Fréttir
  • Frá þingi WHO
    Frá þingi WHO

Heilbrigðisráðherra stýrir 66. fundi Evrópudeildar WHO

12/9/2016

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var í morgun kjörinn forseti 66. fundar Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 12.–15. september. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúi Íslands fer með stjórn fundarins.

Ráðherra ræddi um það í ávarpi við opnun fundarins hve traust og gott samband við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina skipti miklu máli. Ísland hefði lengi notið góðs af því og sambandið hefði styrkst enn frekar á síðustu árum í gegnum sérstakan samstarfsvettvang smáríkja. 

Um 400 manns frá 53 þjóðlöndum sitja fundinn.

Dagskrá þingsins er aðgengileg á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og þar er einnig hægt að fylgjast með þinginu í beinni vefútsendingu. Eins er hægt að fylgjast með á samfélagsmiðlum undir millumerkinu: #RC66.

 

Til baka Senda grein