Hoppa yfir valmynd
2. desember 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Betri heimur fyrir alla á alþjóðlegum degi fatlaðra

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaAlþjóðlegur dagur fatlaðra er er á morgun, 3. desember.  Hann hefur verið haldinn þennan dag ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Yfirskrift dagsins í ár er „Samstaða um betri heim fyrir alla: Fatlað fólk  verði að fullu þátttakendur í samfélagsþróuninni .  Í ávarpi í tilefni af alþjóðadeginum segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að frá því dagurinn var fyrst haldinn fyrir þrjátíu árum hafi náðst umtalsverður árangur. Vitundarvakning hafi orðið um réttindi fatlaðs fólks á þessum tíma.

„Í æ fleiri löndum er lögð áhersla á að vernda og auka réttindi fatlaðs fólks.  Þó eru enn margar áskoranir að sigrast á. Fötluðu fólki er hættara við en öðrum að fá það hlutskipti að þurfa að glíma við  fátækt og skort. Það er líka helmingi líklegra að fatlað fólk en ófatlað njóti  ekki viðunandi heilbrigðisþjónustu,“ segir í ávarpinu.

Ban Ki-moon bendir á  ýmis vandamál sem fatlað fólk þurfi að  glíma við, þar á meðal skerta möguleika til atvinnu. Þá sé skólasókn fatlaðra barna í þróunarríkjum mun minni en hjá ófötluðum og muni þar allt upp í 60%.

„Útilokun fatlaðs fólks  á sér margar birtingarmyndir en hún reynist ekki aðeins kostnaðarsöm fötluðu fólki heldur einnig samfélögum í heild.  Yfirskrift alþjóðlegs dags fatlaðs fólks í ár minnir okkur á að framfarir festast ekki í sessi nema þær byggist á jafnræði, þátttöku allra og aðgengi.  Brýnt  er að fatlað fólk  sé ávallt haft með í ráðum þegar verið er að þróa úrræði, allt frá hugmyndastigi og þar til kemur að eftirfylgni og mati á aðgerðum.“

Ban Ki-moon segir að nauðsynlegt sé að takast á við neikvæð viðhorf sem fatlað fólk mætir  og bæta gæði þjónustu og aðgengi.  Þá þurfi að bregðast við hindrunum af efnahags- og menningarlegum toga sem fatlað fólk þurfi að horfast  mæta, en slíkt komi öllum til góða.

„Á þessum alþjóðlega degi fatlaðra skora ég á ríkisstjórnir, almenning í löndunum og alþjóðasamfélagið að beita sér  í þágu fatlaðs fólks og í samstarfi við það sjálft. Þannig er hægt að skapa umgjörð um samfélög á heimsvísu þar sem jöfn þátttaka, sjálfbærni og jafnrétti er haft að leiðarljósi.”

Meðal þess sem Sameinuðu þjóðirnar leggja sérstaka áherslu á vegna alþjóðadags fatlaðra í ár er að sjónarhorn þeirra verði haft að leiðarljósi í allri samfélagsþróun. Þá er áhersla á að  fatlaðar stúlkur og konur  taki þátt slíkri þróun og sömuleiðis fötluð börn og ungmenni. Ennfremur er sjónum beint að því að afnema hindranir sem fatlað fólk mætir og að almennar  upplýsingar og þekking um málefni fatlaðs fólks verði öllum aðgengileg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum