Hoppa yfir valmynd
7. október 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opin ráðstefna um aðstæður fatlaðs fólks 26. október

Stöðuúttekt á þjónustu við fatlað fólk við tilfærslu á málaflokknum frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. 

Kynning á niðurstöðum rannsóknar - lærdómur til framtíðar.

26. október kl. 13-16:45 í Hörpu, Norðurljósasal.

Dagskrá

Velferðarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir opinni ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks, aðbúnað, þjónustu, viðhorf, líðan og sjálfræði sem haldin verður í Hörpu 26. október næstkomandi kl. 13-16:45.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Félagsvísindastofnun, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið í því skyni að afla upplýsinga um stöðu málefna fatlaðs fólks svo unnt sé að meta faglegan ávinning af flutningi hans frá ríki til sveitarfélaga. Rannsóknin var gerð um það leyti sem flutningurinn stóð fyrir dyrum og birtir því kortlagningu á stöðu málaflokksins um síðustu áramót. Niðurstöðurnar eru birtar í skýrslunni Flutningur þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga og verða niðurstöður rannsóknarinnar nýttar við mat á faglegum ávinningi flutningsins.

Aðgangur öllum opinn, en til hagræðis eru þátttakendur beðnir um að skrá sig.
Skráning:  HÉR  

Dagskrá ráðstefnunnar



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum