsverkefni, líkt og endurspeglast í fjárlagafrumvarpi ársins 2016. Gert er ráð fyrir að 2,64 milljörðum króna verði varið samtals til uppbyggingar félagslegs húsnæðis og í nýtt húsnæðisbótakerfi.

Lesa meira

7/9/2015 : Rúmar 100 milljónir veittar í tækjakaup á heilbrigðisstofnunum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni rúmum 100 milljónum króna til tækjakaupa.

Lesa meira
Ráðherra og formaður velferðarvaktarinnar

4/9/2015 : Tillaga Velferðarvaktar um verkefni í þágu einstæðra foreldra

Velferðarvaktin hefur lagt til við félags- og húsnæðismálaráðherra að ráðist verði í tilraunaverkefni sem miðar að því að styrkja stöðu einstæðra foreldra sem eru notendur fjárhagsaðstoðar með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, gerði ráðherra grein fyrir tillögunni á fundi í velferðarráðuneytinu dag.

Lesa meira
Skurðaðgerð undirbúin

4/9/2015 : Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði í janúar til að móta tilögur um verklag í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, hefur skilað ráðherra tillögum sínum.

Lesa meira
Ráðherra og forstjóri HTÍ við þjónustubílinn

2/9/2015 : Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu heim í hérað

Þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands öðlaðist nýja vídd í dag þegar tekin var í notkun þjónustubifreið stofnunarinnar sem innréttuð er með klefa til heyrnarmælinga og tengdum búnaði. Heilbrigðisráðherra fékk fyrstur manna að prófa þessa þjónustu en markmiðið er að bæta þjónustu við fólk á landsbyggðinni.

Lesa meira
Frá hægri: Grímur M. Jónasson, Páll Matthíasson, Kristján Þór Júlíusson og Dagur B. Eggertsson

2/9/2015 : Samningur um fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði í dag undir samning við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut.

Lesa meira
Skurðaðgerð

1/9/2015 : Stefnt að því að stytta bið eftir skurðaðgerðum í kjölfar verkfalla

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag áætlun um átak til að stytta biðlista eftir tilteknum skurðaðgerðum. Ríkisstjórnin hefur falið heilbrigðisráðherra í samvinnu við fjármálaráðherra að gera tillögur um fjármögnun slíks verkefnis. Áætlaður kostnaður er um 1.260 milljónir króna.

Lesa meira

31/8/2015 : Heilbrigðisáðherra afhent skýrsla um byggingu Landspítala við Hringbraut

Nýr Landspítali (NLSH) hefur afhent heilbrigðisráðherra skýrslu sem fyrirtækið KPMG vann og felur í sér rýni á fyrirliggjandi gögnum um hagkvæmni þess að byggja nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut. Niðurstaða skýrslunnar er að ekki sé tilefni til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

25/8/2015 : Um 5.000 leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga

Sveitarfélögin í landinu áttu í lok síðasta árs tæplega 5.000 leiguíbúðir samkvæmt nýbirtri skýrslu Varasjóðs húsnæðismála. Sjö sveitarfélög áforma að fjölga leiguíbúðum í náinni framtíð, samtals um 131 íbúð. Meðalbiðtími fólks eftir félagslegu leiguhúsnæði á landsvísu er 26,6 mánuðir.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

21/8/2015 : Reglur um endurgreiðslur vegna tannlækninga rýmkaðar

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt reglugerðarbreytingu sem heimilar Sjúkratryggingum Íslands að endurgreiða kostnað vegna tiltekinna tannlækninga ungmenna allt að 23 ára að aldri í stað 18 ára áður. Þetta á við þegar um er að ræða meðferð sem af faglegum ástæðum er ekki tímabært að veita fyrr en ákveðnum þroska er náð.

Lesa meira
Frá Akureyri - Mynd: Akureyrarbær

20/8/2015 : Móttaka flóttafólks: Ráðherra fagnar frumkvæði Akureyringa

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lýst vilja til þess að taka á móti flóttafólki á þessu ári og því næsta og greiða þannig fyrir því að skapa því ný og góð lífsskilyrði. Bærinn hefur óskað eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um málið. Félags- og húsnæðismálaráðherra fagnar frumkvæði Akureyringa.

Lesa meira
Landspítali

20/8/2015 : Jáeindaskanni: Rannsóknir gætu orðið allt að 2.000 á ári

Sjúklingum sem sendir eru frá Íslandi til rannsókna í jáeindaskanna Rigshospitalet í Kaupmannahöfn samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fjölgar ár frá ári. Notagildi jáeindaskanna og þar með þörfin fyrir slíkt tæki eykst hratt í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag ýmsar staðreyndir tengdar kaupum og uppsetningu jáeindaskanna á Landspítala.

