Fréttir
  • Vísir
    Vísir

Félagsvísar 2016

10/2/2017

Félagsvísar eru safn tölulegra upplýsinga sem varpa ljósi á fjölmörg atriði sem varða lífskjör þjóðarinnar og mismunandi stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Nú eru Félagsvísar birtir í fimmta sinn.

Megintilgangurinn með félagsvísum er að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og áhrifum þeirra á hagi fólks. Félagsvísar ná alla jafna yfir 10 ára tímabil og gera því kleift að fylgjast með þróun á þeim sviðum velferðarmála sem mæld eru. Gögnin eru sundurgreind eftir kyni, aldri og heimilisgerð svo unnt sé að skoða mismunandi aðstæður fólks eftir hópum á þeim sviðum velferðarmála sem vísarnir taka til.

Félagsvísum er ætlað að gera upplýsingar um velferð, heilbrigði, vellíðan og þarfir íbúa aðgengilegri og auðvelda þar með stjórnvöldum, almenningi, hagsmunaaðilum, fjölmiðlum, sérfræðingum og rannsakendum aðgengi að upplýsingum. Vísarnir eiga þannig að nýtast m.a. til stefnumótunar og ákvarðanatöku á sviði velferðarmála.

Sem dæmi um upplýsingar sem eru í Félagsvísum má nefna vísa um samsetningu þjóðarinnar, menntun og atvinnuþátttöku. Einnig er þar að finna upplýsingar um tekjudreifingu, lágtekjumörk og skort á efnislegum gæðum, eignir og skuldir heimila eftir tekjubilum og stöðu á húsnæðismarkaði.  Einnig eru vísar um lífsvenjur fólks og heilsu, lyfjanotkun og mat fólks á eigin heilsu. Vísa um heilsu barna, svo sem um lyfjanotkun er hér að finna, sem og lífsvenjur barna, svo sem  upplýsingar um þátttöku barna í íþróttum og tómstundum, upplýsingar um samveru barna og foreldra og svo mætti áfram telja.

 

 

 

Til baka Senda grein