Hoppa yfir valmynd
23. maí 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefna um kynbundið ofbeldi - Drögum tjöldin frá

Jafnréttisstofa, Velferðarráðuneytið, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við HA standa fyrir ráðstefnu og fræðsludegi um kynbundið ofbeldi. Að þessu sinni verður sjónum beint að heilbrigðisstéttum en kynbundið ofbeldi er alvarlegt heilbrigðis-vandamál sem mikilvægt er að vinna bug á.

Ráðstefnan fer fram í Öskju í Háskóla Íslands þann 1. júní

Dagskrá

 13:00- 13:15 Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra setur ráðstefnuna
 13:15- 13:35 Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd :
Niðurstöður rannsókna og hvað svo?
 13:35- 13:55 Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri:
Ofbeldi, konur og mannréttindi
 13:55- 14:15 Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Fangelsismálastofnun en starfar sjálfstætt við mat og meðferð ungra gerenda kynferðisbrota :
Börn og unglingar sem sýna skaðlega kynhegðun
 14:15- 14:35 Kaffi
 14:35- 14:55 Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi:
Konur, verkir og ofbeldi
 14:55- 15:15 Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri í Heilsugæslunni Hvammi í Kópavogi:
Áhrif heimilisofbeldis á barnshafandi konur, fóstur og börn þeirra.
 15:20-15:40 Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands:
Notkun klínískra leiðbeininga við að greina ofbeldi gegn konum í nánum samböndum

 15:40-16:00

Umræður 

Ráðstefnan fer fram í Öskju í Háskóla Íslands þann 1. júní nk.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á: jafnretti (hjá) jafnretti.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum