Fréttir

•	Guðrún Alda Harðardóttir

19/5/2017 : Ný stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Formaður stjórnar er Guðrún Alda Harðardóttir.

Lesa meira
Klippt á borða

19/5/2017 : Heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs

Heilbrigðisráðherra tók í gær þátt í formlegri opnun Blóðskimunarseturs, miðstöðvar rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar. Rannsóknin miðar að því að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis til að bæta líf þeirra sem greinast og leita jafnframt lækninga við sjúkómnum.

Lesa meira
Ráðherra í pontu á ársfundi Vinnumálastofnunar

19/5/2017 : „Missum ekki sjónar á aðstæðum þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði“

Félags- og jafnréttismálaráðherra leggur mikla áherslu á verkefni og aðgerðir sem gera sem flestum kleift að vera þátttakendur á vinnumarkaði, með eða án stuðnings. Um þetta fjallaði hann meðal annars á ársfundi Vinnumálastofnunar sem haldinn var í gær.

Lesa meira
OECD í Reykjavík

17/5/2017 : Sérfræðingar aðildarríkja OECD funda um jafnréttismál í Reykjavík

Kynjasamþætting við alla stefnumótun og umbótastarf á sviði stjórnsýslu jafnréttismála er til umfjöllunar á fundi OECD og fjögurra hérlendra ráðuneyta um jafnréttismál í Reykjavík dagana 17.–19. maí. Samhliða er haldinn stofnfundur sérfræðihóps um kynjaða fjárlaga- og hagstjórnargerð.

Lesa meira

17/5/2017 : Ákvörðun um orlofs- og desemberuppbót til lífeyrisþega

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur undirritað reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2017. Óskert orlofsuppbót örorkulífeyrisþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og desemberuppbótin 53.123 kr. Sambærilegar uppbætur til ellilífeyrisþega verða óskertar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í desember.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherra tekur við skýrslu starfshópsins

15/5/2017 : Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði til að setja fram tillögur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi hefur skilað heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum sínum. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar á ráðstefnu um sýklalyfjaónæmi sem haldin er í dag.

Lesa meira

12/5/2017 : Sálfræðiþjónusta fyrir fyrrverandi vistmenn Kópavogshælis

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjár milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að bjóða fyrrum vistmönnum Kópavogshælis og aðstandendum þeirra sálfræðiþjónustu og stuðning. Áætlað er að um 50 einstaklingar muni þiggja slíka þjónustu.

Lesa meira
Lyfjaskápurinn afhentur í velferðarráðuneytinu

11/5/2017 : Lyfjastofnun færði velferðarráðuneytinu lyfjaskáp

Velferðarráðuneytið fékk á dögunum lyfjaskáp að gjöf frá Lyfjastofnun. Gjöfin tengist átaki Lyfjastofnunar; Lyfjaskil – taktu til! sem ráðuneytið veitti styrk sem eitt af gæðaverkefnum á sviði heilbrigðisþjónustu. Með verkefninu er hvatt til öruggrar geymslu lyfja.

Lesa meira
Brynhildur S. Björnsdóttir

10/5/2017 : Brynhildur S. Björnsdóttir nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Brynhildi S. Björnsdóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands. Fyrsti fundur nýs formanns með stjórn stofnunarinnar verður haldinn í dag.

Lesa meira

10/5/2017 : Upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja

Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja árið 2016 og hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra. Hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn skal vera yfir 40% samkvæmt lögum.

Lesa meira
Undirritun samnings um verkefnið Mín líðan

9/5/2017 : Samið um tilraunaverkefni á sviði fjargeðheilbrigðis-þjónustu

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita styrki til tveggja tilraunaverkefna á sviði fjargeðheilbrigðisþjónustu. Markmið beggja verkefnanna er að auka aðgengi fólks að gagnreyndri sálfræðimeðferð við algengustu geðröskunum óháð því hvar á landinu þeir búa.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson, Brandur Karlsson og Bergur Þorri Benjamínsson

8/5/2017 : Frumbjörg fær fimm milljóna króna styrk til frumkvöðlastarfs

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra veitti í liðinni viku Frumbjörgu – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar 5 milljóna króna styrk til að styðja frumkvöðla- og nýsköpunarstarf fatlaðs fólks. Brandur Karlsson, forvígismaður Frumbjargar veitti styrknum viðtöku.

Lesa meira

27/4/2017 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála lausir til umsóknar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið. Um er að ræða seinni úthlutun styrkja á þessu ári.

Lesa meira

25/4/2017 : Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Ríkisendurskoðun telur að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins standi ekki að öllu leyti undir markmiði laga um heilbrigðisþjónustu um að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Ástæðurnar sé vankantar á skipulagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar og skortur á aðhaldi með stöðvunum fimmtán.

Lesa meira
Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti

21/4/2017 : Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur úthlutað velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017. Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Afhending styrkjanna fór fram í Hannesarholti síðasta vetrardag.

Lesa meira
Lagasafn

12/4/2017 : Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Félags- og jafnréttisráðherra, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og formaður innflytjendaráðs ræddu ýmis málefni innflytjenda á fundi í gær þegar endurnýjaður var samingur um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur.

Lesa meira
Farið yfir reikninga

12/4/2017 : Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.

Lesa meira
Fulltrúi Íbúðalánasjóðs kynnir greiningu sína á fundi með fulltrúum í aðgerðahópi stjórnvalda um húsnæðisvandann

11/4/2017 : Telur 4.600 íbúðir vanta á markað svo jafnvægi náist

Íbúðalánasjóður hefur að beiðni félags- og jafnréttismálaráðherra unnið greiningu á vöntun á húsnæðismarkaði á Íslandi. Fjölgun eigna hefur ekki haldist í hendur við mannfjöldaþróun á landinu undanfarin ár.

Lesa meira
Rannsókn

11/4/2017 : Reglugerðir um heilbrigðiskostnað fólks í nýju greiðsluþátttökukerfi

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um greiðslur fólks fyrir heilbrigðisþjónustu í nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1. maí næstkomandi, ásamt reglugerð um tilvísanir barna. Nýtt kerfi ver fólk fyrir háum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
Í læknisskoðun

11/4/2017 : Reglugerð um tilvísanir fyrir börn

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um tilvísanir fyrir börn. Tilvísunum er ætlað að draga úr heilbrigðisútgjöldum barnafjölskyldna, sjá til þess að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og vera liður í því að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

10/4/2017 : Frumvarp um innleiðingu keðjuábyrgðar o.fl.

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem snýr að starfsemi erlendra þjónustuveitenda hér á landi, þar á meðal starfsmannaleiga. Markmið frumvarpsins eru m.a. að bæta yfirsýn stjórnvalda með starfsemi erlendra aðila hér á landi, styrkja eftirlit með henni og sporna við félagslegum undirboðum.

Lesa meira
WHO - Þunglyndi; tölum um það

7/4/2017 : Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. apríl, og helgar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hann þunglyndi að þessu sinni. Stofnunin áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og efnir í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu til herferðar gegn þunglyndi sem á að standa í heilt ár.

Lesa meira
Frá fundi um börn í ábyrgðarhlutverkum

7/4/2017 : Börn í ábyrgðarhlutverkum gagnvart foreldrum sínum

Fjallað var um aðstæður barna sem axla ábyrgðarhlutverk gagnvart foreldrum sínum vegna erfiðra aðstæðna þeirra, á fundi sem efnt var til í tengslum við komu fulltrúa norsku stofnunarinnar Barns Beste í vikunni.

Lesa meira
Ráðgjafahópur ungmenna ásamt ráðherrunum

7/4/2017 : Fræðslufundur ráðgjafahóps umboðsmanns barna

Fulltrúar úr ráðgjafahópi umboðsmanns barna heimsóttu velferðarráðuneytið í dag og fræddu ráðherrana og starfsfólk ráðuneytisins um efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ræddu vítt og breytt um stöðu barna í íslensku samfélagi.

Lesa meira
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Pia Prytz Phiri og Þorsteinn Víglundsson

6/4/2017 : Heimsókn svæðisstjóra Flóttamannastofnunar SÞ

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, nýskipuðum formanni flóttamannanefndar.

Lesa meira
Frá fundinum í velferðarráðuneytinu

5/4/2017 : Ræddu stöðu húsnæðis- samvinnufélaga og húsnæðismál í Eyjafirði

Fulltrúar húsnæðissamvinnufélagsins Búfestis á Akureyri áttu í dag fund með félags- og húsnæðismálaráðherra þar sem rætt var um stöðu húsnæðismála á starfssvæði félagsins, starfsumhverfi húsnæðissamvinnufélaga í núgildandi lagaumhverfi og úrbætur á því sem fulltrúar Búfestis telja nauðsynlegar.

Lesa meira

5/4/2017 : Frítekjumörk vegna húsnæðisbóta hækkuð afturvirkt

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um húsnæðisbætur sem hækkar þau viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt þeirra til húsnæðisbóta. Reglugerðin er afturvirk og gildir frá gildistöku laga um húsnæðisbætur 1. janúar 2017.

Lesa meira

4/4/2017 : Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið lagt fram á Alþingi. Með því er skýrt kveðið á um að mismunun á vinnumarkaði, hvort heldur bein eða óbein, vegna kynþáttar þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar eða kynvitundar verði óheimil.

Lesa meira
Fjölmenning

4/4/2017 : Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að heildarlöggjöf um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.  Með því er kveðið á um meginregluna um jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, en sérstakt frumvarp hefur einnig verið lagt fram á Alþingi þar að lútandi.

Lesa meira

4/4/2017 : Frumvarp um jafnlaunavottun lagt fram á Alþingi

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra sem kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn hefur verið lagt fram á Alþingi. Meginmarkmið frumvarpsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Alþingishúsið

4/4/2017 : Frumvarp að nýjum heildarlögum um þjónustu við fatlað fólk

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að nýjum heildarlögum sem fjalla um þjónustu við fatlað fólks með þörf fyrir mikinn stuðning. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem hefur það meginmarkmið að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslenska löggjöf.

Lesa meira
Fjölbýlishús

4/4/2017 : Frumvarp um rýmri fjármögnun húsnæðissamvinnufélaga

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög sem hefur það markmið að rýmka kosti þeirra til fjármögnunar og stuðla þannig betur að sjálfbærum rekstri þeirra.

Lesa meira
Mynd frá flóttamannabúðum í Al Waleed árið 2008

4/4/2017 : Nefnd um málefni flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk.

Lesa meira
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

31/3/2017 : Norrænir velferðarvísar að íslenskri fyrirmynd

Tillaga Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra um að norðurlöndin vinni áfram að þróun sameiginlegra norrænna velferðarvísa var samþykkt á fundi norrænna ráðherra félags- og heilbrigðismála í Ósló í gær. Vísarnir eiga sér fyrirmynd í íslenskum félagsvísum sem Velferðarvaktin mótaði á sínum tíma.

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

28/3/2017 : Ráðherra styrkir félagasamtök sem starfa að heilbrigðismálum um 72 milljónir kr.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun velferðarstyrkja árið 2017, samtals um 72 milljónir króna. Styrkirnir renna til 28 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála og lúta einkum að forvarnar- fræðslu- og ráðgjafarstarfi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið Skógarhlíð 6

27/3/2017 : Síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið

Vegna bilunar í ljósleiðara er síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið í Skógarhlíð. Unnið er að viðgerð. Ef erindið er brýnt vinsamlega hringið í síma 545 8100 sem er miðlæg símsvörun fyrir Stjórnarráðið.  

Lesa meira
Ráðherrarnir við undirritun yfirlýsingarinnar í Ráðherrabústaðnum

24/3/2017 : Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Lesa meira
Pallborðsumræður á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana 2017

24/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á vorfundi heilbrigðisstofnana

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um stefnumótun og áherslur sínar í heilbrigðismálum á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana á Selfossi í gær.

Lesa meira

22/3/2017 : Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Lesa meira
Samráðsfundur um húsnæðismál

21/3/2017 : Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

Félags- og jafnréttismálaráðherra efndi í dag til fundar með forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar og bæjarfélaganna á Suðvesturhorninu til að ræða alvarlega stöðu á húsnæðismarkaðinum og hvaða leiðir séu færar til að bregðast við þeim vanda sem við blasir.

Lesa meira
Við undirbúning aðgerðar

21/3/2017 : Framhald átaks til að stytta bið eftir völdum aðgerðum

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um að framkvæma valdar aðgerðir á grundvelli átaks stjórnvalda til að stytta biðlista.

Lesa meira
Hjá tannlækni

20/3/2017 : Umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tannlækningar barna

Um 91% barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eru nú skráð hjá heimilistannlækni. Ríkisendurskoðun telur góðan árangur hafa náðst hvað þetta varðar og telur ekki þörf á að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014.

Lesa meira
Frá heimsókn heilbrigðisráðherra á Sjúkrahúsið á Akureyri

20/3/2017 : Heilbrigðisráðherra heimsótti Sjúkrahúsið á Akureyri

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra heimsótti í liðinni viku Sjúkrahúsið á Akureyri, kynnti sér starfsemina og ræddi við stjórnendur og aðra starfsmenn um áherslur og nýjungar í rekstrinum og sýn stjórnenda til framtíðar.

Lesa meira

20/3/2017 : Styrkir úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2016-2017

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2016 - 2017. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. 

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

17/3/2017 : Ávarp heilbrigðisráðherra á málþinginu „Hættu nú alveg“

Áfram dregur úr tóbaksreykingum landsmanna og sérstaklega meðal ungmenna. Um helmingur framhaldsskólanema hefur prófað rafsígarettur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna reykinga árið 2015 er áætlaður 8 – 10 milljarðar króna. Þetta og fleira kom fram í ávarpi heilbrigðisráðherra á málþingi um tóbaksvarnir í vikunni.

Lesa meira
Embætti landlæknis

17/3/2017 : Verklag við lyfjaeftirlit og góðar ávísanavenjur

Lyfjateymi Embættis landlæknis hefur birt stutta lýsingu á því verklagi sem viðhaft er við eftirlit með ávísunum lækna á tiltekna lyfjaflokka. Einnig hafa verið birtar leiðbeiningar fyrir lækna um góða starfshætti við lyfjaávísanir. Tilgangurinn er að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun.

Lesa meira
Tillögur starfshóps - forsíða

17/3/2017 : Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu - tillögur til heilbrigðisráðherra

Velferðarráðuneytið birtir hér með niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnisstjórnar sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í september 2015. Verkefnisstjórninni var m.a. falið að greina þann hluta öldrunarþjónustu sem fellur undir heilbrigðismál.

Lesa meira

17/3/2017 : Úrskurður um greiðsluþátttöku vegna fyrirbyggjandi læknisaðgerðar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að niðurstöðu í máli einstaklings sem kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttöku vegna brottnáms og endursköpunar brjósts eftir að viðkomandi greindist með BRCA2 gen. Niðurstaðan er kæranda í vil.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Elizabeth Nyamayaro

16/3/2017 : Ísland og HeForShe kynntu verkfærakistu sem virkjar karla í jafnréttisbaráttunni á kvennanefndarfundi SÞ

Íslensk stjórnvöld og landsnefnd UN Women á Íslandi kynntu á vel sóttum viðburði í New York í dag verkfærakistu sem nýtist til að hvetja karlmenn til dáða í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Ríkisstjórnir og fjölmörg karlasamtök vinna í auknum mæli að því að leiða drengjum og körlum fyrir sjónir mikilvægi kynjajafnréttis.

Lesa meira

16/3/2017 : Starfshópur skipaður til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, á grundvelli tillögu frá sóttvarnalækni, að skipa starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.

Lesa meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra á fundi kvennanefndar Sþ.

16/3/2017 : Ræða félags- og jafnréttismálaráðherra á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Félags- og jafnréttismálaráðherra, flutti í gær ræðu Íslands í almennum umræðum á 61. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að stefna þyrfti að því að ná kynjajafnrétti fyrir 2030 enda væri aukið kynjajafnrétti og valdefling kvenna forsenda þess að nýjum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna yrði náð.

Lesa meira

15/3/2017 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um vinnumarkaðsmál og Vinnumálastofnun

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014 um úrbætur á sviði vinnumarkaðsmála og stjórskipulags Vinnumálastofnunar. Þetta er niðurstaða þriðju skýrslu stofnunarinnar um eftirfylgni er lúta að umhverfi Vinnumálastofnunar.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Patricia Arquette

15/3/2017 : Herhvöt gegn kynbundnum launamun á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, var meðal frummælenda á fjölsóttum viðburði í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem m.a. forystufólk í stjórnmálum og heimsþekktar stórstjörnur sögðu launamuni kynjanna stríð á hendur.

Lesa meira
Á ferðinni

14/3/2017 : Reglur um bifreiðastyrki hreyfihamlaða rýmkaðar

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð sem varðar bifreiðastyrki hreyfihamlaðra. Þar með verður heimilt að veita framfærendum hreyfihamlaðra barna á sama heimili uppbót eða styrk til kaupa á einni bifreið, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Lesa meira
Phumzile Mlambo-Ngcuka (3.ja frá hægri) ásamt norrænum ráðherrum jafnréttismála. Mynd: UN Women/Ryan Brown

13/3/2017 : Ráðherrar funduðu með framkvæmdastjóra UN Women

Norrænir ráðherrar jafnréttismála funduðu með Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Ábyrgð karla í jafnréttismálum, baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru meðal umræðuefna á þeim fundi.

Lesa meira
Frá opnun kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: UN Women/Ryan Brown

13/3/2017 : Norrænir ráðherrar jafnréttismála á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra fjallaði um ýmsar aðgerðir sem ætlað er að brúa kynjabilið á íslenskum vinnumarkaði og efla hlut kvenna á fundi með norrænum ráðherrum jafnréttismála í New York í dag.

Lesa meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra ræðir um jafnlaunastaðalinn á ráðstefnunni í Brussel

10/3/2017 : Vel sótt ráðstefna í Brussel um íslenska jafnlaunastaðalinn

Hátt í hundrað manns sóttu ráðstefnu um jafnlaunastaðalinn sem haldin var í aðsetri EFTA í Brussel í gær að frumkvæði íslenska sendiráðsins. Félags- og jafnréttismálaráðherra var meðal frummælenda á ráðstefnunni sem haldin var í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Lesa meira

10/3/2017 : Þátttaka í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Fjórir vinnustaðir hafa verið valdir til að taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Markmiðið með verkefninu er að kanna hvort stytting vinnuviku leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða.

Lesa meira

9/3/2017 : Konur og karlar á Íslandi 2017

Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2017 er kominn út. Þar má finna ýmsar upplýsingar um stöðu kvenna og karla í íslensku samfélagi. Jafnréttisstofa er útgefandi bæklingsins í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið.

Lesa meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson, velferðarráðherra

3/3/2017 : Bjarkarhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis opnuð

Starfsemi er hafin í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg í Reykjavík þar sem rekin verður miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarkarhlíð var opnuð formlega í gær að viðstöddum fulltrúum þeirra samstarfsaðila sem koma að verkefninu.

