Fréttir

Embætti landlæknis

30/12/2016 : Brugðist við tillögu Rannsóknarnefndar samgönguslysa

Heilbrigðisráðherra hefur falið landlækni að skipa vinnuhóp til að fjalla um ökuleyfi og veikindi og breytt og bætt skipulag hvað þessi mál varðar. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við tillögu Rannsóknarnefndar samgönguslysa til heilbrigðisráðherra sem fram kemur í nýrri skýrslu nefndarinnar.

Lesa meira
Húsin í bænum

30/12/2016 : Leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur staðfest leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016.

Lesa meira
Frá undirritun samnings um sérhæfð hjúkrunarrými

30/12/2016 : Samningur um sérhæfð hjúkrunarrými á Droplaugarstöðum

Fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands og Reykjavíkurborgar undirrituðu í gær samning um rekstur þriggja sértækra hjúkrunarrýma á Droplaugarstöðum. Rýmin eru ætluð fólki með þörf fyrir mikla og sérhæfða hjúkrun og umönnun, t.d. vegna meðferðar í öndunarvél.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

30/12/2016 : Tannlækningar fjögurra og fimm ára barna verða gjaldfrjálsar

Þann 1. janúar 2017 bætast fjögurra og fimm ára börn í hóp þeirra barna sem njóta gjaldfrjálsra tannlækninga samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna frá árinu 2013. Samningurinn nær þar með til allra barna á aldrinum 3 – 17 ára.

Lesa meira

29/12/2016 : Ákvörðun um að loka hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu Embættis landlæknis, að loka hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Suðurlandi. Vinna er hafin við að finna íbúum heimilisins viðeigandi úrræði en samkvæmt áætlun verður starfsemi á Kumbaravogi að fullu hætt 31. mars 2017.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

20/12/2016 : Um Leiðarljós og þjónustu við langveik börn

Unnið er að því að tryggja heilbrigðisþjónustu við langveik börn sem Leiðarljós hefur sinnt, með samningi við Heilsueflingarmiðstöðina ehf. Fullyrðingum forstöðumanns Leiðarljóss um svik heilbrigðisráðherra við langveik börn er vísað á bug.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson og Ingvar Ágúst Ingvarsson

19/12/2016 : Styrkur til verkefna í þágu psoriasis- og exemsjúklinga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ingvar Ágúst Ingvarsson, formaður Spoex; Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, undirrituðu í dag samkomulag um 25 milljóna króna styrk sem samtökin fá til að styrkja ýmis hagsmunamál psoriasis- og exemsjúklinga.

Lesa meira
Lífvísindi

15/12/2016 : Starfshópur um nýtingu erfðaupplýsinga til einstaklingsmiðaðra forvarna

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem leggja á fram tillögur um nýtingu erfðaupplýsinga í einstaklingsmiðuðum forvörnum. Hópurinn skal leggja sérstaka áherslu á miðlun upplýsinga um stökkbreytingar í BRCA genum sem auka verulega hættu á brjóstakrabbameini.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

15/12/2016 : Framlengdur umsagnarfrestur um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Frestur til að veita umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur verið framlengdur til 9. janúar 2017.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Ólafur Arnarson

15/12/2016 : Samningur um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna

Félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í gær  samning sem felur í sér áframhaldandi leiðbeiningar- og ráðgjafarþjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2017.

Lesa meira

9/12/2016 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Lesa meira
Framlög á sviði félags- og húsnæðismála skv. fjárlagafrumvarpi 2017

7/12/2016 : Fjárlagafrumvarpið 2017: Félags- og húsnæðismál

Útgjöld til málaefnasviða og málaflokka sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðherra verða 161,7 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2017. Útgjöldin hækka um 25,6 ma. kr. frá fjárlögum ársins 2016, sem nemur 18,8%.

Lesa meira
Greiðsluþátttaka

7/12/2016 : Reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu til umsagnar

Hér með birtir velferðarráðuneytið til umsagnar drög að reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu. Í reglugerðinni er kveðið á um fjárhæðir og greiðslur þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. febrúar 2017.

Lesa meira
Í læknisskoðun

7/12/2016 : Reglugerð um tilvísanir fyrir börn til umsagnar

Hér með birtir velferðarráðuneytið til umsagnar drög að reglugerð sem kveður á um tilvísanir heimilis- og heilsugæslulækna á sérhæfða heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem veitt er á sjúkrahúsum og hjá sjálfstætt starfandi læknum sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

7/12/2016 : Tillögur starfshóps um fyrirkomulag orlofsmála fatlaðs fólks

Starfshópur sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði til að fjalla um fyrirkomulag orlofsmála fatlaðs fólks hefur skilað tillögum sínum til ráðherra.

Lesa meira
Táknmálstúlkuð fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

6/12/2016 : Táknmálstúlkuð fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Velferðarráðuneytið birtir hér með táknmálstúlkaða teiknimynd sem Evrópráðið lét gera á síðasta ári til að fræða börn og stuðla að aukinni samfélagsvitund um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Lesa meira

6/12/2016 : Skýrsla um störf Velferðarvaktarinnar árin 2014-2016

Velferðarvaktin hefur skilað félags- og húsnæðisráðherra meðfylgjandi stöðuskýrslu þar sem fjallað er um starfsemi vaktarinnar á árunum 2014–2016.

Lesa meira

2/12/2016 : Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Fjórir umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í byrjun nóvember síðastliðnum.

Lesa meira
Guðjón Hauksson

29/11/2016 : Skipun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðjón Hauksson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá 1. janúar 2017. Hæfnisnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu mat Guðjón hæfastan úr hópi sex umsækjenda.

Lesa meira
Fyrir utan höfðustöðvar Flóttamannastofnunar SÞ í Beirút

28/11/2016 : Íslensk sendinefnd til Beirúts vegna móttöku flóttafólks

Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Beirút í Líbanon til þess að halda námskeið um íslenskt samfélag, í samstarfi við IOM, Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, fyrir sýrlenskt flóttafólk sem er nú staðsett í Líbanon.

Lesa meira

28/11/2016 : Óskað er eftir umsögnum um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Sumarið 2015 skipaði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, starfshóp sem falið var að semja drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021. 

Lesa meira
Vefur um húsnæðisbætur

23/11/2016 : Opnað fyrir umsóknir um húsnæðisbætur

Vinnumálastofnun opnaði 21. nóvember sl. Greiðslustofu húsnæðisbóta og upplýsinga- og umsóknarvefinn www.husbot.is  þar sem leigjendur geta sótt um húsnæðisbætur samkvæmt nýjum lögum um húsnæðisbætur sem taka gildi 1. janúar 2017.

Lesa meira
Norrænir velferðarvísar

21/11/2016 : Norðurlandaþjóðir sameinast um velferðarvísa

Norrænir velferðarvísar; verkefni sem miðar að því að útbúa samanburðarhæfan gagnagrunn um velferð fólks á Norðurlöndunum, er komið vel á veg. Valdir hafa verið 30 vísar í þessu skyni sem gera kleift að fylgjast með þróun velferðar og bera saman aðstæður milli landanna.

Lesa meira

21/11/2016 : Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 60.616 kr. Nýmæli er að atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót sem nemur 4% af óskertri desemberuppbót.

Lesa meira
Lyfjakostnaður 2015

18/11/2016 : Skýrsla um lyfjaútgjöld og lyfjanotkun árið 2015

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna almennra lyfja nam tæpum 8,6 milljörðum króna árið 2015 og jókst um 2% frá fyrra ári. Lyfjanotkun landsmanna jókst um 10,9% frá fyrra ári. Fjallað er um lyfjaútgjöld og lyfjanotkun í nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands.

Lesa meira
Segðu frá

18/11/2016 : Evrópudagur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun

Í dag, 18. nóvember, er árlegur Evrópudagur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun í samræmi við ákvörðun Evrópuráðsins. Meðfylgjandi eru tilvísanir á ýmis konar fræðsluefni og upplýsingar sem þessu tengjast.

Lesa meira
Global-Gender-Gap-Report

15/11/2016 : Jafnrétti kynja: Ísland í fyrsta sæti í átta ár

Ísland er í efsta sæti, sjöunda árið í röð, þegar mældur er árangur 114 þjóða í jafnréttismálum. Þetta er niðurstaða hinnar árlegu Globald Gender Gap Report sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út.

Lesa meira
Embætti landlæknis

14/11/2016 : Vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja

Vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfa sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin stendur fyrir hófst í dag. Embætti sóttvarnalæknis birti í dag árlega skýrslu um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi fyrir árið 2015.

Lesa meira
Sæmundur á selnum

14/11/2016 : Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur skilað niðurstöðum rannsóknar sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið til að fá innsýn í aðstæður ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri, kanna reynslu þess af stuðningi sem það hefur fengið og fá ábendingar um hvað betur má fara.

Lesa meira
Tilkynningar-aukaverkana

14/11/2016 : Tilkynningar aukaverkana vegna lyfja

Athygli er vakin á evrópsku samstarfsverkefni sem Lyfjastofnun tekur þátt í og snýr að því að efla vitund fólks um mikilvægi þess að tilkynna lyfjayfirvöldum um aukaverkanir lyfja. Lyfjastofnun hefur opnað Facebook-síðu til að efla upplýsingamiðlun og samskipti við almenning.

Lesa meira

11/11/2016 : Spornað við úttbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Vegna vaxandi ógnar sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp sem móta á tillögur um eftirlit með sýklum og sýklalyfjaónæmi í dýrum og ferskum matvælum.

Lesa meira
Norræn velferðarvakt

8/11/2016 : Fjölmennt á lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar

Nærri 200 manns hafa skráð sig á lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar 10. nóvember nk. þar sem m.a. verður sagt frá norrænum velferðarvísum, viðbrögðum velferðarkerfa í efnahagskreppum með áherslu á félagsþjónustu sveitarfélaga og getu norrænu velferðarkerfanna til að takast á við nýjar áskoranir.

Lesa meira

8/11/2016 : Málþing um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til framtíðar

Tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð rennur út í lok þessa árs. Rýnt verður í reynsluna af verkefninu frá ólíkum sjónarhornum og horft til framtíðaruppbyggingar þessarar þjónustu á málþingi sem fram fer á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 17. nóvember nk.