Lesa meira
Fólk á torgi

20/8/2015 : Staðan á vinnumarkaði kynnt í ríkisstjórn

Alls voru um 4680 skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum og svarar það til 2,6% atvinnuleysis. Atvinnuleysi mældist 3,2% meðal kvenna en 2,0% hjá körlum. Atvinnuástand mældist svipað í júní síðastliðnum og áætlað er að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 2,6 – 2,8%. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti stöðuna á innlendum vinnumarkaði fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
Læknisskoðun

18/8/2015 : Skýrari skilyrði um starfs- og sérfræðinám lækna

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði í samræmi við nýja reglugerð þessa efnis. 

Lesa meira
Kári Stefánsson

12/8/2015 : Stórgjöf Íslenskrar erfðagreiningar: Kaup og uppsetning á jáeindaskanna

Íslensk erfðagreining skuldbindur sig til að færa þjóðinni að gjöf allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala til þess að kaupa og setja upp jáeindaskanna. Heilbrigðisráðherra tók við yfirlýsingu þessa efnis úr hendi forstjóra fyrirtækisins í dag. Ráðherra vonast til að nýr jáeindaskanni verði tekinn í notkun á Landspítala innan eins og hálfs árs.

Lesa meira

1/8/2015 : Drög að lyfjastefnu til umsagnar

Óskað er eftir umsögnum um drög 2 að lyfjastefnu til ársins 2020 sem hér eru birt á vef velferðarráðuneytisins. Stefnumótunin er hluti af vinnu sem fram hefur farið í nefnd sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun þessa árs til að vinna að umbótum í lyfjamálum.

Lesa meira

30/7/2015 : Drög að þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun

Á vorþingi 2014 var samþykkt þingsályktun þar sem heilbrigðisráðherra var falið í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra að móta geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun til fjögurra ára og leggja fram á Alþingi sem tillögu að þingsályktun.

Lesa meira

28/7/2015 : Ánægja og vinátta í keppninni

Þessa dagana, 25. júlí-3. ágúst, fara fram Alþjóðasumarleikar Special Olympics í Los Angeles, en þeir eru haldnir fjórða hvert ár. Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, er heiðursgestur á leikunum auk Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur fulltrúa Samherja, sem er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi auk Íslandsbanka. 

Lesa meira

27/7/2015 : Ný heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit sem áætlað er að taka í notkun í febrúar á næsta ári. Núverandi heilsugæsla er rekin í gömlu íbúðarhúsi sem hentar illa starfseminni. Trésmiðjan Rein ehf. sem byggir húsnæðið átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna.

Lesa meira
Kristján Oddsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Páll Matthíasson og Ásbjörn Jónsson

23/7/2015 : Aukið samstarf Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands um þjónustu við konur með brjóstakrabbamein

Landspítali og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér aukið samstarf þeirra á milli á sviði hefðbundinnar krabbameinsleitar í brjóstum og sérhæfðrar þjónustu við konur með brjóstakrabbamein. Markmiðið er að auka samhæfingu og bæta þjónustu.

Lesa meira
Ungur drengur

21/7/2015 : Yfirlýsing um móttöku flóttafólks

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum við ráðherraráðið í Brussel um að taka á móti 50 flóttamönnum samtals á þessu og næsta ári. Ísland verður þannig þátttakandi í samvinnu Evrópuþjóða um móttöku kvótaflóttafólks. Yfirlýsingin er birt með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir fjármögnun verkefnisins.

Lesa meira
Landspítali

16/7/2015 : Hagstæð tilboð í hönnun nýs meðferðarkjarna Landspítala

Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítala voru opnuð í dag. Lægsta tilboðið átti Corpus 3 sem bauð tæpa 1,4 milljarða króna. Það er um 51% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á rúma 2,7 milljarða. Fjögur tilboð bárust og voru öll umtalsvert lægri en kostnaðaráætlunin.

Lesa meira
Læknisskoðun

16/7/2015 : Ný reglugerð um gæði og öryggi sjúkraskráa

Tekið hefur gildi ný reglugerð um sjúkraskrár sem kveður á um færslu sjúkraskrárupplýsinga og örugga meðferð þeirra, svo sem varðveislu og aðgang að þeim. Reglugerðin markar tímamót, því þar með verður unnt að opna að fullu fyrir samtengingu sjúkraskráa milli heilbrigðisstofnana í samræmi við markmið um öryggi sjúklinga og meðferð þeirra.

Lesa meira
Börn

15/7/2015 : Tilmæli Evrópuráðsins um barnvæna félagsþjónustu

Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur gefið út tilmæli um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu. Tilmælunum fylgir leiðarvísir með hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu þannig að tekið sé tillit til réttinda, hagsmuna og þarfa barna. Efnið er aðgengilegt á íslensku á vef velferðarráðuneytisins.

Lesa meira
Vinnumálastofnun

14/7/2015 : Atvinnuleysi 2,6% í júní

Samtals voru 4.757 manns skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júní sl. og hafði þá fækkað um 400 frá í maí. Skráð atvinnuleysi var 2,6% í júní. Að meðaltali voru 2.086 karlar á atvinnuleysisskrá (2,1%) en 2.671 kona (3,2%). Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar um atvinnuástand í júní.