Lesa meira
ECRI; nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi

1/3/2017 : Skýrsla nefndar Evrópuráðsins um kynþáttfordóma og umburðarleysi

ECRI; nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi, birti í gær skýrslu um stöðu þessara mála hér á landi, með ábendingum hvað vel hefur verið gert og hverju er áfátt. Nefndin er sjálfstæður eftirlitsaðili á sviði mannréttinda.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

28/2/2017 : Húsnæðismál: Stofnframlög aukin um 1,5 milljarða króna

Stefnt er að því að auka opinberan húsnæðisstuðning í formi stofnframlaga um 1,5 milljarða króna á þes su ári. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra þessa efnis. Ákvörðunin er liður í endurskoðun á forsendum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Lesa meira
Alþingishúsið

28/2/2017 : Leiðrétting á rangfærslum um greiðslur lífeyrisþega; engar endurkröfur

Leiðrétting Alþingis á mistökum sem urðu þegar breytingar voru gerðar á lögum um almannatrygginga 25. október sl. munu ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér fyrir lífeyrisþega, líkt og ranglega er haldið fram í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær. Engar ofgreiðslur hafa átt sér stað og engan þarf að krefja um endurgreiðslur.

Lesa meira

28/2/2017 : Greining á þjónustu við flóttafólk

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sem lýtur að högum flóttafólks á Íslandi með greiningu á þjónustu sem því er veitt og tilögum að úrbótum varðandi stjórnsýslu málefna útlendinga og innflytjenda hér á landi. Skýrslan var gerð að beiðni velferðarráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira
Byggingaframkvæmdir

24/2/2017 : Samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála

Settur verður á fót aðgerðahópur á vegum fjögurra ráðherra sem gera á tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu félags- og jafnréttismálaráðherra þessa efnis á fundi sínum í morgun.

Lesa meira
Lyf

24/2/2017 : Skýrsla Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað

Heilbrigðisstofnanir hafa tækifæri til að draga úr lyfjakostnaði með fjölþjóðlegu samstarfi við lyfjaútboð og er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir þátttöku Landspítala í slíku samstarfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Lesa meira

24/2/2017 : Opinn fundur: Aðlögun flóttafólks og innflytjenda

Kynnt verður ný skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið á opnum fundi í Norræna húsinu 27. febrúar, þar sem þjónusta við flóttafólk og innflytjendur er greind. Aðlögun flóttafólks og innflytjenda: Greining á umbótatækifærum er yfirskrift fundarins.

Lesa meira
Sóley Bender, Óttarr Proppé og Þórunn Oddný Steinsdóttir

24/2/2017 : Skýrsla um endurskoðun laga nr. 25/1975

Formaður nefndar sem á liðnu ári vann að heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, kynnti skýrslu nefndarinnar fyrir heilbrigðisráðherra á fundi í gær. Skýrslan með tillögum nefndarinnar er birt hér með.

Lesa meira

23/2/2017 : Til umsagnar: Frumvarp gegn misnotkun stera o.fl.

Hér með eru birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um vefjaaukandi efni og lyf sem m.a. er ætlað að sporna við misnotkun stera og vefjaaukandi efna og lyfja. Efni frumvarpsins snýr að ólöglegum innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu þessari efna en fjallar ekki um neyslu þeirra.

Lesa meira

22/2/2017 : Um rafsígarettur og breytingu á lögum um tóbaksvarnir

Eftirfarandi eru nokkrar staðreyndir um efni frumvarps til breytinga á lögum um tóbaksvarnir að því er lýtur að rafsígarettum og regluverki um þær. Óhjákvæmilegt er að setja lagaumgjörð um rafsígarettur sem skortir hér á landi og er einnig skylt að setja, m.a. vegna innleiðingar Evróputilskipunar þar að lútandi á sviði tóbaksvarna.

Lesa meira
Elín H. Hinriksdóttir, Þröstur Emilsson og Óttarr Proppé

21/2/2017 : Áskorun um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

Óttar Proppé heilbrigðisráðherra tók í dag við undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök standa að baki áskoruninni sem tæplega 11.400 manns undirrituðu.

Lesa meira
Ráðherra ásamt Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar (t.h.) og Ingibjörgu Broddadóttur sérfræðingi og formanni réttindavaktarinnar

20/2/2017 : Fundað um aðstæður á sambýli fyrir fatlað fólk á Blönduósi

Félags- og jafnréttismálaráðherra fundaði fyrir helgi með sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að ræða hvernig unnið skuli að úrbótum til að tryggja góða þjónustu og fullnægjandi aðbúnað íbúa sambýlis fyrir fatlað fólk á Blönduósi.

Lesa meira
Lyf

20/2/2017 : Tryggt verði fjármagn til innleiðingar nýrra lyfja

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra að tryggja aukið fjármagn til lyfjamála til innleiðingar nýrra lyfja á þessu ári.

Lesa meira
Guðbjörg Pálsdóttir og Óttarr Proppé

17/2/2017 : Ráðherra afhent skýrsla um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga afhenti heilbrigðisráðherra í gær skýrslu sem félagið hefur tekið saman um stöðu mönnunar í hjúkrun. Félagið lýsir áhyggjum af viðvarandi skorti á hjúkrunarfræðingum og leggur til aðgerðir til að bregðast við vandanum.

Lesa meira
Vinnumál

16/2/2017 : Búist við mikilli fjölgun starfa á þessu ári

Vinnumálastofnun reiknar með mikilli fjölgun starfa á þessu ári. Atvinnulausum fjölgaði verulega í janúar vegna sjómannaverkfalls, en jafnframt voru um 960 manns sem fóru af atvinnuleysisskrá. Þetta og margt fleira kemur fram í nýrri og endurbættri mánaðarskýrslu stofnunarinnar um stöðuna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Ráðherra ásamt Ellen Calmon formanni ÖBÍ og Halldóri Sævari Guðbergssyni varaformanni

15/2/2017 : Fundur ráðherra og forystu ÖBÍ

Jafnrétti í víðu samhengi, starfsendurhæfing, virkni, örugg framfærsla og aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði með auknum atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk voru meðal fjölmargra mála sem bar á góma á fundi forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands með félags- og jafnréttismálaráðherra í dag.

Lesa meira
Ellý Alda Þorsteinsdóttir

15/2/2017 : Nýr skrifstofustjóri félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu

Ákvörðun hefur verið tekin um að skipa Ellý Öldu Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Ellý Öldu hæfasta úr hópi 21 umsækjanda um starfið.

Lesa meira
Bakgrunnsgögn

14/2/2017 : Fjöldi greininga staðfestir kynbundinn launamun

Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve munurinn er mikill.

Lesa meira
Vefsíðan posting.is

13/2/2017 : Upplýsingasíða um réttindi og skyldur útsendra starfsmanna

Félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði sl. föstudag nýja upplýsingasíðu; posting.is þar sem veittar eru upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem sendir eru til starfa á Íslandi.  

Lesa meira

13/2/2017 : Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016

Hér með eru birtar niðurstöður könnunarinnar Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016 sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir velferðarráðuneytið, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Landssamband eldri borgara.

Lesa meira

10/2/2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir lagt fram til umsagnar

Heilbrigðisráðherra leggur hér með fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, sem áformað er að leggja fram á núverandi þingi.

Lesa meira
Vísir

10/2/2017 : Félagsvísar 2016

Félagsvísar eru safn tölulegra upplýsinga sem varpa ljósi á fjölmörg atriði sem varða lífskjör þjóðarinnar og mismunandi stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Nú eru Félagsvísar birtir í fimmta sinn.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Dagur B. Eggertsson

3/2/2017 : Samningur um öryggisvistun á höfuðborgarsvæðinu

Félags- og jafnréttismálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu í dag samning sem kveður á um fyrirkomulag öryggisvistunar þeirra sem hennar þurfa með og um þjónustu við einstaklinga sem fengið hafa rýmkunardóma.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Soffía Lárusdóttir

2/2/2017 : Fundað með forstjóra Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra átti í dag fund með Soffíu Lárusdóttur, forstjóra Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem kynnti honum starfsemi stöðvarinnar, helstu verkefni, faglegar áherslur og nýmæli sem unnið er að.

Lesa meira

1/2/2017 : Jóhanna Fjóla sett forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur sett Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til eins árs, frá 1. febrúar 2017. Jóhanna var önnur tveggja umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat vel hæfa til að gegna starfinu.

Lesa meira

1/2/2017 : Kristján Sigurðsson skipaður forstjóri Sólvangs

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára frá 1. febrúar 2017. Kristján var valinn úr hópi þeirra þriggja umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat vel hæfa til að gegna starfinu.

Lesa meira
Ný og betri Frú Ragnheiður

1/2/2017 : Ný Frú Ragnheiður tekin í notkun

Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála ásamt borgarstjóranum í Reykjavík voru viðstaddir þegar Rauði krossinn í Reykjavík tók í notkun nýjan bíl til að sinna heilbrigðisaðstoð á götum borgarinnar. Frú Ragnheiði er ekið um götur borgarinnar sex sinnum í viku og sinna þrír sérhæfðir sjálfboðaliðar nálaskipta- og hjúkrunarþjónustu.

Lesa meira
Fyrsti fundur með forsetanum á Bessastöðum

31/1/2017 : „Aðstoðum fólk í neyð og sýnum hvernig samfélag Ísland er“

Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson, félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra

30/1/2017 : Þingmál félags- og jafnréttismálaráðherra á 146. löggjafarþingi

Yfirlit yfir þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á 146. löggjafarþingi hefur verið lagt fram samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis. Eftirtalin eru þingmál félags- og jafnréttismálaráðherra með upplýsingum um efni hvers þeirra og áætlun um hvenær þau verða lögð fram.

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

30/1/2017 : Þingmál heilbrigðisráðherra á 146. löggjafarþingi

Yfirlit yfir þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á 146. löggjafarþingi hefur verið lagt fram samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis. Eftirtalin eru þingmál heilbrigðisráðherra með upplýsingum um efni hvers þeirra og áætlun um hvenær þau verða lögð fram.