Lesa meira
Lyfjaafgreiðsla

8/11/2016 : Ný reglugerð um lyfjaauglýsingar

Heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð um lyfjaauglýsingar þar sem m.a. eru sett skýr skilyrði um hvaða upplýsingar beri að birta í auglýsingum um lausasölulyf. Markmiðið er að tryggja að þær upplýsingar sem mikilvægastar eru varðandi viðkomandi lyf og notkun þess skili sér til neytenda.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

4/11/2016 : Starfstími aðgerðahóps um launajafnrétti framlengdur

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að framlengja starfstíma aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti til ársloka 2018. Hópurinn kynnti tillögur að framtíðarstefnu í jafnlaunamálum 24. október síðastliðinn.

Lesa meira

4/11/2016 : Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Sjö umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar október sl.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

3/11/2016 : Rík áhersla á jafnrétti kynja í umræðum á Norðurlandaráðsþingi

Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í umræðum ráðherra og þingmanna á 68. þingi Norðurlandaráðs þegar rætt var um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hvernig unnið skuli að innleiðingu þeirra á Norðurlöndunum.

Lesa meira
Frá afhending gæðastyrkja 2016

1/11/2016 : Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í gær styrki til átta gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru til þess fallin að auka samfellu og samhæfingu í meðferð sjúklinga milli heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og sjúkrahúsa. 

Lesa meira
Fjöleignarhús

31/10/2016 : Aukið fjármagn vegna uppbyggingar hagkvæms leiguhúsnæðis

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir skömmu tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra um að tryggja aukið fjármagn í fjáraukalögum þessa árs ef þörf krefur til að mæta mikilli eftirspurn eftir stofnframlögum vegna uppbyggingar eða kaupa á hagkvæmu leiguhúsnæði. Umsóknir liggja fyrir um stofnframlög til að koma á fót um 570 hagkvæmum leiguíbúðum víða um land.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Willum Þór Þórsson

28/10/2016 : Endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga

Starfshópur sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði árið 2014 til að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, auk þess að vinna að fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, skilaði ráðherra tillögum sínum í dag.

Lesa meira
Hjálpartæki

28/10/2016 : Reglur um bifreiðamál hreyfihamlaðra rýmkaðar

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð sem heimilar að veita hreyfihömluðum styrki og uppbætur vegna bifreiða þótt þeir hafi ekki bílpróf ef þeir búa í sjálfstæðri búsetu og eru með persónulegan aðstoðarmann samkvæmt samningi við viðkomandi sveitarfélag.

Lesa meira

28/10/2016 : Samningur um byggingu hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning milli velferðarráðuneytisins og Hafnarfjarðarkaupstaðar um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis í bæjarfélaginu. Áætlað er að heimilið verði tilbúið vorið 2018.

Lesa meira
Frá undirritun samnings um styrk til Frú Ragnheiðar í velferðarráðuneytinu

28/10/2016 : Skaðaminnkunar-verkefnið Frú Ragnheiður fær 5 m.kr. styrk

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Rauða krossinum í Reykjavík 5 milljónir króna til áframhaldandi vinnu að skaðaminnkandi verkefnum í nafni Frú Ragnheiðar. Í samningi um fjárframlagið er m.a. kveðið á um þjónustu alla daga vikunnar, fjölgun sjálfboðaliða og útgáfu bæklings um örugga sprautunotkun.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

27/10/2016 : Kröfulýsing fyrir hjúkrunar- og dvalarrými

Velferðarráðuneytið birtir hér með endurskoðaða kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunar- og dvalarrými og tekur hún gildi 1. janúar 2017. Þetta er þriðja útgáfa kröfulýsingar ráðuneytisins um öldrunarþjónustu.

Lesa meira
Sæmundur á selnum

27/10/2016 : Tillögur um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögu að stefnu og aðgerðaáætlun um fjarheilbrigðisþjónustu telur að með eflingu hennar geti orðið varanleg breyting á heilbrigðiskerfinu þar sem aðgengi, öryggi og skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar verður bætt.

Lesa meira
Jafnlaunamerkið

24/10/2016 : Félags- og húsnæðismálaráðherra opnaði í dag vefsíðu jafnlaunastaðalsins

Fjallað var um tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins á morgunverðarfundi um launajafnrétti í dag. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, opnaði þar vefsíðu staðalsins en hún er meðal afurða tilraunaverkefnisins og birtir greinargóðar upplýsingar um staðalinn og notkun hans.

Lesa meira

24/10/2016 : Ávarp ráðherra á baráttudegi íslenskra kvenna 24. október

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á morgunverðarfundinum; Burt með launamuninn - um jafnrétti og launamál á íslenskum vinnumarkaði sem haldinn var í dag 24. október. Sama dag árið 1975 lagði fjöldi kvenna niður störf og um 25.000 konur komu saman á Lækjartorgi til að krefjast jafnréttis og kjara til jafns við karlmenn.

Lesa meira
Við undirritun og staðfestingu samningsins í fjármálaráðuneytinu

21/10/2016 : Samningur með skýrum kröfum um þjónustu hjúkrunarheimila

Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa staðfest rammasamning um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila í landinu sem undirritaður var í dag. Markmiðið er að tryggja góða þjónustu, auka gegnsæi greiðslna fyrir veitta þjónustu og bæta eftirlit. Framlög ríkisins til rekstrar hjúkrunarheimila verða aukin um 1,5 milljarð króna.

Lesa meira

21/10/2016 : Burt með launamuninn!

Þörf er á samstilltum aðgerðum stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali. Um þetta er m.a. fjallað í meðfylgjandi tillögum að framtíðarstefnu um launajafnrétti sem verður kynnt á morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Burt með launamuninn, mánudaginn 24. október nk.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri handsala samkomulagið

20/10/2016 : Samið um byggingu 100 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjavík

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Framkvæmdir eiga að hefjast í byrjun næsta árs og er stefnt að því að heimilið verði tilbúið snemma árs 2019.

Lesa meira
Sextán af nýju sérfræðingunum og umsjónarmenn sérnámsins- :/Mynd HH

20/10/2016 : Útskrift átján nýrra sérfræðinga í heimilslækningum

Formleg útskrift 18 sérfræðinga í heimilislækningum fór fram á þingi Félags íslenskra heimilislækna fyrr í þessum mánuði. Aldrei hafa jafn margir heimilislæknar útskrifast í einu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum hér á landi en námið tekur fimm ár.

Lesa meira
Jafnlaunamerkið

20/10/2016 : Framtíðarstefna í jafnlaunamálum kynnt á morgunverðarfundi 24. október

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir tillögur um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum á morgunverðarfundi á Reykjavík Hilton Nordica, mánudaginn 24. október næstkomandi kl. 8.00–10.30.  

Lesa meira
Norræna húsið

18/10/2016 : Norrænt samstarf og málþing um bætta velferð ungs fólks

Hvernig getur samfélagið stuðlað að bættri velferð ungs fólks? Þetta er umfjöllunarefni málþings Vinnumálastofnunar og Nordens välfärdscenter 27. október nk. þar sem fjallað verður um niðurstöður norræns samstarfsverkefnis sem snéri að virkni ungs fólks, andlegri heilsu og þátttöku í atvinnulífinu.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

18/10/2016 : Auglýst eftir þátttakendum í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu um þátttöku í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnutíma og eru vinnustaðir um allt land hvattir til þátttöku.

Lesa meira
Hjálpartæki

18/10/2016 : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks auglýstir að nýju

Lausir eru til umsóknar styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks, í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Styrkirnir voru áður auglýstir í september sl. en ákveðið var að ítreka auglýsinguna og framlengja umsóknarfrestinn til 2. nóvember.

Lesa meira
Að aflokinni undirritun um fjármögnun verkefnisins í Gamla Garði

14/10/2016 : Fjármögnun stórfelldrar uppbyggingar hjá Félagsstofnun stúdenta í höfn

Gengið hefur verið frá fjármögnun vegna stórfelldrar uppbyggingar húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta til ársins 2019. Byggðar verða 400 nýjar íbúðir og herbergi fyrir háskólanema. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 6,3 milljarðar króna. Þar af veitir Íbúðalánasjóður rúmlega 5,6 milljarða kr. lán til verkefnisins.

Lesa meira
Alþingishúsið

13/10/2016 : Útreikningar lífeyris-greiðslna í kjölfar breytinga á almanna-tryggingalögum

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og málefni aldraðra sem felast m.a. í breyttu og einfölduðu bótakerfi og sveigjanlegum starfslokum. Á vef Tryggingastofnunar ríkisins er aðgengileg bráðabirgðareiknivél sem gerir einstaklingum kleift að sjá upphæðir greiðslna árið 2017, með ákveðnum fyrirvörum.

Lesa meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)

12/10/2016 : Heilbrigðisráðherra ræddi um jafnrétti og heilsu kvenna á fundi smáríkja í Monakó

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra er fulltrúi Íslands á fundi smáríkja sem haldinn er í Mónakó á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og lýkur í dag. Á fundinum er m.a. fjallað um hvernig smáríki geta skapað fordæmi og verið fyrirmynd annarra þjóða á sviði sjálfbærra verkefna í þágu velferðar og heilsu.

Lesa meira
Launajafnrétti - lógó

11/10/2016 : Burt með launamuninn - jafnrétti og jafnlaunamál á íslenskum vinnumarkaði

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir tillögur um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum á morgunverðarfundi á Reykjavík Hilton Nordica, mánudaginn 24. október næstkomandi kl. 8.00–10.30.

Lesa meira
Merki heilbrigðisstofnunar Austurlands

8/10/2016 : Staða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands laus til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Heilbrigðisráðherra skipar forstjóra til fimm ára og er stefnt að því að skipa í embættið 1. desember 2016.

Lesa meira

7/10/2016 : Lágmarksbætur einstæðra ellilífeyrisþega verða 300.000 krónur og frítekjumarki komið á

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að gera tillögu til velferðarnefndar Alþingis um breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem fela í sér ákveðnar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Áætlaður kostnaður vegna breytinganna nemur 4,5 milljörðum króna.

Lesa meira
Á fyrsta ári

7/10/2016 : Hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækkar í 500.000 kr. á mánuði

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag tillögu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem felur í sér hækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi úr 370.000 kr. á mánuði í 500.000 kr. á mánuði. Fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka einnig. Gildistaka breytinganna miðast við 15. október nk.

