Fréttir
  • Embættis landlæknis
    Embættis landlæknis

Lýðheilsusjóður auglýsir styrki til umsóknar

5/4/2016

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði til heilsueflingar og forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaksvarna, næringar, hreyfingar, tannverndar og geðræktar. Umsóknarfrestur er til 25. apríl næstkomandi.

Lýðheilsusjóður starfar á grundvelli laga um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf í samræmi við markmið laganna, jafnt starfsemi innan og utan embættis landlæknis. Heilbrigðisráðherra skipar stjórn sjóðsins sem tekur ákvarðanir um úthlutun styrkja. Embætti landlæknis annast daglega umsýslu og reikningshald sjóðsins en til hans rennur hlutfall af innheimtu áfengisgjaldi í samræmi við ákvæði laga um gjald af áfengi og tóbaki, hlutfall af brúttósölu tóbaks í samræmi við ákvæði laga um tóbaksvarnir og framlag úr ríkissjóði samkvæmt ákvæðum fjárlaga hverju sinni.

Í auglýsingu um styrki úr lýðheilsusjóði árið 2016 eru áherslur lagðar á verkefni sem fela í sér eftirfarandi þætti, þ.e:

Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu og vellíðan barna, unglinga og fjölskyldna með það að markmiði að fyrirbyggja depurð, kvíða og aðra áhættuþætti.

  • Auka þekkingu og færni fagfólks og foreldra í árangursríkum áfengis- og vímuvörnum.
  • Aðgerðir í heilsueflingu og forvörnum sem miða að heilbrigðu mataræði og hreyfingu.
  • Aðgerðir til að draga úr tóbaksnotkun í nef og vör.
  • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
  • Forvarnir gegn sjálfsvígum.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2016 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs

Sjá nánar auglýsingu


Til baka Senda grein