Lesa meira
Zsuzsanna Jakab

5/7/2015 : Andstaða við bólusetningar er dauðans alvara

Andstaða ákveðinna hópa við bólusetningu barna er verulegt vandamál sem verður að berjast gegn með fræðslu til foreldra og vandaðri upplýsingagjöf um mikilvægi bólusetningar. Zsuzsanna Jakab, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO, gerði þetta að umtalsefni á nýafstöðnum fundi smáríkja í Andorra.

Lesa meira

3/7/2015 : Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði árið 2015. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða veittir styrkir til rannsókna sem tengjast jafnréttismálum.

Lesa meira
Í hjólastól

2/7/2015 : Úttektir á aðgengi fatlaðs fólks

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.  Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 20. ágúst 2015.

Lesa meira

25/6/2015 : Samvinnuhópur vegna öryggisvistunar einstaklinga

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað samvinnuhóp sem tryggja á að þjónusta og skipulag skipulag samstarfs ríkis og sveitarfélaga vegna einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun að halda sé í samræmi við lög, alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og alþjóðleg viðurkennd gæðaviðmið.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

24/6/2015 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsendurhæfingu

Móta þarf stefnu um málefni fólks með skerta starfsgetu og setja reglur um eftirlit með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu. Ríkisendurskoðun ítrekar þessar ábendingar til velferðarráðuneytisins í skýrslu en fellur frá tveimur öðrum ábendingum sem ráðuneytið hefur þegar brugðist við að mati stofnunarinnar.

Lesa meira
Vinnumál

24/6/2015 : Tillaga að vinnumarkaðsstefnu afhent ráðherra

Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipaði í september á liðnu ári til að móta vinnumarkaðsstefnu og fjalla um skipulag vinnumarkaðsmála hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Markmiðið er að stuðla að velferð fólks á vinnumarkaði og tryggja atvinnuþátttöku sem flestra.

Lesa meira
100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi

18/6/2015 : Kosningaréttur í 100 ár - hátíðahöld 19. júní

Efnt verður til hátíðahalda víðsvegar um landið á morgun, 19. júní, þegar því verður fagnað að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Framkvæmdanefnd um afmælið birtir á vef sínum upplýsingar um hátíðahöldin.

Lesa meira

10/6/2015 : Víðtækt samstarf gegn ofbeldi og afleiðingum þess

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipaði í dag stýrihóp sem tryggja mun víðtækt samstarf á málefnasviðum þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Markmiðið er að auka fræðslu og forvarnarstarf, bæta samvinnu og verklag og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

9/6/2015 : 286 milljónum króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 286 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til verkefna sem ætlað er að bætta aðbúnað aldraðra og auka öryggi og gæði öldrunarþjónustu. Hæsta fjárhæðin, samtals 202 milljónir króna, rennur til uppbyggingar og endurbóta á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.

Lesa meira
Fjölbýli

9/6/2015 : Nýmæli í frumvarpi um húsnæðisbætur

Frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbætur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og hefur það markmið að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera óháð búsetuformi í þágu efnaminni einstaklinga og fjölskyldna á leigumarkaði.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Ólafi Stefánssyni

8/6/2015 : Brautskráning frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskrift Sjúkraflutningaskólans fór fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri sl. föstudag þegar útskrifaðir voru 237 nemendur sem stunduðu nám við skólann 2014-2015. Heilbrigðisráðherra var viðstaddur athöfnina og afhenti við þetta tækifæri byggðarlögunum Hrísey og Grímsey hjartastuðtæki að gjöf.

Lesa meira
Íslensku fulltrúarnir á þinginu

3/6/2015 : Alþjóðavinnumálaþingið haldið í 104. sinn

Alþjóðlegur vinnumarkaður í ljósi loftslagsbreytinga er meðal umfjöllunarefna 104. þings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf. Helstu markmið stofnunarinnar eru að styrkja atvinnuréttindi fólks, hvetja til sæmandi atvinnutækifæra, auka félagslega vernd og vera vettvangur umræðu um vinnumál.

Lesa meira
Formaður heimilis og skóla, ásamt innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra

3/6/2015 : Gerum netið betra saman

Samningur um áframhaldandi stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016 var undirritaður í Sjálandsskóla í Garðabæ í dag. Markmið verkefnisins er að stuðla að öruggri og jákvæðri notkun netsins meðal notenda þess, með áherslu á börn og ungmenni.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir

29/5/2015 : Stórfelldar umbætur í húsnæðismálum landsmanna

Uppbygging 2.300 félagslegra leiguíbúða, breytingar á fjármögnun félagslega húsnæðiskerfisins með stuðningi ríkis og sveitarfélaga, lækkun byggingarkostnaðar, stuðningur við fyrstu íbúðakaup fólks og húsnæðisbætur í þágu efnaminni leigjenda. Þetta eru meginþættir stórfelldra umbóta í húsnæðismálum sem ráðist verður í samkvæmt ákvörðun stjórnvalda í samvinnu við sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins. 

Lesa meira
Lyfjastofnun

27/5/2015 : Rekstur Lyfjastofnunar og ábendingar Ríkisendurskoðunar

Velferðarráðuneytið vinnur að gerð áætlunar um breytingar á fjármögnun Lyfjastofnunar til frambúðar, samhliða mati á kostnaði stofnunarinnar vegna stjórnsýsluverkefna. Með þessari vinnu verður mætt ábendingum sem Ríkisendurskoðun hefur gert varðandi rekstur stofnunarinnar.

Lesa meira
Bryndís Hlöðversdóttir

27/5/2015 : Bryndís Hlöðversdóttir skipuð ríkissáttasemjari

Félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Bryndísi Hlöðversdóttur í embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára. Bryndís var önnur þeirra tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til að gegna embættinu að áliti sérstakrar nefndar sem ráðherra skipaði til að leggja mat á hæfni umsækjenda.

Lesa meira
Blóðgjöf er lífgjöf

27/5/2015 : Blóðgjöf er lífgjöf

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti í gær Ólafi Helga Kjartanssyni viðurkenningarskjal fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum og vera þar með kominn í fremstu röð þeirra landsmanna sem styðja við mikilvæga starfsemi Blóðbankans með því að gefa af sjálfum sér.

Lesa meira
Suðurnes

26/5/2015 : Rúm 80% fólks á leigumarkaði eftir nauðungarsölu

Niðurstöður könnunar á afdrifum fjölskyldna á Suðurnesjum sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á árunum 2008-2011 leiðir í ljós að 81% þeirra búa nú í leiguhúsnæði. Áberandi er að hátt hlutfall skuldara nýtti sér ekki opinber úrræði sem í boði voru og hefðu getað komið þeim að gagni vegna skorts á upplýsingum um þau.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

26/5/2015 : Auknum húsnæðiskostnaði leigjenda mætt með húsnæðisbótum

Húsnæðiskostnaður fólks á leigumarkaði sem hlutfall af tekjum hefur hækkað verulega síðustu ár meðan húsnæðiskostnaður fólks sem býr í eigin húsnæði hefur lækkað. Leigjendum hefur jafnframt fjölgað umtalsvert. Þörf fyrir aukinn húsnæðisstuðning við leigjendur er augljós og nýju húsnæðisbótakerfi er ætlað að mæta breyttum veruleika á húsnæðismarkaði.

Lesa meira

22/5/2015 : Ábendingar Ríkisendurskoðunar um stöðu barnaverndar

Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Velferðarráðuneytið er komið vel á veg með vinnu við ýmsar úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar og að unnið verði í samræmi við þær.

Lesa meira

20/5/2015 : Kynbundinn launamunur rakinn til kynjaskiptingar starfa á vinnumarkaði

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnti í morgun á fundinum Kyn, starfsframi og laun niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Lesa meira
Launajafnrétti - lógó

20/5/2015 : Kynbundinn launamunur fer minnkandi hér á landi

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnir í dag niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsóknina, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Lesa meira
Launajafnrétti

18/5/2015 : Tímamótaupplýsingar um starfsframa og laun kynjanna

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir niðurstöður úr fyrstu samræmdu rannsókninni á kynbundnum launamun sem gerð hefur verið hér á landi og tekur til alls vinnumarkaðarins á morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 20. maí næstkomandi kl. 8–10.

Lesa meira
Angela Merkel kanslari, Dr Chan framkvæmdastjóri WHO og Michael Møller, framkvæmdastjóri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf /-Mynd WHO

18/5/2015 : Bein útsending frá Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf

Í dag hófst 68. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem haldið er í Genf í Sviss og stendur yfir dagana 18.–26. maí. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra átti í morgun fund með framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu WHO þar sem þau ræddu meðal annars um framboð Íslands til setu í fastanefnd Evrópuskrifstofunnar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

15/5/2015 : Ekki fallið frá frumvarpi um stofnframlög

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki fallið frá áformum sínum um að leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um stofnframlög vegna stuðnings við félagslegt húsnæði. Fréttir fjölmiðla um að frumvarpið hafi verið dregið til baka eiga ekki við rök að styðjast.

Lesa meira
Lyf

13/5/2015 : Drög að nýrri lyfjastefnu til umsagnar

Óskað er eftir umsögnum um drög að lyfjastefnu til ársins 2020 sem birt hefur verið á vef velferðarráðuneytisins. Stefnumótunin er hluti af vinnu sem fram hefur farið í nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun þessa árs til að vinna að umbótum í lyfjamálum.

Lesa meira
Bjarni Jónasson og Eygó Harðardóttir

8/5/2015 : Aukin þjónusta við þolendur ofbeldis

Félags- og húsnæðismálaráðherra og forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri undirrituðu í gær samning um 10 milljóna króna framlag til geðsviðs sjúkrahússins til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings í því skyni að bæta aðstoð og meðferð við þolendur ofbeldis. Ráðherra hefur einnig veitt Landspítala framlag í sama skyni.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

8/5/2015 : Átta sóttu um stöðu ríkissáttasemjara

Frestur til að sækja um stöðu ríkissáttasemjara rann út í vikunni. Átta sóttu um embættið. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Skipað verður í embættið frá 1. júní 2015 til næstu fimm ára.

Lesa meira
Vinnumálastofnun

6/5/2015 : Sumarstörf fyrir námsmenn auglýst til umsóknar

Vinnumálastofnun hefur auglýst laus til umsóknar 230 sumarstörf fyrir námsmenn hjá opinberum stofnunum. Störfin eru ætluð þeim sem eru 18 ára á þessu ári eða eldri og eru á milli anna eða skólastiga. Efnt hefur verið til sambærilegs átaksverkefnis um sumarstörf síðastliðin fimm sumur.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

5/5/2015 : Tillögur um afnám vasapeningakerfis á hjúkrunarheimilum

Hugmyndir um breytt greiðslufyrirkomulag fyrir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem miða að því að leggja niður vasapeningakerfið og auka sjálfræði aldraðra liggja að mestu fyrir og er stefnt að tilraunaverkefni um innleiðingu breytinganna. Félags- og húsnæðismálaráðherra sagði frá þessu á landsfundi Landssambands eldri borgara í dag.

Lesa meira
Jafnréttisráðherrar í Kaupmannahöfn 2015.  Mynd/Louise Hagemann/norden.org.

5/5/2015 : Norrænir ráðherrar beita sér gegn hatursorðræðu

Jafnréttisráðherrar Norðurlandaþjóðanna telja margt benda til að hatursorðræða fari vaxandi, einkum á samfélagsmiðlum, hún sé oft kynbundin og feli í sér alvarlegt jafnréttisvandamál. Á fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær samþykktu þeir að vinna saman gegn þessari þróun.

Lesa meira
Stjórnarráðið

5/5/2015 : Króatar fá aðgang að íslenskum vinnumarkaði

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að nýta ekki frekari aðlögunarheimildir Evrópusambandsins til að takmarka aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira
Styrkir til atvinnumála kvenna 2015

5/5/2015 : Úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað í liðinni viku. Styrk fengu 33 verkefni og var heildarupphæðin 35 milljónir króna. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið uthlutað frá árinu 1991 og er skilyrði fyrir þeim að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun.

Lesa meira
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri - Mynd: KEP

30/4/2015 : Tímamótasamningur um sérnám í heilsugæsluhjúkrun

Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun í haust bjóða upp á nýja námsbraut fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja sérhæfa sig í heilsugæsluhjúkrun. Velferðarráðuneytið leggur verkefninu til 27 milljónir króna á þessu ári samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag.

Lesa meira
Kristján Þór heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala

29/4/2015 : Uppbygging Landspítala: „Kyrrstaðan rofin“

Uppbygging á Landspítala hófst með auknum fjármunum til reksturs og tækjakaupa á fjárlögum 2014 og 2015. Framkvæmdir eru að hefjast vegna byggingar sjúkrahótels við Hringbraut og fullnaðarhönnun meðferðarkjarna hefur verið boðin út. Kyrrstaðan hefur verið rofin, sagði heilbrigðisráðherra í ávarpi á ársfundi Landspítala í dag.

Lesa meira
Frá ársfundinum: Birgir Jakobsson landlæknir, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson forstjóri Landspítala

29/4/2015 : Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma

Gera má ráð fyrir að á næstu 5 – 6 árum þurfi að bæta við um 500 nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015.

Lesa meira
Fjölbýli

28/4/2015 : „Fyrstukaupendum“ íbúðarhúsnæðis fjölgar ört

Hlutfall þeirra sem kaupa sér íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn af heildarfjölda íbúðakaupenda á landinu öllu hefur hækkað úr rúmum 7,5% árið 2009 í 17,8% árið 2014. Tölur það sem af er þessu ári benda til þess að hlutfall fyrstukaupenda haldi áfram að hækka.