Lesa meira
Kristín Björg Albertsdóttir

7/10/2016 : Skipað í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. nóvember næstkomandi. Hæfnisnefnd mat Kristínu hæfasta úr hópi fjögurra umsækjenda. Kristín er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og var skipuð í það embætti 1. júlí 2013.

Lesa meira
Ísland

6/10/2016 : Upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Sveitarfélögin veittu rúmlega 4.700 fötluðum eintaklingum þjónustu árið 2015 sem er um 100 færri en árið áður. Hagstofa Íslands hefur tekið saman ýmsar tölulegar upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk sem eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar.

Lesa meira
Alþingishúsið

5/10/2016 : Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins styrkt um 350 milljónir króna

Fjárlaganefnd Alþingis leggur til, í samræmi við tillögu heilbrigðisráðherra sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í gær, að 350 milljónir króna verði veittar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins af fjáraukalögum þessa árs til undirbúnings á nýju greiðsluþátttökukerfi.

Lesa meira
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Bjarkahlíð í dag

4/10/2016 : Undirritun viljayfirlýsingar um þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis tekur til starfa í Reykjavík í byrjun næsta árs. Viljayfirlýsing samstarfsaðila þessa efnis var undirrituð í nýuppgerðu húsnæði miðstöðvarinnar í Bjarkarhlíð í Bústaðahverfi í dag. Borgin leggur til húsnæðið og kostar rekstur þess en velferðarráðuneytið veitir fé til reksturs starfseminnar.

Lesa meira
Ráðherrarnir ásamt sérfræðingum á fundi um lýðheilsustefnu

4/10/2016 : Lýðheilsustefna ásamt aðgerðaáætlun samþykkt

Sérstök ráðherranefnd um samræmingu mála samþykkti í dag lýðheilsutefnu ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnan byggist á tillögum lýðheilsunefndar sem sem skipuð var haustið 2014. Tryggt hefur verið fjármagn vegna þeirra aðgerða sem fylgja stefnunni.

Lesa meira
Sæmundur á selnum

29/9/2016 : Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Fjallað er um hvernig tekist hefur að ná markmiðum NPA-þjónustu við fatlað fólk í tilraunaverkefnum um þjónustuna, auk þess sem þetta þjónustufyrirkomulag er borið saman við önnur þjónustuúrræði fyrir fatlað fólk, í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

28/9/2016 : Umsagnarfrestur um drög að heilbrigðisstefnu framlengdur

Frestur til að skila umsögnum um drög að tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 hefur verið framlengdur til miðnættis 2. október.

Lesa meira
Heilbriðgisráðherra ávarpar fundarmenn /Mynd: BB

28/9/2016 : Jafnvægi í rekstri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sótti ársfund Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem haldinn var í Hofi á Akureyri í gær. Ráðherra segir ánægjulegt að sjá hve vel hafi tekist til með sameininguna að baki þessari víðfeðmu stofnun og greinilegt að vel sé haldið utan um reksturinn, jafnt faglega og fjárhagslega.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir ráðherra og Robert Cushman Barber sendiherra

28/9/2016 : Tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna um almannatryggingar

Tekist hefur tvíhliða samningur um almannatryggingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkjanna í velferðarráðuneytinu í gær.

Lesa meira

27/9/2016 : Ríkisendurskoðun ítrekar athugasemdir varðandi sjúkraflug

Móta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis.

Lesa meira
Heilbrigðisstarfsmaður

27/9/2016 : Til umsagnar: reglugerð varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna

Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til starfa hér á landi. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

Lesa meira

23/9/2016 : Heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fjallað um áherslur sínar og framgang þeirra verkefna sem hann setti í forgang þegar hann tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2013, á aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var í gær.

Lesa meira
Lyfjaafgreiðsla

22/9/2016 : Leiðrétting á rangfærslum um lyfjamál

Hvorki velferðarráðuneytið né aðrir aðilar hér á landi veita fyrirtækjum einkaleyfi fyrir sölu á lyfjum, líkt og lækningaforstjóri SÁÁ heldur ranglega fram í frétt í Fréttablaðinu í dag í umfjöllun um verð á B1 vítamíni í sprautuformi. Lyfsala er háð ströngum reglum um markaðsleyfi sem stjórnvöld eru bundin af.

Lesa meira
Vegabréf

22/9/2016 : Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu félags- og húsnæðismálaráðherra um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Þetta er fyrsta lögbundna framkvæmdaáætlunin í þessum málaflokki og er ætlað að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna.

Lesa meira
Einar Magnússon lyfjamálastjóri

21/9/2016 : Íslendingur kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu

Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í velferðarráðuneytinu, var í gær kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu. Nefndin heyrir undir ráðherraráð Evrópuráðsins og starfar í nánum tengslum við Evrópustofnun um gæði lyfja og heilbriðgisþjónustu í Strassborg.

Lesa meira
Alþingishúsið

21/9/2016 : Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands

Félags- og húsnæðismálaráðherra segir ákvörðun Alþingis sem samþykkti einróma í gær að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks vera langþráðan áfanga og mikilvægt skref fyrir áframhaldandi vinnu við að bæta stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

Lesa meira
Vinnumálastofnun

21/9/2016 : Ráðgjöf fyrir flóttafólk í atvinnuleit

Vinnumálastofnun hóf í byrjun árs að bjóða upp á markvissa þjónustu og ráðgjöf við flóttafólk í atvinnuleit. Er það gert vegna verulegrar fjölgunar flóttafólks sem fengið hefur stöðu sína viðurkennda eftir hælisleit hér á landi. Meiri hluti þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna er nú í fullu starfi.

Lesa meira
Velferðarvaktin

21/9/2016 : Greining á þeim hópum sem búa við sára fátækt á Íslandi

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í gær greiningarskýrslu sem Hagstofa Íslands vann fyrir Velferðarvaktina og fjallar um þá sem búa við sára fátækt á Íslandi. Byggt var á skilgreiningu sem evrópska hagstofan Eurostat þróaði til að bregðast við vissum annmörkum tekjumælinga á fátækt.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

21/9/2016 : Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi 12. október næstkomandi.

Lesa meira
Á vinnustað

20/9/2016 : Störfum fjölgar og áfram dregur úr atvinnuleysi

Vinnumálastofnun áætlar að skráð atvinnuleysi í september verði um 1,8 – 2,1%. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist lægra en á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn frá árinu 2004. Hlutfall erlendra ríkisborgara af vinnuaflinu fer vaxandi, aðfluttum Íslendingum fer fjölgandi en brottfluttum fækkar.

Lesa meira
Jafnretti

19/9/2016 : Íslenski jafnlaunastaðallinn gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd

Yfirmaður jafnréttismála hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) segir íslenska jafnlaunastaðalinn áhugaverða nýjung sem geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden.

Lesa meira
Að lokinni undirritun

19/9/2016 : Ný hjúkrunarrými í Boðaþingi

Heilbrigðisráðherra og forsvarsmenn Kópavogsbæjar undirrituðu fyrir helgi samkomulag um byggingu hjúkrunarheimils fyrir 64 heimilismenn í Boðaþingi. Fyrir er í Boðaþingi hjúkrunarheimili með 44 hjúkrunaríbúðum og verður nýbyggingin tengd því.

Lesa meira
Áfengis-og vímuvarnir

13/9/2016 : Kynnti sér skaðaminnkandi úrræði fyrir fíkniefnaneytendur í Kaupmannahöfn

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, heimsótti í dag Mændendens Hjem í Kaupmannahöfn sem er athvarf fyrir heimilislausa og kynnti sér skaðaminnkandi úrræði fyrir fíkniefnaneytendur, m.a. sérstök neyslurými.

Lesa meira
Heilsuefling

13/9/2016 : Heilbrigðisstefna til ársins 2022 lögð fram til umsagnar

Heilbrigðisráðherra leggur hér með fram, til kynningar og umsagnar, drög að tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022. Umsagnarfrestur rennur út 27. september næstkomandi.

Lesa meira
Frá þingi WHO

12/9/2016 : Heilbrigðisráðherra stýrir 66. fundi Evrópudeildar WHO

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var í morgun kjörinn forseti 66. fundar Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 12.–15. september. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúi Íslands fer með stjórn fundarins.

Lesa meira
Húsin í bænum

9/9/2016 : Samráðsnefnd um breytt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings við leigjendur o.fl.

Skipuð hefur verið samráðsnefnd um húsnæðismál vegna endurskoðunar verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga varðandi húsnæðisstuðning við leigjendur og leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning og úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga.

Lesa meira
Börn að leik

9/9/2016 : Boðað til Barnaverndarþings 7. október

Öryggi barna, ný hugsun, ný nálgun er yfirskrift Barnaverndarþings 2016.  Innleiðing lögreglu á áhættumati fyrir ofbeldi í nánum samböndum, reynsla af vinnulagi í heimilisofbeldismálum, ný vinnubrögð Barnahúss o.fl. er meðal umfjöllunarefna, þar sem hérlendir og erlendir fyrirlesarar koma við sögu.

Lesa meira
Alþingishúsið

8/9/2016 : Mælt fyrir frumvarpi um breytingu á almanna-tryggingalöggjöfinni

Félags- og húsnæðismálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér endurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar. Markmiðið er m.a. að einfalda bótakerfið, bæta samspil þess við lífeyrissjóðakerfið og auka sveigjanleika við starfslok og upphaf lífeyristöku.

Lesa meira
Hjálpartæki

8/9/2016 : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Velferðarráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Umsóknarfrestur er til 10. október.

Lesa meira
Meðalverð íbúða

8/9/2016 : Ráðherra kynnti Mælaborð húsnæðismarkaðar

Mælaborð húsnæðismarkaðar er nýtt verkfæri sem sækir í gagnagrunna og birtir á myndrænan hátt staðreyndir um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti mælaborðið á málþingi um verkefnið Vandað – Hagkvæmt – á Grand Hótel í Reykjavík í morgun.

Lesa meira
Alþingishúsið

8/9/2016 : Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt tillögu Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019.  

Lesa meira
Samkomulag

7/9/2016 : Tímamótasamkomulag um rekstur hjúkrunarheimila

Samkomulag hefur tekist um mikilvægar forsendur sem varða þjónustu og rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Rammasamningur til þriggja ára verður gerður á þessum grundvelli sem m.a. felur í sér aukið fé til rekstrarins. Jafnframt liggur fyrir sameiginleg bókun aðila um meðferð lífeyrisskuldbindinga.

Lesa meira
Landspítali

7/9/2016 : Skýrsla um rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítala

Nú liggur fyrir niðurstaða greiningar ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey& Company á rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans sem unnin var í samræmi við tillögu fjárlaganefndar Alþingis. Skýrslan var kynnt stjórnendum Landspítalans, Embætti landlæknis, Sjúkratryggingum Íslands, fulltrúum fjárlaganefndar, velferðarnefndar o.fl. í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

7/9/2016 : Endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna lánveitinga til leiguíbúða

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna lánveitinga Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka vegna byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar /Mynd: Magnús Hlynur

6/9/2016 : Samningur um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg

Heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar undirrituðu í dag samkomulag um byggingu 50 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun fyrir mitt ár 2019. Áform eru um byggingu fjögurra nýrra hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu með samtals 264 hjúkrunarrýmum.

Lesa meira
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skilar tillögum sínum á fundi með ráðherra

5/9/2016 : Mótun stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum um þau atriði sem nefndin telur að ráðherra skuli setja í forgang við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum aldraðra á næstu árum.

Lesa meira
Fyrsta skóflustungan tekin: Mynd Magnús Hlynur Hreiðarsson

2/9/2016 : Stækkun og endurbætur á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli

Nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu nýrrar álmu við hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli, auk þess sem ráðist verður í endurbætur á eldra húsnæði heimilisins. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur veitt um 200 milljónir króna til verksins

Lesa meira

1/9/2016 : Umsækjendur um stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs

Sex sóttu um stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði sem velferðarráðuneytið auglýst laust til umsóknar 12. ágúst sl.

Lesa meira
Alþingishúsið

31/8/2016 : Frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðismál lagt fram á Alþingi

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem snýr að hlutverki Íbúðalánasjóðs á húsnæðismarkaði til framtíðar. Aukin áhersla er lögð á stefnumótun og áætlanagerð og ákvæði um skyldu sveitarfélaga til að aðstoða þá sem erfitt eiga með að afla sér húsnæðis eru skýrð.

Lesa meira
Ávana- og fíkniefni

30/8/2016 : Skýrsla um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í íslensku samfélagi

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu með tillögum um endurskoðun stefnu í vímuefnamálum til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í íslensku samfélagi.

Lesa meira

26/8/2016 : Styttist í Fund fólksins – lýðræðishátíð um samfélagsmál

Um 70 aðilar; félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki, hafa skráð sig til þátttöku á Fundi fólksins sem haldinn verður í Reykjavík 2. og 3. september nk. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu.

Lesa meira

26/8/2016 : Umsækjendur um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Sex sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 6. ágúst síðastliðinn.

Lesa meira
Sjúkrahótelið - teikning. Mynd af vef Framkvæmdasýslu ríkisins

22/8/2016 : Skýrsla starfshóps um rekstur og þjónustu sjúkra- og sjúklingahótels við Hringbraut

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að fjalla um rekstur nýs sjúkrahótels við Hringbraut og leiðir til að efla þjónustu við þá sem þarfnast þjónustu sjúkrahótels hefur skilað ráðherra greinargerð sinni.

Lesa meira
Jafnréttisráð

19/8/2016 : Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2016

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar Jafnréttisráðs. Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, munu veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu þeim sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna á liðnu ári.

Lesa meira

18/8/2016 : Greiðslur til hjúkrunarheimila

Tekið hafa gildi breytingar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum og eru án samnings um verð. Breytt gjaldskrá tengist annars vegar breytingum á samsetningu rýma og hins vegar framlagi til að styrkja rekstur lítilla hjúkrunarheimila.

Lesa meira
Á fyrsta ári

12/8/2016 : Frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi til umsagnar

Félags- og húsnæðismálaráðherra leggur hér með fram til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem áformað er að leggja fyrir komandi þing. Umsagnarfrestur rennur út 23. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
Heilbrigðisstarfsmaður

11/8/2016 : Sérnám í lyflækningum á Íslandi fær mikilvæga vottun

Konunglega breska lyflæknafélagið (Royal College of Physicians í Bretlandi) hefur vottað sérnám í lyflækningum á Íslandi. Þessi áfangi er liður í eflingu lyflækningasviðs Landspítala sem ráðist var í árið 2013 þar sem framhaldsnám lækna var m.a. sett í forgang.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur HSN klippa á borðann fyrir utan nýju Heilsugæslustöðina í Reykjahlíð.

11/8/2016 : Ný heilsugæslustöð í Mývatnssveit tekin í notkun

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra opnaði formlega í gær nýja heilsugæslustöð í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Við stöðina verður sinnt allri grunnheilsugæslu í sveitarfélaginu sem telur um 400 íbúa, auk þess að þjónusta þá fjölmörgu ferðamenn sem heimsækja svæðið árið um kring.

Lesa meira
Háskóli Íslands

7/7/2016 : Ný viðhorfskönnun: Þjónusta við fatlað fólk

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur lokið könnun fyrir velferðarráðuneytið á ólaunaðri þátttöku aðstandenda fullorðins fatlaðs fólk í umönnun þess, viðhorfum aðstandendanna til þjónustu við fatlað fólk og áhrifa á fjölskyldulíf.

Lesa meira
Í læknisskoðun

6/7/2016 : Kröfur um starfsnám lækna á kandídatsárinu formgerðar

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest starfsreglur fyrir mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði. Nefndin hefur staðfest marklýsingu fyrir starfsnám læknakandídata og lokið mati á því hvaða heilbrigðisstofnanir uppfylla kröfur til að annast starfsnám þeirra.

Lesa meira
Gissur Pétursson og Eygló Harðardóttir

6/7/2016 : Aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með fötlun

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða. Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Lesa meira
Málin skoðuð

1/7/2016 : Frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga til umsagnar

Hér með eru birt til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir og drög að frumvarpi til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 29. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
Fjöldi fæðingarorlofsdaga hjá feðrum

30/6/2016 : Norrænir jafnréttisvísar

Meðalaldur foreldra við fæðingu fyrsta barns hækkar stöðugt, dánartíðni vegna krabbameins á Norðurlöndunum er hærri hjá körlum en konum, íslenskir feður taka flesta fæðingarorlofsdaga af körlum á Norðurlöndunum. Þetta og margt fleira má lesa út úr jafnréttisvísum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Lesa meira
Lyf

29/6/2016 : Aðkoma almennings að eftirliti með ávinningi og áhættu lyfja

Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að opna sérfræðinganefndarfundi um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja fyrir almenningi. Þátttaka í opnum fundum stendur öllum til boða og verða fundirnir auglýstir með fyrirvara á vef stofnunarinnar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

24/6/2016 : Frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar til umsagnar

Félags- og húsnæðismálaráðherra birtir hér með til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar sem unnið hefur verið að um árabil.

Lesa meira
Lífvísindi

23/6/2016 : Leyfi til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns samkvæmt lögum

Heilbrigðisráðherra hefur veitt fyrirtækinu Arctic Therapeutics ehf. leyfi til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns og safns heilbrigðisupplýsinga. Þetta er fyrsta leyfið sem veitt er frá því að heildstæð löggjöf um rannsóknir á heilbrigðisvísindasviði öðlaðist gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira
Hreyfing er heilsubót

21/6/2016 : Hreyfiseðlar nýttir í meðferðarskyni um allt land

Innleiðingu hreyfiseðla um allt land er lokið. Hreyfiseðlum er nú ávísað í meðferðarskyni á öllum opinberum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum og stofnunum utan spítala, hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og sjálfstætt starfandi heilsugæslulæknum. Notkun hreyfiseðla eykst hratt.

Lesa meira
Bjarni Benediktsson, Katrín E Hjörleifsdóttir, Páll Matthíasson og Kristján Þór Júlíusson

21/6/2016 : Fjármögnun Landspítala tengd umfangi veittrar þjónustu

Samningur um innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar Landspítala sem byggist á alþjóðlega DRG flokkunarkerfinu var undirritaður í dag. Markmiðið er að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjár.

Lesa meira
Að lokinni afhendingu styrkja

20/6/2016 : Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

Afhending styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands fór fram við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Tæplega 100 milljónir króna voru til úthlutunar og voru styrkir veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

15/6/2016 : Batnandi tannheilsa barna

Árlegt hlutfall barna hér á landi sem búa við það góða tannheilsu að ekki þarf að gera við neina tönn hefur hækkað úr rúmum 56% árið 2001 í 72,4% árið 2015. Ef fjölda tannviðgerða ár hvert er deilt niður á fjölda barna sem leituðu til tannlæknis sama ár hefur hlutfall viðgerðra tanna lækkað um nærri 60% frá árinu 2001 – 2015.

Lesa meira
Jón Atli Beneditksson, Pia Hansson, Eygló Harðardóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir

14/6/2016 : Undirritun samnings um rannsókn á stöðu flóttafólks og innflytjenda

Samningur velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis við Háskóla Íslands um gerð heildstæðrar greiningar og mats á gæðum aðlögunar innflytjenda og flóttafólks að íslensku samfélagi var undirritaður í dag. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi nýlega að leggja 10 m.kr. til verkefnisins.

Lesa meira
Fundur um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi

14/6/2016 : Svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi

Um þrjátíu manns komu saman á Akureyri  í gær til að ræða kosti og möguleika svæðisbundins samstarfs til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Stýrihópur þriggja ráðuneyta um landssamráð gegn ofbeldi efndi til fundarins en fyrirhugað er að halda sambærilega fundi um allt land í þessu skyni.

Lesa meira
Jafnrétti

14/6/2016 : Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

Félags- og húsnæðismálaráðherra afhendir styrki úr Jafnréttissjóði Íslands við athöfn í Iðnó sunnudaginn 19. júní kl. 16:00. Tæplega 100 milljónir króna eru til úthlutunar. Við styrkveitinguna verða sýndar svipmyndir frá baráttu liðinna ára fyrir auknu kynjajafnrétti.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

13/6/2016 : Styrkveitingar úr þróunarsjóði innflytjendamála

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur úthlutað 9,5 milljónir króna í styrki úr þróunarsjóði innflytjenda. Hlutverk sjóðsins er að styðja og styrkja nýsköpunarverkefni sem tengjast málefnum innflytjenda, styðja við áherslur stjórnvalda og stuðla að framkvæmd verkefna sem tilgreind eru í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda.

Lesa meira
Embætti landlæknis

13/6/2016 : Nýir svæðisbundnir lýðheilsuvísar hafa mikið notagildi

Heilbrigðisráðherra segir nýbirta lýðheilsuvísa Embættis landlæknis mikilvægt tæki með fjölþætt notagildi í þágu almennings, fagfólks og stjórnvalda. Horft er til þess m.a. að heilbrigðiskerfið og sveitarfélögin geti á grundvelli vísanna unnið saman að því að bæta heilsu og líðan íbúanna.

Lesa meira
Börn að leik

9/6/2016 : Þingsályktunartillaga um fjölskyldustefnu lögð fram á Alþingi

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu með áherslu á börn og barnafjölskyldur. Meginmarkmið er að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verði innleiddur í alla lagaumgjörð og framkvæmd.

Lesa meira
Fjölmenning

8/6/2016 : Mat lagt á gæði aðlögunar innflytjenda og flóttafólks

Ákveðið hefur verið að ráðst í heildstæða greiningu og mat á gæðum aðlögunar innflytjenda og flóttfólks að íslensku samfélagi. Ríkisstjórnin hefur samþykkt sameiginlega tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra þessa efnis og mun leggja tíu milljónir króna til verkefnisins.

Lesa meira
Reykjavík

8/6/2016 : Ný könnun á félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaganna

Leiguíbúðir í eigu sveitarfélaganna voru tæplega 5.000 við lok síðasta árs. Skortur er á leiguíbúðum í fjórum fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Meðalbið fólks eftir félagslegum leiguíbúðum á landsvísu er 14,6 mánuðir en 42 mánuðir þar sem biðin er lengst. Þetta o.fl. kemur fram í nýrri könnun Varasjóðs húsnæðismála.

Lesa meira
Húsin í götunni

8/6/2016 : Breytt fyrirkomulag á húsnæðisstuðningi við leigjendur

Ríki og sveitarfélög hafa gert með sér samkomulag um breytta verka- og kostnaðarskiptingu vegna húsnæðisstuðnings við leigjendur. Samkomulagið tekur gildi þann 1. janúar 2017 samhliða gildistöku nýs húsnæðisbótakerfis.

Lesa meira
Í læknisskoðun

3/6/2016 : Lög um nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu

Samþykkt var á Alþingi í gær frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu. Lögin koma til framkvæmda 1. febrúar 2017. Alþingi lýsir vilja til þess að auka fjárframlög til að styrkja starfsemi heilsugæslunnar í nýju kerfi og draga úr útgjöldum sjúklinga.

Lesa meira
Húsin í bænum

2/6/2016 : Húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra samþykkt á Alþingi

Frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir, húsnæðisbætur og húsaleigulög voru samþykkt á Alþingi í dag. Áður var Alþingi búið að samþykkja frumvarp ráðherrans til laga um húsnæðissamvinnufélög.

Lesa meira
Evrópukort - Evrópska efnahagssvæðið

2/6/2016 : Réttur sjúklinga til að sækja heilbrigðisþjónustu yfir landamæri

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um rétt sjúklinga til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra aðildarríkja EES-samningsins og fá endurgreiddan útlagðan kostnað sem svarar því að samsvarandi þjónusta hefði verið veitt hér á landi. Byggt er á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2011/24/ESB.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

30/5/2016 : Starfshópur fjallar um meðferð og þjónustu við börn með ADHD

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir umgjörð varðandi þjónustu, meðferð og stuðning við börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir.

Lesa meira
Að lokinni undirritun samningsins

26/5/2016 : Samningur um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu.

Lesa meira
Alþingishúsið

25/5/2016 : Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára, ásamt skýrslu um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda á helstu sviðum samfélagsins.

Lesa meira
Frá afhendingu jafnréttisviðurkenningarinnar

25/5/2016 : Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg hlutu jafnréttisviðurkenningu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti í gær jafnréttisviðurkenningu jafnréttisráðs. Að þessu sinni hlutu Reykjarvíkurborg og starfsfólk borgarinnar viðurkenningu og einnig Samtök um Kvennaathvarf.

Lesa meira
Framboð leiguhúsnæðis

25/5/2016 : Viðhorfs- og aðstöðumunur íbúðaeigenda og leigjenda

Tvær viðamiklar kannanir á húsnæðismálum sem varpa ljósi á stöðu leigjenda og íbúðaeigenda sýna mikla þörf fyrir aukið framboð leiguhúsnæðis hér á landi. Niðurstöðurnar sýna einnig viðhorfs- og aðstöðumun í mörgum efnum eftir því hvort um eigendur eða leigjendur er að ræða.

Lesa meira

25/5/2016 : Nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Hákon Stefánsson formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Hákon tekur við af Birni Zoëga sem hefur sagt sig sig frá stjórnarformennskunni vegna starfa sinna erlendis.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson á 69. þingi WHO

24/5/2016 : Heilbrigðisráðherra ræddi sjálfbæra þróun á þingi WHO

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpaði í morgun 69. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Ráðherra fjallaði um ýmsar áskoranir í heilbrigðismálum sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun til ársins 2030.

Lesa meira
Stjórnarráðið

24/5/2016 : Tillaga um móttöku flóttafólks samþykkt á fundi ríkisstjórnar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra um móttöku flóttafólks síðar á þessu ári. Tillagan er í samræmi við niðurstöðu flóttamannanefndar um að líkt og síðast verði tekið á móti sýrlensku flóttafólki sem staðsett er í Líbanon. Gert er ráð fyrir að Reykjavík, Hveragerði og Árborg, annist móttöku fólksins.

Lesa meira
Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.org

24/5/2016 : Morgunverðarfundur um húsnæðismál 25. maí

Velferðarráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um húsnæðismál 25. maí nk. Kynntar verða niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfum leigjenda og húseigenda til húsnæðismarkaðarins og fulltrúar ýmissa aðila sem koma að húsnæðismálum taka þátt í pallborði og svara fyrir spurnum.

Lesa meira
Farið yfir reikninga

23/5/2016 : Aukið eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka ábendingar sem stofnunin beindi til velferðarráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkisins varðandi eftirlit með bótagreiðslum árið 2013. Brugðist hafi verið við ábendingunum á fullnægjandi hátt. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Lesa meira
Dr. Margaret Chan framkvæmdastjóri WHO

23/5/2016 : Þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hófst í Genf í dag

Árlegt þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hið 69. frá upphafi, hófst í Genf í Sviss í dag. Um 3000 fulltrúar frá öllum aðildarríkjunum sækja þingið sem stendur til 28. maí. Unnt er að fylgjast þinginu í beinni útsendingu á vef WHO.

Lesa meira
Alþingishúsið

17/5/2016 : Tillaga að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum lögð fyrir Alþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Þetta er í sjötta sinn sem slík áætlun er lögð fram en markmið hennar er að tilgreina þau verkefni sem brýnust eru talin á sviði kynjajafnréttis.

Lesa meira

13/5/2016 : Staða og réttindi hinsegin fólks í Evrópu

Evrópusamtökin ILGA sem eru alþjóðleg samtök hinsegin fólks, birtu í vikunni Regnbogakort Evrópu 2016 sem sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í álfunni. Af 49 þjóðum er Malta er sú sem best tryggir lagalega stöðu hinsegin fólks en Azjerbeidjan síst. Ísland er í 14. sæti. Lesa meira
Elín Jóhannsdótt og Eygló Harðardóttir

13/5/2016 : Ályktanir til stjórnvalda um málefni aldraðra

Formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra afhenti félags- og húsnæðismálaráðherra í vikunni tvær ályktanir nefndarinnar sem snúa annars vegar að bættri upplýsingagjöf fyrir almenning um öldrunarmál og hins vegar að endurskoðun laga um almannatryggingar.

Lesa meira
Ráðherra ávarpar ársfund Vinnumálastofnunar

12/5/2016 : Mikil eftirspurn eftir vinnuafli fagnaðarefni en krefst aðgæslu

Félags- og húsnæðismálaráðherra gerði fjölbreytt verkefni Vinnumálastofnunar og ríka kröfu um sveigjanleika í starfsemi hennar að umfjöllunar á ársfundi stofnunarinnar í dag. Stofnunin hefur frá áramótum sinnt atvinnumálum fatlaðs fólks. Þungi verkefna sem tengjast vinnumarkaðseftirliti eykst samhliða örum vexti í ýmsum atvinnugreinum.

Lesa meira
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

12/5/2016 : Kerfislægur vandi má ekki bitna á börnunum sem þurfa þjónustu

Félags- og húsnæðismálaráðherra telur að styrkja megi starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og bæta þjónustu hennar með stofnun landshlutateyma. Ráðherra ræddi m.a. um þetta á vorfundi stofnunarinnar í dag og sagði jafnframt ótækt að kerfislægur vandi bitnaði á börnum með brýna þörf fyrir sérfræðiþjónustu.

Lesa meira
Hvatningarverðlaunahafar ásamt ráðherra

12/5/2016 : Tækifæri til betri heilbrigðisþjónustu

Skýrari verkaskipting í heilbrigðiskerfinu og aukin samvinna og samráð milli stofnana eru mikilvægir liðir í því að bæta heilbrigðisþjónustuna. Heilbrigðisráðherra gerði þetta meðal annars að umfjöllunarefni þegar hann ávarpaði ársfund Sjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í gær.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson og Grímur Sæmundsen

12/5/2016 : Bláa Lónið veitir psoriasissjúklingum meðferð án greiðsluþátttöku

Sjúkratryggingar Íslands og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að hér eftir mun Bláa lónið veita íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn í vikunni.

Lesa meira
Frá afhendingu styrkja til atvinnumála kvenna 2016

10/5/2016 : 32 milljónir króna í styrki til atvinnumála kvenna

Félags- og húsnæðismálaráðherra úthlutaði nýlega 32 milljónum króna í styrki til atvinnumála kvenna. Alls hlutu 33 verkefni styrk í samræmi við niðurstöðu ráðgjafarnefndar sem mat umsóknirnar en alls bárust 219 umsóknir um styrki til verkefna hvaðanæva af landinu.

Lesa meira
Á dvalarheimili

10/5/2016 : Starfshópur um breytt greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað starfshóp til að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Lesa meira

4/5/2016 : Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki

Í velferðarráðuneytinu er starfræktur Jafnréttissjóður Íslands sem stofnaður var með samþykki þingsályktunar 1009/2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Lesa meira
Alþingishúsið

29/4/2016 : Alþingi samþykkir stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Tillaga heilbrigðisráðherra um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi í dag. Stefnan felur í sér framtíðarsýn og skilgreind markmið um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Heildarkostnaður aðgerða við framkvæmd stefnunnar er áætlaður rúmar 560 milljónir króna.

Lesa meira
Reykjavík - Mynd: Johannes Jansson/norden.org

29/4/2016 : Samningur um rekstur sjúkrahótels í Ármúla framlengdur

Lokun sjúkrahótelsins í Ármúla í Reykjavík hefur verið frestað til 31. maí samkvæmt samkomulagi Sjúkratrygginga Íslands og Heilsumiðstöðvarinnar. Með þessu skapast aukið svigrúm til að finna þessari þjónustu farveg þar til nýtt sjúkrahótel verður opnað á næsta ári.

Lesa meira
Kristján Þór heilbrigðisráðherra ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala

25/4/2016 : Stígandi í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut

Heilbrigðisráðherra sagði stefna í stórtíðindi varðandi uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í ávarpi sínu á ársfundi Landspítala í dag. Þar vísaði hann í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins sem verður kynnt á næstu dögum en þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum vegna meðferðarkjarna nýs spítala.

Lesa meira
Vinnumál

20/4/2016 : Ásættanlegt eftirlit með starfsemi Vinnueftirlitsins að mati Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu þar sem fylgt er eftir ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2013 varðandi eftirlit með starfsemi og árangri Vinnueftirlits ríkisins. Ríkisendurskoðun telur ekki þörf á að ítreka ábendingar sínar.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

18/4/2016 : Úthlutun velferðarstyrkja á sviði félagsmála

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið úthlutun velferðarstyrkja á sviði félagsmála árið 2016. Alls var úthlutað 183 milljónum króna, að stærstum hluta til frjálsra félagasamtaka sem sinna fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum í þágu tiltekinna hópa, ekki síst á sviði fræðslu og forvarna.

Lesa meira
Sjúkrabifreið

15/4/2016 : Ráðherra ræddi áherslur sínar á sviði sjúkraflutninga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ræddi um menntun sjúkraflutningamanna, skilgreiningu þjónustuviðmiða í heilbrigðisumdæmum og fleira þessu tengt þegar hann ávarpaði 16. þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem haldið er í dag.

Lesa meira
Í læknisskoðun

14/4/2016 : Frumvarp um nýtt greiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um sjúkratryggingar sem kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Meginmarkmiðið er að hlífa þeim sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum kostnaði og jafna greiðslubyrði sjúkratryggðra.

Lesa meira
Farið yfir tölfræðina

13/4/2016 : Jöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytisins

Velferðarráðuneytið birtir hér með upplýsingar um hlutföll kynjanna í nefndum sem skipaðar eru á vegum ráðherra velferðarráðuneytisins, líkt og skylt er samkvæmt jafnréttislögum. Karlar voru 49% og konur 51% í nefndum velferðarráðuneytisins sem skipaðar voru á síðasta ári.

Lesa meira
Ketill Berg Magnússon og Eygló Harðardóttir

12/4/2016 : Ráðherra styrkir Fund fólksins – lýðræðishátíð um samfélagsmál

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert samning við Almannaheill – Samtök þriðja geirans um að veita félaginu fjárstuðning til að standa fyrir lýðræðishátíð að norrænni fyrirmynd undir yfirskriftinni Fundur fólksins. Samingurinn sem er til tveggja ára var undirritaður í gær.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

7/4/2016 : Óskað eftir umsögnum vegna heildarendurskoðunar laga nr. 25/1975

Vegna heildarendurskoðunar á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir er óskað eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar.

Lesa meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

7/4/2016 : Alþjóða-heilbrigðisdagurinn 7. apríl tileinkaður sykursýki

Talið er að árið 2015 hafi um 415 milljónir manna í heiminum verið með sykursýki. Áætlað er að um 9% heildarútgjalda til heilbrigðismála í Evrópu séu vegna sykursýki. Fjallað er um árangursríkar leiðir m.a. til að sporna við nýgengi sjúkdómsins í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um efnið.

Lesa meira
Vertu velkominn

6/4/2016 : Hópur flóttafólks frá Sýrlandi boðinn velkominn í dag

„Okkur er umhugað um að ykkur líði vel hér, takið fullan þátt í samfélaginu og verðið hluti af því“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í móttökuathöfn síðdegis þegar hópur flóttafólks frá Sýrlandi var boðinn velkominn til landsins. Þetta eru fjórar fjölskyldur, þrjár þeirra sestjast að í Hafnarfirði og ein í Kópavogi.

Lesa meira
Embættis landlæknis

5/4/2016 : Lýðheilsusjóður auglýsir styrki til umsóknar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði til heilsueflingar og forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaksvarna, næringar, hreyfingar, tannverndar og geðræktar. Umsóknarfrestur er til 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira
Höfðaborg þar sem ÍLS er til húsa

31/3/2016 : Máli varðandi ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóð vísað frá dómi

EFTA dómstóllinn vísaði í dag frá dómi máli sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) höfðuðu til ógildingar á ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) varðandi ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóðs.

Lesa meira
Skurðaðgerð undirbúin

31/3/2016 : Ráðstefna um NordDRG á Íslandi 19. og 20. maí

Ráðstefna um innleiðingu, notkun og þróun DRG kerfis sem notað er til starfsemis- og kostnaðargreiningar í heilbrigðisþjónustu verður haldin í Reykjavík 19. og 20. maí næstkomandi Skráning á ráðstefnuna stendur yfir.

Lesa meira

31/3/2016 : Tilnefninga til jafnréttisviðurkenningar óskað

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2016. Tilnefningar þurfa að berast Jafnréttisráði eigi síðar en 19. apríl næstkomandi.  

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

30/3/2016 : Átaksverkefni um allt að 260 sumarstörf fyrir námsmenn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að tillögu stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs að verja um 130 milljónum kr. úr sjóðnum í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.

Lesa meira

30/3/2016 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um þjónustusamninga við öldrunarheimili

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu til Alþingis þar sem fylgt er eftir skýrslu stofnunarinnar frá árinu 2013 um gerð þjónustusamninga við öldrunarheimili. Stofnunin telur ekki þörf á að ítreka ábendingar frá árinu 2013 en leggur áherslu á að hraða beri samningsgerðinni.

Lesa meira
Frá undirritun samninga um styttingu biðlista

21/3/2016 : Átak til að stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum að hefjast

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samninga við fjórar heilbrigðisstofnanir um þátttöku þeirra í skipulögðu átaki til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum. Áformað er að verja 1663 m.kr. til þessa verkefnis á árunum 2016 – 2018, þar af um helming fjárins á þessu ári.

Lesa meira
Á dvalarheimili

18/3/2016 : Ríkið áformar að auka framlög til reksturs hjúkrunarheimila

Heilbrigðisráðherra telur rök standa til þess að auka fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila á þessu ári. Viðræður standa yfir um gerð þjónustusamninga við rekstaraðila hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Ríkissstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við aðilana um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni

17/3/2016 : Ísland fjallar um kynbundið ofbeldi á 60. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Í dag stóðu íslensk stjórnvöld, í samstarfi við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Stígamót, fyrir viðburði um kynbundið ofbeldi á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York. Hátt á annað hundrað manns sótti fundinn.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

17/3/2016 : Mælt fyrir skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar

Skýrsla Eyglóar Harðardóttur, samstarfsráðherra Norðurlanda um störf Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2015 var kynnt á Alþingi í dag. Markmið skýrslunnar er að gera Alþingi grein fyrir því norræna samstarfi sem á sér stað á fjölmörgum sviðum og þýðingu þess fyrir Ísland.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra ásamt ráðherrum jafnréttismála á hinum Norðurlöndunum og framkvæmdastjóra UN Women.

17/3/2016 : Norrænir ráðherrar jafnréttismála segja kynjajafnrétti bæði forsendu og drifkraft sjálfbærrar þróunar

Norrænir ráðherrar jafnréttismála stóðu í gær fyrir opnum umræðufundi um jafnrétti og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á 60. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (Commission on the Status of Women).

Lesa meira
Frá vinstri: Anna Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Páll Imsland og Eygló Harðardóttir

15/3/2016 : Ráðherra hvatti til metnaðar í jafnréttismálum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði í dag 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir í New York. Í ræðu sinni sagði hún takmörkum háð hve lengi konur gætu beðið eftir fullu jafnrétti og hvatti til metnaðar í jafnréttisbaráttunni.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

14/3/2016 : Til umsagnar: Breytingar á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum

Meðfylgjandi eru til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.  Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að fella úr reglugerðinni ákvæði um húsnæði og færa þau í sérstaka reglugerð um sértæk húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.

Lesa meira
Merki 60. fundar kvennanefndarinnar

14/3/2016 : Þátttaka Íslands á 60. fundi Kvennanefndar SÞ sem hefst í dag

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er komin til New York ásamt íslenskri sendinefnd til að taka þátt í 60. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Valdefling kvenna sem mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar er leiðarstef fundarins.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir og Birkir Jón Jónsson

11/3/2016 : Tillaga að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum

Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600.000 kr. á mánuði og að tekjur allt að 300.000 kr. á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði félags- og húsnæðismálaráðherra niðurstöðum sínum í dag.

Lesa meira
Að lokinni undirritun samningsins

10/3/2016 : Nýr samningur um verkefnið Karlar til ábyrgðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirritaði nýjan samning um verkefnið „Karlar til ábyrgðar“ á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars sl. Markmið verkefnisins er að veita sérhæfða sálfræðimeðferð þeim sem beitt hafa ofbeldi á heimili sínu og draga þannig úr líkum á frekari ofbeldishegðun.

