Fréttir
  • Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.org
    Fjölbýli
    Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.org

Námskeið og próf vegna leyfis til að gera eignaskiptayfirlýsingar

3/1/2017

Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga í samstarfi við velferðarráðuneytið og Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði og prófi í gerð eignaskiptayfirlýsinga í febrúar. Skráningarfrestur er til 22. janúar næstkomandi.

Samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús mega þeir einir taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi velferðarráðherra.

Námskeið og próf er haldið samkvæmt lögum nr. 26/1994 og reglugerð nr. 233/1996 um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.

Námskeiðið er samtals 42 kennslustundir og er meðal annars farið yfir lög um fjöleignarhús, reglur um skráningu mannvirkja og útreikning hlutfallstalna.

Ekki eru gerðar sérstakar forkröfur (til dæmis um menntun) til þátttakenda á námskeiðinu.

 

Til baka Senda grein