Lesa meira

28/4/2015 : Upplýsingar um verkfallsboðanir og vinnudeilur

Ríkissáttasemjari hefur að beiðni félags- og húsnæðismálaráðherra tekið saman upplýsingar um verkfallsboðanir og þær deilur sem vísað hefur verið til embættisins á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Upplýsingarnar voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpar gesti

27/4/2015 : Heilbrigðisstofnun Vesturlands fært nýtt sneiðmyndatæki

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands afhentu síðastliðinn laugardag stofnuninni á Akranesi nýtt tölvusneiðmyndatæki að viðstöddu fjölmenni. Nýja tækið gefur kost á mun nákvæmari rannsóknum en áður voru mögulegar.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir

22/4/2015 : Jafnréttisviðurkenning veitt brautryðjendum í stjórnmálum

Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna ákvað Jafnréttisráð að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

21/4/2015 : Norræn verkefni: Ungt fólk til náms og starfa

Atvinnuleysi meðal ungs fólks og leiðir til að hvetja ungt fólk til náms eða vinnu hafa verið ofarlega á baugi meðal Norðurlandaþjóðanna á síðustu árum. Efnt hefur verið til fjölmargra verkefna í þessu skyni sem sum hver hafa skilað mjög góðum árangri. Nýjasta tölublað Arbetsliv i Norden er helgað þessu umfjöllunarefni.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

21/4/2015 : Jöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytis

Fjórða árið í röð mælist hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins nánast jafnt. Ríki og sveitarfélög skulu samkvæmt jafnréttislögum gæta þess að hlutur kynjanna sé sem jafnastur í nefndum og ráðum og hlutur hvors kyns ekki minni en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír.

Lesa meira

20/4/2015 : Embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar

Embætti ríkissáttasemjara sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, er laust til umsóknar. Skipað er í embættið til fimm ára, frá 1. júní 2015. Umsóknarfrestur er til 3. maí næstkomandi.

Lesa meira
Á námskeiði

1/4/2015 : Námskeið um vottun jafnlaunakerfa

Velferðarráðuneytið stendur, í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, fyrir námskeiði um vottun jafnlaunakerfa. Á námskeiðinu verður fjallað um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, vinnurétt, kjarasamninga, launagreiningar og flokkun og mat á verðmæti starfa. 

Lesa meira

27/3/2015 : Árni Sverrisson, forstjóri Sólvangs, lætur af störfum.

Árni Sverrisson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs, lætur af störfum 31. mars nk. að eigin ósk. Árni hóf störf á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði árið 1980 og var forstjóri sjúkrahússins frá 1985.  Árni tók einnig við stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs árið 2006 þegar þessar tvær stofnanir voru sameinaðar.

Lesa meira
Ofbeldi

25/3/2015 : Aðstoð við þolendur ofbeldis aukin á landsvísu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita geðsviði Sjúkrahússins á Akureyri framlag upp á 10 milljónir króna til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings sem veita á þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð, svo sem vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis.

Lesa meira
Lyf

25/3/2015 : Drög að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér fram til umsagnar drög að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra útbjó drög að reglugerðinni sem ætlað er að fella úr gildi reglugerðir nr. 91/2001 og nr. 111/2001.

Lesa meira

24/3/2015 : Um 38 milljónum króna úthlutað í verkefnastyrki á sviði heilbrigðismála

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun 38 m.kr. til 24 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála. Auglýst var eftir umsóknum í október síðastliðnum og bárust 47 umsóknir. 

Lesa meira

24/3/2015 : Um 167 milljónum króna úthlutað í verkefnastyrki á sviði félagsmála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið úthlutun 46 verkefna- og rekstrarstyrkja, að upphæð 167 m.kr., til félagasamtaka sem starfa á sviði félagsmála. Þar af eru sjö styrkir til félagasamtaka sem hafa verið með 1–2ja ára samninga sem nema samtals 82 m.kr.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

20/3/2015 : Norðurlöndin efld á alþjóðavettvangi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnti á Alþingi í gær skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2014. Norrænt samstarf felst einkum í miðlun reynslu og upplýsinga um aðgerðir landanna og niðurstöður sem snerta sameiginleg úrlausnarefni.

Lesa meira
Í læknisskoðun

20/3/2015 : Verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu skipuð

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu. Verkefnastjórninni er ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar sl.

Lesa meira
Norræn velferðarvakt

19/3/2015 : Viðbrögð við vá og þróun norrænna velferðarvísa

Í gær var haldinn kynningarfundur í velferðarráðuneytinu um norrænu velferðarvaktina. Kynntar voru rannsóknir verkefnisins og nýtt vefsvæði opnað. Verkefnið, sem nær til þriggja ára, má rekja til íslensku velferðarvaktarinnar og var því ýtt úr vör á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. 

Lesa meira

17/3/2015 : Nýr samningur um sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands og Miðstöðvar foreldra og barna um sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu og tengslaeflandi meðferð fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungbörn.

Lesa meira
Á námskeiði

16/3/2015 : Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Skráningarfrestur fyrir þá sem vilja sækja námskeið og taka próf í leigumiðlun rennur út 28. mars næstkomandi. Þeir sem standast slíkt próf geta síðan sótt um leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra til leigumiðlunar og er starfsheiti þeirra leigumiðlari. 

Lesa meira
Norrænir ráðherrar jafnréttismála ásamt framkvæmdastjóra UN Women.