Lesa meira
Merki velferðarráðuneytisins

29/1/2017 : Velferðarráðuneytið tekur til starfa í Skógarhlíð 31. janúar

Öll starfsemi velferðarráðuneytisins hefur verið flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í nýtt aðsetur við Skógarhlíð 6. Ráðuneytið tekur til starfa á nýjum stað þriðjudaginn 31. janúar.

Lesa meira
F.v. Egill Sigurðsson – Oddviti Ásahrepps, Trausti Runólfsson - íbúi á Lundi, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir - Hjúkrunarforstjóri Lundi, Óttarr Proppé - Heilbrigðisráðherra, Drífa Hjartardóttir - Stjórn

29/1/2017 : Ný hjúkrunardeild við Lund á Hellu tekin í notkun

Átta vel búnar hjúkrunaríbúðir eru í nýrri hjúkrunardeild við Lund á Hellu sem var formlega tekin í notkun síðastliðinn föstudag. Með tilkomu hennar eiga nú allir íbúar hjúkrunarheimilisins kost á einbýli. Deildin er hönnuð með þarfir heilabilaðra að leiðarljósi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

27/1/2017 : Upplýsingar varðandi lokun hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs

Vel gengur að finna íbúum Kumbaravogs samastað en sem kunnugt er verður heimilinu lokað 31. mars næstkomandi. Af 29 íbúum eru átta þegar farnir af heimilinu og níu til viðbótar fara á allra næstu dögum.

Lesa meira

27/1/2017 : Jafnréttissjóður Íslands auglýsir styrki til umsóknar

Lausir eru til umsóknar styrkir úr Jafnréttissjóði Íslands. Styrkir verða veittir til verkefna sem nýtast til framfara á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 100 milljónir króna af fjárlögum þessa árs. Frestur til að sækja um styrk rennur út kl. 16.00 þann 31. mars.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson

26/1/2017 : Samningar við Reykjavík og Akureyri um móttöku flóttafólks

Félags- og jafnréttismálaráðherra undirritaði í dag samninga við borgarstjórann í Reykjavík og bæjarstjórann á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri.

Lesa meira
Fundur með UN Women

26/1/2017 : Ráðherra fundaði með landsnefnd UN Women á Íslandi

Félags- og jafnréttismálaráðherra átti í dag fund með framkvæmdastjóra landsnefndar UN Women á Íslandi. Tilgangur fundarins var að ræða áherslur landsnefndarinnar á sviði jafnréttismála, m.a. í tengslum við þau verkefni sem framundan eru á þessu sviði í velferðarráðuneytinu.

Lesa meira
Atvinnumál kvenna

26/1/2017 : Styrkir til atvinnumála kvenna fyrir frumkvöðlakonur

Auglýst er eftir styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2017 sem félags- og jafnréttismálaráðherra veitir. Til úthlutunar eru 35 milljónir króna og er hámarksstyrkur fjórar milljónir. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.

Lesa meira
Ásta Stefánsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Aldís Hafsteinsdóttir

24/1/2017 : Flóttafólk frá Sýrlandi boðið velkomið til landsins

Tvær fjölskyldur úr hópi flóttafólks frá Sýrlandi sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast hér að komu til landsins í gær. Fólkið sest að í Hveragerði og Árborg og var haldið með það þangað eftir stutta móttökuathöfn við komuna í Leifsstöð þar sem félags- og jafnréttismálaráðherra, forsvarsmenn sveitarfélaganna og Rauða krossins buðu fólkið velkomið.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherrar OECD-ríkja / Mynd: © OECD

20/1/2017 : Yfirlýsing heilbrigðisráðherra frá fundi OECD í París

Fundi heilbrigðisráðherra aðildrarríkja OECD í vikunni lauk með sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna. Þar er fjallað um helstu áskoranir framundan í heilbrigðismálum og eftir hvaða áherslum skuli unnið til að bæta frammistöðu heilbrigðiskerfanna, sporna við sóun og mæta sem best þörfum sjúklinga.

Lesa meira
Frá undirritun samnings um móttöku flóttafólks

20/1/2017 : Tímamótasamingur um hlutverk RKÍ við móttöku flóttafólks

Stigið er skref í átt að því að jafna þjónustu við flóttafólk, hvort sem það kemur í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk) eða á eigin vegum, í nýjum samningi við Rauða kross Íslands (RKÍ) sem félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður RKÍ undirrituðu í dag.