Lesa meira
Úthlutun gæðastyrkja 2016

10/3/2016 : Styrkir til fjölbreyttra verkefna um aukin gæði í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðherra veitti í vikunni sex milljónir króna samtals í styrki til 12 gæðaverkefna á sviði heilbrigðisþjónustu. Styrkir voru veittir til verkefna sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar og verkefna sem ætlað er að efla þverfaglegt samstarf.

Lesa meira
Móðir og barn

9/3/2016 : Heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir o.fl.

Heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd í því skyni að endurskoða lög nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir . Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum með skýrslu til ráðherra fyrir 1. nóvember 2016.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

9/3/2016 : Velferðarráðuneytið flytur úr Hafnarhúsinu

Ákveðið hefur verið að finna velferðarráðuneytinu nýtt húsnæði og er stefnt að því að það flytji úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu innan tíðar. Ákvörðunin byggist á sameiginlegri niðurstöðu eiganda Hafnarhússins og ráðuneytisins þar sem ástand húsnæðis ráðuneytisins er ófullnægjandi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

9/3/2016 : Úthlutun velferðarstyrkja á sviði heilbrigðismála 2016

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun rúmlega 75 milljóna króna til 24 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála. Að þess sinni var sjónum beint að verkefnum sem varða geðheilsu ungs fólks með áherslu á forvarnir gegn sjálfsvígum.

Lesa meira
Ríkisendurskoðun

4/3/2016 : Ríkisendurskoðun; reiknilíkan um fjárþörf heilbrigðisstofnana

Ríkisendurskoðun hefur birt eftirfylgni við athugasemdir sem stofnunin gerði árið 2013 varðandi reiknilíkan sem velferðarráðuneytið notar til að meta fjárþörf heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

Lesa meira
Á sjúkrahúsi

3/3/2016 : Ný og aukin úrræði til að mæta útskriftarvanda Landspítalans

Opnuð verður 18 rúma útskriftardeild á Landspítala, endurhæfingarrýmum verður fjölgað, heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu efld og helgaropnun tekin upp að nýju á Hjartagáttinni. Þessar aðgerðir og fleiri eru liður í aðgerðum til að mæta útskriftarvanda Landspítalans.

Lesa meira
Þorsteinn Sæmundsson og Eygló Harðardóttir

1/3/2016 : Tillögur nefndar um endurskoðun almanna-tryggingakerfisins

Nefnd sem félags- og húsnæðismálaráðherra fól að gera tillögur um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra. Nefndin leggur til einföldun á bótakerfi almannatrygginga, innleiðingu starfsgetumats og sveigjanlegra starfsloka með heimild til að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

28/2/2016 : Vaxandi atvinnuþátttaka eldra fólks – styttri vinnudagur

Hlutfall kvenna á vinnumarkaði hefur hækkað úr 76,5% árið 2004 í 78,5% árið 2014 en hlutfall karla á vinnumarkaði hefur lækkað lítillega, samkvæmt nýjum Félagsvísum. Hlutfall eldra fólks á vinnumarkaði hefur hækkað úr 63,3% í 67,2% á sama tímabili. Meðalfjöldi vinnustunda á viku hefur lækkað hjá konum og körlum og í öllum aldurshópum.

Lesa meira

27/2/2016 : Þeim fækkar sem mælast undir lágtekjumörkum og jöfnuður eykst

Tæp 8% landsmanna mældust með tekjur undir lágtekjumörkum árið 2014 samkvæmt nýjum Félagsvísum. Aðeins einu sinni  hafa jafn fáir mælst undir lágtekjumörkum frá árinu 2004. Tekjujöfnuður samkvæmt Gini stuðli mældist meiri árið 2014 en nokkru sinni á árabilinu 2004–2013.

Lesa meira
Soffía Lárusdóttir

26/2/2016 : Soffía Lárusdóttir nýr forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Soffíu Lárusdóttur í embætti forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Þriggja manna hæfnisnefnd mat Soffíu hæfasta úr hópi umsækjenda.

Lesa meira
Reykjavík - Mynd: Johannes Jansson/norden.org

26/2/2016 : Færri glíma við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað

Þeim sem glíma við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýbirtum Félagsvísum. Húsnæðiskostnaður telst verulega íþyngjandi ef hann nemur yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimilis.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

25/2/2016 : Heilbrigðisráðherra kynnir úrbætur í heilsugæslu

Fjármögnun heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður breytt þannig að fjármagn til reksturs endurspegli þann sjúklingahóp sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Markmiðið er að færa inn í rekstur heilsugæslunnar faglega og fjárhagslega hvata sem stuðli að betri þjónustu, hagkvæmari rekstri og geri heilsugæslunni kleift að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira
Börn

25/2/2016 : Börn og foreldrar verja æ meiri tíma saman

Nýbirtir Félagsvísar sýna afgerandi þróun síðust ár þess efnis að börn og foreldrar verja æ meiri tíma saman. Árið 2014 sögðust 63% barna á aldrinum 14 – 15 ára verja tíma sínum oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar samanborið við tæplega 37% barna árið 2006. Íþróttaiðkun barna hefur aukist og dregið úr notkun þeirra á áfengi og tóbaki.

Lesa meira
Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga - forsíða skýrslunnar

24/2/2016 : Úttekt á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga

Ríkisendurskoðun hefur birt nýja skýrslu til Alþingis með úttekt á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga sem veitt er á öðru og þriðja þjónustustigi. Stofnunin beinir tveimur ábendingum til velferðarráðuneytisins sem lúta að skipulagi þjónustunnar og þörf fyrir hlutlæg viðmið um bið eftir þjónustu.

Lesa meira
Skurðaðgerð

24/2/2016 : Aukið öryggi sjúklinga með nýjum aðgerðum við Landspítala

Landspítali mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem gera kleift að loka heilaæðagúlum með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður og ráðning sérhæfðs læknis á röntgendeild Landspítala gerir þetta mögulegt.

Lesa meira
Vísir

23/2/2016 : Félagsvísar kynntir í ríkisstjórn

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti nýuppfærða Félagsvísa á fundi ríkisstjórnar í morgun. Félagsvísar eru safn tölulegra upplýsinga sem varpa ljósi á fjölmörg atriði sem varða lífskjör þjóðarinnar og mismunandi stöðu skilgreindra hópa í samfélaginu. Þetta er í fjórða sinn sem Félagsvísar eru birtir.

Lesa meira
Lyf

19/2/2016 : Ríkisstjórn samþykkir að auka fjármuni til innleiðingar á nýjum lyfjum

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu heilbrigðisráðherra um að fela fjármála- og efnahagsráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, að tryggja aukið fjármagn svo unnt verði að taka í notkun fleiri ný lyf á þessu ári 2016.

Lesa meira
Gagnvirkt kort yfir þjóðir sem hafa fullgilt CHEDAW samninginn. Heimild OHCR

18/2/2016 : Nefnd SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum fjallar um Ísland

Íslensk sendinefnd fór í gær fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um afnám allrar mismununar gagnvart konum á grundvelli alþjóðasamningsins um afnám slíktrar mismununar. Þetta er þetta í fimmta skipti sem nefndin skoðar framkvæmd samningsins á Íslandi og fór slík skoðun síðast fram árið 2008. 

Lesa meira
Ráðherra ásamt fulltrúum verkefnanna sem hlutu styrk

18/2/2016 : Styrkir veittir til verkefna og rannsókna á sviði velferðartækni

Félags- og húsnæðismálaráðherra veitti nýverið fjóra styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu, samtals 4,5 milljónir króna. Tilgangurinn er að stuðla að nýsköpun og frumkvöðlahugsun þar sem leitað er nýrra leiða til að auka lífsgæði notenda velferðarþjónustunnar í nútíð og framtíð.

Lesa meira
Hugarflug

11/2/2016 : Ráðstefna um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun

Velferðarráðuneytið vekur athygli á norrænni ráðstefnu um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun á Norðurlöndunum. Ráðstefnan verður haldin í Malmö í Svíþjóð dagana 9. og 10. mars 2016.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

8/2/2016 : Bætt málsmeðferð þegar grunur er um ofbeldi gegn fötluðum börnum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálarðáðherra, hefur ákveðið að veita Barnaverndarstofu þriggja milljóna króna framlag til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Lesa meira
Kristján Oddsson og Kristján Þór Júlíusson

5/2/2016 : Undirritun samnings vegna skimunar krabbameins í ristli og endaþarmi

Heilbrigðisráðherra og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands undirrituðu í dag samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun næsta árs. Velferðarráðuneytið leggur 25 m.kr. til verkefnisins og Krabbameinsfélagið 20 m.kr.

Lesa meira
Lyfjaafgreiðsla

5/2/2016 : Samkeppniseftirlitið telur greiðsluþátttökukerfi lyfja ekki hindra samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur lokið umfjöllun um erindi Öryrkjabandalags Íslands sem óskaði eftir athugun á því hvort reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggingum í lyfjakostnaði færu gegn markmiðum samkeppnislaga. Stofnunin telur svo ekki vera og segir reglugerðina hafa aukið jöfnuð sjúkratryggðra.

Lesa meira
Gísli Þorsteinsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

4/2/2016 : Blóðgjöf er lífgjöf

Heilbrigðisráðherra veitti í gær Gísla Þorsteinssyni viðurkenningarskjal fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum. Árlega hefur Blóðbankinn samband við 8 – 10.000 virka blóðgjafa sem gefa samtals um 15.000 blóðgjafir. Til að mæta þeirri þörf sem er að jafnaði fyrir hendi þarf  bankinn á að halda um 16.000 blóðgjöfum á ári.

Lesa meira
Bætt tannheilsa

3/2/2016 : Upplýsingar um tannvernd og tannheilsu

Nú stendur yfir árleg tannverndarvika Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Á vef embættisins er að finna ýmsar upplýsingar og ábendingar um tannvernd og tannheilsu. Foreldrar eru minntir á rétt barna til gjaldfrjálsra tannlækinga en forsenda þess er að börnin séu með skráðan heimilistannlækni.

Lesa meira
Þungt hugsi

29/1/2016 : Vinnufundur um stefnu í öldrunarmálum

Verkefnisstjórn á vegum heilbrigðisráðherra sem vinnur að úttekt á öldrunarþjónustu og greiningu á heilbrigðishluta þjónustu við aldraða, stóð fyrir fjölmennum vinnufundi í gær þar sem verkefnisstjórnin kynnti stöðuna á greiningarvinnu sinni og efndi til umræðu um ýmsar hliðar öldrunarþjónustunnar.

Lesa meira
Raddir unga fólksins

29/1/2016 : Vinnufundur stýrihóps um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi

Fjölmennt var á vinnufundi stýrihóps innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi í Iðnó í gær. Fundarstjóri var Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri Reykjavíkurborgar.

Lesa meira
Undirritun samningsins

29/1/2016 : Samningur undirritaður um tilraunaverkefnið TINNU

Félags- og húsnæðismálaráðherra og skrifstofustjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar undirrituðu í gær samning um tilraunaverkefnið TINNU sem borgin mun annast og hefur að markmiði að styðja einstæða foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og börn þeirra.

Lesa meira
Ólafur Darri Andrason

28/1/2016 : Ólafur Darri Andrason skipaður skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Ólaf Darra Andrason skrifstofustjóra skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Ólafur Darri var einn þeirra fjögurra umsækjenda sem sérstök hæfnisnefnd taldi hæfasta til að gegna embættinu.

Lesa meira
Þjónusta við aldraða

28/1/2016 : Innleiðing á samræmdu mati á þörf fólks fyrir öldrunar- og heimaþjónustu

Heilbrigðisráðherra hefur veitt 50 milljónir króna til að undirbúa og innleiða nýtt matskerfi sem þróað hefur verið til að meta á samræmdan hátt þörf fólks fyrir öldrunar- og heimaþjónustu og gera þjónustuna markvissari. 

Lesa meira
Jafnrétti

27/1/2016 : Nýtt námskeið um kynjaða fjárhagsáætlunargerð

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands býður upp á nýtt námskeið um kynjaða fjárhagsáætlanagerð sem haldið verður dagana 4. og 5. febrúar í Reykjavík. Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.

Lesa meira

26/1/2016 : Uppsögn samninga um sjúkrahótel og skýrsla Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun birti í dag skýrslu sem fjallar um samninga vegna starfsemi sjúkrahótels við Ármúla í Reykjavík. Rekstraraðili hótelsins hefur nú sagt upp samningi við Sjúkratrygginar Íslands.

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

22/1/2016 : Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C hafið

Samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi er hafið. Heilbrigðisráðherra staðfesti í dag samning milli Landspítala og Gilead  um verkefnið. Fyrstu sjúklingarnir verða kallaðir til meðferðarar í næstu viku.

Lesa meira
Tækjakostur og breytt skipulag kynnt á Landspírtala í dag /Mynd LSH

21/1/2016 : Straumhvörf með endurnýjun tækja og bættri aðstöðu til rannsókna á Landspítala

Tímamót urðu á Landspítala í dag þegar formlega var tekin í notkun ný flæðilína rannsókna á sjúkrahúsinu sem unnið hefur verið að því að skipuleggja, þróa og setja upp um árabil. Breytt skipulag og ný tæki með aukinni sjálfvirkni auka afköst, skjótari niðurstöður fást úr rannsóknum og rekstarhagkvæmni eykst.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir

20/1/2016 : Niðurstöður sem styðja áherslur í húsnæðismálum

Félags- og húsnæðismálaráðherra, segir niðurstöður könnunar UNICEF um fátækt barna á Íslandi styðja við áherslur sínar í húsnæðismálum. Skortur hjá börnum hafi sterka tengingu við aðstæður fólks í húsnæðismálum. Aukinn húsnæðisstuðningur við efnalitlar fjölskyldur geti því breytt miklu til hins betra.

Lesa meira
Hugsi

20/1/2016 : Könnun á ástæðum örorku hjá ungu fólki

Velferðarráðuneytið hefur gert samning við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð könnunar á ástæðum örorku hjá ungu fólki og aðstæðum þess. Gert er ráð fyrir að niðurstöðum verði skilað með skýrslu í lok maí.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra á fundi um uppbyggingu Landspítala

20/1/2016 : Uppbygging Landspítala við Hringbraut: "Skýr vilji og vel rökstudd ákvörðun"

„Höldum áfram á markaðri braut“ var yfirskrift erindis sem heilbrigðisráðherra flutti á fundi Félags atvinnurekenda um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í morgun. Ráðherra fór þar yfir stöðu framkvæmda og næstu skref. Hann sagði ávörðun um uppbygginguna byggjast á skýrum vilja og sterkum rökum.

Lesa meira
Eitt barnanna úr hópnum sem kom í gær

20/1/2016 : Áhrifarík stund að hitta flóttafólkið við komuna til landsins

Félags- og húsnæðismálaráðherra, segir það hafa verið áhrifaríka stund að hitta sýrlenska flóttafólkið sem kom til landsins í gær á vit nýrra heimkynna. Haldin var stutt móttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli þar sem forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra buðu þau velkomin.

Lesa meira
Fjölskyldumynd

20/1/2016 : Endurskoðun reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er um 2.100 börn í daggæslu á hverjum tíma hjá tæplega 500 dagforeldrum.

Lesa meira

18/1/2016 : Koma flóttafólks til Íslands á morgun

Fyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins sem boðin hefur verin búseta hér á landi kemur á morgun með flugi frá Beirút. Hópurinn samanstendur af sex fjölskyldum, þar af eru 13 fullorðnir og 22 börn.

Lesa meira
Launajafnrétti - lógó

14/1/2016 : Námskeið um notkun og innleiðingu jafnlaunastaðals

Athygli er vakin á fjórum vinnustofum um jafnlaunastaðal sem boðað hefur verið til hjá Starfsmennt í lok janúar og byrjun febrúar nk. Markmiðið er að auka færni og þekkingu stjórnenda á vinnustöðum sem vilja auka gegnsæi og gæði launaákvarðana með notkun jafnlaunastaðals.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

14/1/2016 : Framkvæmdaáætlun um byggingu 214 nýrra hjúkrunarrýma

Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur fallist á framkvæmdaáætlun heilbrigðisráðherra sem felur í sér byggingu þriggja nýrra hjúkrunarheimila, alls 214 ný hjúkrunarrými, á næstu fimm árum. Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdanna nemur 5,5 milljörðum króna.

Lesa meira
Hlutfall öryrkja af fólksfjölda frá desember 2004 til desember 2014

13/1/2016 : Upplýsingar um þróun örorku

Velferðarráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um þróun örorku á Íslandi undanfarin ár. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti samantektina á fundi ríkisstjórnar fyrir nokkru og fylgir hún hér með.

Lesa meira
Háskóli Íslands

12/1/2016 : Mat á tilraunverkefninu STARFi

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu um mat á tilraunaverkefninu STARFi vinnumiðlun sem stóð yfir frá haustinu 2012 til loka apríl 2015.

Lesa meira
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða kross Íslands

12/1/2016 : Samningur um aðkomu Rauða krossins að móttöku flóttafólks

Félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Rauða kross Íslands (RKÍ) undirrituðu í dag samning sem kveður á um hlutverk RKÍ varðandi móttöku sýrlenska flóttafólksins sem væntanlegt er til landsins frá Líbanon. Kostnaður vegna samningsins nemur 41 milljón króna.

Lesa meira

11/1/2016 : Félags- og húsnæðismálaráðherra styrkir þjónustu við þolendur ofbeldis

Félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita sjúkrahúsunum á Akureyri og í Reykjavík samtals tuttugu milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Ráðherra veitti sjúkrahúsunum sambærilegan styrk í fyrra í þessu skyni.

Lesa meira

8/1/2016 : Umsækjendur um embætti forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Þrettán sóttu um embætti forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins en umsóknarfrestur rann út 4. janúar síðastliðinn. Félags- og húsnæðismálaráðherra mun skipa í embættið samkvæmt lögum og er skipunartíminn fimm ár.

Lesa meira

8/1/2016 : Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2016

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr  Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2016. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira
Við fæðumst fordómalaus

7/1/2016 : Við fæðumst fordómalaus - hvað svo?

Innflytjendaráð í samstarfi við velferðarráðuneytið hefur hleypt af stokkunum átaksverkefninu „Við fæðumst fordómalaus - hvað svo?" Markmiðið er að skapa umræðu um fordóma, draga fram fordómalausa sýn barna á tilveruna og hvetja fullorðna til að skoða hlutina með augum barna. Meðfylgjandi er stuttmynd sem búin var til í tengslum við verkefnið.

Lesa meira
Reykjavík

6/1/2016 : Breytingar á viðmiðunarfjárhæð eignamarka vegna húsaleigubóta 

Viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning a rétti fólks til húsaleigubóta hækkaði í samræmi við vísitölubreytingu 1. janúar sl. og er nú 7.124.000 krónur.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

6/1/2016 : Ráðherra veitir 45 milljónir til að styrkja þjónustu BUGL

Heilbrigðisráðherra hefur veitt 45 milljóna króna styrk til að efla þjónustu göngudeildar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) við börn sem þurfa þjónustu vegna alvarlegra geðrænna einkenna, s.s. þunglyndis, sjálfsvígshugsana og sjáfskaðandi hegðunar. Tilkynnt var um fjárveitinguna í lok desember sl.

Lesa meira
Kristján Þór heilbrigðisráðherra og Dagur borgarstjóri ásamt Guðlaugu Björnsdóttur frá SÍ og Stefáni Eiríkssyni velferðarsviði borgarinnar

5/1/2016 : Nýr samningur um heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu

Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborg hafa gert með sér nýjan samning til fjögurra ára um rekstur og framkvæmd heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri staðfestu samninginn með undirritun sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Árlegur kostnaður við samninginn nemur rúmum 1,3 milljörðum króna.

Lesa meira
Lyf

4/1/2016 : Ráðherra staðfestir nýja Lyfjastefnu til ársins 2020

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja Lyfjastefnu til ársins 2020 sem starfshópur á vegum ráðherra vann að og skilaði fyrir nokkru. Ráðherra hefur ákveðið að leggja stefnuna fyrir Alþingi sem tillögu til þingsályktunar og er hún nú birt hér til kynningar.

Lesa meira