15/3/2015 : Ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndum: Nauðsynlegt að auka þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni

Norrænir ráðherrar jafnréttismála stóðu fyrir opnum umræðufundi um karla og jafnrétti á 59. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Fundinn sóttu vel á annað hundrað manns og komust færri að en vildu. 

Lesa meira
Félags- og húsnæðismálaráðherra ávarpar afmælisfund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York

11/3/2015 : Jafnrétti er grundvöllur hagsældar og velferðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti í gær ræðu Íslands í almennum umræðum á 59. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (Commission on the Status of Women). Fundur kvennanefndarinnar er í ár tileinkaður tuttugu ára afmæli framkvæmdaáætlunarinnar frá Peking sem leggur grunn að starfi aðildaríkjanna á sviði jafnréttismála.

Lesa meira

6/3/2015 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði  félagsmála lausir til umsóknar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Lesa meira
Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK,  Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

4/3/2015 : Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing

Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði.

Lesa meira
Rare Disease Day

27/2/2015 : Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði í dag málþing félagsins Einstakra barna og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldið var í tilefni af alþjóðlegum degi sjaldgæfra sjúkdóma. Víða um heim er haldið árlega upp á daginn þann 28. febrúar og er hann tileinkaður umræðum og vitundarvakningu um málefni þeirra milljóna einstaklinga sem haldnir eru sjaldgæfum sjúkdómum sem og aðstandenda þeirra.

Lesa meira
Ofbeldi

26/2/2015 : Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis heldur námskeið um forvarnir og aðgerðir 

Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis sem skipað var af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun þann 2. mars næstkomandi standa fyrir námskeiði á Eskifirði um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi. Fleiri námskeið eru fyrirhuguð víðar um land.

Lesa meira

26/2/2015 : Framlenging á undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur að tillögu samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks veitt sveitarfélögunum Hornafirði, Vestmannaeyjabæ, Norðurþingi og Þjónustusvæði Vestfjarða framlengingu á undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða. 

Lesa meira
Björn Zoëga

19/2/2015 : Björn Zoëga ráðinn formaður verkefnastjórnar

Björn Zoëga læknir og fyrrverandi forstjóri Landspítala hefur verið ráðinn formaður verkefnastjórnar um betri heilbrigðisþjónustu. Verkefnastjórninni er ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar sl.

Lesa meira

19/2/2015 : Þingsályktunartillaga um fjölskyldustefnu afhent félags- og húsnæðismálaráðherra

Verkefnisstjórn um mótun fjölskyldustefnu hefur afhent Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, tillögur sínar um stefnu og aðgerðir í málaflokknum til ársins 2020, en mótun stefnu í málefnum barna og fjölskyldna hefur verið meðal forgangsverkefna ráðherra.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Þrautar þeim Arnóri Víkingssyni, Sigrúnu Baldursdóttur og Eggerti S Birgissyni

19/2/2015 : Samningur um meðferð einstaklinga með vefjagigt

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar um meðferð einstaklinga með vefjagigt.

Lesa meira

17/2/2015 : Verkframkvæmdir og fullnaðarhönnun boðin út

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur falið Nýjum Landspítala ohf. að hefja undirbúning útboðs á fullnaðarhönnun meðferðarkjarna á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Lesa meira
Frá afhendingu skýrslu Vitundarvakningar

13/2/2015 : Framtíðarsýn og skýrsla Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Framtíðarsýn Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum birtist í skýrslu um starfsemina árin 2012-2014 sem kom út í dag, 12. febrúar 2015.

Lesa meira
Lagasafn

10/2/2015 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Megintilgangur frumvarpsins er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/24/ESB frá 9. mars 2011 um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og framkvæmdartilskipun framkvæmdarstjórnarinnar 2012/52/ESB frá 20. desember 2012 um ráðstafanir til að auðvelda viðurkenningu á lyfseðlum sem eru gefnir út í öðrum aðildarríkjum.

Lesa meira
Guðrún I. Gylfadóttir

5/2/2015 : Nýr formaður Lyfjagreiðslunefndar

Guðrún I. Gylfadóttir lyfjafræðingur hefur verið skipuð nýr formaður Lyfjagreiðslunefndar frá 1. febrúar í stað Rúnu Hauksdóttur Hvannberg sem frá sama tíma var skipuð forstjóri Lyfjastofnunar.

Lesa meira
Lyf

5/2/2015 : Nefnd um umbætur í lyfjamálum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að umbótum í lyfjamálum . Verkefni nefndarinnar er að semja drög að nýrri lyfjastefnu til ársins 2020 á grundvelli Lyfjastefnu til 2012. Er miðað við að því starfi verði lokið fyrir nóvember 2015. Einnig er nefndinni ætlað að semja drög að frumvarpi til lyfjalaga sem verði tilbúið til framlagningar á vorþingi 2016. Sömuleiðis á nefndin að endurskoða stjórnsýslu lyfjamála og gera tillögu að úrbótum. Gert er ráð fyrir að starf nefndarinnar verði í víðtæku samráði við hagsmunaaðila.