Lesa meira
The-Nordic-Monitoring-System-2011---2014

19/1/2017 : Upplýsingar um mataræði, hreyfingu og holdafar Norðurlandabúa

Íslendingar innbyrða meira af sykurríkum matvælum en aðrir Norðurlandabúar og borða minna af grænmeti og ávöxtum. Fiskneysla er aftur á móti mest hér á landi. Þetta og margt fleira má lesa um í nýrri skýrslu um heilsuhegðun Norðurlandabúa sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

Lesa meira
Ráðherra fundar með forstjóra barnaverndarstofu ásamt aðstoðarmönnum sínum og skrifstofustjóra

19/1/2017 : Fundur ráðherra og forstjóra Barnaverndarstofu

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ræddu saman um helstu áherslur í starfi Barnaverndarstofu og verkefnin framundan á fundi í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá fundir ráðherra og Félagi eldri borgara í Reykjavík

18/1/2017 : Áhersla á atvinnumál eldri borgara á fundi ráðherra og FEB

Aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega var ofarlega á baugi á fundi Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, og forystu Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá fundir ráðherra og forsvarsmönnum ASÍ

18/1/2017 : Ráðherra fundaði með forystu ASÍ

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í dag fund með forystu Alþýðusambands Íslands til að ræða margvísleg efni á sviði vinnumarkaðsmála sem heyra undir ráðherrann og varða hagsmuni félagsmanna þessara fjölmennustu samtaka launafólks í landinu.

Lesa meira
Óttarr Proppé á fundi heilbrigðisráðherra OECD ríkja

18/1/2017 : Heilbrigðisráðherra ræddi hagnýtingu erfðaupplýsinga á fundi OECD

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um sérstöðu Íslands á sviði erfðarannsókna og álitamál tengd hagnýtingu erfðaupplýsinga í forvarnarskyni á fundi með heilbrigðisráðherrum OECD ríkja í París í gær.

Lesa meira
Frá fundi OECD

17/1/2017 : Heilbrigðisráðherrar OECD ríkja funda í París

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tekur þátt í fundi heilbrigðisráðherra OECD ríkja sem nú stendur yfir í París. Á fundinum er m.a. fjallað um hvernig bæta megi nýtingu fjár til heilbrigðismála og sporna við sóun. Útgjöld til lyfjamála vega þungt og gerði Óttarr það að umtalsefni í innleggi sínu á fundinum í dag.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Kristín Ástgeirsdóttir

16/1/2017 : Fundað um jafnréttismál og verkefnin framundan

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í morgun fund með Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, þar sem þau ræddu um helstu verkefni sem framundan eru á sviði jafnréttismála, með áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og innleiðingu jafnlaunastaðals.

Lesa meira

13/1/2017 : Aðstoðarmenn heilbrigðisráðherra

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

13/1/2017 : Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

22 sóttu um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu sem auglýst var um miðjan desember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 9. janúar.

Lesa meira

12/1/2017 : Aðstoðarmenn félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Karl Pétur Jónsson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Eygló Harðardóttir

11/1/2017 : Þorsteinn Víglundsson nýr ráðherra félags- og jafnréttismála

Þorsteinn Víglundsson tók í dag við ráðherraembætti af Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, í velferðarráðuneytinu. Þorsteinn er félags- og jafnréttismálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé

11/1/2017 : Óttarr Proppé tekinn við embætti heilbrigðisráðherra

Óttarr Proppé tók í dag við embætti heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Óttarr er 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis og hefur setið á Alþingi fyrir Bjarta framtíð frá árinu 2013.

Lesa meira

10/1/2017 : Viðurkenning líknarlækninga og sérhæfðra verkjalækninga sem viðbótarsérgreina

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um  menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Með reglugerðarbreytingunni eru líknarlækningar og sérhæfðar verkjalækningar viðurkenndar sem viðbótarsérgreinar.

Lesa meira
Ungir vísindamenn verðlaunaðir

10/1/2017 : Ungir vísindamenn verðlaunaðir

Fjórir ungir vísidnamenn voru verðlaunaðir fyrir rannsóknarverkefni sín á ráðstefnu Háskóla Íslands á sviði líf- og heilbrigðisvísinda í liðinni viku. Velferðarráðuneytið veitti viðurkenningu fyrir verkefni á sviði forvarna.

Lesa meira
Í læknisskoðun

6/1/2017 : Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. maí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi. Ákvörðunin  byggist á því að meiri tíma þurfi til að undirbúa kerfisbreytinguna, fyrst og fremst vegna ýmissa tæknilegra örðugleika við útfærslu hennar.

Lesa meira

6/1/2017 : Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði heilbrigðismála lausir til umsóknar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum vegna verkefna sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði heilbrigðismála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Lesa meira
Tryggingastofnun

4/1/2017 : Hækkun bóta almannatrygginga frá 1. janúar 2017

Fjárhæðir bótaflokka almannatrygginga hækkuðu að jafnaði um 7,5% 1. janúar sl. Frá sama tíma urðu breytingar á greiðslum ellilífeyrisþega með lagabreytingu sem fól í sér einföldun bótakerfisins, m.a. með sameiningu bótaflokka og sveigjanlegri töku lífeyris.

Lesa meira
Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.org

3/1/2017 : Námskeið og próf vegna leyfis til að gera eignaskiptayfirlýsingar

Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga í samstarfi við velferðarráðuneytið og Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði og prófi í gerð eignaskiptayfirlýsinga í febrúar. Skráningarfrestur er til 22. janúar næstkomandi.

Lesa meira