Lesa meira
Fyllt í formið

4/2/2015 : Ný rannsókn á „nægjanleika“ lífeyrissparnaðar

Í dag voru kynntar helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar um hvenær lífeyrissparnaður telst nægilegur til framfærslu. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem gerir, með samræmdri aðferðafræði, samanburð á „nægjanleika“ lífeyris (e. retirement savings adequacy) fólks á aldrinum 35-64 ára sem var á vinnumarkaði árið 2012. Verkefnið var fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Lesa meira
Bætt tannheilsa

3/2/2015 : Tannverndarvika 2015

Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015 í samvinnu við Tannlæknafélag Íslands sem mun heimsækja 10. bekki grunnskólanna í vikunni.

Lesa meira
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, kynnir skýrsluna sem fjallar um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátæk og einnig sex tillögur til úrbóta.

28/1/2015 : Velferðarvaktin afhendir félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með tillögum til að vinna bug á fátækt

Í dag kynnti Velferðarvaktin skýrslu um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt, ásamt tillögum til úrbóta, en skýrslan var í gær afhent Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Lesa meira
Skurðaðgerð undirbúin

27/1/2015 : Starfshópur um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, samanber lög um dánarvottorð og krufningar og lög um landlækni og lýðheilsu.   Lesa meira
Könnun meðal fyrrum bótaþega

27/1/2015 : Meirihluti bótaþega virkur á vinnumarkaði þegar bótatímabili lýkur

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins sýna að meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni og fullnýtt höfðu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins hafði hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð, eða 57,8% svarenda. Að auki höfðu 5,8% hafið nám. Þannig sögðust 63,6% svarenda vera annaðhvort launamenn í fullu starfi, launamenn í hlutastarfi, í sjálfstæðum rekstri eða í námi. 

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar

27/1/2015 : Styrkur til Landssamtakanna Þroskahjálpar til framleiðslu þáttaraðarinnar „Með okkar augum“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, hafa undirritað samning um styrkveitingu, að fjárhæð 2 milljónir króna, til framleiðslu á nýrri þátttaröð sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“ þar sem fólk með þroskahömlun er í lykilhlutverkum. 

Lesa meira

23/1/2015 : Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutar 10 milljónum úr framkvæmdasjóði jafnréttismála

Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutaði í dag 10 milljónum króna úr framkvæmdasjóði jafnréttismála til verkefna á vegum ráðuneyta. Úthlutað er til verkefna sem taka mið af framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Lesa meira
Húsin í bænum

21/1/2015 : Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2014

Leigjendaaðstoðin sem Neytendasamtökin reka samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið hefur birt ársskýrslu um starfsemi sína árið 2014. Alls bárust 2.017 erindi sem flest snerust um ástand og viðhald leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík

20/1/2015 : Samningur við Reykjavíkurborg um móttöku og aðstoð við flóttafólk

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem koma til landsins í boði ríkisstjórnarinnar á árunum 2014 og 2015 og munu setjast að í Reykjavík.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

20/1/2015 : Kynningarfundur um Þróunarsjóð innflytjendamála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á opnum kynningarfundi um Þróunarsjóð í málefnum innflytjenda, sem haldin var af velferðarráðuneyti og innflytjendaráði föstudaginn 16. janúar.

Lesa meira
Frá afhendingu gæðastyrkja 2014

15/1/2015 : Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga, þar sem heildstætt mat á þörfum einstaklinga fyrir þjónustu er haft að leiðarljósi, í samræmi við verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017. Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

12/1/2015 : Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, rituðu í dag undir nýjan samning um að Mannréttindaskrifstofa Íslands annist áfram lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. 

Lesa meira
Fjölbýli

10/1/2015 : Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2015

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2015. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira

9/1/2015 : Breytingar á viðmiðunarfjárhæð eignamarka vegna húsaleigubóta

Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og 7. gr. reglugerðar um húsaleigubætur, nr. 118/2003, tekur viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta breytingum hinn 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á neysluverðsvísitölu. 

Lesa meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrita sameiginlega yfirlýsingu

8/1/2015 : Yfirlýsing um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins

Áhersla er lögð á mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja það og bæta, í sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands sem undirrituð var í dag í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna.

Lesa meira
Á myndinni má sjá Aileen Svensdóttur, formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun og Halldór Gunnarsson við undirritun samkomulagsins.

8/1/2015 : Ný vefsíða Átaks, félags fólks með þroskahömlun

Réttindavakt velferðarráðuneytisins veitti nýlega Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, 740 þúsund króna styrk til að útbúa gagnvirka vef- og upplýsingasíðu fyrir félagsmenn á auðskildu máli.

Lesa meira

5/1/2015 : Reglugerð um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Frestur til að skila umsögnum er til og með 20. janúar 2015.

Lesa meira